Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.11.2006 at 18:24 #569198
Ef ég á að vera raunsær, þá fer þetta illa. Og ef ég á að vara bjartsýnn þá fer þetta mjög illa. Við skulum vona að Þríhjólagengið ( Trúðar ) slumpist til þess að finna skálanna ef þeir ná það langt. Þó ekki megi gera ráð fyrir því fyrr en seinnipart laugardags samkvæmt venju. Nú er Benni heima, þannig að það á eftir að koma í ljós hvort það hefur verið hann sem verið hefur til trafala fyrir Lútó Trúð eða ekki.
PS hverju gleymdu þeir félagarnir ( nýja testamentinu kannski )
23.11.2006 at 23:40 #566696eitt sem mætti kannski benda órólegum jeppamönnum á, vegna þessarar umræðu. Er sú staðreynd að í flestum tilfellum þegar fjallað er um slóðamál á hinum ýmsu vettvangum. þá er nánast undantekningarlaust minnst á Ferðaklúbbinn 4×4. Og er það eingöngu vegna þess að 4×4 hefur verðið sýnilegt þar sem hlutirnir skipta máli.
PS gleymdi samt einu, sem ég hef áhyggjur en það er áhugaleysi hins almenna félagsmanns. T,d mætti benda á að þráður um Litludeildarferð er með jafn marga pósta en þó mikið meira lesinn og er það nokkuð athyglisvert í ljósi þess að hér er verið að fjalla um grunnin í allri jeppamennsku
23.11.2006 at 23:34 #566694Það er rétt einsog Benni bendir á, að það er ekki hægt að flagga öllu því sem klúbburinn hefur verið að gera. Því oftast er betra að vinna á bakvið tjöldin frekar en að vera með upphrópanir í fjölmiðlum, þó svo að það eigu stundum við.
Auðvita erum við í hjarta okkar algjörlega sammála Dagný og þakklátir henni fyrir að koma okkar hugsunum á framfæri og ekki gat ég heldur séð að öll nótt væri úti eftir að hafa lesið ræðu ráðherra. Enda er hún Jónína hliðholl ferðafrelsinu og ferðamönnum. Og kemur ekkert fram í hennar málflutningi sem þarf að hræðast sérstaklega og er hún traustsins verð og þeim aðilar sem við höfum verið að vinna með. Þ.a.s Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Landmælingar Íslands.
Eitt mikilvægt atriði kemur ekki fram í þessum umræðum, en það eru hugmyndir þungavigtarfólks um skilgreiningu þessara slóða sem hafa engan veghaldara. Sú umræða fór ekki fram í sölum alþingis og vitneskja mín um þann þátt málsins gerir mig allavega rólegan að sinni. Þangað til annað kemur í ljós, en það sem er í kortunum í dag. Verður maður kannski órólegur á ný. Þessar hugmyndum er að vísu ekki hægt að flagga að sinni en verða þó vonandi fljótlega gerðar opinberar.Þessar umræddu einskinsmannsleiðir og tilgangslausu slóðir. Í mínum huga veit ég varla að til séu slíkar leiðir. Ég held að nánast allar leiðir hafi tilgang en séu í raun í umsjón einhvers. T,d mætti benda á að, skálar á íslandi eru á milli 400-500 og segir það okkur að slóðir liggja að 99% þeirra og hljóta þá slóðirnar að verða í umsjón skálahaldara ef ekki aðrir finnast til þess. Svo Bjössi verður að fara að kaupa sér traktor til þess að halda Bárðargötunni við.
1 Slóðir að skálum
2 Slóðir sem stytta leiðir milli staða
3 Fornar þjóðleiðir
4 Leiðir að náttúruperlum
5 Gangnamannaslóðir
6 Slóðir á vegur orkufyrirtækja
7 Slóðir á vegur Vegagerðarinnar
8 Slóðir á vegum sveitarfélaga
9 Einkaslóðir
10 Leiðir á jökla, sem UST hefur verið fylgjandi að séu til og jafnvel fjölgað
23.11.2006 at 23:11 #569190Birni Þorra um að halda þessari umræðu á lokuðu spjalli ( vegakort 4×4 )
23.11.2006 at 22:19 #567056Þar sem Lúter er búinn að ákveða að fara inn með Þjórsá vestanverði, er ekki úr vegi að láta ferðalanga hans vita af neyðarskýlum og athvörfum ef illa fer. En hér eru nokkrir góðir gisti kostir á leiðinni.
Fyrsti skáli sem notaður var í leitum á Gljúfurleitum og inn með Þjórsá, var í Gjánni. Það var hellir sem byggt var fyrir með timbri.
Síðan var Gljúfurleitaskáli og síðan þrír skálar sem voru eins, Fitjarskógarskáli, Dalsárkofi og Kjálkaverskofi 6425073-1908176 WGS 84 vestan Kisu, allt voru þetta skálar fyrir 3 menn og 3 hesta.
Í Fitjarskógarskála var draugur. Draugur hafði átt að halda til í Fitjarskógarskála, meinleysisgrey, gjörði engum illt. Sjónskarpir menn sáu hann steypa sér kollhnís í Þjórsá. Nú verður enginn var við hann. Þjórsá hefur sjálfsagt séð fyrir honum.
Ársáll félag formaður Unnsteinn Hermannsson í Langholtskoti styrkti af pokasjóði og þjóðhátíðarsjóði og Hrunamannahreppi.
Skógskofi í Skúmstungum, þar er gamall hellukofi og þakið úr stórum hellum sem nú eru fallnar niður. Hann var með palli og rúmaði allan mannskapinn í eftirleitum, átta manns. Í þessum kofa svaf Kristinn Jónsson 1 október 1989 er hann gekk í villu sinni suður yfir Sprengisand.
Innan við Dalsá við hina fornu Sprengisandsleið stendur gangnamannakofinn í Loðnaveri, byggður 1946 en nú aflagður. Þar töldu sumir sig verða vara við reimleika.
Forsaga gangnamannaskálans í Gljúfurleit var sá að lítil torfkofi inn við Geldingará gegndi hlutverki gangnamannaskála. Skálinn eða leifar hans stóðu sunnan við fossinn í Geldingará þar sem heitir á Tranti. Hausti 1929 lentu gangnamenn þar í hrakningum og þar sem skálinn er nærri hættulegu gili var ákveðið að byggja skála við Gljúfraá. Og var þar byggður skáli 1930 úr torfi og grjóti, og var skálinn 3 manna. Hann stendur bein niður af núverandi skála, 6417732-1920576 WGS 84 og er varðar fyrir ofan hann. Þessi kofi dugði til 1956, en þá var byggður annar kofi úr torfi og grjóti og aðeins bætt við hann nýmóðins bárujárni. Þessi kofi dugði í 22 ár eða til 1978. Að núverandi skáli leisti hann af hólmi. Höfundur hefur einnig heyrt að skálinn hafi verið kallaður Lönguhlíðarskáli.Ferðakveðjur Ofsi
19.11.2006 at 12:22 #568634hvaða vandræðum lentir þú í með vélina ?vegna bensíns
19.11.2006 at 12:19 #568724he he he allt í fári, en Flubbarnir eru komnir til bjargar. en þeir hefðu kannski átt að læra á læsingarna og hleypa úr þá gengi þeim betur að draga fólksbílanna he he Lella þarf að taka að sér jeppa námskeið fyrir jeppa deild flubbana svo maður þurfi ekki að horfa upp á þá aftur spólandi í kross í 25 pundunum he he
19.11.2006 at 11:53 #568512Gemlingarsíðann er í einhverju skralli allavega kemmst ég ekki inn. PS hvað er að frétta.
Ég heyrði í Benna formanni í Þríhjólagenginu og voru þeir bara í þokkalegasta veðri á Grímsfjalli og voru að fara að leggja í hann til byggða enda allt fjörið í 101.
19.11.2006 at 09:09 #568712maður sér Yarisa um allt hálendi, það stoppar þá EKKERT
19.11.2006 at 09:08 #568484eru greinilega búinn að gera tæknileg mistök,
18.11.2006 at 15:41 #568472Við stöndum með okkar manni og látum ekki vita af því að Breytir hafi keypt sérstaka lyftu til fyrir Fordinn sem hann er búinn að standa á síðustu daganna
18.11.2006 at 15:27 #568468ekki ætla ég að verða sá sem kjaftar frá því að formaðurinn sé í vandræðum. enda ber ég of mikla virðingu fyrir honum til þess.
18.11.2006 at 14:24 #568464aftur af þér Lúter, hvað er í gangi
18.11.2006 at 13:55 #568460Ekki einu sinni lygasögu, þetta er eins þeir hafi skroppið í Kringluna
17.11.2006 at 14:40 #568418rafgeimar hafa nú einnig verið standard staðsettir undir aftursætum á Audi. ég myndi hlusta á Ólsarann. Nema þú viljir Caterpillar sem hefur nú verið talinn Rolsinn hjá trilluköllum, ekki rétt Þorkell
16.11.2006 at 15:33 #568354þú verður nú samt að láta þig hafa það eða lesa skýrsluna upp á 64 síður
16.11.2006 at 00:14 #568266Það er nú gaman að geta svarað nokkrum af þessum spurningum.
1 Millibils og togstangirnar voru of granna og svignuðu þær, þegar þær fengu að kenna á 44 tommunni og auk þess var vart við jeppaveiki í byrjun. Þ.a.s áður er tjakkur og dempari voru komin á sinn stað. Auk þess voru Speiser endar í stöngunum sem þurfti að skipta úr reglulega en eftir að Toyotu endarnir voru komnir í varð það til friðs.
2 Það sem hefur skemmst voru festingar fyrir skástífu og þurfti að styrkja hana verulega, enda var vægið á henni breytt frá því að hann var á 38 tommu. Annars hefur hásingin sjálf verið til friðs, nema einu sinni braut ég drif við það að draga Landrover upp brekku sem var með tveggja öxla kerru í eftir dragi og lítinn gám. Annað vandamál var að ég var að lemja skástífunni niður í stýristjakinn á meðan ég var með orginal gorma úr nýja Pattanum en var í lagi eftir að ég fékk mér öflugri gorma.
3 Hásingin er ekkert styrkt enda er jeppinn ekki nema 2240 kg tilbúinn á fjöll. Þó svo manni hafi dotti það í hug að styrkja hana aðeins enda ekki verra að byrgja brunnin áður eða þannig.
4 Til þess að svara þessari spurningu verð ég að fá leifi núverandi stjórnar, en ég hafði ekki leifi fyrrverandi stjórnar að tjá mig vélarupptekningar á Slóðrík. Legg ég því til að þú sendir þetta erindi á tækninefnd klúbbsins og hún gæti fjallað sérstaklega um það, því tækninefndin á að gæta hagsmuna 4×4 félaga einsog Einar eik bendir á í þræði um dekkjarmál.
15.11.2006 at 23:28 #566448Hvert er álit umhverfisnefndar 4×4 á skírslunni.
15.11.2006 at 23:12 #566446hafa menn almennt rennt í gegnum þessa vittleysu. eða er mönnum bara alveg sama.
15.11.2006 at 22:03 #568254Hásing undir Runner.
Einhvern vegin svona var dótið sem notað var. Í síðustu útfærslu. Vandamálið er svo hinsvegar að koma draslinu fyrir svo það sé ekki hvert fyrir öðru. PS ég man ekkert hvaða sektorsarmurinn er. Annars er þetta einfalt og kostar ekkert nema blóð svita og tár
Tilbúnar útskornar plötur fyrir dempara og gorma ofl frá Áhaldaleigunni upp á Höfða
Gormar OME Patrol gormar 50 m/m lengri en orginal og með 50 kg meiri burð.
Stuðpúðar frá Toyota úr Landcruser
Koní demparar breyttir hjá Bjarna í Bílanaust
Millibilstöng frá Toyota og breytt á renniverkstæði Egils
Stýrisarmar smíðaðir hjá Árna Brynjólfs
Togstöng smíðuð af Árnar Brynjólfs
Allir endar eru núna orginal Toyota
Stýrisdempari frá Fjallabílum
Stýristjakkur frá Landvélum
Stýrismaskína 4Runner boruð hjá Snorra Landrover meistara
Stýrisslöngur frá Barka
Boddý stífa ( skástífa ) efnisrör og endar úr Landrover BSA
Stífur á hásingu Range Rover með stífari fóðringunum frá BSA
Hlutfall 5.71
Læsing ARB frá Benna
Framskaft er úr Dubbelcap og var notað það sem gaf mesta sveigju og var því púslað saman að Fjallabílum stál og stönsum.
Driflokur og diskabremsur þó ekki loftkældar
Lengdar bremsuslöngur Stilling
Öndu á hásingu tekinn upp.
Að lokum var framhásingin færð u.þ.b 5 cm framar.
-
AuthorReplies