Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.12.2007 at 21:48 #608384
Eða brott hlaupnum, hann er grár enda kominn nokkuð við aldur.
Ef sést til hans, þá ætti hann að svara nafninu Slóðríkur. Þó er það ekki víst, ef hann er í stuði. Mæli ekki að menn reyni að nálgast hann aftanfrá enda slægur skratti sá grái. Besta ráðið til þess að eiga við hann er að veifa Camus Cognac pela fyrir framan hann. Eftir að hann og pelinn eru ornir dús má lokka hann til sín.
31.12.2007 at 18:53 #608354Hvernig eru þær, má kjósa sjálfan sig. Ef það má þá fær þessi Jón Snæland atkvæði frá okkur félögunum, þó við vitum ekki fyrir hvað, en við vildum bara vera með.
En hér eru niðurstöður kjörnefndar.Ofsi greiðir Jóni atkvæði
Slóðríkur greiðir Jóni atkvæði
Slóðasleikir greiðir Jóni atkvæði
Garðar Snæland greiðir Jóni atkvæði
G Snæland greiðir Jóni atkvæði
Jón G greiðir Jóni atkvæði
Jón Garðar Snæland greiðir Jóni atkvæði
Garðar greiðir Jóni atkvæðiPs mér sýnist þessi Jón var nokkuð öruggur með þingsæti í Illugaverskjördæmi, ef hann gæfi kost á sér.
Ps og svo fær Jón eitt atkvæði frá N1 í boði Póst og fjarskiptastofnunar og sýsla á SelfossiÞetta eru 9 atkvæði, Dagur þú færir þetta inn er það ekki.
31.12.2007 at 18:26 #608380Þakka þér fyrir aðstoðina Ægir,
Ps ef það er búið að skipta um númer, þá þekkist jeppinn á því að hann er með bláa kastara að framan og fullann öskubakka með Winston stubbum
31.12.2007 at 18:13 #608376Það síðasta sem ég man, var að Hlynur var að syngja Pattann. Og ég man eftir spotta.
Ég hlíta að hafa verið að draga Hlyn og fengið spottann í hnakkann þegar ég hef rifið framendann af Pattanum.
31.12.2007 at 12:45 #607914Það er með ólíkindum að lesa þennan þráð. Það er búið að koma fram að stjórnin var að redda þessu fjandans blaði á síðustu stundu. Það var þegar búið að selja og fá greitt fyrir auglýsingar í blaðið, svo það bara VARÐ að gefa það út, ef svo hafði ekki verið þá hefði þessi útgáfa hreinlega bara verið blásin af. Enda hafði sá sem sá um efnið í blaðið hreinlega engan tíma til þess að sinna þessu og gerði hann blaðið með hangandi hendi og sótvondur yfir því að vera truflaður frá stjórnarstörfum og ferlaverkefninu, þar sem mikil verkefni hreinlega voru látin í bið í fyrsta skipti í heilt ár.
Og að halda því fram að um einhverja smá gagnrýni sé að ræða, er kjaftæði. Ég tel ekki að um neina venjulega eða málefnalega gagnrýni sé að ræða þegar notuð eru orð og setningar, einsog:
skrifuð af krakka í barnaskóla. Alveg stórbrotið að eyða pening í þetta pufff..
greinilega mátt missa sig.
Greinin um mælingaverkefni F4x4 er bara léleg.Ég lít ekki á svona gagnrýni sem uppbyggilega að neinu leit, heldur einungis til þess fallna að rífa niður og pirra þá sem þó nenna að vinna fyrir klúbbinn. Það væri kannski fróðlega að sjá ferilskráningu þessara sömu aðila í vinnu fyrir klúbbinn.
31.12.2007 at 10:40 #608324já ég skil það vel, en svona getur gerst þegar kominn er pressa og verið er að senda skjöl milli manna. Þá getur eitthvað dottið út.
29.12.2007 at 22:21 #607894Ég ætla að reyna að svara aðeins fyrir þessa útgáfu af Setrinu. Enda ekki aðrir í aðstöðu til þess nema formaður klúbbsin og blaðamaður Setursins.
Þetta blað skrifast alfarið á stjórn klúbbsins bæði það góða og það slæma við þessa útgáfu. Enda vann stjórnin þetta blað þrátt fyrir að hún hefði engan tíma til þess og hefði sleppt öðrum mun mikilvægari verkefnum á meðan því miður.
1 Hvað varðar GPS greinina þá hafði ég bara ekki tíma til þess að lesa hana yfir. Sökin er samsagt mín Lárus.
2 Dolli, engum peningum hefur verið eytt í Setrið því auglýsingarnar duga fyrir kostnaði.
Svo það þarf ekkert að grenja yfir því. En það var leiðinlegt að þú skildir ekki finna neitt sem þér líkaði í 108 síðna blaði.
3 Regatta miðarnir komi að litlum notum enda tafðist blaðið vegna þess að stjórnin hefur fleiri verkefni en að gefa út félagsblöð. Gætum bætt úr þessu næst, með því að leggja alveg stjórnarstörf til hliðar við næstu útgáfu
4 Dolli vill leggja blaðið niður, ég er hjartanlega sammála þér Dolli. Á meðan enginn nennir að gefa það út. 5- Pálmi Benediktsson Greinin um mælingaverkefni F4x4 er bara léleg. Ágætis sögulegt ágrip en mér finnst ekki við hæfi að vera með dylgjur um einhverja "óvandaða aðila" (sem ég veit ekkert hverjir eru – það stendur ekki) og höfundur setur ekki einu sinni nafnið sitt undir
Ég er alveg sammála þér Pálmi ég hefði átt að skrifa þetta með öðrum hætti en blaðagrein í DV, en gott að þú varst ánægður með annað sem ég skrifaði í blaðið. Þannig að ég virðist hafa sloppið til. En auðvita átti ég ekki að dylgja um Loftmyndir eða og Umhverfisstofnun með Árna Bargasson fremstan í flokki, þegar eyðilögð var mikla vinna hjá Ferðaklúbbnum 4×4 og Vélhjólaklúbb íslands af Ust. En kannski ættum við ekkert að væla yfir nokkur hundruð klukkustunda vinnu kynningum, vefsíðum og fleiru sem búið var að leggja vinnu í, heldur bara bíta í skjaldarrendur og halda áfram.
29.12.2007 at 21:49 #608112Mumm hum er Einar með Gæðaflugelda, ég veit ekki betur en Sveinbjörn Halldórsson félagi í klúbbnum hafi boðið félagsmönnum þennan afslátt ?
29.12.2007 at 21:33 #608108Elsku Elli minn
Rétt skal vera rétt, tilkynningarplássið á aðalsíðunni er ekki einungis fréttir frá klúbbnum.
Sjá hér að neðan:
5. desember 2007 | VefnefndDigital Task – Nýr afsláttaraðili
Fyrirtækið Digital Task, Grensásvegi 11 veitir félagsmönnum 10% staðgreiðsluafslátt og 5% kreditafslátt.Kíkið á úrvalið hjá þeim á http://www.digital.is
26. nóvember 2007 | Ferðaklúbburinn 4×4
Nýr samstarfsaðili – Óbyggðaferðir
Óbyggðaferðir sem sjá um Hólaskóg bjóða félagsmönnum afslátt á gistingu.
Gisting kr 1.500 fyrir greidda félagsmenn en 2.200kr fyrir aðra.
Muna að sýna greitt félagsskírteini.
Upplýsingar um skálapönntun er hjá
Helga í síma 661-2504 og
Unnari í síma 661-2503
25. nóvember 2007 | Ferðaklúbburinn 4×4Nýr afsláttaraðili – Hella ljós hjá Volta
Volti hf Vatnagörðum 10 mun bjóða félagsmönnum F4x4 30% afslátt af Hella ljósum fram til 1.1.2008 gegn framvísun félagsskírteinis.Dæmi með F4x4 afslætti:
HELLA LUMINATOR XENON FLÓÐLJÓS 12V 35W 55.506kr (stykkið m.VSK)
HELLA Luminator Króm Blá Ökul/Park mynst 13.940kr (stykkið m.VSK).
6. nóvember 2007 | Ferðaklúbburinn 4×4
Nýr afsláttaraðili – Poulsen
Poulsen Skeifunni 2 veitir félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 20% afslátt af vörum í búðinnigegn ávisun félagsskirteinis.
Kv.
Friðrik.
Verslunarstjóri.
29.12.2007 at 20:27 #608052Flugeldasala
Málið er nokkuð einfalt með þessa auglýsingu. Það er leitað til klúbbsins og þetta umrædda fyrirtæki býður félagsmönnum afslátt á flugeldum. Það er ansi erfitt fyrir stjórn að neita félagsmönnum um þennan afslátt eða fyrir stjórn að fara út í það að fara sortera út fyrirtæki sem við teldum að væru óæskileg. Því verður auglýsingin að standa. Þó svo að það sé okkur þvert um geð.
Ég hvet hinsvegar menn og konur að versla flugelda hjá björgunarsveitunum, ég myndi ekki versla af neinum öðrum hver svo sem afslátturinn væri hjá einkaaðilum sem hafa mist sig gjörsamlega í græðginni. En það er allavega mín persónulega skoðun að hér ráði Mammon ferðinni og er eiginlega ekki annað hægt en að vorkenna þessum aðilum að hafa ekki meira hugmyndarflug í bissnes en þetta.
Þetta er mín persónulega skoðun og lýsir á engan hátt skoðun stjórna
Kv Ofsi sem gat ekki svar fyrr, því hann var að spóla á Sprengisandi með Hlyn og Rúnari. Það var reynda hellingur af liði á fjöllum í dag og í gær og var vhf stundum glóandi.
26.12.2007 at 12:34 #607720Ég fékk jólakort frá konunni sem í stóð: Ég skal setja 318 vélina úr Cherokee fjölskyldubílum okkar í Runnerin fyrir þig, strax á nýu ári. Eða voru þetta kannski bara draumar, það kemur allavega í ljós eftir áramótin.
Kv Ofsi
25.12.2007 at 15:06 #607672bara Skagfirðinga
25.12.2007 at 13:27 #607668En Setrið fór í dreifingu á elleftu stundu fyrir jól. Stjórnin biðst velvirðingar á töfunum, er það vegna þessa að stjórnin þurfti að sinna almennum stjórnarstörfum samhliða því að gera 108 síðan Setur fyrir ritnefndina. Látum við það ekki koma fyrir aftur heldur látum við björgunaraðgerðir ganga fyrir.
25.12.2007 at 09:30 #607620A-abb babb. Allt skemmtanahald bannað fram til 6.00 á annan í jólum. Hann sagði það biskupinn og ekki hefur hann rangt fyrir sér. Svo takið bara svisslykilinn úr aftur og bjórkippuna og hundskist inn aftur. Nema þið séuð að fara í Trúðaferða enda er það ekki talin skemmtun.
25.12.2007 at 00:19 #607660Upplýsingarnar koma úr félagatalinu Jóhann, sem er reyndar ónýtt. En vonandi verður það uppfært fljótlega. Og það er ætlunin að hringja í hvern félagsmann til þess að reyna að uppfæra félagatalið, þó svo að auðveldast væri að setja það á vefinn einsog deildirnar hafa gert.
Átta mig ekki alveg á þökkunum frá ritstjóranum, veit ekki fyrir hvaða aðstoð hann er að tala um. Því ég man ekki eftir því að við Agnes höfum aðstoðað neinn við gerð Setursins ??????????.
Kv Ofsi
23.12.2007 at 17:58 #607600á milli okkar Jón Garðar
Aðeins að varahlutunum en nafni kom með komment á það.
Ég lít svo á að ef ég á einhverja bíltegund sem er frekar algeng á íslandi. Og þá skiptir tegundin ekki mál, aðeins það að viðkomandi bíll hafi verið mikið seldur. Þá geri ég þær kröfur á viðkomandi umboð, að þeir eigi algengustu varahluti í bílinn hjá mér og verðinn sé innan skynsemismarka. Svo hvort það séu til varahlutir á öðrum stöðum er bara bónus.
Þó svo að það megi þakka snillingum einsog Jeppaþjónustunni Breyti, Stál og Stönsum, Ljónstaðabræðrum og mörgum fleirum fyrir lipurðina í gegnum tíðina.
Það eru til fjöldinn allur af góðum bílum í gegnum tíðina sem hafa hreinlega liðið fyrir slæma þjónustu hjá umboðunum í varahluta sölu og hefur þetta stundum drepið niður sölu á annars góðum bílum.
Aðeins meira, jú nafni það er að sjálfsögðu hægt að bera allt saman, og ekkert mál að bera saman 90 Cruser eða Toyotur eða Patrola eða eitthvað annað. Það er bara spurningin um það, í hvað á að nota jeppann. Það held ég að sé aðalatriðið. Við erum alltaf í þessum pælingum hvað á ég að fá mér næst og af hverju. Mér hefur t,d oft dottið í hug að fá mér 80 Cruser en hef svo dregið í land með það. Einfaldlega vegna þess að ég vill ekki borga einhverja miljón eða tvær extra einungis fyrir Toyota merki eða töluna 80 á afturhleranum. Því ég tel Toyota krómmerki ofmetið. En sennilega hefur Toyotan náð þessum standard fyrir góða umboðþjónustu í varahlutum. Menn mega ekki heldur taka þessu sem einhveri sérstaki gagnrýni á IH því sama ástand hefur ríkt víðar, en þó hefur nafnið Pöntunafélagið loðað við þá af einhverri ástæðu.
23.12.2007 at 10:05 #607582Bara svo það sé á hreinu, þar sem svona þræðir far oft úr böndunum þá er mér slétt sama hvaða tegund ég ek á. Allavega hef ég ekki sé ljósið í einni tegund frekara en annarri. Eitt sem kannski skiptir máli fyrir Gunnar í þessum vangaveltum sínum, þegar hann er að velta fyrir sér, hvað skuli kaupa. Allavega finnst mér það skipta máli. En það er þjónustan við bíltegundir og svo eldsneytiseyðsla.
Nú veit hann að Patrolar bila lítið en ef þeir bila þá má gera ráð fyrir stærri vandamálum en í Toyota en Toyotan bilar bara oftar. Hinsvegar skiptir þó máli að mun oftar eru varahlutirnir til í Toyotuna og oftar ódýrari.
Ef ég stæði í sömu sporum og Gunnar og þyrfti t,d að velja á milli 90 Toyota og Patrols og báðir væru á 38 tommu. Þá myndi ég frekar taka sjens á Patrolnum ef tilgangurinn væri að nota sem jeppa á fjöllum. Ástæðurnar fyrir þessu, þrátt fyrir lélegt umboð. Eru t,d að Patrolinn er á hásingu að frama, og þú átt möguleika á því að koma honum seinna á 44 tommu er áhugi er fyrir hendi. Ef þú hinsvegar stefnir að því að vera fararmaður og vilt bara spretta úr spori á harðfenni og vilt eiga bíl sem lúkkar vel í innkeyrslunni þá kemur 90 Cruser vel til greina.
21.12.2007 at 15:57 #604608Nýjustu fréttir af Setrinu, Blaðið er nú statt í góðu yfirlæti hjá Póstinum. Og er smá séns á því að það detti inn í skóinn hjá þeim sem hafa verði stilltir og góðir á árinu.
20.12.2007 at 00:07 #606180Eins gott fyrir þess landeigendur að vera í regngalla þegar ég kem á svæðið he he
19.12.2007 at 23:55 #605618fyrst minnst er á það ágæta blað. Það er komið úr prent vélunum og fer í deifingu á morgun. Það er sem sagt ekki víst að það nái með jólapóstinum.
En það er svo þykkt í þetta skipti að það mætti kynda með því Setrið í allan vetur. 108 bls
-
AuthorReplies