Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.11.2004 at 17:40 #508588
Einnig er vont að hafa ekki lengur auglýsingarnar og spjallþráðinn á forsíðunni. Mér finnst þetta útlit ekki betra en það gamla góða.
13.11.2004 at 10:55 #508546Ég myndi ekki skoða breytingu á þessum bíl nema að setja líka í hann millikassa með háu og lágu drifi. Einnig efast ég um að þessi bíll þoli stærri dekk. Þetta er bara fólksbíll og ágætur sem slíkur. Ég myndi frekar ráðleggja þér að fá þér jeppa eins og t.d. Jimny eða Vitöru, það er miklu meira vit í því!
27.10.2004 at 13:22 #506928IPF
VHF eða CB?
12.09.2004 at 22:41 #505660Er með LC80 á 35" BFG A/T og hef ekkert nema gott um þau að segja. Mjög góð sumardekk, mjög góð vetrardekk og mjög góð í hálku! Enda negld! Vantar ekki bara naglana í dekkin?
05.09.2004 at 20:02 #505404Kvíslaveituvegurinn er góður upphækkaður vegur alla leið að afleggjara við Sóleyjarhöfðann. Afleggjarinn er slóði, en í fínu lagi, fær öllum jeppum. Þar þarftu svo að fara yfir Þjórsána um Sóleyjarhöfðavaðið. Það er erfitt og mjög varasamt og oft ófært vegna vatnavaxta, sérstaklega eftir rigningar. Best að vera á nokkrum stórum bílum og vaða ána fyrst með spotta til að draga vaðmanninn í land ef hann dettur. Ef þú getur ekki vaðið ána þá áttu ekkert erindi á bíl útí hana! Hef sjálfur snúið við um þetta leyti vegna þess að vaðið er ófært. Þá áttu 44" jeppar ekkert erindi í ána. Sjá mynd af vaðinu:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 7&offset=0
04.09.2004 at 00:31 #505364Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að næsti Patrolinn yrði ónýtur að framan (á klöfum). Þetta heyrði ég fyrir þónokkru síðan. Hefur eitthvað breyst í þeim málum?
Hér eru myndir sem hægt er að pæla í:
http://www.captain.nl/
Kv, ÓAG.
20.07.2004 at 19:30 #504826Það var nú ekki ætlun mín að koma af stað rifrildi hér á spjallinu, því mér finnst ekkert eins leiðinlegt eins og nöldur og ómálefnaleg umræða á lágu plani. Ég ætla því að gerast meiri maður og biðjast afsökunar á þessum skrifum mínum og þá sérstaklega ef einhver hefur tekið þau til sín og borið andlegan skaða af.
Málið er bara það að maður er orðinn svo pirraður á þessu endalausa skítkasti sem björgunarsveitir verða fyrir, því yfirleitt er orsökin minnimáttarkennd og/eða öfundsýki hjá viðkomandi aðilum sem svona skítkast stunda. Þetta er því frekar almenn sálræn skilgreining, en ekki persónuleg og vil ég leiðrétta þann misskilning hér með og biðjast afsökunar á að hafa skipað ykkur í þennan hóp án þess að þekkja ykkur betur en raun ber vitni.
Ég vona því að umræðan hér á netinu verði framvegis á málefnalegum nótum og menn vandi hvað þeir pikka á lyklaborðið. Ef að menn vilja ræða málefni Björgunarsveitanna þá má bara stofna sér þráð fyrir það, en ekki nota alltaf hvert tækifæri til að snúa út úr öðrum þráðum með miður skemmtilegum athugasemdum.
Kv, olafurag.
20.07.2004 at 18:43 #504824Rétt hjá þér Maggi. :o)
LC90 mun alltaf heita LC90 og LC120 mun alltaf heita LC120!
Kv, ÓAG.
20.07.2004 at 13:40 #504818Sæll Maggi.
Þú átt væntanlega við LC120, en ekki LC90! :o)
Kv, ÓAG.
20.07.2004 at 09:14 #504806Mikið er sorglegt að það sé alltaf til fólk sem getur ekki annað en verið með leiðindi út í aðra og þurfa alltaf að snúa málefnalegum umræðum upp í barnalegt skítkast hér á vefnum. Ég virkilega vorkenni mönnum eins og ?Siggijons?, ?Stebbi? og ?JÞJ? sem eru greinilega að drepast úr minnimáttarkennd og öfundsýki. Það er greinilegt að menn tala mest um það sem þeir vita minnst um. Hvernig væri nú að taka allt þetta neikvæða sem sem kemur hér fram í skrifum ykkar og nota í eitthvað uppbyggilegra heldur en að vera með skítkast út í björgunarsveitirnar. Þær eiga það ekki skilið.
ÓAG.
19.07.2004 at 17:05 #504792Sæll Maggi.
Þú átt væntanlega við LC120, en ekki LC90! :o)
Kv, ÓAG.
16.07.2004 at 09:49 #504776Bíllinn er breyttur hjá Arctic Trucks.
Veit ekki um hásinguna, aðrir verða að svara því.
15.07.2004 at 15:29 #504768Sæll Maggi.
Alltaf þarft þú að skipta þér að öllu og koma með svona asnalegar athugasemdir! Þetta bara gat ekki verið neinn annar en þú! Er ekki kominn tími til að leggja þennan brandara á hilluna? Við erum nú búnir að rökræða þetta ansi oft. :o)
Kv, ÓAG.
15.07.2004 at 15:26 #459656Hvað segið þið?
Er hægt að nálgast þetta forrit einhversstaðar?
15.07.2004 at 15:23 #504764LC105 fær ekki innflutningsleyfi vegna þess að vélin uppfyllir ekki núverandi mengunarvarnarreglugerð EB. Það sluppu inn í landið 3-4 bílar á sínum tíma, en það er ekki meir. Það sama á við um LC70.
15.07.2004 at 13:39 #50476015.07.2004 at 13:33 #194545LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS er að koma alvöru fjallajeppi á götuna!
http://hsg.rugl.is/?s=1&id=146
Nú bíður maður spenntur eftir frekari myndum og svo að fá að sjá jeppann fullbreyttann og tilbúinn með haustinu.
Til hamingju HSG.
12.07.2004 at 09:32 #504690Stærri bíllinn á alltaf réttinn!
07.07.2004 at 00:42 #504286Takk sömuleiðis Agnar.
Það er rétt hjá Skúla, við fórum bæði Sultarfit og Hungursfit. Nánari veglýsing er eftirfarandi:
Markarfljótsaurar – Einhyrningur – Þvergil – Þverárbotnar – Sultarfit – Reiðskarð – Hungursfit – Langvíuhraun – Skógshraun – Hella. Skemmtileg leið, ca. 4-5 tímar. Mæli þó ekki með að vera á Hummer til að komast gegnum skarðið í Þverá – Þvergili. Muna bara að taka stóra dollu af vaselíni með!Góða ferð Valur inn í Núpsstaðaskóga, bið að heilsa öllum flugunum!
Kv, ÓAG.
06.07.2004 at 15:22 #504276Sælir.
Við fórum á þremur bílum inn í Núpstaðaskóg um helgina.
Mæli ekki með að menn fari einbíla inneftir þó svo að það sé hægt eins og er.
Það eru tvö vöð á Núpsánni, efra og neðra. Það efra er þar sem vegurinn endar við ána og er vaðið þar yfir mjög varasamt og djúpt og ekki fyrir litla, óbreytta jeppa! Við fórum þó þar yfir á 38?LC70, 35?LC80 og 38?LC90 og æptu konurnar alla leið yfir!Þegar við komum inneftir var það fyrsta sem við sáum einn 33? Pajero og furðuðum við okkur á því hvernig í ósköpunum hann komst yfir. Hann hafði þá farið neðra vaðið, en það er ekki eins djúpt, bara rétt upp á mið 38? dekk. En það er mjög grýtt og sleipt og þarf að keyra skáhalt upp brot á ánni þar sem hún dreyfir úr sér. Óbreyttur LC90 treysti sér ekki yfir það vað og gefur það smá hugmynd. Sem sagt fara yfir á neðra vaðinu, en það er aðeins neðar en varúðarskiltið er við veginn.
Leiðin inn að fossum endar á bílastæði við ána og miðað við aðstæður þá myndi ég ekki reyna við ána þar nema á STÓRUM Unimog, ég skil ekkert í því að menn skyldu láta sér detta það í hug að fara þar yfir! Áin er greinilega mjög djúp þarna.
Einnig fórum við inn í Þakgil og leiðina ?Fram úr Sundum? sem er í bókinni hans Ofsa. Ég mæli með þesari leið, en að menn fari frá Þakgili og ekki einbíla. Þetta er eiginlega einstefnuleið niður ána og er hún smá djúp á köflum, en fær öllum 33?+
Að lokum fórum við Sultarfitin, þ.e. norður fyrir Tindfjöll, og mæli ég með þeirri leið. Eitt gil á leiðinni var svo þröngt að við þurftum að smyrja vaselíni á steinana sitthvoru megin til að koma bílunum í gegn! :o)
Set inn myndir við tækifæri.
Kv, ÓAG.
R-2170.
-
AuthorReplies