Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.12.2005 at 09:23 #535582
Ég veit ekki hvort þú hefur fengið senda ferla af Hofsjökli, en ef svo er ekki þá ættir þú að slá inn Hofsjökull á leitarvélinni þá finnur þú mikið af upplýsingum um jökulinn síðan úr Hofsjökulsferð klúbbsins í vetur, t.d eru ferlar og rútur á steini.that.is.
Ég legg þó til að þú farir ekki á jökulinn fyrr en í mars og þá að þú hafir kynnt þér aðstæður vel, því víða eru sprungur á jöklinum allan veturinn sem lokast ekki. Sjá bls 154 Farið. Við í Rottugenginu ásamt Hlyn Snæland, þveruðum Þjórsárjökul neðarlega fyrir 2 vikum síðan og var þá lítill snjór á Þjórsárjökli og sáust vel sprungusvæði innar á jöklinum, svo ekkert vit er að fara á hann núna.
09.12.2005 at 23:53 #535558hefðum átt að loka á Skúla í tíma
07.12.2005 at 20:14 #535292gildir frá áramótum til áramóta, borga fyrir áramót,
07.12.2005 at 19:39 #534840Ég veit ekki hvað Akrahreppingar hafa til saka unnið, til þess að vera varpað út úr samfélagi Skagfirðinga. En ég get ekki betur séð en Illviðrahnjúkar séu í Akrahrepp og tilheyri því Skagafjarðarsýslu. Verst hvað það er erfitt að fylgjast með því hvaða hreppir eru til í dag og hverjir hafa verið sameinaðir, en hvernig var það gengu ekki gangnamenn Skagfirðinga þarna í den tid
06.12.2005 at 20:50 #534794Vegna umræðu hér á vef ykkar og fyrirspurnar sem ég fékk í dag þá hef ég
reiknað flatarmiðju Íslands. Til grundvallar var notuð strandlína
Íslands í mælikvarðanum 1:50000 og reiknuð var þyngdarmiðja þess flatar
sem strandlínan afmarkar. Þannig að eyjar eru ekki teknar með.
Niðurstöðunar urðu þessar: N 64°59’11.4" V 18°35’12.0" Þetta er rétt NNA
við Hofsjökul milli Illviðrahnjúka og Langahryggs. Kveðja Guðmundur
ValssonVið þökkum kærlega fyrir snögg viðbrögð kv Jón Snæland. Nú væri ekki verra er einhver gæti skannað þenna punkt inn á kort og sett það inn á vefinn. Svo er bara að gera sig klára á vörðubyggingu í vor
04.12.2005 at 20:58 #535008eða þá að þú skrifir þetta strax á Word skjal ef þú sér fyrir fram að textinn verði langur hjá þér. síðan er bara að paste textann inn. Mig minnir að innitíminn sé 60 mínútur, held ég hafi séð það haft eftir vefnefndarmönnunum, reyndar mætti vel lengja þennan tíma
04.12.2005 at 09:45 #534746Það er þó eitt sem skelfir mig í þessum hugmyndum hans Freysa, en það er sú staðreynd að fjöldi fjallstoppa eru ranglega hæðarmældir og þyrftum við því að vera á sífeldum þönum með rotþrónna eftir sem Landmælingar kæmust að raunhæð fjallstinda. Og ef klúbburinn á ekki að fara fjárhagslega illa út úr sífeldum færslum á rotþrónni, þá legg ég til að þróin verði sett á 6×6, AT 405 til þess að draga úr kostnaði.
04.12.2005 at 08:35 #534904Ég rak augun í það að Sigga finnst, síðan kannski ekki rétti vettvangurinn fyrir mála af þessu tagi. Ég er því nú ekki sammála, heldur finnst mér þetta einmitt rétti vettvangurinn. Allavega getur hann verið upphafið af aðgerðum. Nú er 4×4 einu sinni hagsmunarklúbbur þó hann sé kannski ekki neytendafélag enda hefur hann ekki bolmagn til þess, að reka sig sem slíkan. Auðvita skiptir framsetning pistlana mál og í þessu tilfelli hér er ekki einu sinni nefnt nafn tryggingarfélagsins. Ég er þó á því að hægt sé að nefna nöfn fyrirtækja sem eru ekki að standa sig, á spjallinu. Ef það er gert á málefnalegan hátt og sérstaklega ef þau fá tækifæri á því að verja sig. Ég hef t.d lent í afskaplega leiðinlegum viðskiptum við fyrirtæki í jeppageiranum og nú er komið á annað ár frá þeim viðskiptum. Þau viðkynni voru þau verstu sem ég hef lent í á minni löngu ævi. Ég hef gengið með það í maganum hvort ég eigi að segja frá því síðan þá og er ég minntur reglulega á þetta atvik. Bæði vegna eftir hreta af viðgerðinni og það að fleiri hafa lent í svipuðu. Í þessu ákveðna tilviki var það aðalega einn hlutur sem gerði mig reiðan, Þ.a.s viðhorf fyrirtækisins til kúnnans. Þ.a.s til mín. Fyrirtækið er rekið á þeim grundvelli að viðskiptavinurinn hafi á röngu að standa og honum þurfi ekki mikið að sinna. Og hann eigi ekki að skipta sé af þrátt fyrir að allt sé komið í óefni hjá fyrirtækinu. Nú hafa all oft verið birtir pistla hérna á vefnum þar sem veist hefur verið að fyrirtækjum, bæði á réttlátan og ranglátan hátt. Fæst af þeim svara fyrir sig, heldur vilja þau frekar bíða af sér storminn, á vefnum í dag er frekar einfalt fyrir þau að svara ásökunum, allavega einfaldara en það að skrifa blaðagrein, sem kæmi seint inn í blaðið og lenti kannski á slæmum stað í blaðinu. En á þessum vettvangi hér þá kæmi svarið í upphafsþræðinum. Og gæti sá sem er að verja sig meira segja uppfært þráðinn ef honum þætti ekki nægilega margir hafa lesið hann.
Nú svo kemur inn í þetta alt samann að við sem klúbbur og stjórn sitjum beggavegna borðsins. Þ.a.s á sama tíma og verið er að gagnrýna velvildarfyrirtæki 4×4 á vefnum þá er sama fyrirtæki að rétta klúbbnum hjálparhönd í einhverju formi. Í svona tilfellum getur verið erfitt að meta hvor hafi rétt fyrir sér, en samt hlýtur það að vera skilda stjórnar að standa með félagsmanni svo framarlega sem hann hefur rétt fyrir sér. Þó það sé hætta á því að tapa viðskiptarfélaga samtímis. Svo er enn ein hlutur í þessu öllu samann, það er ritskoðun á vefnum, Einmitt þegar ég var í þeim hugleiðingum að segja fá þeim hörmulegu viðskiptum sem ég lenti í, þá var andinn einhvernvegin þannig að ég átti á hættu að lenda í ritskoðun og ef ég hefði lent í því þá hefði betur verið heima setið en segja sannleikann. Því þarf að fara mjög varlega í alla ritskoðun ( enda segir neðanmál undir þráðunum að pistlar séu á ábyrgð þeirra sem skrifa þá ).
Góða stundir.
03.12.2005 at 21:09 #534706í verra með vörðuhugmyndina, þá eftirstendur bara snjókarlshugmyndin hans Kalla
03.12.2005 at 21:08 #534960Hætt við útkall, Trúðarnir þeir eru á lífi og allt gengið er að fagna jólunum í Hólaskógi, þáu eru kannski pínu rugluð í dagsetningunum en það er ekki svo naugið. Svo Þórir þú getur drepið á Hummanum en hafðu lyklana samt í svissinum til öryggis
03.12.2005 at 20:57 #534958Gundur og hjálparsveitin af þessu ??????’
03.12.2005 at 08:22 #533230tansi hlýtur að nota brú og Títan í styrkinguna
02.12.2005 at 23:46 #534648Þið eruð alltof neikvæðir, vísindarlegt eða ekki. Flestar af þessum könnunum eru til gamans gerðar og þið geti ekki verið svo leiðinlegir að þið fattið það ekki eða hvað. Og hvort þessi könnun sé næginlega góð fyrir þá, ja það verða þeir bara að meta sjálfir ekki satt. En hvað varða könnunina hans Ella þá held ág að ég velji lið 5.
En hvað varðara þessar kannanir yfir leitt þá eru nokkrar sem gefið hafa góðar vísbendingar og ég held að við hljótum að getað verið sammála um það að þegar 90% svar eru á sama veg þá gefi það sterkar vísbendingar um hug manna þrátt fyrir að svarhlutfallið sé lágt. Þetta var t.d niðurstaðan í könnunum um hálendisvegi og um ferðir á vegum 4×4.
02.12.2005 at 22:52 #534638ég kveykti nú ekki alveg strax á þessari athugarsemd þinni um Reykjarvíkurdeild, en líklega átt þú við að þessari könnu sé einungis beint til höfuðborgarbúa. Ég hugsa það að það hafi aldrey hvarlað að manni í þessu samhengi Landsbyggðin VS höfuðborgin. Svona hlutum er jú auðvelt fyrir okkur að gleyma, þrátt fyrir það að maður hafi nú sjálfur átt heima í sveitinni all lengi
02.12.2005 at 22:39 #534634Þessi könnun var eingöngu sett í loftið vegna þess að við vildum styðja við bakið á skólanemum.
02.12.2005 at 22:35 #534632Ef ég svara Elíasi aðeins, þá reikna ég með að hópurinn sé á viðskiptasviði, þó ég viti það ekki fyrir víst. Þetta var samþykkt vegna eftirfarandi atriða.
1 Tengist óbeint jeppamensku
2 Þetta eru skólanemar
3 Könnunin er aðeins í nokkra daga.
4 Við vorum ekki tilbúinn með könnun sjálf.
Hvað varðar spurninguna hvort þetta sé komið rá 4×4, er svarið nei. Hvað varðar kommentið Reykjarvíkurdeild ? þá skil ég það ekki alveg, enda á þú Elli að vita það að það er ekkert til sem heitir Reykjavíkurdeild. Ég vona að þetta svari einhverjuHér að neðan er texti frá hópnum.
Markaðsrannsóknarhópur í Háskólanum í Reykjarvík Við erum hópur nemenda í Háskólanum í Reykjavík og erum að vinna viðskiptaáætlun fyrir byggingu á stóru stálgrindarhúsi sem skipt er upp í sér einingar. Þar gæfist jeppamönnum sem öðrum kostur á að leigja sér aðstöðu til viðgerða og/eða geymslu.
Fyrsta skrefið í viðskiptaáætlun sem þessari er að gera sér grein fyrir stærð hugsanlegs markaðar. Í okkar tilfelli er ekki tími til að fara út í stórar markaðsrannsóknir því þessi þáttur áætlunarinnar á að vera tilbúinn á þriðjudaginn í næstu viku.
02.12.2005 at 19:48 #534612Ég er jafn vitlaus og þú ég pumpa ekki í þegar ég kem í grjó, heldu ek hæga yfir það, því það er hraðinn sem skemmir dekk. Og svo myndi ég aldrei nenna að stökkva út og pumpa í ef ég sæi nokkrar steinvölur.
PS samt er ég ekki einn af þeim sem hef verið að skera dekk
01.12.2005 at 18:19 #534484Ég vissi þó að þær væru fjórhjóladrifnar pæju stelpurnar, en að þær væru með háu og lágu drifi, þar kem ég af fjöllum einsog þú Lúter
01.12.2005 at 17:52 #534446Vegagerðin kynnir hér með nýja tillögu að matsáætlun um Gjábakkaveg (365) á milli Þingvalla og Laugarvatns. Fyrirhugaður vegur er um 15 km langur og liggur um þann hluta Bláskógabyggðar sem áður hét Laugardalshreppur og Þingvallahreppur. Þá sneiðir vegurinn í gegnum land Grímsnes- og Grafningshrepps. Í nágrenni fyrirhugaðs vegar eru m.a. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Gjábakki, Gjábakkahraun, Reyðarbarmur og Laugarvatnsvellir (sjá grunnmyndir 1/2 og 2/2).
Þessi texti er af síðu vegagerðarinnar
01.12.2005 at 17:46 #534440Ég átti nú von á því að Hlynur myndi skamma ykkur fyrir þetta með Lyngdalsheiðina. En ef ég er ekki allveg úti á þekju er vegur 365 Gjábakkavegur og norðan við Lyngdalsheiði. Þegar þessi vegur er ekinn er ekið af vegi 365 norður og með Þjófahrauni. Síðan er komið að gatnamótunum suðaustan við Skjaldbreið, og frá þeim gatnamótum og inn að Hlöðufelli er ekinn gamli Eyfirðingavegurinn. Þannig að hvergi á þessari leið er ekið um Lyngdalsheiði og er það sem Hlynur átti við. Gaman væri að vita hvort menn viti hvort leggurinn inn með Þjófahrauni beri nafn
-
AuthorReplies