Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.08.2008 at 00:26 #625752
Það er alveg ljóst að við getum aldrei sagt að eitthvað sé 100% búið. Enda alltaf vafaatriði hvað sé slóð og hvað ekki. Í tilfelli Rangárþings eru eknar allar þær leiðir sem gangnamenn telja að eigi að vera gangnamannaleiðir til frambúðar auk alls annars sem vitneskja er um. Því verðum við alltaf að halda þeim möguleika opnum að eitthvað hafi gleymst eða ekki verið vitneskja um þegar mæling fer fram. Í tilfelli Rangárþings fáum við upplýsingar í gegnum gangamenn, fjallkóngar, bændur, landeigendur, ferðaþjónustuaðilar, Ferðaklúbbinn 4×4, Útivist, Landmælingar íslands, Slóðavinir ( vélhjólamenn ) og aðrir heimamenn sem taldir eru þekkja svæðið af sveitarstjórnarmönnum viðkomandi sveitarfélags.
Að gefa upp kílómetra segir félagsmönnum ekki mikið, hugsanlegt væri hægt að tala um fjölda leiða, nú eru í gagnagrunni 4×4 tæplega 300 ferlar í Rangárþingi ytra. En til þess að draga sem mest úr þessum fáeinu prósentum sem útaf standa væri auðvita gott á fá til liðs við okkur menn einsog þig sem þekki svæðið. En okkur er að finna undir ferlaráð.
Kv Ofsi
19.08.2008 at 23:33 #627380Ef við byrjum á Dölum. Þá var þetta marg prófað í sumar. En heyrði að endurvarpa væri að vænta á Fellströnd og sennilega á Skógsmúla og gæti það hjálpað til við gsm samband inn eftir Miðdölum en tæplega á Bröttubrekku. En ég skal prófa aftur fljótlega, ég er á leið í Dalina fljótlega. Steingrímsfjarðarheiðin var ekinn þegar vandræðin voru sem mest þarna 15 mars síðastliðinn. Þá var ekki samband frá Margrétarvatni niður að afleggjara út á Snæfjallaströnd. Þessu tékkaði ég vel á enda var ég að reyna að ná í lögregluna á Hólmavík vegna vörubíls í vandræðum á heiðinni. Var með hand gsm frá Vodafone og ekkert útiloftnet.
Ps var í sambandi við Hjört við mælingar og náðist gott samband við hann í NMT bæði við Gæsavötn og austarlega á Hafurstaðarheiði
19.08.2008 at 22:41 #625748Þar sem þú er með þetta svona á hreinu og gangnamaður, einsog sést á vefsíðu þinni. Ætti þér að vera ljóst að mælingar á Landmannaafrétt voru unnar með hemamönnum þ.a.s með félögum þínum. Þér ætti þá líka að vera ljóst hversu margar leiðir þeir vilja að verði lokaðar til framtíðar.
Kv Ofsi
19.08.2008 at 21:53 #625744Það var auðvita að þú þefaðir upp þennan fréttaþráð. Einsog þú segir erum óttalegir sleðar og langt í frá 100 % fólk. En líklega er best að fullyrða aldrei að eitthvað landsvæði sé 100% klárt, það væri óráðsía hin mesta. Að klára landið ofan hálendislínu tekur 2-3 sumur. Miðað við svipaðan akstur og við leggjum fram í sumar. Eða um 600-700 klukkustunda akstur. En 24-25 sveitarfélög eiga land innan hálendislínunnar. Að klára landið allt milli fjalls og fjöru, jamm sveitarfélöginn eru 75 samtals og þar af 50 utan þessara hálendislínu og sum af þeim eru lítið mæld samanber sveitarfélög á norðausturlandi sem ekki eru innan hálendislínunnar. En þó er hægt að áætla þetta nokkuð miðað við núverandi vitneskju. Ég myndi segja 7.5 ár á núverandi mælingarkrafti.
Þar að segja árið 2016 gæti landið verið mælt að fullu. En þetta er nú sagt án þess að mikið hafi verið lagst yfir tölur og vegalengdir.
Kv Ofsi
19.08.2008 at 19:06 #625740Nú eru búið að mæla með Landmælingum rúmlega 30 mælingadaga. Og hafa verið mældar hundriðir leiða, og flestar ofan við hálendislínuna eða við jaðar hennar.
Byrjað var að mæla Bláskógarbyggð og Grafningshrepp og fóru þeir Axel og Samúel í þær mælingar og Óskar Erlings fór og holufyllti þær aðeins. Okkur vitanlega eru einungis 2-3 leiðir eftir í þessum sveitarfélögum. Síðan fóru þeir Alli og Kári í Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp og kláruðu þeir sveitarfélöginn að mestu leiti og eru einungis örfár leiðir eftir í hvoru sveitarfélagi. Síðan lögðum við mikla áherslu á Rangárþing ytra. En þar voru vel á annað hundrað leiðir ómældar og eru þær flestar klára núna en þeir Hjörtur og Sverrir Kr hafa séð um þær mælingar, þær hafa einnig teygt sig yfir í Rangárþing eystra og Skaftárhrepp. Skúli H og Hjörtur mældu norður Sprengisand og kláruðu bæði Eyjafjarðarsveit og Akrahrepp og fór Hjörtur síðan austur í Þingeyjarsveit og mældi leiðir austan Skjálfandafljóts og í kringum Gæsavatnsskála og Réttartorfu. Á morgun fara svo þeir Dagur og Gísli Ólafur og hefja mælingar í kringum Jökulheima, en Jökulheimasvæðið tilheyrir Ásahrepp og var mælt töluvert í Ásahrepp vestan Köldukvíslar í fyrra. Hér að neðan er staðan við mælingar í nokkrum sveitarfélögum sem eiga land ofan hálendislínu
.
.
Grafningshreppur 99% klár
Bláskógarbyggð 95% klár
Eyjafjarðarsveit 99% klár
Rángárþing ytra 95% klárt
Akrahreppur 99% klár
Hrunamannahreppur 95% klár
Skeiða og Gnúpverjahreppur 95% klár
Borgarbyggð í vinnslu
Rangárþing eystra í vinnslu
Ásahreppur í vinnslu
Þingeyjasveit í vinnslu
17.08.2008 at 15:42 #627200Setrið megi þú lengi lifa.
Setrið á afmæli tra la la la
Húrra húrra húrra.
15.08.2008 at 00:23 #627420Heyrði að Hlynur og Maggi mhn ætluðu að vera saman með gátu básinn
15.08.2008 at 00:17 #627418Ég frétta af því að umhverfisnefndin ætlaða að sýna nokkrar stikur af ólíkum gerðum.
Og verður spennandi að sjá hvort plaststikur verða meðal sýningargripa.
Ps ferlaráðið býður upp á nýbakaða gps ferla með sultu og rjóma
14.08.2008 at 22:58 #627398það þarf að fá fjarskiptanefndina til þess að mæta með þessa stöð á bílasýninguna.
Það væri ekki verra ef þeir væru með gott kynningarverð á henni. Stebbi áttu mynd af loftnetunum eða ætli sé hægt að fá þau hjá Kaupfélaginu Akureyri.
14.08.2008 at 22:39 #627410Ætla enginn að hjálpa þér Sveinbjörn. Ég legg þér allavega lið, þá erum við tveir ef þú villt. Ps höfum bara einn jeppa á sýningunni svo þetta fari ekki úr böndunum hjá okkur.
Comon hvar er restin af liðinu.
Kv Ofsi J-88
14.08.2008 at 12:47 #627364Hæ ég er kannski að misskilja Snorra. En hér eru allavega smá upplýsingar um gsm samband í byggð og á fjöllum. Frá Bröttubrekku og alla leið að Þorbergsstöðum í Dölum er nánast ekkert gsm samband Sama á við um Miðdalina og ofan Sauðafells. Í Sælingsdal er hvorki gsm eða Tetrasamband. Í Hörðudal er hvorki gsm né Tetrasamband. Á Fellströnd er mjög takmarkað gsm samband. Á Skógarströnd er takmarkað gsm samband. Á Heydal er einnig stopult gsm samband.
Þessi gsm könnun var gerð bæði með Vodafone og gsm frá Símanum.
Á Þveröldu á Sprengisandi er gott Vodafone samband en fer að verða slitróttar þegar farið er til suður og niður í Illugaver. Þó má ná gsm sambandi á blettum í Illugaveri.
Barðaströnd var meira og minna sambandslaus á gsm
Steingrímsfjarðarheiði gsm sambandslaus þegar fer að halla niður í átt að Ísafirði.
En komið gsm samband niður við afleggjarann út á Snæfjallaströnd.
Flestir firðir í Djúpi án gsm
29.07.2008 at 07:25 #625914Kannski vegalengdin
Hugsanleg gæti hluti skýringarnar verið vegalengdin Reykjarvík-Húsavík um 900 km rúntur minnir mig. Á sama tíma og mikið er tuðaða um kreppu af óábyrgum ráðamönnum þjóðarinnar ( Geir H og Dabba á bakvið tjöldin ráðherra ).
Þetta er allavega líkleg skýring á lítilli hlutdeild þeirra sem búa á suðvesturhorninu.
29.07.2008 at 07:19 #626518Einhverstaðar held ég að ég hafi lesið það að það hafi nú bara verið vegna þess, að norðlenskir ver menn hafi notað leiðina um norðlingar lægð. Sem í sjálfum sér er nú ekki merkilega skýring. Þó þætti manni það frekar líklegt að einhverjir norðanmenn hefðu lent þarna í einhverjum hremmingum.
En af því að Hlynur minnist á Klofajökul, þá finnst mér sérkennileg að nafnið Vatnajökull hafi orðið ofaná því mig minnir að það sé mun yngra. Sama á auðvita við um fleiri örnefni. En kannski Klofajökuls nafnið verði tekið upp aftur ertir 50 ár þegar jökulinn hefur minkað og orðin svipaður og hann var í dentíd.
25.07.2008 at 12:02 #626332Það er ljóst að vægi 12 krónanna verður minna og minna eftir sem eldsneytisverð hækkar.
Þrátt fyrir þessar lækkanir undanfarna daga. Þá á eldsneytisverð eftir að hækka fljótlega aftur. Enda fara möguleikar á olíuframleiðslu minnkandi í heiminum á sama tíma og eftirspurn eykst stöðugt í þriðjaheiminum. T,d kom það fram í fréttum að olíulindir rússa duga einungis til þess að framfleyta heiminum í 3 ár, ekki mikið það, þannig að það er ljóst að það minkar sem af er tekið.
En aftur að samningnum, þá var aldrei lokað á þann möguleika að um breytingar gæti orðið á krónutölu afsláttar til félagsmanna.
25.07.2008 at 11:52 #625882Hvað þýðir þetta Mæru- eiginlega ????
25.07.2008 at 11:51 #626420Vafalaust hefur hópurinn Björgum Íslandi margt til síns máls. Það er ekki spurningin.
En við verðum víst að lifa á einhverju og rafmagnsframleiðsla er auðveld leið til þess að skapa atvinnu og aur í kassann. Og er ég fjandi vel sáttur við stækkun Hellisheiðarvirkjunar og sáttur við virkjanir almennt á Hellisheiðarsvæðinu og Reykjarnesi ásamt virkjunum í neðanverði Þjórsá. Ég get líka sætt mig við Búðarhálsvirkjun, þó svo að ég gráti aðeins Trippavað og Köldukvíslarvað.
En þegar kemur að Austari og Vestari Jökulsám og Torfajökulssvæðinu þá verð ég að segja hingað og ekki lengra.
Kv Ofsi
25.07.2008 at 11:37 #626414Kemst ekki, en verð með ykkur í huganum. Hæ og svo muna eftir því að fara í Ostakerið á Húsavíkurhöfð. En þar er sérdeilis skemmtilegur baðstaður. Bara snilld.
25.07.2008 at 11:24 #626166Það er ljóst að göngumenn, vélhjólamenn og hestamenn eru komnir í svipaða stöðu og við jeppamenn. Þar að segja að landeigendur eru sífellt að loka fleiri og fleiri leiðum, þrátt fyrir að um gamlar hefðir séu um umferð sé að ræða, jafnfel margra alda hefð. Þess vegna er athyglisvert að sjá að Sigurður Líndal minnist á hefðarréttinn og talar um að lámarki 20 og hugsanlega 40 ár. Það segir okkur að t,d að kominn er hefðarréttur á flesta okkar slóða. Enda má segja að flestir þeirra hafi verið eknir frá og upp úr 1950. Og eru við þá komnir með u.þ.b 60 ára notkun víða. Og leiðið í kringum Setrið eru komnar með yfir 20 ára hefðarrétti í það minnsta af 4×4 félögum. Það getur skipt okkur máli í sambandi við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum ( ég veit reyndar ekki hver er staðan í þeim málum ) en í undirbúningaferli stækkunar friðlandsins voru nánast einu hagsmunaraðilar á svæðinu ( þar að segja Ferðaklúbburinn 4×4 ) algjörlega sniðgenginn.
Ef vitnað er í viðtal við Sigurð Líndal lagaprófessor sem birtist í Eiðfaxa 2003 þar sem hann vitnar í Jónsbók frá 1281, landsleigubálk 24. Þar segir að mönnum sé heimilt að ríða um annara manna land og almenning og æja þar. Þessi túlkun Jónsbókar er svo staðfest í náttúruverndarlögum þar sem í þriðja kafla laganna er nánar fjallað um einstök atriði og takmarkanir þessa almannaréttar, einkum í 12. – 16. grein þeirra.
Meginreglan er sem sé sú að mönnum er heimil för um landið, þar á meðal um eignarlönd og heimil dvöl á landi í lögmætum tilgangi. Ekki er þörf á að fá sérstakt leyfi til að fara um óræktað land og heimilt er að hafa lausa hesta með í för. Ferðamenn, þ.m.t. hestaferðamenn, skulu sýna landeigenda eða rétthafa lands fulla tillitssemi einkum er varðar búpening, hlunnindi eða ræktun. Á eignarlöndum má að fengnu leyfi slá upp aðhaldi eða næturhólfi, enda valdi hrossin ekki landspjöllum. Á hálendinu er heimilt að æja á ógrónu landi og hafa skal fóður í næturstað. Þegar farið er um náttúruverndarsvæði ber mönnum að hafa samráð við landverði og fylgja leiðbeiningum þeirra.
Landeigandi getur unnið eignarhefð á tilfæringum bundnum við fornar þjóðleiðir og þeir sem hafa farið um slíkar þjóðleiðir geta unnið afnotahefð og þannig helgað sér rétt til umferðar. Þar kæmi til 20 ára hefðartími, hugsanlega 40 ára, ef slíkur réttur teldist til ósýnilegra ítaka.
Mikilvægasta heimildin fyrir hefðbundnum og fornum reiðleiðum eru dönsku herforingjaráðskortin ( atlaskortin ) frá fyrsta áratug síðustu aldar. Hafi leiðum á þeim ekki verið mótmælt í orði eða verki, má líta svo á að þær séu verndaðar af hefðarrétti, en undantekningar geta þó verið á því. Ef einhver vill véfengja reiðleiðirnar á herforingjaráðs-kortunum, sem kortlagðar voru í góðri trú, þá hvílir á honum sönnunarbyrði um að hún sé ekki hefðbundin þjóðleið, ekki á þeim sem vilja fara þessa leið ríðandi eða gangandi.
23.07.2008 at 10:16 #626310Samningurinn er jú meira en bara 12 kr afsláttur til félagsmanna.
16.07.2008 at 11:24 #625042Samkvæmt fréttum í 24 Stundum í dag
Þá er búið að loka á þá ferðaþjónustuaðila sem ekki greiða glápgjald, í Kerinu.
Þetta hlýtur að vera eitthvað sem Ferðaklúbbnum 4×4 kemur við sem hagsmunaklúbb jeppaferðamanna. Allavega hefur klúbburinn tekið þá afstöðu á undanförnum misserum að gæta ferðafrelsisins. Samanber í ferlunarmálunum þar sem unnið er í því að sporna við fjöldalokunum á slóðum hálendisins. Einnig hefur klúbburinn lagt sig eftir því að fá aðkomu að ýmsum reglugerðarbreytingum og fleira og fleira.
Ekki er hægt að líta á málefni Kersins sem eitthvert einstakt mál, því þetta hefur auðvita fordæmisgildi, eftir því hvernig fer. Næst munu þeir sennilega vilja rukka glápgjald af öllum ferðamönnum sem koma og glápa á Kerið. Þeir gætu sennilega skellt því á strax næsta sumar svona þegar menn eru búnir að venjast tilhugsuninni.
Nú veit ég ekki tilurð þess, hvernig eða af hverju þessir aðilar eignuðust Kerið. En ef þetta eru fjármálamenn sem hafa eingöngu keypt Kerið með það í huga að gera það að peningauppsprettu þá eru ferðamenn í slæmum málum. Hverjir koma næst og vilja fá glápgjald. Væri ekki í lófa lagi fyrir Hveravallarfélagið að rukka inn við afleggjarann inn að Hveravöllum. Eða fyrir Pál og félaga í Kerlingarfjöllum og fleiri. Ef þessi háttur verður ofáná, þá fer glápgjaldið einsog eldur í sinu út um allt. Því við íslendingar erum nú þannig að ef ein beljan mígur……….. ég minni bara á þegar allir ætluðu að verða ríkir á vídeóleigum eða þegar allir fóru í fiskeldi eða loðdýrarækt. Þannig erum við bara.
Klúbburinn það að taka afstöðu til þessara mála. Kv Ofsi ferðafrelsisfrömuður
-
AuthorReplies