You are here: Home / Ólafur Arnar Gunnarsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Tapast hefur hvítt, kalt og blautt efni sem kallast snjór.
Sást síðast í einhverju magni fyrir jól.
Finnandi er vinsamlegast beðinn um að láta vita sem fyrst.
Mér sýnist að þetta sé allt byggt á misskilningi og að menn séu að gera úlfalda úr mýflugu. Mistök eru til að læra af þeim og eins og komið hefur fram hér að framan þá geta allir lært eitthvað af þessu ævintýri.
Reynsla er ekkert annað en uppsöfnuð mistök og menn verða að gera mistök til að öðlast reynslu! (Best er þó að læra af mistökum annara, en það er annað mál.)
Ég legg því til að þetta mál verði tekið af dagskrá og menn fari að eyða tíma sínum frekar í eitthvað skemmtilegra en að orðhöggvast á netinu. Það er hagur okkar allra að standa saman þegar við ferðumst á fjöllum og hjálpast að við að upphefja sameiginlegt áhugamál okkar allra til vegs og virðingar. Það er ekki gert með svona skrifum.
Munum svo að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Virðingarfyllst,
Ólafur Arnar Gunnarsson
R-2170.