Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.07.2005 at 22:15 #524866
Mér sýnist nú á þessari umræðu að aðal markmiðið hjá þessu fyrirtæki sé að ná inn peningum á vegatollum, en þannig er ætlunin að fjármagna veginn, ég hefði svo sem getað sætt mig við það að vegagerðinn legði þenna veg þar sem þeir eru svo sem smátt og smátt að lálendisvæða Kjalveg. en hinsvega get ég ekki sætt mig við það að greiða vegatoll til einhvers helvítis fyrirtækis sem er að leggja uppbyggðan veg með gróðarsjónarmið ein að markmiði. Þetta verður flott hjá Litludeildinn að þurfa að borga 2000 kall fyrir það að skreppa í Árbúðir.
21.06.2005 at 14:59 #524316Bertur en að menn séu að skrá sig í stórum stíl nafnlausir á vefinn hvernig sem það gerðist, Ætlunin var í upphafi að menn gætu ekki skrifað nafnlaus bréf. En auglýsingar og skoðunarkönnun væri opinn öllum.
21.06.2005 at 12:35 #524312Í upphafi vefsmíðinnar var aldrei ætlunin að loka á utanfélagsmenn, auglýsingum og skoðunarkönnunum en það var engu að síður gert, og á að opna það aftur. Hvað varðar spjalli þá er ég samála þér að það á að gal opna það aftur, STRAX.
19.06.2005 at 20:00 #524246Voru þeir ekki að tala um að reina koma þessu í gegn fyrir 1 sep 2005, merkilegt hvað mönnum liggur altaf á með alla hluti. Þetta er eins og með Halldór nú á að fækka ráðuneytunum helst strax í gær. Þetta táknar endalok klafanna. ég heppin að vera kominn á rör "takk Kjartan" Ps reyndar er Trooberinn minn enþá á verkstæði 4 vikuna í röð, en Toyotu hluta jeppans líður vel að venju.
19.06.2005 at 07:45 #524012á því að vegurinn sé ekki opnaður, til þess að þeir fá frið til vegagerðar.
Annars virðist mér almennur skussaháttur ríkja í þessum málum hjá vegagerðinni og opnanir og lokanir vera svona og svona, t.d ætluðu þeir að opna Sprengisand fyrir löngu og þá vissum við að hann var á kafi í snjó og vatni og yrði ekki opnaður nærri strax.
Einnig hef ég það fyrir satt að sumar leiðir eru ekki opnaðar vegna fuglavendar, sérkennilegt er að vegagerðin standi í slíkum málum.PS ég hringdi í vegagerðina í Borgarnesi eitt skiptið og spurði að því hvort ég mætti aka Kaldadal. Svarið var já já en láttu bara ekki nappa þig.
Ég held að þeir verði að fara hysja upp um sig buxurnar ef þeir vilja láta taka mark á sér í framtíðinni
18.06.2005 at 06:12 #524176Það eru reyndar nokkrir hlutir sem mæla með því að hann eigi að slá til og kaupa Toyota frekar en aðra tegund. Ég man t.d ekki eftir því að þessar vélar hafi verið að hrynja. Reyndar man ég ekki eftir neinni vél sem hefur farið. Svo þar hann aldrei að hafa áhyggur vegna dýrra varahluta eða hvort þeir séu til. Því ég hef þá reynslu af okkar umboði, að þar eru varahlutirnir til. Og það hlýtur að vega þungt þegar menn eru í bílahugleiðingum.
12.06.2005 at 14:59 #524004Þetta er háspennulína til Norðuráls, en einnig er verið að leggja nýjan veg um hálsinn við Svínavatn.
Og leggirnir út frá veginum eru að háspennumöstrunum og sennilega eru komin fúndamennt þarna á Haukadalsheiðinni. Verst er þegar þeir geta ekki notað gamlaveginn en þó er bót í mála þegar Landsvirkjunn er annars vegar, þá eru vegirnir láttnir afskiptalausir eftir framkvæmdi og gróa þá oft sárinn eða allavega verða ekki eins áberandií landslaginu.
11.06.2005 at 23:20 #524098Ég held að þetta séu ljótar vörður og sennilega hrundar ef þær þá hafa nokkurtíman verið til, og ef svo ólíklega vill til að þær séu til, þá verða þær rifnar, því Rottugnegið vill ekki hafa svona grjóthrúgur á sinni landareign. En Rottugengið hefur fengið úthlutað lítilli spildu til trjáræktar, Mun spildan heita Rottuver að sunnan og Ofsaver að norðan en þessi ver afmarkast að Tungnaá að sunnan, Köldukvísl að austan, Þjórsá að vestan og Eyjafjarðardölum að norðan. viljum við því að menn sýni tillitsemi þegar ekið er um verinn enda er nú um skóræktarvegi Rottugengisins að ræða.
11.06.2005 at 23:08 #524074Moggans, drengir það var fyrir nokkrum vikum síðan. Enda var það aðeins tekið sem dæmi um það hvernig að okkur hefur verið vegið á undanförnum misserum, og ég var ekki að gera neina rellu yfir nýju reglugerðinni.
11.06.2005 at 17:32 #524070ég held nú að, fræðsla um jeppamennsku og fleira því tengt færi nú aðalega fram í gegnum vhf-ið enda væri nægur tími til þess að spjalla á þessari leið. Hvað heimturnar varðar þá verður það nú bara að ráðast, en með því að setja þetta í gang strax þá er meiri möguleiki á því að menn geti skipulagt sig fram í tíman. Ég hef nú ekki áhyggjur af því að þetta fari út í nein leiðindi enda þingmenn flestir með eindæmum skemmtilegir og vel upplýstir, þannig að ég held að þetta gæri orðið fróðlegt og skemmtilegt fyrir báða aðila. Svona ferð gæti ekki orðið löng fyrirlestrarferð, heldur væri hægt að koma ýmsum af okkar sjónarmiðum á framfæri. Eingöngu það að fara slíka ferð mætti sína þeim slóðana, stikurnar, hvernig við notum vhf og hversu mikilvægt það er okkur. Því held ég að heppilegt væri að aka Klakksleið inn í Setur og síðan heim um Fjórðungssand, Sóleyjarhöfða og Kvíslaveituveg heim. ég held að með því móti verði hægt að nýta leiðinna í fjölþættum tillgangi
09.06.2005 at 21:46 #523990Eina leiðin er að fylla þetta út handvirkt, það virkar aldrei að hver og einn geri þetta sjálfur. En reyndar er alvörulistinn falin undir bókasafn og þar eru allir nefndarmenn, símanúmer og póstföng, það er listinn sem var ætlast til þess að væri notaður. Og ætti hann því að færast undir liðinn Klúbburinn.
09.06.2005 at 16:38 #523980kæri nafni, njóttu vel og lengi.
09.06.2005 at 16:02 #523976Þú spyrð um dagsetningu á verklokum. Þá var viðmiðunardagurinn 16 sept 2004, þ.a.s frá þeim tíma höfðu Castorsmenn 6 mánuði til þess að klára vefinn, síðan höfðu þeir 3 mánaðartíma til viðbótar til þess að klára ýmislegt smálegt. þannig að samningstíminn er úti. En stjórn og vefnefnd gerðu samkomulag við Castor um það að þeir myndu ljúka vissum verkþáttum og Ferðaklúbburinn fengi í staðinn coðan að síðunni til eignar. Þannig að sá verkþáttur er í gangi núna og er eitthvað búið að gera af þessum lista og eiga þeir því ekki mikið eftir. Þá verður vefsmíði og viðhald í höndum vefnefndar.
Hvað varðar pirraða félagsmenn og hvort við vitum yfirleitt af því. Þá get ég sannfært þig um það að enginn félagsmaður hefur verið jafn pirraður og stjórnarmenn hafa verið vegna þessa dráttar og villumeldinga á vefnum. Enda hefur farið alltof mikill tíma stjórnar í það ströggl og hefur félagsstarfir hreinlega liðið fyrir það, en nú sér vonandi fyrir endann á því.
Hvað varða andlit klúbbsinns út á við þá vegur vefsíðann þar þungt. En þegar ég segi að mikilvægast sé að koma innskráningum á vefinn og slíkum hlutum í forgang, því myndasíðann er þó allavega virk þó með einhverjum hnökrum sé. Nú eru u.þ.b 28000 myndir á vefnum svo nýjir aðilar ættu að hafa svolítið að skoða
09.06.2005 at 07:40 #523968Það er hægt að taka undir margt af því sem þú segir. en ég er ekki sammála þér að myndaalbúmið sé nauðsinlegast, heldur innskránningin á vefinn og nýskráning á klúbbinn.
Nú er staðan þannig í vefmálunum að Castor var sendur listi í 40 liðum sem þeir eiga að klára fyrir verklok, þessi listi tekur til flestra kvörtunar efna.
Inni tíminn á vefnum er 120 mínútur. Hvernig sem á því stendur þá virðist ég altaf vera á síðustu mínútunum þegar ég skrifa langan texta og hef því marg dottið út á meðan ég er að skrifa. Helvíti pirrandi þetta með innitímann. Hann mætti vera sólahringur. Hvað varðar nýskráningar þá virðist ekki hafa verið breytinga á því, en það er rétt að greinilega nenna menn ekki að nota vefinn, það skil ég ekki alveg því sumt er betra á þessum vef en annað ekki, en þó virkar spjallið þokkalega, þó sakna ég þess að geta ekki skopað alla pósta notanda og síðan vill ég geta verið eins lengi að skrifa póst og ég vill.
08.06.2005 at 20:05 #523954Snorri lesa þráðinn að ofan, það er verið að vinn í þessu. En að öðru. Ég veit ekki hvort menn hafa tekið eftri því að búið er að virkja Atburðardagatalið og er hægt að fletta á milli mánaða í því. Nú er bara fyrir vefnefndinna að fara að dæla dagskránni inn á dagatalið.
Einnig sakna ég nefndar listans framar á síðunna, en Castors mönnum tókst að fela þær upplýsingar undir bókasafn. í þennan nefndarlista þarf einnig að koma nýjum stjórnum og nefndum af landsbyggðinni.
Og Deildir á forsíðu, ég hélt að Borgarfjarðarmóri væri svo mikill sveitavargur að hann myndi flagga landsbyggðinni vel, Ofsi
07.06.2005 at 15:17 #523860Þarna hefur Lúter og Þorgeir greinilega ekið frá Bláfellsháls að Árskarðsleið á lokuðum vegi, það er eitthvað sem við höfum víst flestir gerst sekir um. Hvort sem menn gera það með vilja eða í ógáti.
Reyndar er Árskarðsvegur F 347 einnig í umsjá vegarðarinnar fyrst sá vegur er merktur. Til þess að komast í Setrið á löglegan máta hefði Lúter því þurft að aka Búðarháls og um Sóleyjarhöfða í Setrið því á þeirri leið eru ekki vegnúmer á slóðunum.
Þessar upplýsingar eru fengnar frá Vegagerðinni. Þ.a.s vegagerðinn skiptir sé einungis af merktum slóðum t.d F35 eða F26.
En hinsvegar er þetta ómulegt ástand þegar vegir eru ornir þurrir og fínir að þeir séu ekki opnaðir.
04.06.2005 at 16:45 #523810Það á að tengja mæli við hana á mánudaginn. En fyrir upptekningu var ekki þetta yfirþrýstingsvandamál, en til öryggis var samt skipt um túrbínu og það breytti ekki neinu.
Mínar hugmyndir eru þær að það sé, gat á stimpli,vitlausir hringir,rifinn slíf. Er eitthvað vit í þessu hjá mér
04.06.2005 at 15:36 #523806Vélin er tví upptekinn á síðastliðnum mánuðum ekinn 7000 km frá síðustu upptekningu, ælir út olíu um olíukvarða og í gegnum sveifaráspakkningu.
Vélin hefur blásið út olíu eftir báðar upptekningarnar
Allar pakkningar eru nýar og búið er að prófa að skipta um stimpilhringi í tvígang og einnig er búið að skipta um túrbínu. ekkert gamalt er í vélinna þ.a.s Planað hedd, Renndir ventlar, Rnnd ventlasæti,Tímareim,Stengalegur,Plönuð blokk,Vatnslás,borað fyrir slífum,boruð blokk,ventilstíringar,slífar,stimplar,höruðlegur,alsett,heddpakning,endaslagsskinnur. Þetta er búið að gera fyrir vélina, reyndar er búið að rífa hana tvisvar og enn er sama niðurstað. Nú er spurningin hvða er til ráða rífa einu sinni en og skipta um stimpla og hringi. eða hreinlega að henda draslinu.
03.06.2005 at 21:56 #523798Ef sett væri of mikil olía á vélina þá er hún ekki lengi að losa sig við umframmagnið, Já Gummi minn í minni rennireið bila aðeins aðskotahlutir sem troðið hefur verið upp á Toyið
03.06.2005 at 17:07 #523792Að kanna öndun og hún er í lagi og þjappan að sama skapi fín
-
AuthorReplies