Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.10.2005 at 11:48 #529790
Er það þá ekki bara um að ræða Patrol þar sem fjöldi 2-3 ára Landcruiser á 44" dekkjum á Íslandi í dag eru teljandi á annari hendi! Eini Landcruiser jeppinn sem uppfyllir þessi skilyrði sem ég veit um er í eigu Hjálparsveitar Skáta Garðabæ, 120LC.
17.10.2005 at 15:10 #529482… er á hendi vegagerðar, enda vegur nr. 221.
Umræddur vegur í þessum þræði er frá skála Arcanum og upp á Mýrdalsjökul.
17.10.2005 at 12:31 #529476… er einkavegur á einkalandi og lagður fyrir eigið fé. Mér skilst að það hafi aldrei verið vandamál að fá að nota hann svo framarlega sem menn valda ekki skemmdum og fara um hann í samráði við landeiganda.
Tökum tillit og verum til fyrirmyndar sem ábyrgt jeppafólk.
Kv, Ólafur
Jeppa og sleðamaður.
10.10.2005 at 12:55 #528704Ekki er komin reynsla á 49" F-350 extracab jeppann, en Doublecab F-350 er nú í breytingu hjá ICECOOL og fer einnig á 49" dekk. Þegar báðir bílarnir verða tilbúnir þá verður væntanlega farið í alvöru prufutúr með báða bílana.
29.09.2005 at 15:21 #528190Þetta númerakerfi sbr. hér að ofan er ekki alveg rétt þar sem t.d. rás 69 er einkarás Hjálparsveitar Skáta Kópavogi, en skv. listanum er ICECOOL með rás 69. Tveir aðilar eru því hér skráðir á sömu rás með mismunandi tíðni að vísu. Svörin sem ég fékk hjá Sigga Harðar um málið eru það að þetta væri bara svona… Hver sér eiginlega um að halda utan um þetta númerakerfi? Ég bara spyr…
26.09.2005 at 10:29 #527864Sæll Ragnar.
Þetta er rétt þyngd. Um er að ræða 49" dekk á stálfelgu með tvöföldum læsingarbúnaði. Innan í dekkið er settur plasthólkur og hinir helmingar felgunnar eru skrúfaðir utanum og klemma dekkið saman bæði að innan og utan. Þetta er svokölluð tvöföld beadlock og svolítil tilraunastarfsemi. Þessar felgur er sérsmíðaðar undir bílinn í USA og eru engin smásmíði.
Bílnum var breytt á Selfossi hjá ICECOOL, en bíllinn og eigandinn eru frá Seltjanarnesi.
Kv, Ólafur.
R-2170.
18.09.2005 at 11:51 #527096Það fer náttúrulega eftir því hvaða bíl þú ert með hvaða dekk og felgur passa best undir hann.
Ég hef reynslu af mudder og groundhog á bæði 12" og 14" felgum undir Toy DC. Mudderinn er betri að mínu mati, en Groundhog er einnig mjög góður ef hann er microskorinn. 12" felgur eru betri malbiksfelgur, en 14" er miklu betri í snjó og gefa meira flot. Þetta fer því eftir því hvaða bíl þú ert með og í hvað þú ætlar að nota hann.
Kv, ÓAG R-2170.
28.08.2005 at 19:43 #525888Það hefur greinilega snjóað töluvert á jökul frá 13. ágúst sl. þegar ég var þar. :o) Það fer þá að styttast í veturinn…
25.08.2005 at 16:49 #525896Skrá sig inn og fara í smáauglýsingar. Velja flokk og setja inn auglýsingu.
25.08.2005 at 16:47 #525880Við fórum á þremur bílum upp frá Húsafelli og upp á Hábungu 13. ágúst sl. Snjórinn var á og í kringum Hábunguna en klaki og sprungur þar fyrir neðan. Urðum að þræða okkur upp og keyra yfir nokkrar sprungur. Einnig er erfitt að komast að jökli sökum grjóts og aurbleytu. Bílar undir 38" eiga ekkert erindi þarna og það er ekki ráðlegt að fara þarna nema í góðu skyggni og að maður þekki aðstæður vel og séu nokkrir saman.
Ólafur
R-2170.
16.08.2005 at 13:14 #525678Hér er náttúrulega verið að bera saman epli og appelsínur!
15.08.2005 at 15:46 #525696Ef þið getið vaðið ána þá ætti ekki að vera neitt vandamál að fara yfir hana á 10 hjóla trukkum!
Björgunarsveitin á Hvolsvelli hefur mikla þekkingu á þessu vaði og er væntanlega auðsótt að fá ráðleggingar frá þeim.
Það væri reyndar gaman að fá að sjá mynd af þessum myndarlegu 10 hjóla trukkum!
05.06.2005 at 15:44 #523680Hvernig væri nú að gera þessa vefsíðu nothæfa og leyfa okkur að henda auglýsingunum okkar sjálfir! Mér líst ekkert á að þurfa að senda beiðni um þetta á eitthvert netfang og láta viðkomandi eyða auglýsingum handvirkt eftir minni!
Farið nú að koma þessari heimasíðu í nothæft ástand!
04.05.2005 at 22:08 #522168Setti inn nokkrar myndir frá umræddri jeppaferð um bakland Heklu sem við fórum 30 apríl sl.
ÓAG.
04.05.2005 at 09:32 #522160Sælir.
Við félagarnir fórum aðeins inn á Dómadalinn um síðustu helgi (komum niður úr snjó frá Heklu) og renndum inn að á við gatnamótin á leiðinni inn í Landmannahelli. Við snérum þar við vegna aurbleytu þar sem við vildum ekki skemma veginn. Miðað við aðstæður innan við ána þar sem allt var á floti efast ég stórlega um að þetta verði orðið fært um næstu helgi og mæli ég eindregið með því að menn leyfi veginum að hvílast a.m.k. eina viku í viðbót.
Kv, Ólafur.
29.12.2004 at 13:56 #511962Engin spurning!
ÓAG.
R-2170
23.12.2004 at 13:24 #511436Sælir.
Ástæðan fyrir því að fjarstartið var bannað er út af menguninni og hættunni sem búnaðurinn veldur. Einnig fer búnaðurinn illa með vélina út af lakari smurningseiginleikum og eykur eldsneytiskostnað töluvert. Þetta er vísindalega sannað með prófunum í Evrópu og þess vegna var búnaðurinn bannaður.Ástæðan er sú að bíll mengar mest við kaldstart og með fjarræsibúnaði er sá tími lengdur að óþörfu, þ.e. vélin er miklu lengur að hitna en við átak. Hvarfakúturinn fer ekki að virka fyrr en um 80°C og ekki fyrr en vélin er orðin heit. Tilraunir hafa sýnt að best er að setja bílinn strax í gang og keyra af stað, það fer best með vélina þar sem upphitunartíminn er hafður í lagmarki og olían fyrr að hitna og hefja smurningu. Að setja kaldann bíl í gang og láta hann hitna í lausagangi mengar jafn mikið og heitur bíll gerir á 600 km akstri! Fjarstart lengir þennan upphitunartíma og þess vegna er hann ekki æskilegur búnaður. En hann er þægilegur, það er engin spurning. Þægindunum fylgir þó fórnarkostnður upp á aukið vélarslit, aukna eldsneytisnotkun og aukna mengun.
Ef þið viljið nánari útskýringar þá er það ekkert mál.
Kveðja,
ÓAG
Orkutæknifræðingur.
22.12.2004 at 19:46 #511404Ég efast um að þú fáir fjarstart í nokkurn bíl í dag þar sem búið er að banna búnaðinn sökum mengunar og annarrar hættu. Það má þó vera að einhverjir selji búnaðinn ólöglega, en þessi búnaður fer mjög illa með vélina og mengar alveg ótrúlega mikið. Mæli frekar með hreyfilhitara, aukamiðstöð eða bara bílskúr!
Olíumiðstöð er á óskalistanum hjá mér og fer vafalaust í bílinn á nýju ári.
Jólakveðja,
ÓAG.
29.11.2004 at 12:37 #509740Ég vil votta fjölskyldu og vinum samúð mína.
Ólafur Arnar Gunnarsson
R-2170.
15.11.2004 at 19:27 #508584PJ eru aðeins undir þyngri bíla eins og Patrol og þaðan af stærra. Veit um að þessi dekka hafa átt það til að hvellspringa og nokkrir jeppar hafi farið illa að þeim sökum.
Vinur minn var með svona dekk undir Patrol og var ekki ánægður. Þegar það hvellsprakk hjá honum var hann næstum búinn að missa bílinn og fjölskylduna, en bíllinn fór út af rétt við stórt ræsi. Þá skilaði hann dekkjunum og fékk sér GH og bölvar mikið þegar minnst er á PJ.
Mæli ekki með þessum dekkjum, enda er lítil sala í þeim og þau undir fáum bílum. Af hverju ætli það sé???
-
AuthorReplies