Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.09.2003 at 17:54 #476330
Takk fyrir að vara okkur hina við!
Þetta er bara ósköp einfalt, ef þú færð slæma þjónustu einhversstaðar, þá bara verslar maður annars staðar næst…. og lætur alla vinina vita svo þeir lendi ekki í því sama! Það er bara eins og sumir fatti ekki hvað léleg þjónusta getur skemmt orðspor fyrirtækja fljótt.
Ánægður viðskiptavinur segir tveimur frá, en óánægður viðskiptavinur lætur tíu vita!
Fyrirtæki sem eru ekki með neina þjónustulund og vilja ekkert gera fyrir viðskiptavinina sína, á ekki framtíð fyrir sér! Svo einfalt er það.
05.09.2003 at 10:22 #475840Þegar menn eru að "spara" aðeins með því að kaupa notaða hluti með vafasama fortíð þá eru menn að skapa markað fyrir þýfi og viðhalda þessum þjófnuðum. Hver veit nema dótið verði bara tekið aftur og selt einhverjum öðrum! Að kaupa þýfi er ólöglegt og ef upp kemst, þá verða allar græjurnar gerðar upptækar og viðkomandi sem kannski keypti þær í góðri trú stendur uppi verr settur en áður!
Mér líst alveg rosalega vel á þá hugmynd að hafa hér á heimasíðunni okkar stað þar sem maður getur sett inn lýsingu/serialnúmer á þeim hlutum sem hefur verið stolið.
Svona gagnabanki myndi nýtast öllum vel, auðvelda lausn þjófnaðarmála og jafnvel gagnast sem forvarnarstarf. Það er kominn tími til að fara að berjast gegn þessum þjófnuðum að fullum krafti!
ÓAG.
R-2170.
03.09.2003 at 10:22 #475830Jæja, þá komu góðu fréttirnar loksins.
Öllu því sem stolið var úr bílnum mínum fyrir rúmri viku, fannst í gærkvöldi.
Dótið fannst stutt frá þeim stað sem innbrotið var framið og reyndist það vera falið á bak við drasl, við hliðina á gám, sem stendur þarna rétt hjá. Mér sýnist að þarna sé allt sem hvarf úr bílnum komið til skila, rennblautt að vísu, en í lagi og er það mikill léttir fyrir mig. Hurðarhúnninn fannst líka og er hann ónýtur og sést á honum að miklar aðfarir hafa verið við að ná honum úr. (Ég set kannski mynd inn á albúmið ef það kemst einhvern tíma í lag!)
Nú er bara spurningin hvort dótinu hefur verið komið fyrir þarna strax eftir innbrotið eða að dótinu hafi verið skilað eftir að spjallið okkar fór af stað. Ég leitaði m.a. þetta svæði strax eftir innbrotið, en að vísu getur mig hafa yfirsést töskuna þar sem dimmt var úti og taskan svört. Það sem mér finnst líklegt er að þjófarnir hafi ætlað að koma seinna, betur búnir, og taka bílinn í heilu lagi eins og því miður er orðið allt of algengt. Sem betur fer uppgötvaðist innbrotið strax morguninn eftir og var bílnum forðað inn í hús.
Það sem stendur núna eftir er að ég er 25.000 krónum fátækari og þá er ekki tekið inn í dæmið öll vinnan og tíminn sem fór í þetta mál og það að ég var bíllaus í viku.
Ég geri ekki ráð fyrir að skemmdarvargarnir náist nokkru tímann, en héðan í frá mun ég aldrei skilja neitt eftir í bílnum sem gæti freistað ógæfumanna og gera allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Ég er búinn að skrifa niður serialnúmer allra tækja og merkja allt það sem hægt er að stela, m.a. dekk, felgur, kastara ofl. og hvet ég ykkur alla að gera það sama.
Að lokum vil ég þakka öllum sem hafa hjálpað til í þessu veseni og sérstaklega ykkur á vefnum sem hafa tekið þá í umræðunni hér á spjallinu.
Stöndum saman gegn innbrotum!
Kveðja,
Ólafur
R-2170.
27.08.2003 at 10:07 #475812Ef þetta er staðreyndin þá líkar mér alveg ágætlega við bandarísku lögin, þ.e. að þú mátt skjóta unnbrotsþjóf á heimilinu þínu OG lögsækja hann á eftir hvort sem hann lifir skotið af eða ekki…
Trespassers will be shot, survivors will be prosecuted!
26.08.2003 at 13:34 #475804Ég get reddað snjóbílnum ef einhver nær þessum helv… apaköttum!
Þeir tóku líka þjónustumöppuna með öllum orginal bæklingunum/pappírunum sem fylgdu bílnum, þannig að þetta er greinilega einhver Toyota DC eigandi sem vantaði hægri hurðarhún og þjónustubók. Þessi hurðarhúnn er ekki til í Toyota og átti Jamil hann ekki heldur til. Það var nýbúið að spyrja hann um svona hurðarhún, en þar sem Jamil átti hann ekki til, þá var hann bara tekinn af næsta bíl, þ.e. mínum. Málið hefur verið kært og náði lögreglan nokkrum fingraförum af bílnum og er málið í rannsókn.
Ef þið vitið um einhvern sem hefur vantað hurðarhún á bílinn sinn og er allt í einu búinn að redda sér ófáanlegum hurðarhún, þá endilega hafið samband.
Ef við náum þessum aðilum sem stunda svona óþverraskap, þá skal ég mæta með snjóbílinn!
Kv, Ólafur.
R-2170.
897 4505.
25.08.2003 at 12:07 #192819Jæja, þá kom röðin að mér!
Það var brotist inn í bílinn minn aðfaranótt laugardagsins og hann skemmdur og stolið úr honum. Þetta er Toyota DC og stóð bíllinn fyrir utan björgunarsveitarhús í Kópavogi og var hann vel merktur F4X4 og hjálparsveitinni. Það er bara ekki orðið þorandi lengur að skilja bíla eftir neinsstaðar nema undir ströngu eftirliti og eins og dæmin sanna er ekkert heilagt lengur. Þegar maður er í sjálfboðaliðastarfi fyrir hjálparsveit þá er brotist inn í bílinn mans á meðan, þar sem hann stendur fyrir utan aðalinnganginn í björgunarsveitarhúsið.Þetta var samt frekar undarlegt innbrot þar sem aðeins hurðarhúninum farþegamegin og lausamunum var stolið úr bílnum, en talstöðin, geislaspilarinn og önnur verðmæti skilin eftir. Það var öllu umturnað inni í bílnum og það sem hvarf voru nokkur verkfæri, íþróttataska með íþróttabúnaði og árskorti í líkamsræktina, skór og fleira smádót. En það sem er undarlegt er að hurðarhúninum var stolið farþega megin og hurðin beyglur og rispuð til að ná honum. Þetta er þá væntanlega einhver sem hefur vantað hurðarhún á bílinn sinn og ekki tímt að kaupa sér hann sjálfur.
Ég verð að viðurkenna að það var óþarfi að hafa þetta dót í bílnum til að freista einhverra ógæfumanna, en það hefur aldrei verið vandamál að skilja bíla eftir fyrir utan björgunarsveitarhúsið þangað til núna. Ég vil í framhaldi vara alla við því að láta nokkuð sjást í bílum sínum og skilja þá ekki eftir þar sem einhver getur athafnað sig við þá.
Ef einhver veit um einhvern sem er núbúinn að fá hurðarhún farþega megin á Hiluxinn sinn eða gengur um í bláum Puma íþróttafötum og hvítum/gulum Nike hlaupaskóm þá megið þið endilega hafa samband.
Ólafur,
R-2170,
897 4505
22.08.2003 at 10:27 #475750Ég fékk mér fyrst VHF og svo NMT handsíma sem næst á frekar fáum stöðum uppi á hálendinu. Fastur NMT með stóru loftneti er því ofarlega á óskalistanum. Mitt öryggistæki er því VHF stöðin.
Kv, ÓAG.
R-2170.
22.08.2003 at 10:24 #475748NMT kerfið er því miður ennþá með allt of marga "dauða staði" og er jafnvel hægt að ná með GSM síma þar sem NMT næst ekki. En með VHF nærðu alltaf í einhvern sem getur hringt fyrir þig í neyðarlínuna. Þetta eru tvö mismunandi tæki með mismunandi virkni og eru best að hafa bæði saman. TETRA var einmitt tilraun til að sameina þetta tvennt!
Kv, ÓAG.
R-2170.Dreifikerfi NMT:
http://www.siminn.is/control/index?pid=6132
Dreifikerfi GSM:
http://www.siminn.is/control/index?pid=6117
Endurvarpar VHF / uppröðun rása:
http://www.rsh.is/ (talstöðvar).
21.08.2003 at 11:45 #475768Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur lagst lágt! Það er bara ekki hægt að leggjast lægra en að stela frá björgunarsveit. Ég vona svo sannarlega að þessir hálfvitar náist og verði kjöldregnir… á snjóbílnum.
Svona á ekki að líðast!
21.08.2003 at 08:53 #475742Ég er með CB, VHF bílstöð og VHF handstöð og er notkunin hjá mér er þannig að ég nota CBið ekkert nema í algerri neyð og þá bara vegna þess að einhver ferðafélaginn er ekki ennþá búinn að fá sér VHF. Ég geri þónokkuð að því að lána handstöðina ef einhver er ekki með VHF í hópnum, en staðreyndin er sú að sá sem er ekki með VHF verður ósjálfrátt útundan og missir af öllum fjarskiptunum sem fram fara á VHFinu. Því það er víst þannig að ef þú hefur VHF þá notar þú ekki CBið, þar sem það er mjög leiðinlegt í notkun.
Það hefur virkað mjög vel að hafa fjarskipti milli föstu stöðvarinnar (25W) og handstöðvarinnar (5W) og er ekki hægt að líkja því við CBið sem virkar bara í kallfæri milli bíla. Ég myndi mæla með því að menn fengju sér fasta VHF stöð í bílinn og ef menn vilja eitthvað meira þá geta menn fengið sér handstöð, en mín reynsla er sú að það nennir enginn lengur að nota CB ef það hefur VHF.
Að lokum vil ég benda á að bæði kerfin virka bara í sjónlínu og þess vegna erum við að setja upp alla endurvarpana okkar. ATH. að það eru engir endurvarpar fyrir CB!
VHF hefur því margfalda kosti fram yfir CB, en ágætt er að hafa bæði ef menn hafa tök á því.
NMT og VHF eru tvö mismunandi kerfi með mismunandi virkni og koma ekki í staðinn fyrir hvort annað.Kv, ÓAG.
R-2170.
11.08.2003 at 09:22 #475354Það passar, þetta er sama dælan.
Mjög góð og virkar fínt.
Kv, ÓAG.
R-2170.
08.08.2003 at 14:16 #475308Það er hægt að fá uppgerða alternatora hjá Toyota. Þeir eru yfirfarðir/uppgerðir af Toyota verksmiðjunni úti. Fékk mér einn svona fyrir tvemur árum, vildi ekki taka sénsinn á að fá eitthvað gamalt sem gæti bilað aftur á morgun. Þetta er þó töluvert dýrara en notaður, en ódýrari en nýr.
Þeir hjá TÆKNIVÉLUM uppi á höfða eru svo snillingar í öllu sem við kemur rafmagni. Talaðu við Viggó, hann getur örugglega reddað þessu fyrir þig.
Kv, ÓAG.
R-2170.
08.08.2003 at 14:07 #475350Hvar á þá Tengdó að vera???
07.08.2003 at 13:49 #475338Mjög góð utanáliggjandi millitankadæla fæst í Bílanausti.
Starfsmennirnir vita hvaða dæla þetta er og er þetta algengasta millitankadælan hjá jeppamönnum.
Kostar 5-6000 kr.
Kv, ÓAG, R-2170.
15.07.2003 at 15:46 #474866Hvar er best fyrir okkur í F4X4 að nálgast þessa bók, þ.e. sem ódýrast. Verður ekki einhver félagasala, t.d. á fimmtudagskvöldum? Hvað mun þessi eðalbók kosta til okkar?
Kveðja,
ÓAG.
R-2170.
28.05.2003 at 17:37 #473626Sameiginleg yfirlýsing frá AgnarBen og olafurag:
Kæri Brynjar.
Við könnumst ekki við að þér hafi verið boðið í skítkast okkar á milli! Við könnumst heldur ekki við að einhver hafi beðið þig að ræða áhugamálin þín (sbr. titil) hér opinberlega. Þú þorir ekki einu sinni að koma fram undir fullu nafni og félagsnúmerið ?R-????? ber annaðhvort vott um svakalega lélegt minni eða þú hafir ekki kjark til að setja það fram opinberlega og standa við það. Einnig gátum við nú ekki betur séð en að þú sért eigandi að ?Toyota rusli á 39??. Þetta köllum við að skjóta sig í fótinn og skíta einum feitum og illa lyktandi á eigin bíl. Að lokum verðum við að hrósa þér sérstaklega fyrir fallegu myndirnar af bílnum þínum sem eru í myndaalbúminu þínu!Mazda 2600, er það svipað og Mazda 323, árgerð 1983? Við önsumsönsum ekki svona bulli. Það er gott hjá þér að hafa ?sitið í einum slíkum?! Ef þú ert svona hrifinn af þessari Mözdu, af hverju kaupir þú þér ekki svona bíl? Púaðu bara á Toyota ruslið þitt heima hjá þér og láttu okkur í friði. Við erum alveg fullfærir um að rakka hvorn annan niður upp á eigin spítur og gerum það reyndar nokkuð vel. Við þurfum enga aðstoð frá þér!
Virðingarfyllst,
Ólafur Arnar Gunnarsson R-2170.
Agnar Benónýsson R-3104
27.05.2003 at 12:04 #473622Ástæðan fyrir nafngiftinni (Hilux) er væntanlega sú að maður verður ?Hi? af öllum lúxusnum sem fylgir.
Þú mátt prufa Toylettið mitt hvenær sem er til að finna muninn……..Jeppakveðjur,
ÓAG.
27.05.2003 at 10:07 #473618Það er alveg greinilegt að járnahrúgan þín er mikið eðal-brotajárn, þar sem hún kemst ekki einu sinni framhjá nokkrum hvítum Mussóum! (Einhverjir af þeim svo til óbreyttir ef mig minnir rétt!) Einnig mynnir mig að þessi ?óhefðbundna leið? sem þú fórst framhjá þessu Musso-kraðaki hafi verið að skrúfa drusluna þína í sundur, ferja hana fótgangandi upp brekkuna og skrúfa hana saman aftur fyrir ofan brekkuna! Þetta var svo engin malbikuð hraðbraut fyrr en ég var búinn að þjappa brekkuna fyrir þig! Eina veikin sem er í gangi er Datsúnus Maximus traktus druslus og er víst bráð-niðurdrepandi! Ég man ekki betur en Talibanatrukkurinn minn hafi dregið einhvern hvítan Datsun þarna um daginn sem var fastur í brekku NIÐRÍMÓTI!!!!!!!!!! Ég held að það segi allt sem segja þarf um hver sé heyvagninn og hver sé traktorinn!
Trukknum mínum líður annars alveg ágætlega þakka þér fyrir, hann rétt skrapp í Spa, þ.e. í nudd, ljós og andlitsupplyftingu. Ekki nóg með að dallurinn minn hafi rúllað þér upp þarna um daginn, heldur var hann líka bilaður í þokkabót. Það segir ansi mikið um gæði Toyota vs. Datsun. Bilaðar Toyotur rúlla upp Datsúnum hvenær sem er!
Að lokum vil ég bara láta þig vita að ég ferðast ekki með strætó, heldur á þessum fína Toyota Landcruiser 80 sem er margfalt það sem þitt fjós getur nokkur tíma orðið! Þú ættir að vita allt um strætó, enda fastur gestur hjá þeim undanfarin ár. Ég hef aftur á móti ekki tekið strætó síðan ég fékk bílpróf! En ef valið stendur á milli þess að fara með þér í hvíta frystgáminn þinn, þá vil ég frekar taka strætó.
Kv, ÓAG.
27.05.2003 at 08:44 #473614Það er alveg skiljanlegt að þú kallir jeppann þinn traktor, því það er einmitt það sem hann er! Kemst ekkert úr sporunum, drífur ekkert í snjó, er alveg hræðilega ljótur ferkantaður kassabíll og á þessum 35? geisladiskum lítur hann út eins og súrrealístk viðryni! Hvernig í ósköpunum getur þú látið sjá þig í bænum á þessum traktor? Ef ég væri þú þá myndi ég gefa einhverjum bóndanum traktorinn og leggja honum við hliðina á gömlu úreltu landbúnaðartækjunum sem hafa verið tekin úr notkun fyrir mörgum árum! Og það að kalla Toylettið mitt heyvagn, er bara ekki svara vert! Þetta er alveg prýðilegur fiskikassi og kemst miklu lengra en þú. Ertu kannski búinn að gleyma brekkunni upp að Eyjafjallajökli??? Hver var það sem hjakkaði í brekkunni í tvo tíma á meðan hrísgrjónafatið mitt fór léttilega upp!
Bíttíðasjálfur AgnarBen!
Kv, ÓAG.
22.05.2003 at 18:43 #473602Hæ, ég má til með að segja þér nokkuð. Ég hef reynt margar loftþrýstingsstillingar um æfina en ætíð orðið fyrir vonbrygðum. Ég keyrði hér áður fyrr um bæinn með 22 pund í 38" dekkjunum mínum, en eftir að ég prufaði að setja 27 pund í dekkin þá hefur tilveran algerlega snúist við. Eftir það hef ég bara ekki litið til baka. Bíllinn er mun sprækari og meðfærilegri innanbæjar, dekkjarslit hefur minnkað og loftþrýstingsmælarnir mínir frá Bílanausti eru mun hamingjusamari eftir að þer fengu að þenja sig aðeins meira út……..
Kv, ÓAG.
-
AuthorReplies