Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.05.2011 at 20:32 #218949
Staðan í Vatnajökulsgarðsmálinu.
Nú í síðustu viku var haldinn stór fundur hagsmunaraðila með þjóðgarðsfólki um samgöngumál þjóðgarðsins. Á fundinn mætti einn fulltrúi fyrir hvert félag og voru um 50 manns á fundinum að meðtöldum starfsmönnum þjóðgarðsins sem blönduðu sér inn í umræðuna, sem fór fram í litlum hópum. Í framhaldinu á þessum fundi, verður skipuð 9 manna nefnd sem mun fara ofaní saumana á því sem fram kom á 50 manna fundinum. Niðurstöður 9 manna nefndarinnar verða síðan sendar til þjóðgarðsráðs sem tekur ákvörðun um samgöngumálin. Í 9 manna nefndinni verða fulltrúar eftirtalinna aðila:
Fulltrúi þjóðgarðsins
Fulltrúi vélknúinna farartækja
Fulltrúi göngu- og hjólreiðamanna
Fulltrúi hestamanna
Fulltrúi ferðaþjónustunnar
Fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands
Fulltrúi umhverfisverndarsamtaka
Fulltrúi SAMÚT
Fulltrúi sveitarfélagaKv Jón G Snæland
01.05.2011 at 14:13 #729359Smá viðbót og smámunasemi. Þá var búið að Sænautarseli til 1943 en ekki 1940.
01.05.2011 at 14:11 #729357Það er rangt að Halldór hafi notað Sænautasel sem fyrirmynd, þó að hann hafi gist þar. Fyrirmyndin af Sumarhúsum var Veturhús sem er bær austan við Ánavatn, þar sem búið var til 1941.
28.04.2011 at 20:37 #727423Þarf að fara að dusta rykið af grillinu og æfa bauka opnara puttann.
26.04.2011 at 15:33 #728895Stulli vörubílstjóri að gera sig klárann í næstu mótmæli
17.04.2011 at 07:42 #727873Þetta hljómar vel Elli enda eru hugmyndir okkar um hvað þurfi að vera opið, hæverskar og vel rökstuddar. Engu af síður eru um 50 hagsmunaaðilar sem mæta á stórfundinn í maí, og er því marga sem þarf að sannfæra um að hugmyndir okkar séu þær einu réttu. Í framhaldinu verður 9 manna nefnd sem vinnur úr hugmyndum þessara 50 hagsmunaaðila. En þrátt fyrir það að þetta samráðsferli sé nú í gangi, þá er það engu af síður sorglegt, að í gegnum margra ára ferli um Vatnajökulsþjóðgarð. Þá hafa hagsmunaaðilar haft lítinn að segja um verkferlið. Ég vona það að stjórnvöld hafi eitthvað lært af þessu ferli og hagsmunaaðila verði fyrr kallaðir til skrafs og ráðagerða. Nú er stækkunaráætlunin um friðlandið í Þjórsárverum búin að vera í gangi allmörg ár og fengum við smá aðkomu að málinu í fyrra haust. Fyrst með því að leifa Þjórsárversnefnd að nýta sér gps vegagögn f4x4 til þess að gera vinnukort af svæðinu í kringum Hofsjökul. Ég vona að f4x4 fái áfram að fylgjast með þeirri framvindu mála. En það er ekki einungis Vatnajökulsþjóðgarður og friðlandið í Þjórsárverum sem er undir um þessar mundir. Heldur eru mun stærri máli í gangi, þar sem Vatnajökulsmálið er í raun smá mál í samanburðinum. En það er [b:13pz1hsl]endurskoðun á Náttúruverndarlögum[/b:13pz1hsl]. Þar verður allt vega og slóðakerfi landsins undir. Einsog jeppamenn vita, þá er voru við í mælingum á miðhálendinu í 3 ár, og er því verkefni ekki alveg lokið. Og voru þar 23 sveitarfélög undir, og þá einungis sá hluti sem var fyrir ofan hálendislínu. Nú verða hinsvegar 75 sveitarfélög undir í einu. Og á miðhálendið að vera klárt [b:13pz1hsl]vorið 2013 og landið allt 2016[/b:13pz1hsl]. Það eru því einungis 4 sumur í verklok, og enginn vinna farinn af stað. Það verður því forvitnilegt að vita hvernig á að koma í gagnið miðlægum vegagagnagrunn ef ekki verður aflað efnis. Ég hvet því félagsmenn áfram til þess að senda inn ferla, og skiptir ekki nokkru máli af hvaða landsvæðum eða hverslags vegir það eru, allt nýtist. Grunnurinn hefur nýst okkur í málefnum Vatnajökulsþjóðgarðs og í tengslum við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og fleiru. Hægt er að senda á okkur gögn á rotta01@gmail,com
Kv Jón G Snæland
12.04.2011 at 19:34 #727185Og hvernig tjékkar maður á því hvort netfangið sé rétt og virkt ?
08.04.2011 at 12:01 #726747Ég myndi nota gaddavír. Hann þarf þó að vera af Ströndum og alveg nauðsinlegt að það sé kominn smá brún slykja á hann, annarrs nærðu ekki alvöru innbrennslu.
Ps (þó best að hann sé úr hestagirðingu)
02.04.2011 at 15:15 #218320Fundur í Samút
Stjórnarfundur var í Samút þann 30 mars sl.
Þar voru kosnir nýir fulltrúar í Vatnajökulsþjóðgarð. Í Þjóðgarðsráð var kosinn Snorri Ingimarsson F4x4 og til vara Þorvarður Helgason frá Landsambandi Hestamanna. Í svæðisráðin voru kosnir:
Vestursvæðið Ástvaldur Guðmundsson Jöklarannsóknarfélaginu Norðursvæðið Grétar G Ingvarsson f4x4 Austursvæðið Einar Kr Haraldsson Skotvís Suðursvæðið Karl Ingólfsson Ísalp
25.03.2011 at 18:59 #724620Frábær hugmynd að reyna að fara ótroðnar slóðir, spennandi spennandi. Ps þetta hefur nú verðið ekið einu sinni að sumri Olgeir, bara man ekki hver né hvenær. Ætla að reyna að leggja hægra heilahvelið í bleyti og reyna að rifja þetta upp. Kv O
ps hvar fóru þið þá niður Jökull
18.03.2011 at 07:02 #723858Takk fyrir það Magnús. Þetta er enginn skemmtiþráður einsog sést, og er þetta einungis inngangurinn ef svo má segja. En nauðsinnlegt að félagsmenn og aðrir séu upplýstir um hvernig málin ganga fyrir sig á bakvið tjöldin, eða fái yfir þau heildarsýn. Því það hefur verið styrkur þeirra sem vilja banna og loka öllu án nokkurs samráðs, hvað umræðan hefur verið mikið á bakvið tjöldin. Hafa þeir því aldrei þurft að bera ábyrgð á neinu. Þetta á sérstaklega við um Vatnajökulsgarð, friðlandi í Þjórsárverum og slóðamálin. Sem ég kem að síðar enda nokkuð langt mál.
17.03.2011 at 21:45 #723854[b:3vty4f6e]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:3vty4f6e]
Að lokum gerðist nákvæmleg ekki neitt og ekkert samráð eða samskipti.
Stjórn Reykjanesfólkvangs
Í fundargerð Reykjanesfólkvangs frá 24.09.2009 kemur fram:
Fundur í Stjórn Reykjanesfólkvangs 24. sept. 2009.
Borgartúni 12-14 kl. 16.00
Mættir: Ólafur Örn Haraldsson, formaður, Kristján Pálsson, Reynir Ingibjartsson, Óskar Sævarsson, Auður Hallgrímsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Egill T. Jóhannsson.Auk þeirra sátu fundinn: Ólafur Jónsson UST, Magnús Sigurðsson starfsmaður fólkvangs og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
2. Utanvegaakstur
Formaður lagði til að fara í mun harðari afstöðu gegn utanvegakstri en hingað til hefði verið og beita til þess öllum brögðum ekki síst að reyna að ná athygli fjölmiðla. Sagt frá störfum s.k. átaksteymi sem er skipað af umhverfisráðherra til að koma með tillögur til aðgerða gegn utanvegaakstri í fólkvangnum. Teymið er skipað 7 mönnum, fulltrúar frá sýslumanni í Reykjanesbæ, frá Landgræðslu, Vogum, Umhverfisráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Grindavík og fólkvangnum. Fulltrúi fókvangsins er Óskar Sævarsson sem þess utan er fulltrúi Grindavíkur og Ólafur Jónsson situr í teyminu frá UST.
Stefnt er að því að teymið skili áfangaskýrslu til umhverfisráðherra á næstu vikum.
Í stjórninni er áhugi á að herða mjög afstöðu gegn akstri í fólkvanginum og óskað eftir því að því verði komið til skila til átaksteymisins.
Stjórnin ákvað að undirbúa tillögur til samþykktar á næsta fundi sem innihéldi mun harðari afstöðu en hingað til hefur verið og reyna að ná athygli fjölmiðla.Slóðavinir
Slóðavinir héldu einnig félagsfund þann 17.11.2009 þar sem fjallað var um ferðafrelsi og Reykjanesfólkvang. Sjá nánar hér (http://www.slodavinir.org/index.php?opt … catid=1:fréttir )
17.03.2011 at 21:41 #723852[b:2w7485e9]REYKJARNESFÓLKVANGUR [/b:2w7485e9] Svar Svandísar Svavarsdóttur var á þessa leið:
svandis.svavarsdottir@umh.stjr.is wrote:
Heill og sæll!
Það er mikill vilji til þess að vera í nánu samráði við alla sem til þekkja og alveg ljóst að starfshópurinn mun hafa samband og samráð við Slóðavini. Ég sendi Sesselju afrit af þessum pósti og bið hana að hafa samband.
Bestu kveðjur,
Svandís
17.03.2011 at 21:39 #723850[b:2g2s9gm2]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:2g2s9gm2]
Spennan eykst og fleiri vilja vera meðFerða og útivistarfélagið SLÓÐAVINIR
Senda póst til Svandísar Svavarsdóttur þann 25.08.2009 vegna viðtals sem tekið var við Ólaf Arnar Jónsson á Rás 1. Og senda cc á Sesselju BjarnadótturSæl Svandís
Ég heyrði á Rás 1 áðan viðtal við Ólaf Arnar Jónsson hjá Umhverfisstofnun þar sem hann er aðeins spurður um starfshópinn sem ætlar að skoða málefni Reykjanesfólkvangs. Það sló mig að heyra að starfinu eigi að ljúka um áramót og að það hafi byrjað fyrir nokkru síðan. Ég hef enn ekki orðið var við að til okkar væri leitað, né annarra sambærilegra hagsmunaaðila og Slóðavina.
Mér þætti mjög gott að fá upplýsingar um starfið og þau markmið sem starfshópurinn er að vinna eftir.
Í máli Ólafs áðan vísaði hann í samráð við hagsmunaaðila, en svona þér að segja þá hefur verið heldur lítið um uppbyggilegt samráð í þeim starfshópum sem vinna að málefnum aksturs á vegslóðum, að undanskildum fræðsluhópnum sem Ásgeir hjá UST stýrir. Þetta samráðsleysi veldur tortryggni og gerir það að verkum að hagsmunahópum finnst að sér vegið. Ef árangur á að nást í þá veru að koma böndum á óæskilegan akstur í náttúru íslands verður að taka hagsmunahópa með í vinnuna frá upphafi, jafnvel þó flækjustig vinnunnar aukist aðeins.Með kveðju,
Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir
17.03.2011 at 21:36 #723848[b:10gzmbw6]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:10gzmbw6]
Svar barst fljótlega frá Svandísi.Heill og sæll Magnús
Kærar þakkir fyrir að hafa samband. Það er mikill vilji til þess að nýta ykkar þekkingu og allra þeirra sem til þekkja í þessu verkefni. Ég sendi Sesselju Bjarnadóttur afrit af þessu og hún mun hafa samband fyrir hönd hópsins.
Bestu kveðjur,
Svandís
17.03.2011 at 21:35 #723846[b:3u0ao0ih]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:3u0ao0ih]
Viðbrögð F4x4 vegna aðgerðaráætlunarÍ júní lok 2009, sendi Magnús Guðmundsson formaður umhverfisnefndar kveðju frá Umhverfisnefnd Ferðaklúbbs 4×4 til aðgerðarteymis sem stofnað var til starfa á Reykjanesi.
Þar var Aðgerðateyminu á Reykjanesi boðin aðstoð Umhverfisnefndar f4x4 til að vinna gegn landsspjöllum á Reykjanesinu.Góðan daginn.
Ég undirritaður skrifa ykkur fyrir hönd Ferðaklúbbsins 4×4.
Þannig er að við sáum fréttatilkynningu um stofnun "Aðgerðateymis til starfa á Reykjanesinu" sem hæstvirtur umhverfisráðherra stofnaði til með aðkomu ýmissa aðila.
Nú er það svo að við í Ferðaklúbbnum 4×4 höfum í mörg ár gert allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við utanvegaakstri og landspjöllum. Við erum nú þegar í samstarfi við umhverfisstofnun og fleiri aðila í þeim tilgangi.
Við erum líka með sérstakar ferðir okkar félagsmanna til að stika slóða og laga villuslóða á hverju hausti ásamt því að fara í sérstakar landgræðsluferðir í júní á hverju ári. Um Jónsmessuhelgina fórum við í þá árlegu ferð í Þjórsárdalinn, en þar erum við að vinna með Skógrækt og landgræðslu ríkisins við endurheimtur á Hekluskógum og stoppa landrof. Það er því auðsýnt að þetta er okkur hjartans mál.
Viljum við því með þessum pósti bjóða fram aðstoð okkar við þetta verkefni, þar sem við höfum reynslu í að takast á við þetta.Virðingarfyllst
f.h Umhverfisnefndar F4x4
Magnús Guðmundsson nefndarformaður
17.03.2011 at 21:32 #723844[b:247owa29]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:247owa29] þann 25 júní 2009 var skipað Svandís Svavarsdóttir aðgerðarteymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesfólkvangs. . (Formaður teymisins er Ólafur Arnar Jónsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar).
Yfirskrift átaksins er Á réttri leið á Reykjanesi. Í kjölfarið sendi Ferðaklúbburinn 4×4 og mótorhjólamenn Svandísi netpóst og buðu fram aðstoð sína. Svandís svaraði póstunum og fagnaði aðkomunni. Síðan þá eru liðnir um mörg hundruð daga og ekkert frekar hefur gerst. Aðgerðateymið á að efla og samræma störf ýmissa aðila en í teyminu sitja fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Reykjanesfólkvangi, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum, lögreglunni á Suðurnesjum, Umhverfisstofnun og Landgræðslunni. Teyminu er m.a. ætlað að [color=#FF0000:247owa29][b:247owa29]koma á samráði[/b:247owa29][/color:247owa29] við félög áhugafólks um útivist og akstur í Reykjanesfólkvangi, lagfæra jarðvegsskemmdir eftir akstur utan vega og sjá um lokun slóða sem óheimilt er að aka.
http://www.nattura.is/frettir/4634/
17.03.2011 at 21:17 #723842Lokanir við Svartá geta tengst áhuga Vatnajökulsgarðsmanna um það að skapa svo nefnd ósnortin [color=#FF0000:2pbewu1s][b:2pbewu1s]víðerni[/b:2pbewu1s][/color:2pbewu1s] (það eru svona svæði sem lúkka vel á kortum og telja umhverfisöfgamenn að hægt sé að skreyta sig með því í kokteilboðum með útlendingum)
Þ.a svæðið á að taka til Holuhrauns, en í áætlunum gleymdist að það er vegur upp á Vaðöldu, sem er þar vegna ljósavélar og endurvarpa Neyðarlínunnar (Tetra) og einnig endurvarpi Vodafone (gsm) þetta mun því eyðileggja víðernið en umhverfisöfgaliðið gleymdi þessum mannvirkjum, einsog svo mörgu öðru.
17.03.2011 at 21:14 #723840Samkvæmt verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarðs á að loka 1 km afleggjara af F910 vestan Vaðöldu að upptökum Svartár. Þarna er ekið um svarta sanda og hætt á landspjöllum hreinlega 0. Þarna sprettur Svartá fullsköpuð upp úr sandinum og er staðurinn einstaklega áhugaveður fyrir ferðamenn.
17.03.2011 at 21:13 #723838Í Guðlaugstungum, gríðarlega stór friðlýstu svæði, er til að mynda óheimilt að vera með lausa hunda, þar sem lausir hundar geta truflað dýralíf þ.m.t. sauðfé. Það sem er merkilegt við þetta ákvæði er að Guðlaugstungur eru friðlýstar sem stórt og víðfermt votlendi og sérstakt rústasvæði. Með öðrum orðum friðlýst með tilliti til jarðfræðimyndana. Af hverju þarf þá að banna lausagöngu hunda allt árið? Er ekki eitthvað bogið við þetta.
-
AuthorReplies