Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.08.2005 at 12:03 #525408
Héra eru snildar myndir frá íslandi teknar af þjóðverja sem víða hefur farið um íslandhttp://www.isafold.de/fjallabak99/galerie.htm
Kv Jón Snæland
01.08.2005 at 22:29 #525296Núna í dag þá sá ég sérkennilega sjón rétt ofan við skiltið okkar og vélhjólamanna. Þar hafði einhver geðsjúklingur spólað og spænt upp mel austan við Sprengisandsleið u.þ.b 500 metrum ofan við skiltið. Það hafði verið spólað fjölda marga hringi og hefur mann fjandinn lagt mikið á sig til þess að skemma sem mest og hefur hann verið lengi að svo einhver ætti að hafa séð til hans.
Jón Ofsi
29.07.2005 at 08:08 #525148Það er sérkennilegt hvernig áróðurinn gegn vörubílstjórum hefur þróast undanfarið. Þar virðast menn leggja töluver á sig til þess að reyna stoppa þessa aðgerðir. Verst þótti mér að hlusta á lögregluna. Þegar hún var að blanda sér í málið. Þar voru þeir hreinlega með hótanir og sögðust ætla að beita öllum þeim aðferðum sem væri á þeirra valdi eða hvernig sem þeir orðuðu þetta, þá var þetta hótun um Víkingasveitina, táragas og kylfur með meiru. Annað var ekki hægt að lesa út úr orðum Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. Merkilegt ? lýðræðið og frelsið á íslandi.
Landsbjörg hefur einnig blandað sér í málið og hefur þeirra innblöndun í málið verið hvað barnalegust, illa ígrundað og heimskt innlegg frá þeim. Þar sem þeir halda því nánast fram að mótmælinn séu dauðagildra og vænta megi stórslysa. Þvílík vitleysa.
FÍB leggst auðvita á sveif með fjármálaráðherra og kemur svosem ekki á óvart eftir fyrri upphlaup á þeim bæ. Fulltrúi FÍB virðist ekki láta sannleikann þvælast fyrir sér heldur einsog Eik bendir á hér að ofan. Það fer að verða spurning fyrir hverja þeir séu fulltrúar, allavega eru þeir ornir góðir fulltrúar okur skatta á bifreiðaeigendur.
Punktar til Skúla. Nú þar sem þú er farinn að blanda kennurum inn í máli, þá er rétt að benda á að kennarar hafa sennilega ekki haft almenning með sé í jafn ríku mæli og margir aðrið starfshópar. Kemur þetta sennilega til af því, að kennarar hafa í gegnum tíðina átt löng frí um jól, páska og sumar. Og hefur því almenningi þótt þeir hafa haft ágætis laun miðað við vinnuframlag. Það er allavega mín skoðun. Við höfum haft fleiri slíka hópa og dettur mér þá helst í hug Mjólkurfræðinga og Flugumferðarstjóra.
Svo það hvort verkföll beri árangur eða ekki, og hvort þau séu í takt við tímann. Þá er það ljóst að fjárhagslega eru þau ekki góð fyrir þá sem standa í verkföllum og tekur oft mörg ár að vinna um fjárhagslegt tjón af völdum verkfalla fyrir þá sem í því lenda. En yfirleitt er þetta eina ráðið og ef ekki hefði komið til verkfalla í gegnum tíðina þá væru sennilega kjör hjá íslenskum verkalýð önnur í dag en þau eru. Og hefur íslenskur verkalýður fengið í gegn sín helstu baráttu mál í gegnum verkföll. Það er ekki svo langt síðan hægt var að láta starfsmenn vinna eins lengi og þurfa þótti. Með þessu pistli þínum má segja að þú sért að gera lítið úr verkalýðsbaráttu í gengum tíðina. Þú virðist trúa því að verkföll séu tímaskekkja. Þarna hefur þú látið áróðurinn um það að verkföll séu tímaskekkja haft áhrif á þig og hefur þú kok gleyp þann áróður hráan. Og fagna sennilega atvinnurekendur því, að fá slíkan bandamann.
Eiginlega fjalla þetta um það hvort menn megi berjast fyrir kjörum sínum eða ekki og það hvernig aðferðum skuli beitt og þá kemur ekki mikið til greina, þ.a.s mótmæli sem vekja athygli eða verkföll. Nú hefur það oft gerst að verkalýðsfélög og ýmis sambærileg félög hafa ekki staðið með sínum félögum.Ég lenti persónulega í einu slíku verkfalli þegar forustu menn félagsins sviku verkfallsmenn í miðjum slag. En í stuttu máli var það þannig að við vorum í löglega boðuðu beitningarverkfalli í Keflavík fyrir 20 árum síðan. Það sem gerðist í því verkfalli var að einn útgerðamaðurinn blekkti áhöfnina til þess að beita 80 bjóð og ætlaði síðan á sjóinn. Þegar hann var á leiðinni niður á bryggju með þessi bjóð þá kom hann við heima hjá sér til þess að fá sér kaffi. Á meðan hann var í kaffi mættum við með vörubíl og ljósmyndara Víkurfrétta og gerðum við bjóðin upptæk. Fórum við síðan með bjóðin og röðuðum þeim upp fyrir utan skrifstofu sjómannafélagsins í Keflavík. Við þetta varð fjandinn laus og mætti fjöldinn allur af útgerðarmönnum á staðinn til þess að hreyta í okkur ónotum. Þá var höfuð sjómanna félagsins mættur á staðinn og stóð með sínum mönnum. Þ.a.s okkur. Þegar hér var komið sögu ákvað lögreglan einnig að mæta svo þetta færi ekki úr böndunum. Við það að lögreglan mætti þá kom þvílíkur skrekkur í forustu mann okkar að hann tók á rás og hljóp heim ( hann hreinlega hljóp svo hræddur varð hann ) þegar hann sá lögregluna. Þessi fyrrverandi verkalýðs forustu maður stakk okkur sjómenn og beitningarmenn í bakið og klúðraði fyrir okkur samningum. Hann er nú einn að meiriháttar embættismönnum ríkisins.
Lykti þessa máls urðu þær að lögreglan stóð með okkur og farið var með þessi ólöglega beittu bjóð í frystigeymslu út í Garð þar sem þau voru læst inni og innsigli komið fyrir á lásnum. Bjóðin voru síðan afhent útgerðarmanninum eftir að verkfallið leystist 2 dögum síðar.Það sem ég er að reina að koma hér á framfæri er einfaldlega það, að verið er að reyna að koma hér upp einskonar 1984 ástandi. Bannað er að mótmæla og fara í verkfall. Heldur eiga menn að senda bréf til viðkomandi ráðamanna og koma þannig á framfæri ó ánægju sinni í sem flestum málaflokkum. Eiginlega, ef lýðurinn er ekki sáttur. Þá á hann að láta óánægju sína í ljós þannig að sem fæsti viti af því.
Ráðamennirnir hinsvegar mega beita öllum brögðum. T.d láta sannleikann þvælast fyrir sér, líkt og Geir gerði í sjónvarpsfréttum þegar hann sagðist hafa verið í góðu sambandi við stjórn Ferðaklúbbsins 4×4. Mér vitanlega hefur enginn í stjórninni talað við manninn eða verið í sambandi við hann. Sömu aðferð beitti umhverfisráðherra í sínum reglugerðarmálum. En þar sagði hann. Að reglugerðasmíði hefði verið gerð í góðri samvinnu og sátt við útivistafólk. Þrátt fyrir að útivistarfólk hafi gert athugasemdir við flest sem gert var á þeim bæ.
Að lokum, sínum mótmælendunum skilning í dag hvort sem við erum samála þeim eða ekki. Gerum okkur grein fyrir því að vörubílstjórum finns að sér vegið og þeir sjá ekki aðra leið til þess að vekja athygli á máli sínu. Dæmum þá ekki þrátt fyrir að þeir hafi ekki formann sinn með sér, það er þá ekki í fyrsta skipti í sögunni sem formaður felur sig og lætur peðin taka slaginn.
PS farinn á fjöll svo maður lendi ekki í umferðartöfum vegna þessar fjandans mótmæla, kv Ofsi
28.07.2005 at 12:43 #525200Vals ég gleymdi þó kannski einu, sem gæti hafa tafið Castaþeimút mönnum við verkið. En Helgi stórvinur okkar og yfir vefsmiður skellti sér í myndlistabransan og lét tattúera á rasskinnina á sér Snoop Dog einsog frægt er orðið og menn hafa vafalaust séð í flestum vandaðari fjölmiðlum landsinns. Sennilega hefur kappinn fengið illt í kinnina og ekki getað setið við tölfuna og er þetta kannski langlíklegast útskýringin á töfunum. Þarna séðu það eru til útskýringar á öllu og má leiða af því líkum að ef þetta hefði ekki komið til þá hefðu þeir félagar verið tilbúnir með síðuna 11 september.
Kv Jón S
28.07.2005 at 12:29 #525198Maður verður eiginlega þreyttur þegar maður sér nafn sem líkist Castor. sennilega er það vegna þess að Castorsmenn eru þeir þreyttustu á Íslandi, nema að einu leiti. Þá þreytast þeir aldrei á því að lofa að klára verkið. Reyndar var samið við þá um að klára ákveðin verkhluta. Þ.a.s lista frá vefnefnd.
Og síðan áttu þeir að vera lausir allra mála. en einsog annað hjá þeim blessuðum þá dregst það að sjálfsögðu. Fyrirgefðu varst þú að spyrja um verklok, áttir þú þá við fyrstu verklok eða síðustu verklok eða öll áætluð verklok þar á milli. En allavega til þess að hafa vaðið fyrir neðan mig þá eru síðustu verklok bæði gjaldfallin og kominn fram fyrir eindaga fyrir löngu. Baráttu og bjartsýniskveðjur Jón S
27.07.2005 at 20:56 #524086Á vegum klúbbsins auðvita
27.07.2005 at 15:54 #525110eiginlega ekki, hefur þú aldrei heyrt um kjarabaráttu, verkföll og slíkt. Þar er undantekningalaust þriðji aðilinn sem líður fyrir aðgerðir verkalýðsfélaganna. Í þessu umrædda mál eru ekki sportistar á ferðinni líkt og við í klúbbnum, heldur menn sem lífa á ýmisskonar akstri og er þetta því liður í kjarabaráttu þeirra og vera bulla um terrorisma í þessu sambandi það skil ég bara ekki. Víð erum greinilega ekki á sömu skoðun um hvað ber árangur og hvað ekki, en síðastliðið á höfum við tapað, nánast stanslaust í okkar málum.
Það sem kemur mér líka á óvart í þínum málfluttningi, hversu litaður þú ert af áróðri vesturveldanna síðustu misserinn. þ.a.s að allir séu terroistar sem berjast við yfirvöld ákveðinna landa. Þar eru oft á ferðinni einræðis og herforingjastjórnir og kölluðust þessir aðilar hérna áður fyrr skæruliðar eða frelsisherir, en nú eru allir þessir hópar settir undir einn hatt og kallaðir hriðjuverkamenn. En þetta gera stundum stjórnarherrar þeirra landa sem eru að leita eftir alþjóðlegum stuðningi. Með þessu er ég ekki að segja að ég styðji Bin-Laden og slíkan fjandans skríl. Heldur . Ekki setja alla undir sama hatt.
Nóg í bili. Ég þarf að safna kröftum í næst áfanga enda kemur Skúli mér í opna skjöldu þar sem ég hélt að hann væri maður lítilmagnans en ekki stuðningsmaður möppudýranna.
27.07.2005 at 13:11 #525106pælingar voru vegna 50 sm ákvæðisins, sem hefðu drepið vetrar jeppamensku á íslandi en ekki olíugjaldsins. Þú segjir borið árangur, það er ekki nema 1-2 dagar síðan Geir sagði að menn hefðu allmennt verið sáttir við olúigjaldið þannig að hann virðist vera búinn að gleyma mótmælunum okkar. En einungis þessi hótum atvinnubílstjóra að loka vegum er þegar farinn að vekja verulega athygli án þess að þeir hafi gripið til þess að loka vegum.
27.07.2005 at 10:01 #525060sagði Lúter, ég er sammála honum að mestu leiti. En þarna erum við að tala um félag og fyrirtæki og er það aðalega sem skilur á milli. Þó eigum við það sameiginleg að eiga og reka skála. En ég sé samt ekki fyrir mér nein stórmál þar sem við næðum saman enda enginn ástæða til þess. Það er allt í lagi að vinna saman að þeim málum þar sem við eigum sameiginlega hagsmuni en síðan ekkert þar fyrir utan. Við erum jeppafélag ekki göngu fólk einsog Útivist, þó félagar í 4×4 séu í göngum, vélsleðum og öðru slíku. Þá erum við fyrist og frems hagsmunafélag jeppamanna. Ég skil eiginlega ekki þessa umræðu um meiriháttar samstarf og sameiningu þrátt fyrir að Skúli skuli vera orðinn starfsmaður þarna og að fólk fagni því yfirleitt. ég lít frekar á þetta sem neikvætt fyrir 4×4. En menn verða auðvita að vinna til þess að eiga fyrir salti í grautinn.
17.07.2005 at 17:29 #524968Ofsalegafjölskyldan.
PS rigninginn var góð, og reyndar ekki mikið af henni
17.07.2005 at 17:27 #524988starfstúlkunnar, hún hefur ekki vitað að samningur okkr við Útilíf sar endurnýjuaður 2004 og er nú 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum í öllum Útivistarverslununum. En samkvæmt gamla samningnum var þetta á þeim nótum sem starfsmaðurinn heldur fram. Ég hef verslað þarna ýmsar vörur og ekki lent í þessum vandræðum.
15.07.2005 at 10:16 #524900Í gær var rætt við Kjartan Ólafsson þingmann suðurlands á Talstöðinni.
Þar sagði hann meðal annars, Að nú þegar væri mikið um þjónustustöðvar við Kjalveg og benti hann sérstaklega á þjónustumiðstöðina við Geysi.
Þarna virðist landafræðikunnáttan í molum eða rökinn svona rýr.
15.07.2005 at 10:09 #524898Ég tók ekki eftir því sem Skúli var búinn að skrifa.
Hvar sérð þú þessa 40-60 km styttingu ?
Hagsmunir ? eru það hagsmunir ferðaþjónustuaðila í Kerlingarfjöllum og á Hveravöllum. Ég hef nú reyndar aldrei skilið þau sjónarmið ef þeir þurfa fleyri gesti til sýn hefði þá ekki verið eðlilegra fyrir þessa aðila að kaupa sér sjoppu í Reykjarvík, þeir vissu jú hvernig samgöngurnar voru þegar þeir lögðu út í þessar fjárfestingar
15.07.2005 at 09:59 #524896Hjá þeim sem standa að þessum málum og allmennt í umræðunni. Rauði þráðurinn í skrifum já manna virðist vera algjört þekkingarleysi á staðháttum og er t.d Skoðun Kára Jónsonar í Fréttablaðinu lýsandi dæmi um bullið í þessum hópi.
Greinilegt er á öllu að einungis á að leggja nýjan veg ofaná gamlaveginn nema í gegnum Kjalhraun á milli Kjalfells og Rjúpnafells og verður því styttingin lítil og kemur ekki til styttingar fyrr en farið verður í lagningu nýs vegar til norðausturs þ.a.s um það bil eftir Kjalvegi hinum forna. Að mínu áliti ef fara á út í þessa framkvæmt þá er alveg eins gott að gera þetta alminnilega eða sleppa því annars og hætta þessu hálfkáki því aðeins er um það að ræða að byggja upp núverandi Kjalveg og innheimta vegatoll. T.d er ekki fyrirhugað að taka veginn í gegnum Fremstaver vegna kostnaðar og verður hann því áfram yfir Bláfellsháls. Þessi stytting er því einfaldlega ekki inn í myndinni fyrsta kasti og ættu því forráðarmenn Norðurvegar ekki að vera í þessum blekkingarleik.
Einig er sérkennilegt að lesa viðtal við framkvæmdarstjóra Spalar þar sem hann heldur því fram að einkaframkvæmdir séu framtíðin og vegatollar á Kjalvegi sé réttlætis mál fyrir vestlendinga, því með vegatollum á Kjalvegi þá eru fleiri en vestlendingar sem greiða vegatolla. Anskotans vittleisa er þetta orðin
14.07.2005 at 15:13 #524940Hann kom á óvart og var bara helvíti flottu í útvarpinu. Hér heima biðu allir spenntir eftir því að hann færi að skæla og þeir sem veðjuðu á það að hann kæmi að ágæti Patrolls sem jeppa töpuðu veðmálinu. Kannski að þetta hafi bara ekki verið Hlynur heldur dóttir hans, en hún er nú smátt og smátt að ná tökum á fyrirtækinu enda er hún að verða eins árs. Og þegar farinn að sjá það að, ef vel á að fara verður hún fljótlega að taka við.
14.07.2005 at 15:04 #524926Við veltum upp þessum spurningum í vetur, hvort réttlætanlegt sé að halda út blaðinu og voru flestir á þeirri línu að það ætti að gera það áfram. En greinilegt að það þarf að fara að hysja upp um sig í útgáfumálum og finna leiðir til þess að draga úr kostnaði en útgáfa Setursins kostar nærri 200,000 í hvert skipti. Dreifingarkostnaður + prentkostnaður. Þarna komu að vísu 2 fastar auglýsingar á móti kostnaði en samt er þetta ekki réttlætanlegt fyrir svona snubbóttan texta.
14.07.2005 at 14:58 #524886Þér Einar að þetta sé í dauðateygjunum. En þeir hefðu kannski ekki á að ana með þetta beint í fjölmiðla fyrr en þeir væru búnir að kanna vel vegarstæðið og reikna vel út hina ýmsu möguleika, þ.a.s vegalengdir, veðurfar og kostnað. styttingarmöguleika ofl í þeim dúr. en það er ljóst að þeir eru búnir að blása af Instaver vegna kostnaðar við það að leggja veg um gilin og á því að fara um Bláfellsháls, þá væri kannski kostur að krækja fyrir Kórinn og fara nærri Skálpanesi eða hvað, þeir ætla sér sennilega að láta brúnna á hvítá duga að sinni. í raun einsog þetta er lagt upp á einungis að lagfæra kaflann milli Fremstavers norður að uppbyggðaveginum norður af Hveravöllum eða við Seyðisá. Þannig að þetta er í raun ekki merkileg framkvæmd. allavega ekki það merkileg að réttlætanlegt sé að fara að innheimta vegatoll. hinsvegar ef þeir færu yfir Blöndu á Eyfirðingaveg og tækju alla sprænurnar þar og niður hjá Hraungarð og kæmu niður Mælifelsdal í Skagafirði. Þá væri hægt að kalla þetta samgöngubót. bara svona pæling
14.07.2005 at 10:46 #524882Nú er þokkaleg grein um Kjalvegsáforminn í Fréttablaðinu, það sem mér finns sérstakt þar er að nú er vegastyttingin skyndilega kominn í 110 km en ég get ekki séð á teikningunni sem fylgir með að nein breyting sé á fyrri áformum, nema það að mér sýnist þeir ætla yfir Bláfellsháls en ekki í gegnum Fremstaver og Innstaver ? sérkennilegt.
einnig er furðulegt að taka veginn ekki strax niður Mælifellsdal eða Gilhagadal. fynnst mér ekki spurning að það ætti strax í upphafi að leggja veginn um Mælifellsdal enda auðveld framkvæmd og aðeins þyrfti tvær smá brýr, reindar mætti nota brúnna sem nú er á Svartá norðan við Bugaskála. Bara svona smá pæling
14.07.2005 at 10:23 #524934Talstöðin er á 90,9, veður spennandi að sjá hvort karlinn verði jafn brattur og þegar hann er að halda fram ágæti vissra jeppategundar
13.07.2005 at 08:51 #524874Hvað varðar vegatollana, þá eru foráðamen þessa fyrirtækis búnir að lýsa því yfir að um vegatolla verður að ræða. Því vaknar upp sú spurning hvort þeir sem eru aðeins að aka skamman spöl inn á leiðina þurfi að borga fullt gjald, þarna eru hópar sem eiga leið inn í Kerlingafjöll, Árbúðir og á Hveravelli. Spurning hvernig verður tekið á þeim málum.
En það eru fordæmi fyrir því að þrátt fyrir það að eldri vegur hafi verið fyrir þá voru lagðir á vegatollar á nýja veginn ef fólk man eftir Keflavíkurveginum.
Mér finnst nokkuð auðvelt að sætta mig við vegatoll í Hvalfjarðargöngunum þar sem ég hef alltaf þann möguleika að aka gamla veginn.En hinsvegar verður önnu staða uppi á Kjalvegi þar sem nauðsinlegt verður að leggja nýja veginn yfir þann gamla á köflum, því þegar gamli Kjalvegurinn var lagður var reynt að leggja hann á snjóléttum stöðum þar sem því var viðkomið og má því leiða að því líkum að nýi vegurinn krussi hann að einhverju leiti.
Svo er athyglivert að skoða það sem Klakinn bendir á, en víða eru verulegir flöskuhálsar á lálendi þar sem vegir þola illa mikla umferð. Einsog milli Laugarvatns og Geysis.
Gróðinn vegna vegarins finnst mér einnig takmarkaður, en hann er aðeins 35-60 km eftir hvernig vegurinn er lagður. Það finnst mér heldur naumt fyrir 5,5 miljarða. En það er sú tala sem upp kemur ef það á að ná 60 km markinu. Því til þess að ná því markmiði þarf að fara með veginn um Hraungarð og inn á Eyvindastaðarheiði frekar sunnarlega og krefst það mikilla brúargerða, allavega einsog ég þekki svæðið. Þarf þá að brúa Blöndu, Svörtukvísl, Herjólfslæk, Ströngukvísl, og Bláfellslæk. En hinsvegar geta þeir lagt veginn norðar og þar þá væntanlega að brúa minna þar sem þessar ár eru komnar saman, en þá tapast hinsvegar kílómetrarnir á ný.
Svo er líka spurning hvort ekki megi finna þessa 60 km á þjóðvegi 1, T.d hvað spöruðust margir km með því að færa veginn frá Blönduósi, sem allt varð brjála yfir vegna tveggja eða þriggja sjoppueiganda á Blönduósi. Nú er jú kominn upp sama staða á ný, því það verðu jú sneitt framhjá þeim á ný.
Það sem mér finnst alvarlegast í þessu mál er það að einkafyrirtæki leggi út í svona framkvæmd og ætli sér síðan að reka veginn með hagnaði. Með þessu móti gætu komið upp fleiri keimlík mál, t.d mætti hugsa sér að sama fyrirtæki byggði upp Sprengisandsleið eða eitthvað ámóta.
Veturnir
Hvernig á að gæta öryggis á veginum, væntanlega verður það þannig að allir aki Kjöl í framtíðinni og fara þá auðvita afi og amma á smábílnum eða Anna frænka, sem er 17 ára á sýnum smábíl, því vegurinn er jú malbikaður. Síðan komast þau að því við Innstaskúta. Að stikurnar sjást ekki lengur vegna þess að ruðningstækin eru búinn að kafæra stikurnar fyrir löngu og ekki sést í dökkan díl, vegurinn hvítur og þau sjá því ekki neitt. Afi setur því Hassatið á til þess að ruðningstækin aki ekki á þau þegar það kemur. Afi hefði þó ekki þurft að hafa áhyggju af því að vera mokað út fyrir veg því snjóruðningstækið er stopp langt fyrir norðan hann, en þar eru nokkrir vanbúnir smábílar á ferð sem loka veginum. Þurfa því afi og amma að aka 40 km í kófinu og passasig á því að lenda ekki út í ruðningnum sem þau sjá svo illa. Því ef þau lenda úti í honum geta þau fest sig og ekki er von á aðstoð næstu klukkustundirnar nema jeppakallar á leið í Setrið aki framhjá. Bla bla bla.En þrátt fyrir allt þetta mega jeppa og útivistar menn ekki vera á móti öllum breytingum, því þá erum við kominn í sama hóp og Æjatolarnir og náttúruverndaröfgamennirnir sem allt vilja banna sem ekki er leift. Það fólk vill loka slóðum, rífa skála og yfir höfuð loka hálendinu að mestu leiti nema fyrir gangandi umferð. Jæja nú er nóg komið enda ég kominn í tvo eða þrjá hringi með þetta mál og veit ekki hvort ég vill eða vill ekki.
-
AuthorReplies