Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.11.2007 at 20:25 #603272
Fyrirspyrjandi (Siv Friðleifsdóttir) (F):
Virðulegur forseti. Ég spyr hvort bráðlega sé að vænta niðurstöðu verkefnis sem felur í sér kortlagningu vega og slóða á hálendinu. Í dag ríkir hálfgert villtavestursástand á hálendinu varðandi það hvaða vegir eru merktir og hverjir ekki. Vegagerðin er veghaldari fyrir númeraða vegi en sveitarfélögin eða orkufyrirtækin fyrir svokallaða almenna vegi. Síðan er fjöldinn allur af vegum og slóðum munaðarlaus þar sem enginn er veghaldari og þeir eru því ekki merktir almennilega. Menn vita ekki hvort þeir eru að keyra utan vegar eða ekki ef keyrt er á þessum vegum og slóðum og eyða þarf þeirri réttaróvissu.Árið 2004 setti sú er hér stendur af stað starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skyldu teljast til vega. Markmiðið var að fá fram tillögu sem yrði síðan grundvöllur fyrir samráði við sveitarfélög og önnur hagsmunasamtök til að komast að niðurstöðu um hvað teljist vegur og hvað slóði og hvar ekki skuli keyra. Þessu verkefni átti að ljúka tveimur árum að mig minnir en því er ekki lokið.
Ég hef verið í talsverðum samskiptum bæði við Vélhjólaíþróttaklúbbinn (VÍK), og ég nefni þar Jakob Þór Guðbergsson sem er formaður umhverfisnefndar hans, og Ferðaklúbbinn 4×4, en þar er Jón G. Snæland líklega sá einstaklingur sem þekkir slóða hvað best á Íslandi á hálendinu og er kallaður slóðríkur í þeim hópi, hann veit um alla slóða. Þessir aðilar eru sammála um það, þeir sem eru innan VÍK og 4×4, að klára verði þetta verkefni sem fyrst til að allir séu með það skýrt hvar má aka og hvar ekki. Við viljum öll hafa þetta skýrt af því að við viljum ekki hafa þetta mál í ólestri og alls ekki þessir aðilar.
Landmælingar Íslands og Ferðaklúbburinn 4×4 hafa verið að vinna við það verkefni að skilgreina þessa vegi og slóða og það hefur gengið þokkalega en þó skilst mér samkvæmt mínum upplýsingum að hægt væri að setja miklu meiri kraft í það verkefni, það þurfi bara að auka afköstin. Mér skilst að jafnvel væri hægt að flýta verkefninu um helming og klára það á einu til tveimur árum ef Ferðaklúbburinn 4×4 framkvæmdi mælingarnar sjálfur. Þá yrði að fara eftir viðmiðum Landmælinga, þ.e. að keyra undir 40 km hraða og mæla á tveggja sekúndna fresti til að það yrði nógu marktækt. Ég vil því nýta tækifærið, virðulegi forseti, og spyrja hæstv. umhverfisráðherra: Kemur til greina að auka afköstin í ljósi þess að þetta er svo mikilvægt út af öryggismálum, ferðamannamálum, beitarmálum og ekki minnst út af utanvegaakstri.
Næsta ræða
Fyrri ræða
Bráðabirgðaútgáfa. [14:19] umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):
Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur fyrir fyrirspurnina. Hún er eins og heyra má nokkuð vel inni í þessum málum, en eins og fram hefur komið hafa Landmælingar Íslands unnið að því í samvinnu við Vegagerð ríkisins í þó nokkur ár að kortleggja vegarslóða í landinu. Þetta er auðvitað gríðarlega stórt verkefni en vinnunni hefur miðað nokkuð vel áfram. Í upphafi þessa árs höfðu um 22 þúsund kílómetrar verið mældir og settir inn á landupplýsingakerfi stofnunarinnar og ég hygg að núna í nóvembermánuði séu kílómetrarnir orðnir 25 þúsund, ég vona að ég fari rétt með það.Landmælingar Íslands gerðu fyrr á þessu ári samning við Ferðaklúbbinn 4×4 um að GPS-mæla fleiri slóða og fá aðgang að gögnum sem félagar ferðaklúbbsins höfðu aflað í gegnum tíðina. Þar með bættust við 4 þúsund kílómetrar í þennan gagnagrunn. Nú er svo komið að vegslóðar á hálendinu og Suðvesturlandi hafa nánast allir verið kortlagðir. Aðrir hlutar landsins eru langt komnir og talið er að enn eigi eftir að kortleggja einhver þúsund kílómetra til viðbótar.
Eins og fram hefur komið er kortlagning forsenda þess að hægt verði með markvissum hætti að taka á því alvarlega vandamáli sem utanvegaakstur er. Þeir slóðar sem nú hafa verið kortlagðir verða flokkaðir og skilgreindir og ákvörðun tekin um hverjum á að loka fyrir umferð og hverjir geta verið opnir tímabundið eða eftir atvikum eins og færð um þá leyfir. Þessi vinna þarf að fara fram í samráði við heimamenn með hliðsjón af landnýtingu svæðisins, náttúruvernd og útivist. Miðhálendið er það svæði sem við viljum einblína á og ljúka fyrst vinnu við. Það þarf að gefa út kort og fræða almenning um hvaða vegir séu opnir og hverjir ekki og merkja þá skilmerkilega. Fulltrúar ráðuneytisins munu funda með hlutaðeigandi sveitarfélögum á næstunni og gert er ráð fyrir að sú yfirferð sem nú er fyrirhuguð nái til markalínu miðhálendisins en aðrir landshlutar fylgi svo í kjölfarið. Með þessu móti og hugsanlega með lagabreytingum er vonast til að hægt verði að draga úr lagalegri óvissu um það hvað teljist utanvegaakstur og loka slóðum sem eru taldir óþarfir þannig að þeir hverfi smám saman. Tilgangurinn er sem sagt að fækka slóðum og styrkja úrræði gegn utanvegaakstri.
Hins vegar er rétt að árétta að allur akstur utan vega er bannaður samkvæmt lögum. Á því leikur ekki vafi. Óvissan er hins vegar um það hvað sé vegur og hvað sé ekki vegur, hvað sé slóði og hvað sé ekki slóði. Akstur manna á slóðum utan almennra vega er á þeirra eigin ábyrgð. Slóðar geta orðið til vegna utanvegaaksturs eins farartækis og þótt ekki sé til heildstætt kort yfir flokkaða vegi enn þá þýðir það ekki að heimilt sé að aka eftir slóðum eða hjólförum utan skilgreindra vega þar til kortlagningunni er lokið. Hugsanleg lokun slóða í framtíðinni með merkingum þýðir heldur ekki að aðrir ómerktir slóðar séu leyfilegir til aksturs. Tilgangur vinnunnar fram undan er að eyða vafa um hvar sé heimilt að aka og hvar vegir í náttúru landsins liggja og að vafaatriðin verði túlkuð náttúrunni í hag.
Utanvegaakstur getur skilið eftir sig langvarandi lýti, ekki síst á viðkvæmum svæðum á hálendinu, og eyða þarf allri óvissu í þeim efnum og að því búnu að taka með viðeigandi hætti á þeim brotum sem utanvegaaksturinn er. Einnig má nefna í þessu sambandi að skoði maður töflur yfir fjölda ökutækja hér á landi, og þá er ég að tala um ökutæki af öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum léttum torfæruhjólum og upp í risastóra jeppa, þá hefur ökutækjum á Íslandi fjölgað gífurlega á undanförnum áratug. Það er m.a. við þann vanda að etja að um leið og við getum glaðst yfir því að fleiri hafi aðgang og geti ferðast um landið þýðir það líka að tækin, að vélarnar í þessum tækjum eru svo sterkar og kraftmiklar að menn komast kannski á slóðir sem var mjög vandasamt að komast á fyrir 15, 20, 30 árum. Við eigum líka við þennan vanda að etja, en ég hygg að á næstu 1-2 árum, á næstu tveimur árum held ég að væri raunsætt að segja, ættum við að geta lokið þessari vinnu.
Bráðabirgðaútgáfa. [14:24] Fyrirspyrjandi (Siv Friðleifsdóttir) (F):
Virðulegur forseti. Það er tilfinning mín að þegar farið var í það að kortleggja vegi og slóða hafi menn séð, og það er líka sú tilfinning sem menn eins og Jón G. Snæland hafa, en hann er sá sem hefur kannski haft mesta forustuna um þetta hjá Ferðaklúbbnum 4×4, að þetta er stærra verkefni en þeir ætluðu í fyrstu þegar vinnan hófst við að fara skipulega yfir svæði fyrir svæði, því að það eru svo margir slóðar á hverju svæði.Það er mjög mikilvægt að spýta í lófana til að klára málið og miðað við tölur kostar þetta ekki mikið. Ég rýndi í tölur fyrir ekki löngu síðan og þá var áætlað að það kostaði um 9 millj. kr. að klára 4 þúsund kílómetra. Mér heyrðist hæstv. ráðherra segja að 1.000 kílómetrar séu ókortlagðir. Ef það er rétt þá er það kostnaður upp á 2-3 milljónir, það er ekki mikill kostnaður. Það er afar brýnt að setja meiri kraft í þetta og klára málið vegna þess að þótt búið sé að kortleggja vegi og slóða þá er björninn ekki unninn af því að þá á eftir að hafa samráð við sveitarfélögin og ræða við þau og aðra hagsmunaaðila, ræða við klúbba eins 4×4, VÍK og fleiri um það hvað á að vera opið, hvað á að vera lokið, hvenær á að vera opið hér og hvenær lokað þar o.s.frv. Það er mjög þungt ferli, við þekkjum það.
Væntanlega þarf síðan að auglýsa vegina og slóðana sem skipulagstillögur, gefa mönnum kost á athugasemdum o.s.frv. og fara með þetta í skipulagsferli eins og í skipulagsmálum hjá sveitarfélögunum. Þetta er heilmikið ferli og þess vegna verður að fara að ljúka við kortlagninguna. Mál hafa verið að falla fyrir dómi af því að lögin eru ekki nógu skýr, þ.e. af því að ekki er nógu skýrt hvað er vegur og hvað er slóði. Ég tek undir að við eigum auðvitað að andmæla því eins og við mögulega getum að fólk keyri utan vega en þá verðum við líka að hafa það skýrt hvað er vegur, hvað er slóði og hvað ekki.
Bráðabirgðaútgáfa. [14:26] umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):
Hæstv. forseti. Já, þar liggur efinn eins og niðurstöður héraðsdóma hafa sýnt. Þegar kortlagningu er áfátt og um marga slóða er að ræða þá er eins og hin algilda regla að utanvegaakstur er bannaður með lögum víki til hliðar, svo einkennilegt sem það er. En það er líka rétt hjá hv. þingmanni að þetta er stórt verkefni og flókið og það hefur stækkað á leiðinni, ef þannig má að orði komast. Ekkert af þessu verður gert nema í samvinnu við sveitarfélög og landeigendur og aðra sem hlut eiga að máli en ég vænti þess að þeir sem bera ábyrgð, eiga lönd eða eru stjórnendur sveitarfélaga eða aðrir sem þurfa að taka þátt í að koma þessu máli á koppinn séu allir af vilja gerðir, af því að það eru mjög ríkir hagsmunir fyrir okkur öll að kippa þessu í liðinn og koma í veg fyrir utanvegaakstur. Þá skiptir ekki máli hvað sveitarfélagið heitir, þetta eru almannahagsmunir, hagsmunir okkar allra og náttúrunnar.
12.11.2007 at 21:11 #603006ég hélt að maðurinn væri staddur í brjáluðu veðri inni á miðjum Sprengisandi og þyrftir að redda sér með því sem væri við hendina he he
12.11.2007 at 19:18 #603002það þarf ekki topp, fáður þér stórt skrúfjárn og hamar, og sláðu á kantinn á rónum. Rærnar eru það deigar að það er ekkert mál að losa rærnar með þeim hætti. Og síðan notar þú sömu aðferð við að herða.
09.11.2007 at 21:18 #602548Það er auðvita ýmislegt í þessu hjá þér Logi, en ég er ekki einn af þeim sem fer endilega yfir lækinn til þess að sækja vatnið. Og hef farið um umrætt svæði, þó aðalega að vetri til.
En orkugræðgin er orðin þvílík og græðgi íslendinga yfir höfuð. Að það er greinilegt að einhverju verður að fórna ef græðgin á að ráða ferð. Og af tveim slæmum kostum, þá vel ég hálendið fram yfir nágrenni Reykjarvíkur. Það liggur mér einfaldlega nær hjarta. En auðvita er þetta svona einsog að velja á milli þess að fá eyðni eða krabbamein. Ef nota á líkindamál. Við vitum það að orkufyrirtæki sækja það stýft af fá að rótast í mörgum viðkvæmum svæðum. Svo sem Hagavatnssvæðinu, Torfajökul, Hólmsá, Kerlingarfjöll, Hágöngur, Skjálfandafljót, Eystri og Vestari jökulsár. Og fleira og fleira.
Það að fara í alvarlega nafnaskoðun á því hvert við stefnum, það er jú eitthvað sem ýmsir þykjast vera að gera, sýnt og heilagt. Kannski er komin tími til þess að þingheimur fari að hlusta á hjartslátt þjóðarinnar en það virðist vera komið að þolmörkum þolinmæðinnar og alveg klárlega hvað varðar vatnsaflsvirkjanir á hálendinu.
09.11.2007 at 15:31 #602544Það er hægt að líta á þetta frá fleiri sjónarhornum. Ég allavega fagna virkjunaráformum á Reykjarnesi frá ystu tá austur fyrir Helgilsvæðið. Af hverju geri ég það, jú við því er einfalt svar. Ég met meiri hagsmuni fyrir minni. Ég er hreinlega guðs lifandi feginn að virkjað sé á IÐNAÐARSVÆÐINU Reykjarnesi, frekar en Landsvirkjun eða aðrir fari og rústi því sem t,d eftir er á Sprengisandi eða á öðrum hálendissvæðum.
Reykjarnesi er orðið athafnarsvæði og þar munu mannanna verk sjást meir og meir á næstu árum hvort sem það eru virkjanir, vegir eða önnur mannvirki. Því verður hreinlega ekki breytt nema tilkomi stöðnun í fólksfjölgun og atvinnulífi á höfuðborgarsvæðinu, eða viðsnúningur í fólksflótta til höfuðstaðarins. Sem ég sé ekki gerast, enda er fólksflóttinn frá landsbyggðinni ekki nýr af nálinni.
06.11.2007 at 07:24 #601916Það er auðvita ekkert mál fyrir hvern sem er að komast í skálann, enda stendur hann nánast á malbikinu. Svo er það auðvita alltaf spurning um leiðarval ekki satt og möguleiki að skipta upp hópnum, en við finnum vafalaust verkefni við hæfi hvers og eins enda, flóra í leiðum í nágrenninu mikil. T,d Tangaleið, Landmannaleið og fleira
05.11.2007 at 20:18 #601904Hólaskógur er rétt fyrir norðan Búrfellsvirkjun. Skammt frá Háafossi.
05.11.2007 at 01:26 #601862Það var gaman að heyra það að, það ætti að gera upp skálann í Öxnadal. Ég heimsótti hann í fyrra sumar. Hvað varðar þúfu þá, eiga að vera til sýnilega rústir af skála norðaustan við Gásagust. Gæti verið erfitt að finna hann í landslaginu þarna. Sveinn Tyrfingsson vissi af honum en hafði aldrei skoðað rústirnar. Jú líklega er það rétta hjá þér ef þeir Páfagarðsbræður vita ekki hvar hann er þá veit það líklega enginn núlifandi. Ég ætti að bjalla í Jónas Jónsson fyrrverandi oddvita Ásahrepps eða bræður hans. En þó er mögulegt að hér sé einhver misskilningur í gangi því að það vottar enn fyrir einhverjum tóttarbrotum við Biskupsþúfu. Ekki er heldur getið um Þúfu hjá Forleifastofnun og svo gæti Hlynur átt kollgátuna að þessum rústum hafi verið sökkt.
Eyríkur þakka þér fyrir, þetta ruglar mig stundum í rýminu þegar sumir skálarnir heita fleiri nöfnum og eru nokkrir nefndir 3-4 nöfnum einsog t,d Sylgjufell, Nornabæli, Skessuskjól og einhver fleiri voru nefnd til sögunnar. Þetta á svo sem við um fleiri skála eða staði á hálendinu, þó svo að þetta sé stundum skemmtilegt einsog það að fossa í Þjórsá heiti tveim nöfnum, eftir því hvoru megin komið var að þeim einsog segja mætti.
04.11.2007 at 19:28 #601852þúfa á að vera norðaustan við Gásagust
04.11.2007 at 09:51 #601788þetta dróg þig þó að lyklaborðinu he he
04.11.2007 at 09:50 #601834Ég smellti mér á Cherokee, og kom það nú bara þannig til að félagi minn var orðin þreyttur á gripnum og dropinn sem fyllti mælinn var sá að það var brotist inn í bílinn.
Við það tækifæri ákváðu þjófarnir að fara inn um afturrúðuna, með hamar að vopni. Síðan réðust þeir á mælaborðið og eftir atganginn var mælaborðið hreinlega í strimlum en geislaspilaranum náðu þeir ekki, en þeim tókst þó að skemma hann. Við þetta allt saman og brotinn millikassa brotnaði félaginn niður og vildi ekki eiga gripinn.
Ég skelli mér á jeppann og flaug í hug að gera þetta að fjallajeppa. Eftir að vera búinn að gera þetta götuhæft, sá ég fljótlega að jeppinn svo nefndi hafði ýmsa annmarka. Sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr enda skekkti 318 í húddinu myndina. Ég fór að tak eftir því að þegar ég skellti hurðum á gripnum þá hélt ég stundum að stólparnir væru ryðgaðir eða hélt helst að fjær hurðirnar hefðu dottið af, enda með ólíkindum mikið dósahljóð í bílnum.
Einnig fóru fljótlega að rifjast upp gamalt tímabið, þegar ég var á Willis og Bronco. Þ.a.s hjöruliðatímabilinu. Og er ég nú búin að skipta um hjörulið að framan og báða á afturskaftinu. Svo fattaði ég að það væri ál hásing undir gripnum, og gleymst hefði að setja hann á grind. Og svo hentuðu plast stuðararnir ekki mínu aksturslagi á fjöllum.
Endalok bílsins sem jeppa voru eiginlega þegar það hrökk út úr mér: Nei ég kom á fólksbílnum, þegar ég hefði komið á Cherokee. Þá heimsótti ég þá Cherokeey bræður í Mosó að spurði þá hversu mikið mál væri að setja 318 í Tolettið
04.11.2007 at 09:30 #601832Verðum við ekki fyrst að átta okkur á því að nafnið sjálft er jú tómt bull, Jeppi er auðvita tilkomið úr nafninu jeep og hefði allt eins geta orðið rover eða eitthvað allt annað, á þeim tíma sem það var tekið upp. Í mínum huga eru svo nefndir jeppar tæki sem geta tekist á við torfærur, hvernig svo sem þeir eru útbúnir. Þ.a.s að þeir séu byggðir með það að markmið í upphafi. Og margir af þeim svo nefndu jeppum í dag voru einmitt hannaðir sem hernaðartæki á sínum tíma. Og aðrið hannaðir til þess að nota við erfiðar aðstæður af ýmsu tagi. Jeppi er semsagt tæki sem hægt er að brölta á í torfærum án þess að dósin dragi kviðinn og tíni upp hverja steinvölu upp í kviðinn, geti brölt upp úr á, án þess að plast skrautið á honum komi upp í strimlum. Hægt sé að draga með tækinu eða láta draga sig. Þá skiptir litlu hvort faratækið sá á hásingu eða klöfum. Eða yfir höfuð hvernig faratækið sé útbúið. Aðalega að það standist kröfur um styrk og drifgetu.
En að vera deila um það hvort einhverjir frúarfólksbíla t,d Rav sé jeppi eða ekki.
Það er með ólíkindum. Það þar ekki annað en að horfa á þessa slyddara augnablik til þess að sjá að það er greinilega ekki hægt að flokka þessar dósir undir meintan flokk jeppa.
Þetta dregur kviðinn og kemst vart yfir eldspýtustokk upp á rönd.
04.11.2007 at 09:08 #601784Er ekki nýtt af nálinni, heldur hefur þetta test verið lengi í gangi og var byrjað löngu áður en svíum datt sú vitleysa í hug að ganga í EB. Þetta próf nýtur reyndar mikillar virðinga.
Af hverju Elg próf. Jú á hraðbrautum svíþjóðar var leyft að aka á 110 km hraða á vetrum.
Og aka þá margir auðvita 10-20 km hraðar. Á þeim hraða er nokkuð öruggt og reyndar nokkuð víst að þegar ekið er á Elg að það verði banaslys enda eru þeir allt að 700 kg. Skógarnir er oft þéttir í svíþjóð og eru víða girðingar meðfram vegum þar sem hætt er á því að mikil dýra umferð sé fyrir hendi. Og er of verið að færa dýraumferð til á opnari staði. Til þess að fækka megi slysum. Að bera saman búfénað hér og þar er kannski ekki alveg raunhæft, því mikill munur er t,d að aka á rollu, hest eða Elg. Á 110 km hraða er sennilega betra að aka á rollu eða dádýr frekar en að reyna að sveigja framhjá og lenda með því móti á toppnum niður í fjöru eða ofaní skurði. En á sama hraða er nauðsinlegt að sveigja framhjá Elg því nánast er öruggt að á þeim hraða drepur áreksturinn ökumann eða farþega bílsins. Það gerir hæð Elgsins og þyngd. En við höggið brota fætur Elgsins og búkurinn lendir á framrúðunni og tekur nánast af þak bílsins.
Aðeins að þessari athugasemd Gumma S, að svíar séu feministar og kerlingar. Þá er það nú samt þannig að einmitt þessi svo nefndi kerlingahópur er yfirleitt langt á undan okkur í flestri þróun. Og er þá nokk sama á hvaða þætti er tekið. Og einnig hvað varaðar tæknimál í bílum. Við höfum þó átt forskotið í jeppabransanum að einhverju leiti. En ættu þó ekki að berja okkur of mikið á brjóst. En vissir þú að kerlingarnar og feministarnir í svíþjóð áttu á síðasta áratug, heimsmeistara í kvartmílu á dragsterum og það var kvenmaður, á sama tíma áttu þeir evrópumeistara í rallycrossi, og heimsmeistara í speedway, og motocrossi, þeir hafa einnig átt heimsmeistara í ralli. Það mætti líka bæta því við að þeim hefur einnig tekist að sigra okkur í torfæru he he.
Það erum við sem erum kerlinga einsog þú orðaðir það svo skemmtilega. Við þurfum að láta salta yfir okkur göturnar og moka þannig að neistaflugið standi undan snjótönnunum, það erum við sem þolum ekki að nokkrir í klámbransanum komi hingað á fyllirí, eða falungong liðar stundi hugleiðslu á Arnarhólnum. Jam og jæja við erum þó best í einu, að hæla okkur fyrir að vera best í heimi þessu og hinu og þessu. sem við erum í raun ekki best í heldur, erum við fjandi samstíga í því að blekkja okkur sjálf. Upp… var þessi þráður ekki annars um Elg prófið.
30.10.2007 at 21:23 #599166Það verða fleirir ferðir, svo þeir sem eru á biðlista þurfa ekki að örvænta. Það verða tvær ferðir fyrir breytta jeppa og ein fyrir óbreytta, þa.s ein ferð til viðbóta Gemlingaferðinni fyrir stærri jeppa.
Þær ferðir verða kynntar fljótlega og tekið við skráningum. Kv Ofsi
30.10.2007 at 00:07 #598904Þú er að fá svonefnt leyfisgjald. Þ.a.s þú greiðir 2500 kr gjald. fyrir x leifi. fáir þú einhverjar aðrar rásir í stöðina þá greiðir þú nýtt leyfisgjald.
Við höfum ekki fengið neinar reglur eða útskýringar á þessu frá PFS en skulum afla frekari upplýsinga um málið og koma því til skila. Kv Ofsi
29.10.2007 at 22:18 #601430Ég vill árétta það til þeirra sem ætla að fara Sprengisand norður. Að greiða yfirferðagjald ( veggjald ) til Rottugengisins. Peningana má hengja á vegprest sem á stendur Illugaver. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er yfirferðagjaldið 10.000 per jeppa. Hægt er að kaupa klippikort hjá Karli H Sveinssyni og spara með því 10%. Ég vill einnig árétta það við ferðalanga að pissa við húsgaflinn í Stóraveri. Þ.a.s áður er farið er yfir brúnna á Stóraversskurðinum. Því bannað er að kasta af sér líkamsvessum á yfirráðasvæði Rottugengisins. Síðan má ekki kasta af sér þvagi fyrr en við norðurbakka Mjóhálskvíslar.
Virðingafyllst Rottugengið
PS bannað er að taka með sér snjó af svæði Rottugengisins og er ferðalöngum bent á að.
Hreins snjó úr dekkjamunstrinu á suðurbakka Mjóhálskvíslar.
29.10.2007 at 17:45 #601250Hárréttar ábendingar.
Eftir að hafa horft dágóða stund á ábendingarnar, sá ég að þær voru hárréttar. Og tek þær til mín. Afsakaðu Þorsteinn minn. Ég er fantur og fúlmenni og hefði getað komið þessu frá mér á smekklegri hátt. Kv Ofsi.
28.10.2007 at 22:21 #601280Smá tæknileg mistök þarna á ferðinni, enda lýtt greindur. Reyndar tókst mér klúðra dagsetningu ferðarinnar líka. Þ.a.s tvenn mistök í ekki lengri texta. Þetta stefnir því í óvissuferð ef stjórnin fær ekki aðstoð. En ferðin verður 24-25 nóvember.
28.10.2007 at 19:32 #601234Þorsteinn gæti þó verið klaufi eða með parkinson og læt ég hann því njóta vafans. En pressan er vafalaust kosta gripur.
27.10.2007 at 21:55 #601196eða kannski 4 og 4 saman.
-
AuthorReplies