Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.11.2003 at 13:09 #480658
Helsta skilgreining á jeppa í dag er millikassinn, þ.e. hátt og lágt drif og hefur útlit jeppa. Þetta er einföld skilgreining og einfaldar málið töluvert.
Jeppar eru því allt frá Suzuki Jimny og upp í Ford Excursion.
Jepplingar/sportjeppar hafa útlit jeppa, en engan millikassa. Undir þann flokk fara t.d. Honda CRV, HRV, nýi 7 manna bíllinn frá Honda, Toyota Rav4, BMW X5, MMC Pinin, Subaru Forester, Volvo X70, Porche Cayenne o.s.frv.
Þetta er ósköp einfalt.
Kveðja,
ÓAG.
R-2170.
14.11.2003 at 09:55 #480584Vetrardekkin mín eru negldur mudder sem er microskorinn í miðjunni og eru dekkin sem límd á veginn þó það sé fljúgandi hálka.
Í sumar endurnyjaði ég sumardekkin og keypti mér þá 38" Ground Hawk og lét microskera allan banann. Það er bara ótrúlegt grip í þeim svona, ég er ekkert á leiðinni að fara yfir á vetrardekkin fyrr en allt fer á kaf í snjó með tilheyrandi hálku.
Mæli eindregið með microskurði.
Kv, ÓAG.
R-2170.
13.11.2003 at 17:54 #480558ÉG held að það sé enginn sérstakur tími betri en annar. Ef þú ert að leita þér að góðum jeppa, þá er best að vakta bílasölurnar og á endanum dettur þú niður á gott eintak sem þér langar í. Góðir bílar eru sjaldgæfir á sölum og þeir koma ekki inn á fyrirfram ákveðnum tímun.
Kv, ÓAG.
R-2170.
P.S. Ég á afmæli í dag! (100)
13.11.2003 at 17:49 #480542Hef heyrt að þetta verði aldrei að veruleika, þar sem of lítill markaður sé fyrir of dýra framleiðslu. Einnig hafi verið eitthvað vesen með framleiðsluna og ekki fengist ásættanleg gæði.
Sorglegt, þar sem þetta lofaði góðu. Ég gafst persónulega upp á að bíða eftir dekkinu og veit um marga sem hafa gert það líka. Þeir fáu heppnu sem fengu að prufa konfektið segja að þetta væru bestu dekk sem þeir hefðu keyrt á.
Heyrði einnig að það væru tvö ár í að þau komi á markað, en það hefur verið sagt á hverju ári!
Freysi er víst orðinn það pirraður á spurningum um dekkin að hann er hættur að svara…
Ég sel þetta þó ekki dýrara en ég stal því……
Ef einhver hefur frekari upplýsingar, þá endilega komið þeim á framfæri.
ÓAG.
R-2170.
10.11.2003 at 21:36 #480178Veit virkilega enginn hvort að það sé einhver snjór á landinu í dag og þá hvar hann væri að finna. Hvert ætti maður helst að fara um næstu helgi til að finna einhvern snjóskafl til að hjakka í?
Kv, ÓAG.
10.11.2003 at 12:29 #193145Erum að spá í að fara að leita að þessu „hvíta“ um næstu helgi og vorum að velta fyrir okkur hvar það væri helst að finna. Veit einhver hvar það gæti verið???
Við erum helst að spá í Jökulheima, Landmannalaugar Fjallabak eða jafnvel Grímsfjall. Hvernig er færið inn á Grímsfjall?
Ef einhver veit þetta, þá endilega látið vita.
Kveðja,
Ólafur.
R-2170.
07.11.2003 at 16:23 #479814Hvað með HUD (head up display) í framrúðuna!
Eða jafnvel skjávarpa!
07.11.2003 at 16:16 #479836Pabbi er með svona bíl og hann vill ekkert nema 35" BFGoodrich AT undir bílinn. Hann hefur a.m.k. 8 ára reynslu af þessum bíl á BFGoodrich AT og hef ég einnig keyrt þennan bíl mikið á þessum dekkjum og það er vægast sagt draumur. Mæli eindregið með BFGoodrich AT undir 35" LC80.
Dekkin eru hljóðlát, endingargóð og með mikið grip. Ég mæli þó með að vera á negldum á veturna til að vera 100%!
Vetrarkveðja,
ÓAG
R-2170.
03.11.2003 at 17:35 #479568Það er alveg greinilegt að þetta er einhver sem er að "safna" sér í jeppa, það stelur enginn mælaborði bara upp á grín. Vertu vakandi yfir svona bílum á 38", kannski finnur þú mælaborðið og dekkin.
Eftir að það var farið inn í bílinn minn um daginn þá skipti ég um allar skrár, merkti alla aukahluti sem hægt er að stela af bílnum og tók af þeim myndir. Ég mæli með því að menn geri þetta til að aðvelda það að þekkja dótið sitt aftur ef því verður stolið.
R-2170.
03.11.2003 at 01:38 #479602Er með Ground Hawk á sumrin og negldan Mudder á veturna og er ég persónulega hrifnari af Muddernum, en Ground Hawkinn er líka góður og töluvert ódýrari! DC Kevlar dekkin eru svo ónothæf í snjó en góð sumardekk. Önnur dekk þekki ég ekki nægilega vel.
Kv, ÓAG.
R-2170.
03.11.2003 at 01:34 #479600Vinur minn var næstum því búinn að velta nýju Pjattrollunni sinni þegar hvellsprakk á Parnelli dekkjunum hjá honum. Bíllinn og fjölskyldan rétt slapp með skrekkinn en ekki mátti miklu muna. Dekkin fóru strax undan og nýr Mudder undir. Það var víst búið að vera vesen með PJ dekkin hans og var hann búinn að skipta tveimur út sem hann var ekki ánægður með. Eftir þessa lífreynslu þá vill hann ekki sjá PJ og notar hvert tækifæri til að bölva þeim.
Kv, ÓAG.
R-2170.
26.10.2003 at 22:48 #479200Þetta er flottur bíll á 33" en það væri gaman að sjá hann á 38"! Þetta er örugglega góður efniviður í flottan fjallajeppa, hann er alla vega ekkert minni en margir aðrir jeppar sem hafa farið á 38". (Terrrano, gamli LC90, Terracan, Musso ofl.). Nú þarf bara einhver að þora!
Kv, ÓAG.
R-2170.
26.09.2003 at 17:04 #476908Munurinn á Vitara og Sidekick er sá að Sidekickinn var fluttur inn frá USA, þ.e. framhjá umboðinu. Sidekickinn er með aðeins öðruvísi búnaði, m.a. aircondition ofl. Það voru nokkrir Sidekick fluttir inn á stuttu tímabili en það var skrúfað fyrir þetta þegar innflytjendurnir fengu á sig dóma fyrir falsaðar innflutningsskýrslur og fl.
Það er til eldri þráður hér á spjallinu þar sem þetta var rætt frekar.
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=559
Kv, ÓAG.
R-2170.
25.09.2003 at 14:55 #476888Sæll Haukur.
Það er ekki skilyrði að eiga jeppa til að vera meðlimur í F4X4! Ef þú hefur áhuga á jeppamennsku þá er það næg ástæða til að gerast meðlimur í jafn skemmtilegum félagsskap og F4X4 er! Það eru allir velkomnir í klúbbinn. Skráðu þig á netinu eða mættu á fimmtudagsfund og þá ertu kominn í sama hóp og við hinir vitleysingarnir…Í sambandi við spurninguna þá er vert að taka tillit til að mismunandi bílar henta mismunandi mönnum! Sumir hafa mikla þolinmæði og öðrum finnst gaman að skipta um vélar…
Kveðja,
Ólafur,
R-2170.
25.09.2003 at 11:15 #476848Ef þú ferð í spyrnu á Pjattrollu þá þarftu að hafa með þér nesti og mikla þolinmæði þar sem það tekur dágóðan tíma að skipta um vél í Patrolnum á leiðinni!
Jeppakveðja,
Ólafur.
25.09.2003 at 09:54 #476844Það má vel vera að Toyota DC sé um tvær mínútur klára svona spyrnu, en ef að þú ert á Pjattrollu þá verður þú að taka með þér nesti………
23.09.2003 at 15:09 #476728Já við skulum svo sannarlega vona að þessi 10 ára regla standist. En ef ekki þá verður maður bara að setja snjóbyssur framan á kastaragrindina…
22.09.2003 at 10:10 #476694Norðlingaaldaveita og Kárahnjúkar eiga ekkert sameiginlegt, þetta eru tveir óskyldir hlutir og tengjast ekkert!
Norðlingaalda veitir vatni frá þjórsá við Þjórsárver og yfir í Þórisvatn og gegnum allar virkjanirnar þar fyrir neðan. Það er víst útbreyddur misskilningur að verið sé að byggja vatnsaflsvirkjun í miðjum þjórsárverum og veita svo vatninu alla leið yfir í Kárahnjúka og nýta það líka þar!Ef Norðlingaalda verður að veruleika þá verður væntanlega byggð stýfla yfir Þjórsána töluvert fyrir neðan Sóleyjarhöfðann og yrði væntanlega hægt að keyra yfir hana og stytta leiðina inn í Setur töluvert.
Eins og Hlynur segir þá gætu þessar framkvæmdir opnað skemmtilegar leiðir fyir okkur, þannig að þetta er ekki alslæmt…
Kv, ÓAG
R-2170.
22.09.2003 at 09:57 #476724Allir snjóléttu veturnir byrjuðu víst með hausthreti!
Við skulum samt von að það sé ekki tilfellið í vetur.
Vetrarkveðjur,
ÓAG
R-2170.
18.09.2003 at 10:30 #476506Þetta er amatör stöð og þú mátt ekki eiga svona stöð nema hafa tilskilin fjarskiptaréttindi! (Amatör réttindi). Ef þú hefur ekki þessi réttindi, þ.e. leyfi til að senda út á meira en 25W sendistyrk, og leyfi fyrir innflutningnum frá Fjarskiptaeftirlitinu, þá verður stöðin gerð upptæk í tollinum! Svona einfalt er það.
Til að öðlast réttindi til að senda út á meira en 25W þá getur þú haft samband við íslensa radíóamatöra (http://www.ira.is/) og fengið frekari upplýsingar.Það er því miður orðið þannig að allt of margar ólöglegar stöðvar eru komnar inn í landið og í hendurnar á fólki sem hefur hvorki réttindi, né þekkingu til að eiga og nota svona stöðvar! Þetta er vandmeðfarin tæki og geta sent út mikinn hávaða ef rangt er með farið. Maður heyrir oft á fjarskiptum að viðkomandi aðili er með stöð sem hann hefur ekki þekkingu á að nota, því það er mikið suð, brak og brestir sem fylgja sendingunni.
Ef þið erum með VHF stöðvar sem geta sent á meira en 25W sendistyrk, þá mæli ég með að þið fáið ykkur réttindi og þekkingu til að nota þær á réttan og löglegan hátt og hættið að senda út hávaða og skemma fyrir hinum sem eru löglegir.
-
AuthorReplies