Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.08.2003 at 17:33 #475650
Mikið djöfull eruð þið skemmtilegir, svona nokkuð hefur ekki gerst lengi, ekki síðan Lúter fannst grátandi bak við
kamarinn upp í Setri. Sennilega hefur hann átt að þrífa kamarinn og grátið þessvegna. En það er kolómulegt að fallast svona í faðma í lokinn, loks þegað fjör var að færast í leikinn. Deila út bros köllum í búntum usssss bara. Reyndar gleymdist í upptalningunni hér að ofan segja frá því að Súkkur eru ekki jeppa, og henta best fyrir gamlar konur í búðar rölt.
En svona að öllu gammi sleftu, þá þykir mér nú um gangur um skála allment góður. Og skil ekki alveg þessa neykvæðu umræðu, td hafa ferðalangar staðið sig vel í umgengni um Setrið og skil á skálagjöldum hafa stórbatnað að ég held. Og veit ég ekki betur en Skálanefnd sitji á digrum sjóð.Ps þið megið allveg setja út á stafsetninguna ef þið hafið akúrat ekkert þarflegra að gera
Slóðríkur.
15.08.2003 at 07:07 #475556Væri ekki ráð fyrir þig að skoða jeppan hans Rallý Palla.
Það er bíll á góðu verði, en það er bensín Pajero, með öllum pakkanum Ló Ló og alles. Og svo er þetta sögu frægugur bíll hann "Eiríkur" og ekki væri nú dónalegt ef þú fengir ferðasöguna um það þegar hann fór á Eiríksjökul í kaupbæti.
Slóðríkur.
14.08.2003 at 17:35 #475474Já þið segið nokkuð, borga borga ?? en þá spyr kannski einhver en hvað með skálanefndina eða hjálparsveitina eða eða ?.Þannig að þetta er kannski ekki auð leyst nema það að ég lít svo á að sá sem tekur eitthvað að sér fyrir klúbbinn þá sé það hans að leysa það hvort sem hann fær til þess að keypta aðila eða sjálfboðaliða úr klúbbnum.Ég vil þó enn benda á að það eru til all margir atvinnu tölvunördar innann klúbbsins.
14.08.2003 at 06:50 #475466Maggi minn fynnst þér eðlilegt að nefndir klúbbsins séu að vista síður sínar á örðum stöðum ?. Er ekki eðlilegra að Oddur fái þá aðstoð sem til þarf til þess að kippa þessum hlutum í lag. Væri ekki síðan lýðræðislegt að formaður klúbbsins og formenn nefnda gætu sjálfir átt við sína dálka. Það er búið að kvarta yfir ýmsu á síðuni og margar góðar hugmyndir komið fram, en þær virðast ekki ná eyrum vefstjóra. En þó ætla ég að þakka honum sérstaklega fyrir það að hafa hent út nokkrum lítilmennum sem ekki höfðu þor til þess að skrifa undir nafni. En það er jú eitt af því sem þarf að laga varanlega því en eru slíkar greinar að poppa upp annað slagið.
Slóðríkur.
14.08.2003 at 06:36 #475490þetta líkar mér menn komnir snemma á lappir, enda góður pistill frá ólsaranum. En ég hef oft tekið eftir því þar sem stiku fátækt ríkir. Þá á fólk það til að burra út í bláinn.En eru þetta ekki útlendir ferðamenn sem vita ekki betur sem standa fyrir þessu að miklu leiti???
Slóðríkur.
13.08.2003 at 20:35 #475462Ég er nú sammála þér Emil, það ríkir þvílíkur doði yfir síðunni. Jón Ebbi benti á þetta í öðrum þræði en ég sá ekki að neinn hefði svarað því. En hvað er til ráða, kaupa þessa vinnu úti í bæ. Nei ég held að það sé fjöldinn allur af mönnum í klúbbnum sem hafa getu og áhuga á því að hressa upp á síðuna. En þá verða þeir að fá tækifæri til þess. Reyndar á klúbburinn næga peninga til þess að græja þessa síðu strax á morgunn. En hvernig er það eiginlega hvílir öll þessi vinna á Oddi einum eða hvað ? eru ekki fleiri í nefndinni? Félagar látið nú í ykkur heyra. Og komið með tillögur um hvað er til ráða.
Schaba.
29.07.2003 at 17:46 #475112fyrirgefðu Benidikt við vorum farnir vítt og breytt í okkar vatnasulli, en ég heyrði í jeppa fólki frá Keflavík í dag sem var á leið inn að Hofsjökli og ætluðu að reyna að komast leiðina suður af Skiptabakkaskála og síðan Eyfirðingaveg austur að Ingólfsskála. Það verður spennanda að heyra hvernig hvernig þeim gengur að eiga við Vestari Jökulsá.
Jón Snæland.
28.07.2003 at 17:43 #475096Mér skildist á skálaverðinum í Laugarfelli að slóðinn inn að Hofsjökli væri í tengslum við jöklaransóknir sumarið 2002. Getur það verið ?
Jón Snæland.
27.07.2003 at 20:49 #475090Vorum að þvælast þarna síðustu daga með aðsetur í Laugarfelli. Skruppum við inn að Ingólfsskála og þurftum því að fara Hnjúkakvísl á vaði á Skagafjarðarleiðinni, en það er af henni að segja að óvenju mikið vatn hefur verið í henni undan farið að sögn skálavarðar í Laugarfelli. Vatnadýpið var upp fyrir stigbretti á 38" Runner en hjól fóru þó aldrey á kaf. Er hún því að verða varasöm minnstu jeppum. Fjórðungskvíslinn við Nýjadal var vatns lítil og fær öllum, en þó eru leiðindar bakka við hana og áttu rútur í erfiðleikum með hversu krappt vaðið var.
Við kíktum einnig á Vestari Jökulsá á Eyfirðingaveg við Ingólfsskála og var hún einungis fær Bátafólkinu.
Jón Snæland.
15.07.2003 at 21:36 #474870Sorry kallin ég held að afmælisbókin sé en í vinnslu og komi með haustinu. En ég fatta ekki alveg hvers vegna þú er búinn að borga bók sem er enn í vinnslu. Myndir þú kaupa bíl og borga sem ætti að framleiða ein hvern tíman seinna ????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????? fatta þetta bara ekki.
15.07.2003 at 07:16 #474856Dreifingin hófst í gær mánudag, svo hún hlítur að skila sér fljótlega.
14.07.2003 at 23:47 #474852Jú það er rétt að það er hægt að fá eldsneyti á Aðalbóli.
En að sunnanverðu er síðast bensí eða dísel í Hrauneyjum, Það er búið að leggja niður alla þjónustu í Versölum. en síðan er hægt að fá eldsneyti á Brú ef þú ferð niður Bárðardal. Einnig er eldsneyti á Möðruvöllum. En hvað er þetta keyptu bara af mér Óbyggðar bókina þar segi ég frá því hvar er styðst í eldsneyti, frá flestum stöðum á hálendinu.Góða ferð.
09.07.2003 at 22:20 #474792Hægt er að fá eldsneyti á Möðruvöllum, sem er lítill krókur úr leið. Einnig er eldsneyti á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.
Góða ferð.
28.06.2003 at 11:33 #474558Hvernig væri að þú kynntir upp með sögu Eyþór. Svona til þess að fá menn í gang. Þú gætir byrjað á því að segja okkur frá tveim óðum mönnum sem reyndu að bakka upp Krossá á Willis ???????????????.
Slóðríkur.
27.06.2003 at 22:11 #474554Ég held að þetta sé bara kjaftæði með grjótkastið í árnar, reyndar held ég að menn séu bara að reina grynka í ánum með þessu grjótkasti, vegna vatnshræðslu. Annars ætlar Hlynur Snæland að vera með kennslu í vatnaakstri í sumarferð Flugsveitarinnar í ár, svo það er bara að skrá sig Eyþór, þú veist hjá Lúffa.
En kenslustundinn fer fram í Múlakvisl, þar sem Múlakvísl og Sandvatn koma saman. Og það verður baaara gaman.Jón Snæland.
PS hvar í fja"$%#&um á að skrá sig í Langjökulsrallið?????????????????????
25.06.2003 at 19:58 #474472Þessi leið er ekki fær fyrir þig fyrr en í fyrsta lagi í ágúst ef snjóa hefur tekið upp í dalverpinu austan við Pokahrygg (Mógilshöfða)Og svo ættir þú að skoða linkinn Færð á fjöllum á aðal síðunni þar er ný lýsing af færð í Hrafntinnusker, Ég frétti af mönnum sem voru þarna á ferð Jónsmessuhelgina á mikið breyttum jeppum og urðu þeir fyrir verulegum töfum.
Jón Snæland.
23.06.2003 at 22:51 #474404Nýjar myndir frá Landgræðsluferðinni á this.is/rotta
23.06.2003 at 22:50 #474402Nýjar myndir frá Landgræðsluferðinni á This.is/rotta
19.06.2003 at 23:32 #474342Ég hef kanski ekki neina þumalputta reglu, en ef svo væri þá væru þær kannski margar. En hvað um það þá er atriði númer eitt að þrífa bílinn vel fyrir sprautu. Fáðu þér sílikoneyðir og hreina tusku og þrífðu boddýið hátt og lágt. Því ekkert er leiðinlegra en ryk í lakki.
Fáðu þér síðan klístur dúk, þeir eru einota og festist vel í þeim ryk. Síðan er að blása bílinn vel, og er þá gott að nota hendina og strjúka yfir boddýið í leiðinni. Og þegar þú heldur að þú sért tilbúinn þá blæstu einu sinni enn.
ef þú ert óvanur notaðu þá fast þynnir í lakkið, því betri er þurr sprautun en rennsli. byrjaðu á því að sprauta létt yfir föls, brettakanta, þakrennur og þá staði sem erfitt er að komast að því það mínnkar hættuna á rennsli. síðan reikna ég með að þú sprautir bílinn tvær umferðir.
Sorry það er erfitt að spá meir í þetta þegar ekki er vitað hvaða efni er verið að nota og hversu mikið þú hefur sýsslað við þetta áður og svo framvegis.
Ef illa fer þá er bara að sprauta aftur, þú getur alltaf sagt að þér hafi ekki líkað liturinn.
Chaba-leget.
10.06.2003 at 23:11 #473858Hvað segir BÞV um skilgreiningu OGUD á slóð, ef hægt væri að fínpússa þá skilgreiningu, þá værum við í góðum málum.
Og hvað þarf til, til þess að myndist "hefð" eða er það kannski breytilegt eftir því hvað um er að ræða hverju sinni ?. Ég vildi ekki byrja á lengri upptalningu á Slóðríkum mönnum en ég er sammála þér að þeir eru margir í 4×4 sem búa yfir mikilli þekkingu á hálendinu, og Hlynur er einskonar endurfæddur Vatna-Brandur þrátt fyrir að Brandur sé ekki allur.
-
AuthorReplies