Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.12.2002 at 11:04 #46509809.12.2002 at 11:02 #191878
Takk fyrir frábæra heimasíðu.
Er ekki hægt að hafa möguleika á því að eyða út eða leiðrétta vefspjall sem maður setur (óvart) inn. T.d. þegar það fara óvart tvær útgáfur af sama pósti inn. Maður ætti að geta tekið til baka og eytt út sínum eigin pósti er það ekki? Er þetta hægt?
Kv, R-2170.
09.12.2002 at 10:41 #191877Nýi Landcruiserinn sem allir eru að tala um núna er í raun Landcruiser 120 en ekki LC90. Þetta er alveg nýr bíll en ekki endurbættur LC90. Þetta er bara „pólitísk“ ákvörðun sem var tekinn hjá umboðinu hérna þar sem LC90 er að detta út úr sölu og þessi að taka við. Þar sem allir þekkja LC90 þá var ákveðið að nota það nafn áfram…..
Í mínum huga er þetta bara Landcruiser 120 og er gott að nota það til aðgreiningar frá gamla LC90 bílnum, því þetta eru tveir gerólíkir bílar.
Ég var að skoða bílinn fyrir helgi og verð ég að játa að þarna er kominn draumabíllinn. Maður bíður bara eftir því að sjá hann á 38″, en sú vinna er víst á fullum krafti hjá Arctic Trucks.
Nokkur eintök af LC120 eru komin til landsins, en hann verður frumsýndur hjá Toyota eftir áramót. Nú þegar er búið að taka frá um 200 bíla, þannig að mikill áhugi er fyrir bílnum.
09.12.2002 at 10:38 #191876Nýi Landcruiserinn sem allir eru að tala um núna er í raun Landcruiser 120 en ekki LC90. Þetta er alveg nýr bíll en ekki endurbættur LC90. Þetta er bara „pólitísk“ ákvörðun sem var tekinn hjá umboðinu hérna þar sem LC90 er að detta út úr sölu og þessi að taka við. Þar sem allir þekkja LC90 þá var ákveðið að nota það nafn áfram…..
Í mínum huga er þetta bara Landcruiser 120 og er gott að nota það til aðgreiningar frá gamla LC90 bílnum, því þetta eru tveir gerólíkir bílar.
Ég var að skoða bílinn fyrir helgi og verð ég að játa að þarna er kominn draumabíllinn. Maður bíður bara eftir því að sjá hann á 38″, en sú vinna er víst á fullum krafti.
Nokkur eintök eru komin til landsins, en hann verður frumsýndur hjá Toyota eftri áramót.
26.11.2002 at 15:19 #464652Talaðu við Rikka hjá R. Sigmundssyni. (rikki@rs.is).
Hann veit allt um þetta og getur ráðlagt þér.
Er sjálfur með nýja kortagrunninn í Garmin MAP162 og vill nú ekki vera án hans.
Kv, ÓAG.
R-2170.
20.11.2002 at 14:34 #464416Sælir sleða og jeppaáhugamenn.
Bara rétt að benda ykkur á nýja spjallsvæðið fyrir sleða og allt sem tengist þeim á snow.is. Svæðið heitir "FERILL".Sleða- og jeppakveðjur,
ÓAG. R-2170.
01.11.2002 at 17:02 #463970Þetta ætti kannski betur heima á auglýsingasvæðinu… :o)
25.10.2002 at 10:19 #463676Takk fyrir upplýsingarnar.
Langjökull er þá út úr myndinni og Mýrdalsjökull kominn í staðinn. Bíð eftir nýjustu upplýsingum þaðan.
Er að spá í að skreppa á sunnudaginn.
Kv, ÓAG.
R-2170.
24.10.2002 at 16:20 #463672Takk fyrir upplýsingarnar.
Kv, ÓAG.
R-2170.
24.10.2002 at 16:19 #463710Ég sendi inn til Landmælinga Íslands fyrirspurn um diskinn og framtíðarútgáfu og fékk eftirfarandi svar:
Kv, ÓAG.
R-2170.———————————-
Póstur frá Gunnari H Kristinssyni,
sölustjóra Landmælinga Íslands.
———————————-
Það er rétt að nákvæmustu kortin á þessum disk eru 1:250 000. Við ákváðum að byrja á þessu þar sem að okkur fannst eftirspurnin mest eftir þessum kortum hjá hinum almenna notanda. Björgunarsveitir og fjallamenn hafa flestir aðgang að 1:50 000 kortum á stafrænu formi (t.d. MaxLAnd og
NavTrek) og því munum við næst setja á markað atlaskortin í 1:100 000. Sá diskur kemur á næsta ári og þegar hann er klár munum við taka til við útgáfu 1:50 000 disks.
Dagsetning á honum er í áætlunum miðuð við 12 – 18 mánuði héðan í frá. Þessi frestur mun einnig gefa okkur færi á að bjóða fleiri kort en eingöngu DMA kortin í þessum mælikvarða.Kveðja
Gunnar H Kristinsson
Sölustjóri / Sales Manager
Landmælingar Íslands
Stillholti 16 – 18
IS 300 Akranes – Iceland
tel: (+354) 430 9000 – fax: (+354) 430 9090 – email: gunnar@lmi.is
24.10.2002 at 11:41 #463668Hvernig er það, hefur enginn farið nýlega upp á Langjökul?
Veit enginn í hvernig ástandi hann er þessa dagana?
23.10.2002 at 11:19 #191730Veit einhver hvernig Langjökull er á sig kominn þessa dagana? Ég er að hugsa um að skreppa þangað um næstu helgi (26.okt), svona rétt til að rifja upp fyrir veturinn.
Hvernig er að komast upp á jökulinn vestan megin? Er mikið um sprungur? Hefur einhver verið þarna nýlega?Vetrarkveðja,´
R-2170.
11.10.2002 at 17:26 #463480Nú er staðan því miður orðin sú að björgunarsveitamenn í aðgerðum geta ekki rætt neitt í VHFið án þess að gera ráð fyrir því að "allir" séu að hlusta. Þetta getur haft talsverð óþægindi í för með sér, þar sem oft þarf að ræða hluti sem aðstandendur og fleiri "óbreyttir borgarar" ættu ekki að þurfa að heyra.
Það er því miður orðið þannig að allt of margir eru með björgunarsveitarrásirnar í leyfisleysi inni í stöðvunum sínum og hefur sú þróun ýtt undir umræðuna um að finna aðra lausn á þesssum vanda.
TETRA er einn möguleikinn sem hefur verið mikið í umræðunni, en eins og staðan er í dag þá er það óraunhæfur kostur sökum takmarkaðs dreifikerfis. Annar möguleiki er að setja upp fleiri rásir sem aðeins bj.sv. hafa aðgang að, en það er víst búið að reyna það áður! NMT hefur verið mikið notað fyrir "viðkvæm" samtöl, en nú er Síminn hættur að byggja upp kerfið og er það líka takmarkað. Það stefnir því allt í það að eina ráðið sé að fara að nota gömlu SSB stöðvarnar aftur til að geta rætt eitthvað í einrúmi sem enginn annar má heyra! Vandamálið er bara það að SSB-stöð passar frekar illa í bakpokann og það er ennþá verra með loftnetið….
04.10.2002 at 13:25 #463338Það er náttúrulega gjörsamlega óþolandi að við getum ekki notað VHF rásirnar okkar ótruflaðar! Það er alltaf jafn "gaman" að koma inn í bæinn með stöðina á "scan" og fá svo "það vantar bíl í Lönguhlíð, krrssss!" á fullu blasti í stöðina. Er ekki bara hægt að fara hljóðlega og slökkva á þessum helv… gallaða endurvarpa??? Það þarf að fara að skrúfa fyrir þennan dónaskap!
25.09.2002 at 13:45 #191698Er ekki von á uppfærðu endurvarpakorti fljótlega með öllum nýju endurvörpunum inná?
Siggi Harðar hefur inni á heimasíðunni sinni (http://www.rsh.is) mjög gott kort af endurvörpum 4X4 og björgunarsveitanna, en það hefur ekki verið uppfært og fæ ég engin svör frá þeim í sambandi við uppfærslu á kortinu.
Er þetta eitthvað sem klúbburinn gæti þrýst á?
Þetta er nefnilega mjög gott kort til að hafa í jeppanum, þ.e.a.s. ef það er rétt!Kveðja,
Ólafur
R-2170
18.09.2002 at 15:31 #463108Hvernig væri nú að mæta frekar með trukkinn á opið hús hjá klúbbnum annað kvöld! Menn gætu skoðað alla dýrðina og rætt fagnaðarerindið fram á nótt!
17.09.2002 at 16:10 #463178Munurinn á Vitara og Sidekick er sá að Sidekick er fluttur inn framhjá umboði frá USA. Það voru einhverjir aðilar sem fluttu inn slatta af þessum bílum á tímabili, en svo var skrúfað fyrir þennan innflutning þegar einhverjir voru teknir fyrir að falsa innflutningsskýrslur! Annars eru þetta svo til sömu bílarnir með sömu varahluti. Sidekickinn er með aircondition sem staðalbúnað, er framleiddur sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað og hefur enga ábyrgð frá umboðinu hérna. Það ætti þó ekki að skipta miklu máli í dag.
Veit ekki alveg nógu mikið um breytinguna, en ég held að það sé lítið mál. Ég veit um einn sem gerði þetta án þess að hafa reynslu af bílabreytingum. Hann hafði aðgang að svona breyttum bíl og kóperaði bara á milli. Best er að finna svona bíl og skoða og fá leiðbeiningar frá einhverjum sem hefur gert þetta. Einnig getur þú t.d. spurt þá hjá Fjallasport, þeir hafa verið að breyta eitthvað af Súkkum af öllum stærðum og gerðum.
Kv,
R-2170
15.09.2002 at 20:32 #463076Maður bara orðinn spenntur!
Hvenær fáum við að sjá myndir af jarðýtunni?
11.09.2002 at 14:43 #462974Ég er með 2,4 diesel turbo int. og með 2 1/2" púst. Túrbínan er stillt þannig að hún kemur snemma inn og keyrir sig jafnt upp í 7 pund. Bíllinn virkar vel og er búinn að fara víða…
Kveðja,
Ólafur.
R-2170.
30.08.2002 at 09:54 #462910Þetta eru víst litlu fátæku olíufélögin sem hafa ekki efni á því að lækka eldsneytislítrann!
Þetta er einnig nákvæmlega sama sagan hjá tryggingafélögunum.
Þessi félög eru að skila miklum hagnaði ár eftir ár og þegar spurt er af hverju það sé ekki hægt að lækka eldsneytislítrann eða tryggingarnar meira, þá fær maður alltaf þau svör að það sé ekki svigrúm til frekari lækkana!
Ég get ekki betur séð en þetta "svigrúm" sé þarna í afkomutölum fyrirtækjanna!Við vitum þó alla vega í hvað peningarnir okkar fara núna! Þ.e. að tryggja það að þessi litlu "fátæku" félög hafi nægan rekstrarafgang til að geta borgað eigendunum sínum arð!
Þetta snýst nefnilega allt um það að græða!R-2170.
-
AuthorReplies