Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2007 at 20:58 #599472
Eiginlega fannst mér rétt að birta listann, eftir umræðurnar á liðnu ári. Að sjá einhverja tölur á pappír er einhverveginn einsog að horfa á hörmungar í afríku í sjónvarpinu og það nær ekki til þín, einsog þegar það er upplifað á staðnum.
Þeir sem eru á listunum tveim hafa ekkert að fela enda ekki í þeirra valdi hvernig þeir eru skráðir einsog kemur fram í pistli Tryggva. Og tilviljum ein virðist ráð skráningum yfir höfuð. Þar sem algjör óöld virðist ráða á þessum markaði væri hreinlega eðlilegt að reikningur klúbbsins væri feldur niður
09.10.2007 at 20:41 #599468Tilgangurinn er að sýna fram á að listinn sé ónothæfur ef ferðaklúbbnum dytti það í hug að rukka tíðnigjöld sjálfum. Póst og fjarskiptastofnun barði sé á brjóst og sagði að það væru 1064 á listanum og við gætum rukkað þessa aðila um tíðnigjöld. Þegar listinn er skoðaður nánar sést að sum nöfnin koma oft fyrir t,d Ferðaklúbburinn 4×4 sjálfur.
Einnig eru sumir aðilar á báðum listunum t,d fyrirtæki þeirra á öðrum og þeir persónulega á hinum. Til eru fleiri listar t,d listar frá þeim aðilum sem setja rásirnar í talstöðvar og það rata greinilega ekki notendur á lista Póst og Fjarskiptastofnunar. Mér finnst svo eðlilegt að félagsmenn sjá sjálfir hvernig málum er háttað enda getur málið ekki verið viðkvæmt nema fyrir þá aðila sem áttu að halda utanum eftirlit á fjarskiptamarkaði.
09.10.2007 at 20:11 #599462Eitt skulu menn hafa í huga, við lestur þessa lista. Að birting þeirra er ekki beint gegn neinum af þessum aðilum. Heldur til þess að sýna félagsmönnum fram á hvað stjórnin fékk í vöggugjöf frá Póst og fjarskiptastofnun. Hand ónýtt eftirlit, einsog þessir listar sanna. Þarna vantar fjölmarga á lista Póst og fjarskiptastofnunar og meðal annars hann Tryggva okkar í stjórninni en hann hefur reynt að komast á þennan vinsældarlista Póst og fjar en fékk ekki inngöngu þrátt fyrir góða viðleitni til þess.
08.10.2007 at 18:30 #597062Hvernig er með skagfirsku sauða og miðju þjófanna, eru þeir ekki enn búnir að redda bílstjóra á rútuna. Eða finnst enginn templari í Skagafirði. Þeir gætu þó komið ríðandi enda frægir hestamenn.
PS þetta minnir mig á hann Ólaf Ketilsson rútubílstjóra, best að láta hana flakka enda kannski ekki allir búnir að heyra þessa.( Ólafur Ketilsson var með sérleyfisferðir milli Reykjarvíkur og Laugarvatns. Eitt sinn kom par inn í rútuna hjá honum á Laugarvatni og settist það á aftasta bekk. Fljótlega tók Ólafur eftir því í speglinum hjá sé að parið fór að gerast ástleitið hvort við annað þarna á aftasta bekk, æstust leikar síðan all hratt á bekknum. Og gengu þau allaleið í ástaratlotunum. Þegar Ólafur var kominn til Reykjarvíkur gekk parið til hans og vildi gera upp fargjaldið. En Ólafur vildi enga peninga og svaraði parinu: Þið greiðið ekkert fargjald, fyrst þið komuð ríðandi í bæinn. )
08.10.2007 at 07:00 #598894Á lista Póst og fjar eru 1064 skráðir með rásir klúbbsins. Af þeim eru 705 í félaginu.
Talið að það séu 15000 vhf stöðvar í landinu samkvæmt óáræðanlegum heimildum.
Dagur minn þú er á miklum villigötum að segja að það skipti ekki máli hvort notendur greiði í gegnum klúbbinn eða beint. Þykir þér í lagi að Póst og fjar ákveði félagsgjöldin, eigum við kannski næst að rukka fyrir RUV og skella því inn í félagsgjöldin. Það væri í raun jafn fáránlegt
06.10.2007 at 23:48 #598566Tetra er það sem býðst í dag og vitum við of lítið hvað framtíðin ber í skauti sér almenn í fjarskiptamálum. Þess vegna er það nú eðlilegt að ræða þessi mál fá öllum hliðum.
Af því sem fram hefur komið er greinilegt að CDMA er enginn töfralausn frekar en önnur fjarskiptakerfi. Staðan er þannig að NMT er að detta út og trúi ég orðum Olgeirs þegar hann telur að nmt hafi daprast að undanförnu, enda erfitt að trúa því að Síminn sé að dubba mikið upp á gamalt kerfi sem þess utan er að detta út. Einnig mætti hafa það í huga að Síminn er ekki einusinni að gera neitt í gsm endurvarpamálum. ( fjarskiptasjóður ).
Ef hlutirnir fara hinsvegar þannig að við verðum sátt við Tetra sem talstöðvarkerfi og CDMA sem símakerfi og það verði framtíðartólin. Þá er það stóra spurningin hvað gerum við, við vhf kerfið. Er hugsanlega að það breytist í það að verða eingöngu notað á milli jeppa og endurvarparnir verði teknir niður. Það væri fróðlegt að heyra frá Landsbjargarmönnum hvað þeir hyggist gera í sínum vhf málum. Og hvort vhf kerfi þeirra sé í einhverskonar biðstöðu.PS Olgeir vhf virkaði allavega vel í göngunum síðast, ég heyrði vel í þér inn fyrir Versali þegar þí varst einhverstaðar á Landmannaafrétti með einhverja slyddara í vandræðum. Kv Ofsi
06.10.2007 at 23:24 #598818Ferlarnir komnir í pósthólfið til þín, láttu bara vita er það vantar fleira. Kv ferlakarlarnir.
04.10.2007 at 00:59 #598500Þetta er ekki rétt hjá þér Einar, til stendur að bæta við Tetra endurvarpa á Vaðöldu og ætti þá sambandi að batna norðan við Vatnajökul og ætti Fjórðungsaldan og Vaðalda að fara langt með dekkun.
02.10.2007 at 23:19 #598470Já hann er virkur.
02.10.2007 at 22:35 #598460Tökum smá dæmi um hvað gæti gerst ef slys ber að höndum. Ef slys verður á miðhálendinu, þá er mun meiri líkur á því að félagsmenn í 4×4 séu nærri en aðrir, einfaldlega vegna fjölda þeirra. Ef neyðarlínan kemst í samband við ferðahóp 4×4 fólks sem vill fara á slysstað. Þá eru mikil möguleikar á því að þeir þekki góða leið á slysstað. Þegar hópurinn er kominn á slysstað er hugsanlegt að hópurinn geti greint frá aðstæðum. Og fyrir hvað er þörf á staðnum. Einnig er hugsanlegt að björgunarsveitir gætu nýtt sér hjólför 4×4 hópsins. Í þessu dæmi er ég ekki að hugsa um minniháttar vandræði þar sem einhver einmanna jeppi er fastur og þarf spotta. Einnig ættu björgunarsveitamenn að hafa hugfast hverjir eru í ferðaklúbbnum 4×4. Þar eru læknar, hjúkrunarfólk, björgunarsveitarmenn, lögreglumenn, og fjöldinn allur af atvinnu fjallamönnum svo það eru miklar líkur á því að einhverf fagfólk sé í hverjum jeppahóp.
Svo skil ég bara ekki hvað það skiptir máli þó svo að jeppinn sé ferilvaktaður niður á neyðarlínu. Ég held að það sé bara öryggisatrið, hinsvegar myndir ég ekki kæra mig um slíkt á fjölskyldubílnum en í jeppamennsku þá finnst mér bara önnur gildi í gangi. Það eru klárlega fleiri jákvæðir þætti í þessu en neikvæðir.
Ps svo þetta klárlega hækkun á dótastuðlinum og gefur ástæðu fyrir nýtt loftnet og enn eitt gatið í þakið he he.
01.10.2007 at 19:00 #598304Þessi hugmynd þín Dagur er góð en þar sem stóra Setrið er að koma út þá sé ég ekki að það sé tími til þess að sýsla með félagatalið að þessu sinni. Ef það er sett á vefinn þá gefst mönnum kostur á því að gera athugasemdir við það sem er rangt ritað í félagatalinu og væri hægt að stofna sérstakan þráð sem myndir einfaldlega heita Félagatal.
30.09.2007 at 16:32 #597246Er hann ekki rétt hjá Skúmstunguheiði
30.09.2007 at 12:15 #598172Önnur slæm hugmynd.
Þar sem Póst og fjarskiptastofnun er látið fyrir bæri. Legg ég til að stöðin þurfi að vera samþykkt að Ferðaklúbbnum 4×4
30.09.2007 at 11:53 #598168Ég er að viðurkenna að ég skil ekki þörfina fyrir þessa athugasemd. Því það liggur í hlutarins eðli að þeir sem forrita tíðnir í talstöðvar eigi ekki að forrita í aðrar en löglegar stöðvar myndir ég ætla. Svo er hin hliðin sem ég skil ekki alveg til hver er verið að blanda inn í málið stofnun sem hefur ekki sinnt skildum sínum í áraraðir. Og sem er löngu kominn tími til þess að leggja niður í núverandi mynd. Ég velti því t,d fyrir mé af hverju fyrirtæki í þessari talstöðvarþjónustu þurfa að senda P og F skýrslur á sama tíma og þeim einum sem koma málin við í raun og veru fá ekki afrit samanber Landsbjörg og 4×4.
1. gr
Fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4 má hver sá nota sem er gildur félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4. Veitir þetta afnotarétt og rétt til að forrita tíðnir klúbbsins inn í talstöðvar sem eru VIÐURKENNDAR AF PÓST OG FJARSKIPTASTOFNUN OG í eigu og notkun félagsmannsins.
30.09.2007 at 08:20 #597850Þessa auglýsingu má sjá í smáauglýsingunum. Og sýnir tvöfeldni Skúla, þarna er Skúli ekki einungis tvöfaldur í roðinu heldur er hann svo ósvífinn að hafa hakkað sig inn á aðgang fyrrverandi formanns, til þess að fela slóð sína. Skúli er sem sé kominn óvar út úr skápnum, þó ekki eins fljótt og hann vildi sjálfur og ekki með þeim hætt sem hann vildi.
Skúli hefur nefnilega lent í því ítrekað að á öllum stöðum sem hann hefur komið á, á sumarferðum sínum á Landrover að þá er það Yaris fyrir á stæðinu fyrir framan einhvern skálann.YARIS ÓSKAST, Bílar
Benedikt Magnússon, 30. September 2007 – 01:16
Óska eftir Toyotu Yaris, helst fjórhjóladrifnum en það er þó ekki skilyrði.
Skúli Haukur Skúlason s: 8942920
30.09.2007 at 08:00 #597848Og margt gott sem hér hefur komið fram. Benni kemur hérna með ýmsa punkta sem kannski eru þeir mikilvægustu. Þ.a.s þjónusta við félagsmenn og hraðinn á vefnum.
Við núverandi aðstæður er vefurinn kominn að þolmörkum bæði hvað varðar hraða og auglýsingar umfang. Sennilega væri ekkert mál að flokka auglýsinga með þeim hætti að allir gætu auglýst nákvæmlega það sem hugurinn girnist hverju sinni. Þá þarf tvennt til.
Annars vega hraðvirkari vef og hinsvegar flokkun á auglýsingunum. En er vilji til þess að fara út í nýsmíði á vefnum eða hefur vefnefndin áhuga á því að dubba upp á auglýsingarflokkanna. Það er spurningin.
Hvað flokkun auglýsinga varðar þá væri hugsanlegt að flokka þær með þeim hætti að einungis ferða og jeppatengt efni birtist á forsíðu. Með því móti gæti meirihlutinn verð sáttur. Markmiðið með auglýsingunum var að hér yrði mest auglýsingarflóra útivistarmann og virðist það vera að verða raunin, en fólksbíla auglýsingar og búsárhöld trufla þá ímynd. Síðan er það stóra málið hvort eigi að fara að huga að endurnýjun vefsins eða hvort það eigi að láta eitthvað annað njóta forgangs. T,d skálamál eða önnur hagsmunarmál klúbbsins. Reynda er það orðið þannig að hjartað í klúbbnum er f4x4.is og
Flest snýst í kringum vefinn. Sennilega er það vefurinn sem skapar mest endurnýjun félagsmanna að öllu öðru ólöstuðu, þaðan koma líka flesta hugmyndirnar. Vefurinn er einnig tæki stjórnar og nefnda til þess að koma upplýsingum á framfæri. Þ.a.s allt snýst orðið í kringum f4x4.is.
30.09.2007 at 07:32 #598240Ég get tekið að mér að útskýra Árbúðamálið. Fyrir nokkrum mánuðum fékk stjórn póst frá fyrirtæki sem heitir Gljásteinn. Í póstinum frá Gljásteini kom fram að fyrirtækið hefði leigt Árbúðir, Gíslaskála og Fremstaver af Bláskógarbygg, og óskuðu Gljásteinsmenn eftir góðu samstarfi við 4×4 og vildu meðal annars fá auglýsingu á f4x4.is.
Þótti okkur í stjórninni þetta sérkennilegt í ljósi þess að ferðaklúbburinn 4×4 var með afnota samning við Bláskógarbyggð um Árbúðir, sem var í gildi fram til vorsins 2008. Þ.a.s í gildi í vetur. Á sama tíma var Gljásteinn kominn á fullt í uppbyggingar á skálunum og var meðal annars verið að setja ljósavél í Gíslaskála og sama átti að gerast í Árbúðum.
Við höfðum samband við báða þessa aðila vegna málsins og sögðust Gljásteinsmenn hafa bent sveitarstjórninni á það að þeir þyrftu að ganga fá málunum við 4×4. Enda þekktu Gljásteinsmenn vel til skipan mála, þar sem einn eigandinn hafði verið tengiliður við Árbúðanefnd árum saman. Þegar haft var samband við sveitarstjórnina þóttust allir koma af fjöllum og var viðkvæðið ( ekki bend á mig ). Vildum við nú fá einhver svör eða samkomulag og stungum upp á því við Gljástein að hægt væri að gera okkur tilboð um sérstaka afslætti í öllum skálunum eða vissar fríar helga í vetur, einnig var stungið upp á því við Bláskógarbyggð að fá hjá þeim annan skála sem var sérstaklega nefndur til sögunar í því sambandi. Hvorugur þessara aðila hafði kjark til þess að svar erindum 4×4, enda voru þeir sennilega með búnir að naga handabökin upp að öxl vegna bullsins sem þeir voru í. Áttum við því ekki margra kosta völ, hugsanlega var hægt að krefjast þess að staðið væri við samningin, sem hefði þítt enn eitt árið sem ferðaklúbburinn hefði greitt niður gistigjald í skálanum en klúbburinn hefur greitt með skálanum árum saman.
Var að lokum tekin sú ákvörðun að segja okkur frá skálanum enda virtist áhuginn lítill á málinu.Nýidalur
Fyrst umræða um skálamál er kominn af stað, er ekki úr vegi að fjalla aðeins um fleiri skálamál sem hafa verið í pípunum. En Nýidalur hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Og hefur lítið gerst þar. Þó hefur skálinn verið skoðaður af byggingarstjóra FÍ.
Og kom í ljós að skálinn er lélegri en menn áttu kannski von á, en burðarvirkið er einnig fúið. Svo það dugir ekki einungis að klæða skálann. Heldur þarf meira til. Því er þetta mál í salti nema menn hafi einhverjar hugmyndir en FÍ er opið fyrir öllum hugmyndum varðandi skálann.Setrið.
Af Setrinu er það að frétta að ekki verður farið út í sökkulbyggingu á þessu ári, en á árinu 2008 verður að fara út í það að byggja sökkla ef félagið vill fá að halda í byggingarréttinn. Á þessu er auðvita ýmsar skoðanir og hafa sumir bent á að nauðsinlegt sé að stækka í ljósi þess að í framtíðinni verði mikil fjölgun ferðafólks á svæðinu og meðal annars með væntanlegri stækkun friðlandsin í Þjórsárverum, en Setrið kemur til með að lenda inn í friðlandinu. Þeir sem hafa verið andsnúnir þessari stækkun hafa bent á það að með stækkun þurfi fleira til. T,d getur stækkun kallað á frekari þenslu og verður þá að skipta út ljósavélinni því hún er hvort eð er kominn að þolmörkum. Einnig fer eldhúsið að verða þröngt með fleiri gesti. Þannig að það eru ýmsar hliðar á þessu máli.
Og má bæta við að sumir segja að það sé frekar kominn tími til þess að taka eldhúsið í gegn og svo séu aðeins ein til tvær ferðir á ári sem skálinn fyllist.Sakálamál almennt.
Mín persónulega skoðun á skálamálum, er sú að ef klúbburinn vill leggja áherslu á skálamál, þá eigi klúbburinn frekar að leita eftir þeim kosti að byggja upp minni skála. Á öðrum stað, og þá á eigin vegum en ekki í samkrulli með öðrum því svona stórt félag ætti að hafa bolmagn til þess. Þessi hugmynd eikur ferða flóruna og verður kannski til þess að sumir átta sig á því að allar leiðir liggja ekki til Setursins. Þetta hafa FÍ og Útivist gert og má t.d benda á að Útivist er núna að byggja upp Dalakofann. Nóg að sinni.
29.09.2007 at 17:14 #598142Tryggvi að geta lesið reglurnar á vefnum hrós hrós
24.09.2007 at 00:35 #596030Hæ stjórnin var einmitt að funda með skálanefnd í kvöld og kom fram að kapparnir ætla í vinnuferð næstu helgi. Ýmislegt var rætt á fundinum með nefndinni og meðal annars hvort fara eigi út í þar að byggja sökkla undir stækkun á Setrinu til þess að tapa ekki byggingarleyfinu fyrir stækkun. En ekki er komin endanleg niðurstaða í málið. Þar sem mönnum sýnist sitt hvað í stækkunarmálum. Stækkun gæti haft í för með sér viðtækari stækkanir, t,d þyrfti sennilega að skipta um ljósavél sem annaði rafmagnsþörfinni. En allavega er ljóst að við megum ekki tapa stækkunarheimildinni. Einnig var fjallað um skil á skálagjöldum og sýnis mönnum lítið samræmi var milli olíunotkunar og greiddum skálagjöldum svo ljóst er að innheimtuaðferðirnar eru ekki að virka sem skildi.
23.09.2007 at 08:39 #597578Veðrið í Setrinu.
Vindur 28-30 m/s
Mínus 4 gráður
snjódýpt 30 m/m
-
AuthorReplies