Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.08.2007 at 11:29 #590786
Ferlunarverkefnið.
Hér er meðal annars spurt hver sé staða í felunarverkefninu. Við því er ekkert eitt svar. Því það má segja að verkefnið sé þrískipt. Þ.a.s að afla upplýsinga um það hvar eru slóðar og er það meðal annars gert með því að teikna þá inn á kort, til síðari mælinga. Síðan er það söfnun ferla frá félagsmönnum. Það er gert með þeim hætti að okkur hafa verið sendir ferlunarfælar af ýmsum stærðum. Úr þeim veiðum við þá ferla sem er nothæfir og merkjum og skráum og setjum í gagnagrunn klúbbsins. Síðan er það þriðji þátturinn sem er mæling slóða með Landmælingum íslands. En hver er svo staðan. Því get ég einungis svara á þann veg að í gagnagrunni 4×4 eru nú um 2000 leiðir af ýmsum vegalengdum.
Hvað er eftir er nánast ómögulegt að segja til um, en það er mjög mikið og skiptir þúsundum kílómerta, því í óbyggðum eru sennilega fleiri slóðir en flestir gera sér grein fyrir.Af hverju er verið að vinna að þessu, og af hverju það skiptir máli. Við því er nokkuð einfalt svar, ýmsar stofnanir hreinlega kalla eftir þessum upplýsingum og ef við erum ekki með í þessu starfi. Þá gerir það bara einhver annar og ekki er ég viss um að okkur myndir hugnast sú niðurstaða. Ég tel þetta því brýnasta hagsmunarmál klúbbsins í dag.
Því einsog maður hefur verið að tuða um í nokkur á, ef ekki eru til upplýsingar um slóðir í gagnagrunni LMÍ, þá kemur að því að menn verða teknir fyrir utanvegar akstur á slóðum einsog inn við Hagavatn og við Torfahlaup. Þessu verða menn að fara að gera sér grein fyrir og væntanlega gerist það að einka leynileiðir verða hreinlega utanvegar akstur.
Einhverjir hafa verið að spyrja að því, hvernig framhaldið verði, þ.a.s þegar farið verður út í einhverja skilgreiningu á því hvaða slóðir eigi að vera merktar til framtíðar. Það hlutverk fá sennilega sveitarfélögin, Ust og Landmælingar, því skiptir miklu máli að þessi aðilar hafi öll þau gögn sem skipt okkur útivistarfólk máli. Því má svo kannski bæta við að nánast einu félögin sem hafa látið sig þessi mál varða eru Ferðaklúbburinn 4×4 og vélhjólamenn í VÍK. Nú nenni ég ekki að hafa þetta lengra að sinni. Kv Jón Snæland.
12.08.2007 at 18:33 #590780Sorrý, er bara búin að vera á fjöllum meir og minna síðustu vikur. Ég ætla að fá einhvern í það að setja inn ferlamyndir á vefinn og vonandi gæti það gerst í kvöld. Ef einhver fæst til þess. Ferlana er hægt að senda á rotta@this.is eða stjor@f4x4.is.
Ég set inn pistil um ferlaverkefnið í kvöld.
Kv Jón Snæland
26.07.2007 at 07:23 #593968Það er nú ekki rétt að ég sé að biðja um betri vegi á hálendinu. Þó svo að mér þyki það furðulegt að vegur sem var heflaður fyrir viku skuli vera eitt þvottabretti. En mér finnst líka að vissir stofnvegir eigi að vera góðir malarvegir þó svo að þeir sé ekki uppbyggðir.
Þar á ég við Kjöl, Sprengisand, Fjallabaksleið Nyrðri og Þórsmerkurleið. Þessar leiðir mætti hefla oftar. Því það má ekki gleyma ferðamannaiðnaðinum einsog Hlynur benti á, þá er hann að skila miklu inn í þjóðarbúið og er ekki lengur einhver jaðarbúgrein á hliðarlínunni. Því má búast við því að Fjallabak og Kjölur verði malbikað, sama verður gert við Dettifossleið vestan ár. Mér datt í hug að minna á gamla leið sem virðist hafa fallið í gleymsku. Og á kannski erindi inn í þessa umræðu. En það er sennilega heldur leiðinlegt fyrir túristaökumenn að aka alltaf sömu leiðirnar. Þ.a.s inn að Skálparnesi eða upp hjá Jaka. Núna með þessum vegaframkvæmdum við Tröllháls, opnast kannski sá möguleiki að aka Tröllháls og síðan Skessubásaleið ( Línuveg norðan Hlöðufells ) inn hjá Tjaldafelli og aka gömlu slóðina sem liggur austan við Langavatn og aka þar inn á Vestari Hagafellsjökul. Datt þetta bara svona í hug, það er ekkert víst að þetta sé raunhæfur möguleiki en orð eru til alls fyrst.
25.07.2007 at 21:55 #593948Sérkennilegt með þessi fjandans þvottabretti, Sprengisandur var orðin þvottabretti í sömu viku og það var opnað. Er verið að hefla þetta svona grunnt eða eru þetta þurrkarnir sem gera hefilstjórunum lífið leitt. Skil þetta ekki alveg. PS fara þessi 6.0 miljarðar ekki allir i Glitnir og dempara Hlynur
25.07.2007 at 21:39 #593944ÞETTA ER ALLT FÆRT SMÁ JEPPUM, Þ.A.S ÞÆR LEIÐIR SEM ÞÚ SPYRÐ UM. SPRENGISANDUR ER AÐ VERÐA ÞVOTTABRETTI EN ANNARS FÓRU 15 HÚSBÍLAR ÞARNA FYRIR SKEMMSTU OG LÉTU BARA VEL AF ÞVÍ
KV OFSI
25.07.2007 at 18:24 #593872Jæja ég svar þessu þá bara sjálfur.
Jú við þökkum hólið Jón. Við vissum auðvita að við vorum laaang flottastir og myndum ekki klikka á smáatriðunum. Emil karlinn var búinn að fá gps punkt af tjaldstæðinu sínu og var það allt annarstaðar, hann kann bara ekkert á gps frekar en þyrlulöggurnar.
Þetta með rigninguna klikkaði þar sem við notuðum Tetra til þess að ná í yfirvaldið á himnum og þar er kominn skíringin á því að rigningin kom á röngum tíma.
Ástæðan fyrir fákeppni kvenna í vatnsfótboltanum var almenn hræðsla við greddu jeppamanna og ekki voru tiltækar óeirðargirðinga á Vík. Kv Utanvinafélagið og 3×4 á flugi.
25.07.2007 at 17:57 #593870Ég gleymdi að þakka snillunum í 3×4 á flugi og Utanvinafélaginu fyrir frábært skipulag á sumarhátíðinni. Þó hefðu þið kannski ekki á að tjalda samkomutjaldinu við hliðina á Emil Borg, hann svaf víst ekkert karlinn fyrr en hann kom heim í borg óttans.
Ein verð ég þó að kvarta yfir, þessu með vatnsfótboltann. Þar hefði mátt vera meira að betra kyninu í þröngum bolum. Þó svo að Ægir hafi bara verið nokkuð flottur verð ég að segja. Svo hefðuð þið mátt tímasetja rigningarskúrirnar betur. T,d hafa skúrir frá 24.00-4.00. En ok þið munið það bara næst.
Einnig vill ég þakka óþekktum einstaklingi á Vík fyrir að leifa mér að ræna bremsuröri úr Runnernum sínum.
PS Samhryggist þér með ísexina Gummi minn. Hafðu samband við Dag Braga eða Einar eik, þeir eru á þessum slóðum nú næstu daga.
25.07.2007 at 17:38 #593890hjá þér Gundur, ég er nú bara að vekja athygli félagsmanna á þessu. En, en sýsli sjálfur les þetta þó samkvæmt áræðanlegum heimildum. Það þarf endilega að búa til notenda fyrir hann á spjallið, svo hann geti tjáð sig. Annas mæli ég með því að hann mæti á félagsfund hjá okkur og geri grein fyrir skoðunum sínum.
25.07.2007 at 17:27 #593808Búið að laga veginn meir og minna, það var lagður nýr vegur þarna á löngum kafla í fyrra (reyndar gleymdu menn víst einhverjum framkvæmdaleifum ) en farið var með grjótmulningsvél á slóða og er slyddarafært að Arnarvatni. Einnig niður í Miðfjörð.
16.07.2007 at 11:50 #593598Hæ Beggi minn, þarna er nú verið að halda til haga heimildum um Flugsveitarmenn. Bæðu unga sem gamla. Og ekki veitir af því að koma ykkur á framfæri. Einsog þú sást á sumarhátíðarþræðinum var, laaaang besti hluti þinnar fjölskyldu gleymdur og grafinn. Og svo rammt kvað af þessu gleymsku dái. Að Soffía var sett með utangarðsfólki, nei ég meina utangengjafólki. Kv Ofsi
14.07.2007 at 08:32 #593594Þetta er hárrétt greining hjá þér Kalli minn. Vandamálið við þessa feðga er auðvita, sú staðreynd að svona gerðust hlutirnir. Þótt ótrúlegt sé, og var eiginlega ekki við bætandi ýkjum eða kryddi og varð því frekar að skera niður orðaflauminn svo sagan væri trúverðugri. Mér sjálfum finnst þeir enn meiri veiðimenn fyrir það að ég veiði aldrei neitt sjálfur.T,d fór ég einhverju sinni í Ölfusá og varð ekki var, en sá þó nokkra seli. Sem fer sennilega ekki vel saman við laxastofninn í ánni. Reyndar höfum við smá veiðigen í minni fjölskildu og birtist það í syni mínum. Eitt sinn þegar mér datt það í hug að ég væri veiðimaður, fórum við fjölskyldan í veiði í einhverja gulbrúna hlandsprænu í svíþjóð. Og vorum með tvær svona Hagkaups stengur keypta á tíkall sænskar. Þar sem fjárfestingin dugði ekki svo allir gætu veitt í einu, fór sonurinn 5 eða 6 ára að skæla yfir því að geta ekki veitt strax. Var því snarlega reddað með því að slíta upp þurran og skrælnaðan njóla, og í njólan var hnýtt 2 metra lína og á hana settur öngull. Beitu höfðum við enga. Ekki leið langur tími þar til guttinn varð var, og urðum við að stökkva til og grípa í línuna, því ekki þoldi njólinn mikið átak. Til að gera dramað styttra þá landaði guttinn 60-70 cm langri Geddu. Ekki veit ég hvað svona gripur er í pundum, enda ekki sérlega vel að mér í þessum fræðum. Geddan fór síðan í frystir. Því guttinn ætlaða að sýna fiskinn í skólanum. Og man ég að hann fór í það minnsta einu sinni með hann undir hendinni í skólann.
13.07.2007 at 17:36 #593576Frá Giljum í Vesturdal í Hrauneyjar eru 197 km, er ekinn er Forsetavegur. Einbíla leið hvað slyddara sem er.
11.07.2007 at 19:32 #593458á Herði Aðils- hann verður að sjálfsögðu að heita HÖRÐUR AÐAL eftir þetta. Kv Ofsi
11.07.2007 at 19:27 #593498Náttúruunnendur ? ja, svei bara !
Fært af killjoker þann 10. júlí 2007. Flokkað undir Óflokkað, Umhverfi, Ferðalög, Umræðan, Vinir og fjölskylda, Náttúran
Góð vinkona mín fór þar síðustu helgi akandi á Snæfellsnesið í brakandi blíðu. Um kvöldið var síðan tjaldað á tjaldstæði nálægt Búðum í dásamlegu umhverfi, kríuvarp rétt hjá börnunum til mikillar gleði og öll aðstaða til fyrirmyndar. Sælan stóð þó ekki lengi, allt í einu ruddist heill floti af jeppum af stærri og dýrari gerðinni inn á tjaldstæðið með tilheyrandi gauragangi, allir með risastór hús í eftirdragi. Fólkið slær síðan upp langborði og dregur fram hin glæsilegustu grill, hvert öðru stærra og glæsilegra og mikil veisla greinilega í undirbúningi. Allt svo sem gott og blessað með það.Seinna um kvöldið koma börn vinkonunnar hlaupandi í tjaldið til hennar og segja henni vondar fréttir, að nokkur af börnum fólksins á fínu bílunum væru að taka egg úr hreiðrum í kríuvarpinu og væru búin að brjóta fullt af eggjum, skemma mörg hreiður, ungarni lægju hálfir út úr brotnum eggjunum og að Kríurnar væru alveg ærar. Vinkonunni finnst þetta ekki hægt og drífur sig yfir að lanngborðinu þar sem náttúruunnendurnir sátu að mikilli veislu með tilheyrandi glaum, gleði og hlátrasköllum. Vinkonunni er að sjálfsögðu töluvert niðri fyrir og kallar yfir hópinn hver beri ábyrgð á börnunum sem væru að rústa kríuvarpinu. Viðbrögðin urðu vægast sagt stórfurðuleg svo ekki sé meira sagt, enginn gaf sig fram eða svaraði en allir horfðu niður. Vinkonan spyr þá forviða hvort þau séu ekki komin til að njóta náttúrunnar en ekki skemma hana og enn varð fátt um svör eða viðbrögð og virtist engum þessara náttúrunnenda svo mikið sem detta í hug að stöðva spellvirkin. Eitt barnið kemur fljótlega að langborðinu með brotið egg og unginn lafir úti. Vinkonan gleymir seint því sem þá hraut af vörum eins við langborðið krásum hlaðna eigum við ekki bara að skella honum á grillið !!! og uppsker hlátrasköll ferðafélaga sinna. Vinkonan fer baka í sitt tjald, vonsvikin með ótrúleg og sorgleg viðbrögð foreldra skemmdarvarganna.
Ekki varð svefnsamt á tjaldsvæðinu þessa nótt því að Kríurnar grétu alla nóttina. Þegar vinkonan talaði síðan við einhvern umsjónarmann daginn eftir og sagði frá skemmdarverkunum á varpinu var hann frekar áhugalaus! og sagði að þetta kæmi fyrir. Þegar vinkonan spurði þá hvort það þyrfti ekki að setja upp skilti sem bannaði að hreyfa við hreiðrum eða taka egg gaf hann lítið út á það og virtist ekki sjá mikla ástæðu til þess. Stórundarlegt.
Vinkonan var frekar miður sín eftir þessa skrítni upplifun á Snæfellsnesinu þegar heim var komið og mér finnst ég verða að taka undir með henni, hvernig verður fólk eiginlega svona firrt gagnvart náttúrunni en þykist samt vera að njóta hennar? Hvernig í ósköpunum er hægt að láta sér fátt um finnast þegar börnin manns eru að rústa eggjum og hreiðrum hjá fugli í varpi?
Fólk sem ekki ber meiri virðingu fyrir náttúrunni en þetta ætti nú bara að halda sig innan borgarmarkanna og skammast sín, allavegan að kenna börnunum sínum að svona gerir maður EKKI. Georg Pétur Sveinbjörnsson
10.07.2007 at 23:08 #593476ekki þarf lengur að skrá stöðina hjá Póst og fjarskiptastofnun, enda er ekki lengur greitt af stöðvunum gjald. Til þess að fá inn rásir þá þarf þú að vera félagi í einhverju félagi sem er með rásir. Ef þú er félagi í 4×4 þá færð þú inn margar rásir hjá radíoverkstæðum, en þarft að sýna félagsskýrteini. Ef þú er ekki félagi í neinu félagi færð þú einungis rás 45. Kv Ofsi
27.06.2007 at 11:45 #592938samkvæmt kortinu er ekki lokað inn í Hrafntinnusker um Pokahrygg en hinsvegar er lokað frá Laufafelli.
19.06.2007 at 20:15 #592132Sigurbjörn Hansson 4 fullornir
15.06.2007 at 13:35 #592090auðvita verður þetta notað næstu 12 mánuði og marg tuggið og smjattað á þessu, reyndar erum við þegar byrjaðir að taka forskot á montið. Þannig að þið verðið að búa við þetta í 12 mánuði og 1 viku.
Þetta gæti allt eins farið eins og þegar við Hynur ofl björguðum Lúther frá bráðum bana hérna um árið við kamarinn í Setrinu, og er það enn notað á hátíðarstundum eða þegar þarf að klóra fram gamlar frægðarsögur til þess að toppa einhverja aðra monthana og vindbelgi.
15.06.2007 at 12:57 #592086hjá Rottugenginu enda komnar 26 rottur
14.06.2007 at 23:06 #592520Ok Gísli sýsli fyrirgefðu, einsgott að vera spakur fyrst Sýsli er kominn á stjá. Hann gæti sent þyrlurnar af stað eins og félagi hans á Selfossi. 31 tomma jamm hljómar nú ekkert sérlega stór, maður ætti kannski að draga fram klippurnar og skella sér á alvöru 33 tommu. Þá væri maður nú til í hvað sem er. Maður gæti kannski skellt sér í skreppitúr til austurlanda í kaffi eða valmúaveislu.
-
AuthorReplies