Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.04.2006 at 20:23 #550268
er komið með innvatnsklósett og köllum við nú, það að fara á ráðherrann þegar við förum á náðhúsið. Þetta er orðið svo vinnsælt klósett, og eitt það besta á hálendinu að þar er oft þröngt á þingi.
21.04.2006 at 20:20 #550264nú er að hafa hraðann á áður en þetta verður notaður kamar
21.04.2006 at 20:16 #550258Þá er bara að skipulegga leit, hvar er Gundur ????
Ég skal kanna Grafarholtið, því það er ekki hægt að láta frjósa undan Litlideildinni
21.04.2006 at 20:03 #550214Ert-a-koma ( Tacoma ), hurðu þetta er nú heldur dónó
21.04.2006 at 20:01 #549580voru þetta einhverjir einbíla eða …?
21.04.2006 at 20:00 #550254Það er erfitt að segja til um það hvort hann sé á kerru, enda er hann horfinn.
Þetta er nýr kamar frá Lettlandi eða Finnlandi svo líklega stendur á honum Made in Somi eða Lettía. Á kamars hurðin á að standa kúk/piss á tungumáli framleiðandans.Hvar er Klakinn hann þekkir kamarinn einsog handabökin á sér
21.04.2006 at 19:41 #550250Nú verða menn að standa sama og hafa upp á kamrinum. Við stóðum saman þegar Pöttunum var stolið í bunum og nú er um að gera að standa saman á ný.
21.04.2006 at 19:34 #550208og pikkföst er hún,,,,, eða bara í Coma
21.04.2006 at 19:34 #550206og pikkföst er hún,,,,, eða bara í Coma
20.04.2006 at 11:24 #549912nokkuð merkilegur pistill hjá Kjartani, en svona er það þegar maður er kominn í vonlausa vörn, þá er gripið til örþrifaráða.
Landrover Jón Ebba fékk inn á sig vatn inni á Esjuleið enda var kappinn komin á kaf í vatn.Isussuvélinn hjá Kjartani hefði nú ekki farið ef bílinn hefði ekki lennt í óhappi á Sprengisandi
Hvað varðar gamla Slóðrík. þá var vélinn kominn vel yfir 300.000 km
Reyndar var ég að tala um seinustu 12 mánuði. en klárlega myndi þetta breytast Patrol í hag ef við tækjum t.d tímabilið frá árinu 2000 enda var aðeins einn Patrol í hópnum á þeim tíma.
Ef við hinsvegar tökum á þessu frá örðu sjónarhorni og tökum aðeins jeppana í rottugenginu frá Ingvari Helgasyni, þá fer verulega að syrta í álinn. 6 jeppar og 5 hafa verið í vélarvandræðum. Ja svei
20.04.2006 at 07:43 #550146gaman að vera heimsmeistarar, PS ég sá að það er kominn ný könnun um það hvort 4×4 eigi að mótmæla eldsneytisverði. Viljið þið virkilega tapa heimsmeistara tittlinum, er ekkert keppnisskap í ykkur.
20.04.2006 at 07:40 #549790Það má kannski einnig bæta aðeins við þennan pistil hjá Magnúsi hinum síðari. Að það er ekkert sama sem merki milli þess að geta stafsett rétt og geta skrifað læsilegan texta.
Magnús hinn fyrri. Þ.a.s aðalstjarna þessa þráðar og nú orðinn landsþekktur fyrir prófverkefni ( spurning hvort hann ætti að fá greitt frá menntamálaráðuneytinu fyrir þetta innlegg sitt til bættrar málnotkunar ) sérstaklega í ljósi hnignunar íslenskrar tungu, á þessum síðustu og verstu tímum. En engu af síður legg ég til við þig Magnús að þú fáir þér forritið Púkinn sem er ritvilluvörn, beygingarforrit og samheitaorðabók. Reyndar ættu allir að vera með þetta forrit. Það er afskaplega þægilegt að geta skrifað hratt og líta síðan yfir textann og sjá að Púkinn hefur strikað undir það sem ekki er rétt stafsett. Púkinn er kannski ekki endanleg lausn, heldur dregur hann stórlega úr villum og í tilfellum þeirra sem eru verulega slæmir í stafsetningu gæti árangurinn orðið 80-90% . Púkinn gæti t.d hjálpað Magnúsi hinum síðari til þess að setja inn pistla án þess að konan sé heima.
Annað innlegg hvað er eiginlega Lesblinda, ég held að það hafi ekki verið búið að finna upp það orð þegar ég var í skóla. Reyndar var ekki heldur búið að finna upp orðið misþroska, of virkur og fleiri fín orð yfir það sem við kölluðum bara tossa, Svo eru menn greindir í dag, það þykir helvíti flott að skella börnum bara í greiningu. Við fjölskyldan fengum einmitt reynslu að þessum greiningum. Þegar dóttir mín var í skóla í Breiðholti þá var hún sett í greiningu, að mér forspurðum. Síðan vorum við foreldrarnir kallaðir á fund í skólanum. Ég vissi nú ekki alveg hvað var í gangi. En þarna voru mætti sérfræðingar. Og var nú lagst yfir niðurstöðurnar sem ekki voru góðar. Þegar ég las yfir þessa greiningu sá ég strax að, dóttir mín hefði ekki skilið spurningarnar. Einfaldlega vegna þess að hún var fædd í Svíþjóð og hafði búið þar í 8 ár án þess að hafa nokkurn tíman hitt íslenska krakka á sama reki. Og auk þess töluðu systkinin nánast eingöngu sænsku sín á milli. Síðan eftir að hafa búið hér í eitt ár fer hún semsagt í þessa greiningu.
Þarna höfðu sérfræðingarnir semsagt farið offari í speki sinni. Því má svo bæta við að þetta sama próf var síðan lagt fyrir hana snarlega á sænsku, enda var ég víst nokkuð óstilltur þarna. Og bingó, hún náði meðal greind þrátt fyrir þá fötlun sína að eiga mig sem faðir. Úpps, hvert er ég eiginlega kominn.
19.04.2006 at 22:45 #549994Það er einhver misskilningur í gangi með námskeið í tenglsum við Landsbjörg, en þetta kemur í ljós fljótlega og mun hjálparsveit 4×4 upplýsa félagsmenn hvernig að þessu verður staðið þegar þar að kemur. Sem sagt í vinnslu.
Handbókin sem verið er að tala um er það ekki bókin sem Artick T….. gaf út
19.04.2006 at 21:34 #550068þetta er að verða hálfgert ættarmót hérna. Ja f4x4.is er til margs nýtilegur.
kv frændi
19.04.2006 at 17:58 #549784Dyravegur nefnist leiðin yfir Dyrfjöll og niður hjá Nesjavöllum. Vegurinn lá frá Elliðakoti ofan við Geitháls og norðan við Lyklafell. Því lá hann fyrir sunnan núverandi Nesjavallarveg ( Pípuveg ) og hvað ég veit er þessi leið einungis göngu og hestaleið.
Því má kannski bæta við að núverandi vegastæði Nesjavallarvegs liggur um gömlu Dyrfjallaslóðina yfir fjöllin
19.04.2006 at 17:46 #550054og höfuðverkefnið að bjarga formanninum úr vandræðum sem við komum honum í
19.04.2006 at 16:12 #550062ja hver er þessi Snæland eiginlega, ætli Hlynur Snæland viti af þessu. Þetta þarf að setja í nefnd. Spurning hvort ekki verði að stofna upplýsinganefnd 4×4 til þess að komast til botns í þessu.
Kv Jón G Snæland
19.04.2006 at 16:07 #550050og tekur ekki að hafa orða á því. Reyndar varst þú bar einn af mörum sem hringdir. Það er nú bara þannig að við eigum að standa saman þegar eitthvað á bjátar og held ég að jeppamenn almenn séu mjög duglegir að liðsinna hverjum öðrum.
Kv björgunarmiðstöðin ehf
19.04.2006 at 06:50 #549974Það er búið að kalla mikið eftir námskeiðum eða fræðslu, undafarna mánuði.
Og er það í vinnslu. Það verða þá væntanlega námskeið tengd jeppamennsku af ýmsu tagi. Það er ekki hægt að útlista það á þessu stigi. En námskeiðin verða á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 og Björgunarsveitar, og verður þetta vonandi til framtíðar.
Hvaða námskeið þetta verða er ekki komið á hreint. Enda á eftir að fjalla um þetta hjá hjálparsveit 4×4 í samráði við fleiri. En það er þörf á skyndirjálparnámskeiðum, dekkjanámskeiðum þ.a.s töppun og æfingu í affelgun. Og allmennt jeppanámskeið, og svo námskeiðum tengdum jöklaferðum, rötun ofl ofl
18.04.2006 at 23:35 #549968Ekkert mál Birkir pikk fasti. T.d N 6436548-W1942193 WGS 84. Þetta er lesið Gengið í norður 643.548 þúsund skref. W er stytting úr WC þ.a.s það er farið framhjá kamrinum, og haldið í W= vestur í 194 daga , 21 er fjárhættuspil svo hoppaðu yfir það, annars verður þú látinn sitja hjá í næstu umferð. 93 stendur fyrir buss nr 93, þú ferð inn í hann og stoppar þar sem stendur Wasa gangan 1984. þá er þú í höfn.
-
AuthorReplies