Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.12.2007 at 23:50 #606174
Ég mótmæli harðlega þessu Slóðaskelfis nafni, Slóðasleikir skal það vera enda sleiki ég hvern slóða rækilega og alla sem hafa með þá að gera.
19.12.2007 at 23:09 #605604Þetta er jú allt áhugavert, en ég velti fyrir mér þessu með vindrafstöðina. Þú segir að hún snúi undan ef veður verður of slæmt. En þá er einmitt þörfin meiri fyrir orku.
Ef við tökum bara út vindrafstöðvar hlutann. Þá krefst það að vindrafstöðin sé í töluverðri fjarlæg vegna hávaða ekki rétt. Einnig þarf hún að vera vel yfir yfirborði jarðar. Það kosta vinnu við sökkla og mastur einnig þarf að grafa kapal heim að skála. Sem sé bara þessi þáttur verksin er töluvert umstang. Allavega er nokkuð ljóst að orkumálunum verður ekki reddað með þessum hætti núna um miðjan vetur. Því er í raun nægur tími til þess að rannsaka máli fram á sumar.
Ef við færum út í það að vara með vindrafstöð með blöðum sem breyta skurðinum eftir vindhraða, þá væri það væntanlega dýrara.
Aðeins að pistlinum frá Kalla Ingólfs. Ég reikna með því að þessi umræddu fjárhús séu einung kynnt þannig að um smá viðbótar hita sé að ræða. Þar sem fjárhús eru að jafnaði sjálfkynnt með skepnunum en kannski er kaldara á Grænlandi og þetta sé einungis hjálpartæki. Og með íbúðarhúsin er það ekki rétt að þau séu almenn smá á Grænlandi sem kynnt eru með þessu fjarvarma kerfi. Svo er eitt sem mér finnst menn vera að gleyma sé í, en það er stærð Setursins. Ég man nú ekki hversu stórt það er í fermetrum eða rúmmetrum og svo hlýtur það að spila inn í dæmið að það er í raun orðið 6 einingar.
19.12.2007 at 22:03 #605598Var að velta fyrir mér þessu Webasto máli. Og þá hversu raunhæfur kostur þetta væri.
Hversu margar Webasto miðstöðvar þyrfti í Setrið, getur verið að það þurfi þrjá á 165.000 kr stykkið, hvað ætli þær eyði á sólahring. Hvernig þola þær spennufall
Þarf að skipta um ofna og lagnakerfið í húsinu þarf rútuofna og er þá termostat á hverjum og einum
Hversu stórar og margar þurfa sólarsellurnar að vera getur verið að þær þurfi að vera ca 5 stykki 80w hver á 8x 80.000 kr = 640.000
Hvernig Vindmillu þarf og þolir hún 50 m/sek +, hvernig er reynslan af bremsunum á þeim, þurfa þær ekki konstant hraða ?
Hversu langt frá húsinu þarf hún að vera 200 metra eða
Þarf mastur undir hana og þá sökkul og stög, og ef það þarf, þarf það þá ekki að vera um 4-5 metrar á hæð. All nokkuð mannvirki
Þarf vatnsdælur á ofnakerfið og hversmikið mikið rafmagn taka þær, getur verið að það þurfi 6 dælur
Hvað þarf marga rafgeyma og hversu stórir þurfa þeir að vera, hvað gætu þeir kostað. T,d 3x100w rafgeimar.
Þarf nýtt 12 volta rafkerfi eða
Þarf varmaskipi
Getur verið að það þurfi stýribúnað fyrir allt þetta rafkerfið.
Mér sýnist þetta vera áhugavert kerfi, en getur verið að það þurfi litla ljósavél ef eitthvað klikkar. Einn áhugasamur
16.12.2007 at 16:50 #607032Allavega breytir þetta engu fyrir túristabransan enda komast þeir hvort eð er yfir Tröllháls á sýnum ofur jeppum, eða berja bara malbikið upp hjá Húsafelli. En ætli þetta tengist ekki Þingvallarsvæðinu og aðgengi að því að sumarlagi. Það er svona mín kenning á þessu. Og er ekki framtíðinn sú að allir eiga að komast um allt óháð farartæki. Er það ekki stefna ?
16.12.2007 at 16:46 #605576Ég er hludrægarin en fjandinn í þessu máli. Beggavegna broðsins, undir því og allt um kring. En sendi þó erindirð á stjórn og vakti máls á þessum þræði. Svo það hljóta að fara að berast svör vænti ég. Ofsi segir dobblað-pass
16.12.2007 at 16:42 #606582HEDKVIST PETERSEN förklarade varför man inte helt bör förbjuda frontbågar:
– Frontbågar kan vara bra i vildmarken – nu har vi inte så mycket vildmark, men de kan vara bra där och de kommer ju också för sådana förhållanden – men de är inte bra i städer. Vi vill inte förbjuda dem helt eftersom de faktiskt kan göra bilfronter mjukare och därigenom säkrare.Hedkvist Petersen úrskýrir afhverju máður á ekki aðgjörlega að banna framboga:
Frambogar geta verið góðir úti í ósnortinni nátúruninni-en við erum ekki með svo mikið af ósnortinni náttúru, en þetta getur verið gott þar, en það geta komð upp þannig aðstæður-en grindurnar eru ekki góðar í borgum og bæjum. Við viljum ekki banna þær algjörlega þar sem þær geta gert framhluta bíl mýkri og þar með öruggari.
16.12.2007 at 16:19 #606872Gott Benni Ak minn að þú fylgist með þessum cdma græjum. En engu af síður er ekki búið að skrifa undir neitt samkvæmt þessum upplýsingum.
Barbar Ósk hefur verið í mælingavinu fyrir klúbbinn og LMÍ í sumar og auk þess er hún of virkur jeppamaður/kona og hefur hún verið að rassskellast um landið fram og til baka í sumar og haust. Og hún er eingöngu með Tetra og vhf. Og hún hefur gefið Tetra grænt ljós og það þykir mér nokkurs virði.
16.12.2007 at 15:32 #606862Það er nú ekki rétt hjá þér Einar minn að framkvæmdarstjóri Neyðarlínuna hafi beitt stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 þrýstingi. Frekar að það hafi verið öfugt ef einhver þrýstingur var í gangi, þó svo að nákvæmustu þrýstimælar hafi sennilega hvergi hreift nál, ef ég man rétt. Þessu var þannig farið að stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 óskaði eftir aðgangi að Tetrakerfinu fyrir félagsmenn. SVO ÞAÐ SÉ Á HREINU. Því það hlýtur að vera skilda stjórnar að gefa félagsmönnum valmöguleikann.
Framkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar hefur í öllum tilfellum og í samskiptum, komið fram við stjórn ferðaklúbbsins 4×4 af virðingu og heilindum.
Hann á heiður skilið fyrir störf sýn og hann er maður sem lætur verkin tala, og bíður ekki eftir að einhver annar geri hlutina.
PS svo það sé líka á hreinu að þá hefur klúbburinn fengið 10 Tetra stöðvar til reynslu og er rúmlega ár síðan fjarskiptanefnd fékk fyrstu stöðin ef ég man rétt.
Þar sem það hefur komið fram í fjölmiðlum að Tetra sé ekki að virka sem skildi á ákveðnum landsvæðum, þá vill ég benda á að einn stjórnarmaður notaði Tetra á umræddu landsvæði í nokkurn tíma í sumar við mælingar, með góðum árangri.
Ég kannaði það einnig hjá aðilum ( Sérsveit lögreglunar ) sem hafa notað Tetra daglega við störf sín víða um land, þeir voru mjög sáttir við útkomuna. Reyndar bættu þeir við að oft hafi það komið fyrir að þeir sem hafi kvartað yfir kerfinu. Hafi hreinlega ekki kunnað á stöðvarnar. Sömu sögur hef ég heyrt frá slökkviliðinu en þeir nota kerfi í þéttbýli. En úrtöluraddir hafa einmitt verið að tönglast á því að Tetrakerfið beri ekki fjöldann í þéttbýli. En það virðist ekki vera raunin en sem komið er allavega.CDMA sæll Benni, það er hægt að skrifa samning, en það er annað að skrifa undir hann. Hefur þú sé hann undirskrifaðan. Hvar eru til upplýsingar um prófanir á cdma. Ps þarf greinilega að lesa þetta spjaldanna á milli. Takk fyrir upplýsingarnar Benni.
En að öðru, auðvita viljum við að þessi kerfi virki öll sem best og við höfum sem flesta valmöguleika og það stefnir greinilega í allt stafrófið
16.12.2007 at 13:02 #607028það hefur nú bara verið að gerast í sumar og haust
16.12.2007 at 13:01 #606834spurning hvort eigi að hafan hann opinn fyrir félagsmenn, mætti selja inn
16.12.2007 at 12:42 #606826Minntu mig á það á næst stjórnarfundi Tryggi að fara betur í gegnum heimildir mínar
15.12.2007 at 14:46 #606714Ég rek mig því strax úr ferðanefnd, enda búinn að standa mig illa í henni. Og þau fá skipti sem ég hef komið að slíkum málum hef ég ekki vitað hvort ég var þarna sem ritari 4×4 eða nefndarmaður ferðanefnda. Þó fer ég fram á feitan starfslokasamning. Pistilinn er greinilega farinn að bera árangur með niðurskurði á nefndarbákni. Enda verður upphafsmaður þráðarins að reyna að sína fordæmi. He he.
Þarna er einmitt gott dæmi um svefnefnd, held að til hennar hafi verið stofna á sínum tíma á fundi á Loftleiðum um síðustu aldarmót. Ja-svei afraksturinn engin nema ferðareglur sem allir svelgjast á.
Ps farinn með skömm og feitan starfslokasamning kv Ofsi
15.12.2007 at 13:49 #606706hefur verið til innan klúbbsins í nokkur ár. kv Ofsi.
Reyndar steindauð nefnd sem situr begga vegne borðsin og stundum allt um kring. Í henni sitja lasarónarnir Agnes, Ofsi, Þorgeir og Óskar. Þ.a.s að segja tómir stjórnarmenn. Og svo var einn Gemlingur með sem reyndar gleymdi nefndinni.
Það þarf kannski eitthvað að dusta rikið að þessum líð eða legga ómyndina niður he he.
15.12.2007 at 10:39 #606576Samkvæmt mínum heimildum hafa svíar tekið upp reglugerð evrópubandalagsins, því einhvertímann munu sennilega íslendingar skilja það að inngang í evrópubandalagið þýðir það að reglugerðum Brussels verður að hlíða, allavega þegar þær eru settar fram með þeim hætti að aðildarlöndum gefst ekki tækifæri á undanskotum frá reglugerðunum.
Hér getur að líta grind sem er eftir nýjasta evrópustaðli
http://www.truckparts.se/jsp/singlenews … &newsid=16
Í umræðunum hér að neðan sem ég nenni ekki að þíða, kemur vel fram að íslendingar eiga lítið sameiginlegt með evrópu þéttbýlisins og góðri veðráttu.
Säkerhetsbestämmelser för frontbågar på motorfordonFöredraganden: Ewa HEDKVIST PETERSEN (PSE, SE)
om förslaget till Europaparlamentets och rådets direktiv om användningen av frontskydd på motorfordon och om ändring av rådets direktiv 70/156/EEG
Dok.: A6-0053/2005
Beslutsförfarande: Medbeslutande – 1:a behandlingen
Debatt: 25.5.2005
Omröstning: 26.5.2005
Skärpta säkerhetsbestämmelser för frontbågar på motorfordon efterfrågas av Europaparlamentet som har antagit ett betänkande av Ewa HEDKVIST PETERSEN (PSE, SE).HEDKVIST PETERSEN betonade under debatten att detta är en viktig fråga:
– Här kan vi verkligen göra något på Europanivå, eftersom fordon säljs över hela Europa och inte enbart nationellt. Därför måste det till europeiska åtgärder. Förfarandet med ett direktiv skapar rättssäkerhet både för bilhandeln och för tillverkare av tillbehör. Alla kommer att veta vad som gäller när vi får detta direktiv.
Betänkandet behandlar kommissionens förslag till direktiv om användningen av frontbågar på motorfordon, exempelvis viltfångare. Statistik över vägtrafikolyckor visar att fotgängare och cyklister ofta är inblandade i en stor del av dessa olyckor och att de skadas efter att ha träffats av ett fordon i rörelse. I synnerhet skadas många av personbilarnas frontpartier. Förslaget syftar till att ge oskyddade trafikanter ökat skydd i dessa situationer. Det innehåller bestämmelser som frontbågarna måste uppfylla antingen då de monteras som originalutrustning eller då de saluförs som separata tekniska enheter. Fotgängarvänlig fordonsdesign uppskattas kunna spara livet på upp till 2000 fotgängare och cyklister varje år i EU.
Parlamentet antog en rad kompromissändringsförslag som man hade kommit överens med rådet om. Detta innebär att direktivet kan antas i första behandlingen. I fråga om direktivets tillämpningsområde gör ett kompromissförslag gällande att direktivet inte påverkar medlemsstaternas behörighet att förbjuda eller begränsa användningen av sådana frontbågar som marknadsfördes som separata tekniska enheter innan detta direktiv trädde i kraft. Direktivet kommer med andra ord inte att avlägsna alla gamla frontbågar från marknaden.
Medlemsstaterna skall nio månader efter det att detta direktiv offentliggjorts anta och offentliggöra de lagar och andra författningar som är nödvändiga för att följa detta direktiv.
De europeiska, japanska och koreanska bilproducenterna i Europa har insett trafiksäkerhetsfaran och har redan förhandlat med kommissionen om ett åtagande att bl.a. inte montera s.k. hårda viltfångare som frontbågar på nya fordon fr.o.m. 2002. Förslaget till direktiv går längre än detta frivilliga åtagande. För att leva upp till säkerhetsbestämmelserna skall frontbågar genomgå fyra test.
Ledamöterna betonar att frontbågar skall utformas för att förbättra fotgängarsäkerheten och minska skadorna. Vidare för de fram att direktivet syftar till att förbättra fotgängarsäkerheten och fordonssäkerheten genom passiva åtgärder. Ledamöterna är överens om att räckvidden för direktivet bör begränsas till motorfordon på högst 3,5 ton. För att ta hänsyn till den snabba utvecklingen på området uppmanas kommissionen att senast fyra år och nio månader efter det att detta direktiv offentliggjorts – i ljuset av den tekniska utvecklingen och erfarenheterna – se över de tekniska bestämmelserna.
HEDKVIST PETERSEN förklarade varför man inte helt bör förbjuda frontbågar:
– Frontbågar kan vara bra i vildmarken – nu har vi inte så mycket vildmark, men de kan vara bra där och de kommer ju också för sådana förhållanden – men de är inte bra i städer. Vi vill inte förbjuda dem helt eftersom de faktiskt kan göra bilfronter mjukare och därigenom säkrare.
För ytterligare information:
Richard Freedman
Bryssel tel.:(32-2) 28 41448
e-mail : region-press@europarl.eu.int
15.12.2007 at 09:43 #606696Hugmyndin af því að gera varamenn að aðalmönnum er sú að virkja þá betur. Þ.a.s að þeir séu ekki á hliðarlínunni einsog stundum hefur gerst. Verkefni stjórnar eru einfaldlega það mörg á ári ( þau skipta hundruðum eða þúsundum/ allt eftir því hvernig það er reiknað út ) að það er ekki á færi 5 manna stjórna að sinna þeim, og enn síður er einhverjar nefndir eru ekki að virka sem skildi. Í raun hefur helsti flöskuháls stjórnarvinnuna verið einstaka nefndir sem ekki eru nægilega virkar og draga með því móti verulega úr getu stjórnar.
Vefnefnd
Vefnefnd getur sinnt fleiri verkefnum, einfaldlega með því að smíða notendavænni vefsíðu. En núverandi vefsíða, krefst of mikillar umsýslu vefnefndar sem betur væri varið í annað. Ef smíðuð væri ný síða gæfi það vefnefndar mönnum frekari tækifæri á því að sinna ritstýringu, efnisöflun og útgáfustarfsemi ofl. Því er ég sannfærður um það að ritnefnd og vefnefnd mætti sameina sem einskonar fjölmiðla og útgáfunefnd. En til þess þurfa tól þeirra að vera af nýjustu tækni. Þ.a.s ný vefsíða strax.Litlanefnd
Af hverju Litlanefnd aftur. Verð eiginlega að svara því sérstaklega fyrir þá sem vilja þann hluta starfsins dauðan ( s.m.b Hlyn ). Klúbburinn stefnir að því marki að vera hagsmunaklúbbur. Á þeirri löngu leið eru ýmsar hindranir og oft á leiðinni þarf að taka krók fyrir keldu, auk þess þarf stundum að fylkja liði til þess að sigrast á ýmsum verkefnum á leiðinni. Til þess að sigrast á verkefnunum þarf stundum marga aðila. Það mætti t,d benda þeim rómantísku ( Skúla og Hlyn ofl ) á það að olíufélöginn hefðu sennilega ekki mikinn áhuga á því að semja og leggja niður mikinn tíma í það að semja við nokkur hundruð manna félag. Því þarf að breikka hópinn, og Litlanefnd er einmitt tæki til þess. Hún er einskonar aukahlutur til þess að komast leiðar sinnar. Hinsvegar má hún ekki hafa sérstakt líf svo hún spretti ekki úr spori á ranga átt einsog hefur átt sér stað. Því við erum einn hópur og stefnum að sama markinu, þó svo að það séu farnar ýmsar krókaleiðir að því og stundum þurfi að splitta upp hópnum aðein til þess að heildin mjakist áfram að sama markinu.Fjöldi nefndarmanna.
Hugmyndin á bakvið fækkun nefndarmanna er kannski sú að minka báknið.
Einsog flestir jeppamenn vita ganga ferðir, þar sem er takmarkaður fjöldi þátttakenda, mun betur og hraðar fyrir sig. Það að halda að núverandi kerfi sé gott eða gæti virka getur verið að sé rétt, ég kem bara ekki auga á það. Því við horfum upp á það, að í fimm manna nefndum að það eru 2-3 virkir í hverri nefnd, nema í undantekningar tilfellum. Í umhverfisnefnd og stundum skálanefnd eru allir virkir og er það búið að vera þannig lengi.
Með fækkun nefndarmanna mætti hugsa sér að það mætti þjappa betur saman þeim sem vinna vinnuna í klúbbnum og stjórn og formaður hefðu betri yfir sýn yfir hlutina. Einnig væri hugsanlega að með fækkun væri hægt að losa klúbbinn við dragbíta sem hanga inni í nefndum endalaust vegna þess að þeim virðist það vera svo svakalega flott að geta skeytt sig með nefndar titli. Með fækkun í nefndum væri hreinlega ekki pláss fyrir slíkt, þar þyrftu allir að virka.Ritnefnd
Lella tók aðeins á þessu máli hér að ofan og voru eiginlega þrjár hugmyndir uppi. Þ.a.s aftur hvarf til fortíðar og gefa Setrið út 11 sinnum í mánuði. Sú hugmynd gengur hreinlega ekki upp, alveg sama hversu mikið okkur langar til þess. Í fyrsta lagi nennir enginn að hafa þá kvöð á sér að þurfa að gefa út blaðið einu sinni á mánuð og þeir sem gefa sig út í það brenna upp á stuttum tíma. Einnig vitum við það að blaðið er í óbeinni samkeppni við f4x4.is og þar hefur f4x4.is nánast alltaf vinninginn enda gerast hlutirnir það strax. Svo má benda á annan lið, en það er kostnaðarliðurinn sem hefur farið vaxandi t,d með verulegum hækkunum á dreifingarkostnaði og var tapið á blaðinu í hverjum mánuði um 150.000 og þótti stjórn nóg um. Því má bæta við að með tímanum hafa komið upp samkeppnisaðila á auglýsingamarkaðinn sem ekki voru fyrir hendi á gullaldarárum Setursins. T,d Bílar og Sport, og Útivera. Í ljósi þessa finnst mér vænlegast að gefa blaðið út einu sinni á ári og þá í bókaformi ef við eigum að stand í þessari útgáfu yfir leitt. Reynda hefur þessi hugmynd ekki gefist vel heldur, með útgáfu í færri skipti. Þannig að Setrið er að mínu viti gjörsamlega komi í strand. Eiginlega sjálfdautt og að berja hausnum við stein með það að þetta blað þurfi bara að koma út með góðu eð illu er út í hött.
15.12.2007 at 08:43 #606572Fyrir Einari. Síðasti pistill er hreinasta snilld, til þess að draga úr hitanum kemur hann með þetta snilldar útspil að funda næstkomandi fimmtudag. Og gerir þar með alla ábyrga fyrir reglugerðarbreytingunni sem ekki mæta, he he. Fleiri svör Einars hafa verið af svipuðum kaliber og er hann slyngur sem áll. Kannski er það einmitt vegna vitneskju okkar um getu tækninefndarinnar og Einars ef hún/hann beita sér, sem það er sérstaklega pirrandi að sjá hlutina glutrast svona niður. Í svona málum er það regla nr 1 að eiga fyrsta skrefið og það vita allir sem eru komnir til vits og ára að þar er alltaf erfiðara að snúa ofanaf svona hlutum eftir á. Og þar sem Einar er kominn til vits og ára, þá veit hann að stundum, er nánast vonlaust að snúa við sumum reglugerðum, hversu vitlausra sem þær voru í byrjun. T,d minnir mig að það hafi tekið um 50 ár að fá bjórinn leifðan aftur, ef við eigum að taka eitt dæmi þó slæmt sé. Þó svo ekkert sé ómögulegt í þeim efnum. En auðvita á að reyna að vinna þetta á sem léttastan mátann. Einar segir: ef það verður niðurstaða klúbbsins að þessi regla verði afnumin. Til þess að klúbburinn geti tekið vitræna afstöðu, þá þarf hinn sama að vita nákvæmlega hver gæti orðin niðurstaðan í pratík. Sumir hérna virðast hald að, þetta hafi í för með sér algjört bann og ef svo er raunin. Þá er ekkert annað að gera í stöðunni en beitar sér gegn þessu. Einar segir fleira í pistlinum ( t,d að það séu mörg mikilvægari mál til þess að beina kröftum að ). Það væri forvitnilegt að vita hvað átt er við með þessu, þ.a.s hvað mál eru það ?.
14.12.2007 at 17:18 #606660Ég held að það ætti ekki að hengja sig eingöngu í einhver einstaka smá atriði. Kannski einsog Lella og Einar eru að gera. Heldur þarf að ræða þessi mál meira vítt og breytt.
Við erum að sjá fullt af ýmsum breytingum í kringum okkur og jeppa og útivistarfólk þarf að bregðast við, og hafa frumkvæðið það er alltaf meiri sigurlíkur þegar maður hefur frumkvæðið. Og til þess að hafa það þurfa nefndir klúbbsins að virka sem ein heild og megin þemað þarf að leggja á þá þætti sem teljast hagsmunabarátta. Hitt má svo koma með einsog þurfa þykir hverju sinni. Við núverandi aðstæður er einungis 50% nefndanna virkar. Hvernig breytum við því, við breytum því allavega ekki ef við þorum ekki að ræða málefni klúbbsins og stjórn er þar ekkert undanskilin, enda myndum við fagna góðum ábendingum enda erum við í stjórn klúbbsins til þess að gæta hagsmuna félagsmann eins mikið og er á okkar valdi hverju sinni.
14.12.2007 at 16:16 #606656Auðvita færðu svar, og við skulum halda þessu spjalli á málefnalegum nótum. Að leggja hana niður, hugmyndir voru upp á sínum tíma að gera hana að einhverskonar fræðslunefnd, sú tilraun var í raun blásin af og síðan hef ég hvorki sé að nefndin sé hjálparsveit né fræðslunefnd allavega fer ekki mikið fyrir fræðslunni á þeim bæ og ekki hægt að flagga einu skyndihjálparnámskeið lengi enn. Og saga hefur ekki verið hliðholl nefndinni varðandi aðstoð á fjöllum, það kom smá kippur í þetta á tímabili þegar Þorgeir og félagar náðu í nokkuð af bílum. En annars hefur sagan ekki verið með hjálparsveit, þannig er það nú bara. Einnig lítur þetta að heildarmyndinni þ.a.s að það sé u.þ.b 60 manns í nefndur og stjórn klúbbsins og helmingurinn gerir ekki neitt, þetta gerir klúbbsin þungan í vöfum. En einsog ég benti á ofar eru þetta hugmyndir og orð eru til alls fyrst. Og það er klárt að einhverju þarf að breyta. En þú bentir á að sumir þekku ekki neinn til þess að biðja um aðstoð þá er alltaf hægt að hringja í 112. Og svo mætti benda á það að við gerðum samning við Flugbjörgunarsveitina og það átti einmitt að vera til þess að fá svona aðstoð. En hvað styrkleikjamerkið varðar, þá var ég reyndar alltaf samála því að útávið væri það gott að geta sagt: Nei við þurfum ekki aðstoð við erum með eigin hjálparsveit. Svo er það líka spurningin hvort við eigum eingöngu að skoða þetta 1.5 árs tímabil. Ef það er skoðað lengra aftur í tíman þá var hjálparsveitin ekki mikil virði. Eitt árið var eina útkall sveitarinnar að rúlla út á Reykjarnesbraut og gefa einhverjum start með köplum. En fjandinn Lella nú er ég kominn í hring, enda er hjálparsveitin kannski sú nefnd sem skiptir minna máli í þessari umræðu.
13.12.2007 at 23:47 #606542. hæ hó nennti ekki að gera athugasemdir við þennan pistil, enda var það gert 18 apríl. Þakk snögg og geinagóð svör.
09.12.2007 at 18:14 #606106Þessi pistill bjargaði helginni, f4x4.is voru u.þ.b að fara að fjúka út úr favorites.
Takk Lella, mér lýst vel á að vera jólasveininn Slóðaskelfir og það er bara snilld að hafa nokkra jólasveina í varahluti/til vara. Hver verður þá Rassaskellir er það Gísli sýsli og Hlynur þá Rassskelltur.
-
AuthorReplies