Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.09.2007 at 21:10 #595876
Er að leigja vhf stöðvar af ferðaklúbbnum 4×4. en klúbburinn á einhverjar 10-15 stöðvar.
Þetta er nú dágóður sparnaður en reikna má að bílstöðvarnar kosti 5 x 39900. Þar sem það er ekki það langt á milli ykkar þá gæti þetta gengi frekar en að vera með bílstöðvar og auk þess gæti nú verðið að löng vhf loftnet þoli inna hristinginn allavega brýt ég eitt til tvö loftnet á ári. Kv OfsiPS einnig hefur verið hægt að leigja Irridíum af Símanum
01.09.2007 at 20:07 #595792BYLTING Í ÖRYGGISMÁLUM Á SJÓ OG HÁLENDI
Talsamband um GSM síma mun nást langt á haf út umhverfis landið og víðast hvar á hálendinu með tilkomu nýs langdrægs GSM farsímakerfis Vodafone. Alls verða settir upp um 40 langdrægir GSM sendar á næstu mánuðum og er undirbúningur verkefnisins á lokastigi. Búið er að velja staðsetningar fyrir flesta sendana um allt land og ráðgert er að uppbyggingu kerfisins ljúki á fyrstu mánuðum næsta árs.
( Langdræga kerfið er hrein viðbót við núverandi GSM kerfi og raunar bylting í öryggismálum fyrir marga sjófarendur og ferðalanga á hálendinu. Fólk getur einfaldlega notað GSM símann sinn miklu víðar en hingað til og þarf ekki að skipta um símtæki þegar farið er út á sjó eða upp á hálendi, )segir Árni Pétur Jónsson forstjóri Vodafone. Enginn aukakostnaður fellur á símnotandann við notkun á hinu nýja langdræga kerfi, því sama gjaldskrá mun gilda fyrir símtöl í langdræga GSM kerfinu og því hefðbundna.
Tilraunir með þennan langdræga búnað hafa gengið vel á sjó og landi. GSM samband hefur náðst allt að 100 kílómetra á haf út og nýtist því vel minni fiskibátum, skemmtibátum og kajakræðurum svo dæmi séu nefnd. Langdrægt farsímakerfi Vodafone gjörbyltir einnig fjarskiptum á hálendi Íslands því GSM samband mun nást á helstu fjallvegum landsins.
Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er á OMX Nordic Exhange á Íslandi. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp. GSM þjónusta Vodafone nær til 98% landsmanna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim.
Þessi frétt er á vefsíðu Vodafone. Kv Ofsi
26.08.2007 at 23:59 #595462Kalli minn það er landmissir af þér, ég þakka þér fyrir allar skemmtilegu ferðirnar
En vona að þú stiknir úr hita þarna í höfninni á Spáni þar sem þú ætlar á liggja í skútunni. Svo þú flýtir þér til baka á klakann. Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra svo maður missi sig ekki í eitthvert væl og pempíuskap, enda mega íslenskir karlmenn ekki gráta eða vera með eitthvert væl.
26.08.2007 at 22:20 #595452Ég þakka fyrir ábendinguna, maður á ekki að vera slá um sig með einhverju sem maður kann ekki, en samt hefði þetta verið flott ef enginn hefði fatta aulahátinn en fyrst Kalli 80% fattaði það þá föttuðu víst allir þetta.
PS en var það svo Dé-skotans eða hvernig var það aftur ???
26.08.2007 at 21:47 #595448ég er grænn í gegn. Ok en þá bara ef þú er banhungraður
26.08.2007 at 21:31 #595444Kalli minn, ég get sagt þér að það er gott að vera á Möðrudal og vorum við þar í viku á tjaldstæðinu hjá fjallabúanum honum Villa. Tjaldstæði hjá honum fær 5 stjörnur af 5 mögulegum. Sama má segja um annan aðbúnað á staðnum. Í heildina frábært.
Uss Kalli ekki drepa, farðu bara þangað í berjamó eða fjallagrös. Villi var búinn að lofa að bera á berin svo þau væru feit og flott þegar við höfuðborgarskríllinn kæmum úr borg óttans í sveitarsæluna. Góða ferð Kalli
25.08.2007 at 20:09 #595316Við komennti Einars, ekki var átt við að þessar raddir um reglu bákn kæmu frá félagsmönnum. Hinsvegar hefur maður heyrt utanað komandi aðila tala á þessum nótum og hafa það verið aðilar sem tengjast útivistarmálum og stofnunum sem hafa tekið svona til orða, en orð eru til alls fyrst og síðan getur eitt leitt af öðru, svo það er sjálfsagt að vera á varðbergi og taka svona umræðu innan okkar raða, svo við komum ekki alveg af fjöllum ef svona skoðanir verða háværari.
25.08.2007 at 19:44 #595370Nei ég eyddi út pistlinum enda nenni ég ekki að svar svona bulli
25.08.2007 at 14:48 #595412Ég er nú samála þér í því Hlynur að þetta hlýtur að teljast torfarinn leið að sumri milli jökla, en engu að síður er hugmyndin að leiðarvali spennandi. Ég hef reyndar aldrei farið þarna að sumri og aðeins einu sinni að vetri og var það hreinlega magnað og er þessi staður með þeim flottari í nágrenni við Reykjarvík.
PS á einhver gps staðsetningu hellisins
25.08.2007 at 13:35 #595408Það er vegur frá Tjaldafelli í átt að Slunkaríki, það er þó varla hægt að halda því fram að hann nái alla leið. einnig er vegur frá Slunkaríki niður á línuveginn og liggur hann meðal annars undir Stóra-Björnsfelli. einnig liggur rudd slóð frá Tjaldafelli inn að Vestari-Hagafellsjökli. Kv Ofsi
25.08.2007 at 10:52 #595358ég skil nú ekki alveg síðast póst, þ.a.s hver var að snúa hverju við ?
25.08.2007 at 08:53 #595286Ef svona kröfur fara að verða háværari, gæti það einmitt verið í okkar verkahring.
Því fáir vita betur en einmitt þú hversu vanmáttugt og vitlaust ríkisapparatið getur verið í málaflokkum sem varðar okkur. T,d ef ég bara minni þig á utanvegarmálin. Ég reikna með því að ef umhverfisnefnd 4×4 hefði verið löggæslumönnum til leiðbeininga hefði kannski ekki farið svona illa fyrir löggæslumönnum á Selfossi. Ég man heldur ekki betur en Björn Bjarnarsson hafi viljað fá leiðbeininga á þeim vettvangi.
25.08.2007 at 08:18 #595282Á einhverjum fundum hefur maður heyrt að menn hafi velt upp þeirri hugmynd, að hreinlega setja einhverjar reglur um hálendisferðir.
T,d var ein hugmyndin að þeir sem væru komnir á 38 tommu + væru með sérstök ökuskírteini og sérstakan útbúnað í jeppunum til fjallaferða. Og þeir einir mættu fara inn fyrir 400 metra hálendislínuna. Og ef þeir væru ekki með einhvern x búnað væru þeir hreinlega sektaðir og reknir til baka, þetta átti reyndar að eiga við að vetrarlagi.
Svo kemur alltaf upp þessi sígilda að menn eigi að vera tryggðir fyrir því að greiða fyrir leit. Það eru nú vangaveltur sem mér hefur aldrei hugnast og er það kannski eingöngu af því að mynnst er á tryggingarfélöginn sé mér hefur alltaf fundist hálfgerða glæpafélög, enda sannaðist það nokkuð á þau þegar stjórna sendi á þau fyrir spurn um utanvegarkaskó. En þá kom lítið af svörum, enda ekki hægt fyrir þau að svar, þegar málstaðurinn var jafn slæmur og raun bar vitni.
Hvað finnst mönnum um þessar hugmyndir sem stundum hafa komið fram. Þ.a.s að einhverjar reglur væru til sem gætu verið einsog ég set upp hér að neðan. Þegar farið er inn á hálendið frá 1 september 1 maí1 Jeppa 38 tommu plús eiga að vera með gps tæki, nmt og vhf. ( ásamt einhverju fleira hugsanlega )
2 Ökumenn þessara tækja eiga að vera búnir að sækja fjarskiptanámskeið og námskeið í rötun ( þ.a.s með einhverskonar jeppa ökuskírteini ).PS þetta eru ekki mínar hugmyndir en þetta eru hugmyndir sem maður heyrir stundum, og þá oftar þegar eitthvað hefur gerst á hálendinu.
25.08.2007 at 08:00 #595354Nokkuð merkilegar umræður sem hérna eiga sér stað. Hérna er B og L borið þungum sökum. Sama átti sér einnig stað fyrir nokkrum dögum þegar olíufélöginn voru borinn enn þyngir sökum. Þ.a.s á þau voru borinn bein lögbrot. Nú veltir maður því auðvita fyrir sér hvort svona umræða sé af hinu góða eður ey. Og hvort hún eigi heima á f4x4.is, því það eru margir félagsmenn sem ekki vilja sjá gagnrýni á fyrirtæki á f4x4.is. Ástæða fyrir því er margvísleg og meðal annars eru þessi sömu fyrirtæki oft styrktaraðilar ferðaklúbbsins 4×4 eða starfsmenn þess félagsmenn í klúbbnum. Ég er allavega einn af þeim sem hef verið því fylgjandi að á f4x4.is sé í það minnsta jafn mikið ritfrelsi og á hinum almenn blaðamarkaði. Og jafnvel viðmiði sé svipað og á þeim spjallvefum þar sem menn skrifa undir fullu nafni.
Í tengslum við þessar vangaveltur er ekki út vegi að benda á skoðunarkönnunina sem er í gangi á síðunni. En þar er allur megin þorri þeirra sem kjósa, á því að neytendamál sé eitt mikilvægasta málefni klúbbsins. Því er eðlilegt að líta svo á að félagsmenn líti fyrst og fremst á klúbbinn sem hagsmunaklúbb einsog lög klúbbsins segja jú til um.
Ef ég fjalla aftur sérstaklega um skrifin á vefnum og gagnrýni á einstök fyrirtæki. Þá verð ég að vera sammála því að svona skrif séu á f4x4.is, einfaldlega vegna þess að Ferðaklúbburinn 4×4 verður að gæta hagsmuna félagsmanna fram yfir einhverja aðra hagsmuni, og er þetta ein leið til þess.
23.08.2007 at 22:11 #595266Þá er pabbi þinn búin að feta í fótspor Guðmundar Jónassonar og Páls Arasonar.
En sá fyrrnefndi setti trukkinn sinn á syngjandi kaf þarna um 1950 eða þar um bil. Þegar þeir óku um Þjórsárver og síðan Illahraunsleiðina í Kerlingarfjöll. Eitthvað kommentuðu þeir um það að þessi leið væri ófær, það er einsog það sé að koma fram í dag.
23.08.2007 at 21:53 #595262Hjálparsveitin á spil og kannski kerti.
PS Lella og Þorgeir eiga fulla innkeyrslu af allavega bílum.
16.08.2007 at 12:15 #594704Það var nú ekki ætlunin að þreyta þig Gísli minn, enda áttir þú að lesa samantektina í pistli númer 2. Hlynur gat bara ekki beðið eftir samantektinni. En engu af síður tel ég að þessi pistill lýsi vel sögu jeppamanna í gegnum togaraöldina og ætti pistilinn eiginlega að geymast sem sögulegt gagn um jeppaferðir til forna. Ps fyrst minnst er á Skúla, þá vill svo til að ég lærði eina ræðuna hans. Reyndar eftir að aðrir höfðu dottað. En ég læt því ræðuna flakka. Bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla ég þakka hljóðið Skúli H.
Var gerður góður rómur að ræðunni eftir að menn vöknuðu og vorum við flestir samála Skúla í þessu mikilvæga máli.
15.08.2007 at 21:52 #594696Samantekt að ofangreindu. Nokkuð ljóst að ég var jaxl strax við fæðingu og þótti mér þetta togaralíf hið mest amlóðastarf. Einnig er ljóst að ekki einustu hörðustu jöxlum er vært á tjaldstæðinu á Akureyri. Sérstaklega þegar einhverjir trússarar á Gullfoss-Geysi hringja stöðugt og þykjast ætla í alvöru jeppaferð í Álkuskála og enda svo á tjaldstæðinu í Laugardal. Fram með ferilinn Hlynur og sýndu okkur leiðina í Laugardalinn ljúfa eða húsdýragarðinn eða hvar sem þú varst.
PS hér er verið að reyna að kenna ykkur grundvallaratriðin í jeppamennsku og þið fattið það bara ekki, þó það sé augljóst
13.08.2007 at 18:31 #590794Ég þakka ykkur aðstoðina Sissi og Þorsteinn. Ég verð í sambandi við þig Sissi.
Það sem vantar aðstoð við í augnablikinu er að koma inn myndum af svæðisskipunni og myndum af teiknuðum MapSource ferlum. Þeir skipta reyndar einhverjum hundruðum, það væri gott ef einhver vildi aðstoða við það..
Einnig vill ég nota tækifærið og þakka Lárus Rafni Halldórssyni fyrir stórt ferlasafn af austfjörðum sem barst okkur í gær. Einnig Sigurbirni Arngrímssyni fyrir flotta ferla frá vestfjörðum. Einnig eru félagsmenn í vélhjólaklúbbnum VÍK duglegir og er alltaf eitthvað að berast frá þeim og sérstaklega frá Kristjáni Arnóri Grétarssyni. Deildir klúbbsins eru ekki alveg vaknaðar en eyjafjarðardeild er búin að fara vel í gegnum sitt hálendissvæði.
A 299 leiðir Reykjarvík og nágrenni
B 148 leiðir Borgarfjörður og sunnan við Langjökul
C 128 leiðir Snæfellsnes, Mýrar og Dalir
D 83 leiðir Vestfirðir
E 82 leiðir Húnavatnssýslur
F 88 leiðir Skagafjörður
G 190 leiðir Eyjafjarðarsvæðið og Ódáðahraun
H 91 leiðir Húsavíkursvæðið
I 94 leiðir Norðausturland
J 75 leiðir Búaröræfi
K 93 leiðir Austfirðir
L 37 leiðir Skaftafellssýslur
M 197 leiðir Fjallabakssvæðið
N 114 leiðir Jökulheimar og Breiðbakssvæðið
O 200 leiðir Sprengisandur og suður af Setrinu
Samtals 1919 leiðir
13.08.2007 at 11:30 #590788Mannskap vantar
Í ferlunarvinnu ( mælingarvinnu ) fyrir LMÍ og Ferðaklúbbinn 4×4.
Upplýsingar í síma 6997477 hjá Jóni Snæland
-
AuthorReplies