Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.10.2010 at 22:22 #705822
Ég vill endilega nota hérna tækifærði og þakka Páli Ásgeiri kærlega fyrir pistla sína á eyjunni.is og öðrum stöðum. Pistlarnir hafa vakið fólk af væru blundi og varpað ljósi á þá miklu öfga skoðanir sem við er að glíma. Hvet ég því Pál til þess að halda áfram á sömu öfgabrautinni svo almenningur fari að sameinast gegn þessari fámennu öfgaklíku sem Páll tilheyrir.
PS er þá málið að hafa Járnsíðu í hanskahólfinu
11.10.2010 at 21:05 #705806Þessi bráðskemmtilegi öfgapistill var á bloggi Páls Ásgeirs í dag he he he
HF // 11.10 2010 kl. 11:45
Það er full ástæða til að vernda venjulegt fólk fyrir tækjaóðum mönnum sem vilja eigna sér landið og allt sem á því er. Þarna á ég annars vegar við jeppa og vélhjólamenn og hins vegar við byssumenn. Oft fer þetta þó saman. Það er ótrúlegt að hlusta á málflutning byssumanna í fjölmiðlum þar sem þeir lýsa þeim skoðunum sínum að sem minnst höft skuli vera á því hvað, hvar og hvenær þeir megi skjóta dýr og fugla. Þetta er sumir hverjir stórhættulegir menn sem ganga um landið með drápsglampa í augum.
Hvað varðar jeppa og vélhjólamenn þá hef ég reynslu af því sem landeigandi að þessir menn spóla yfir hvað sem er án þess að biðja um leyfi. Mér finnst að hreinlega ætti að gera upptæk ökutæki sem spæna í leyfisleysi yfir allt sem á vegi þeirra verður.
11.10.2010 at 20:51 #705804Var pistlinum ekki eytt út á 0,1 sek, sýnist það allavega.
09.10.2010 at 17:40 #705790Það er nú leiðinlegt að Skúli skuli ekki vilja bera í bætiflákann fyrir FÍ. Það hefði verið svo fjandi gaman að takast á við hann um það góða og einokunarfélag sem FÍ er orðið.
Sennilega snúa einhverjir forkólfar FÍ sé við í gröfinni yfir andanum sem ríkir í fremstu víglínu þess meinta félags/fyrirtækis. En að því að spyrða við einsog Dagur gerir hér að ofan. Þá eru fjölmörg fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Ætla ég hér að minna á eitt fordæmi sem Skúli gæti kannast við, en gæti þó verið búin að gleyma. Árið 2005 gaf ég út bók sem heitir “Utan alfaraleiða”. Einhvertímann eftir að bókin kom út, þá lýsti einn yfirmaður Ust yfir ónánægju sinni vegna þess að í bókinni væri hin hættulega leið um Hófsvað. Til þess að lýsa yfir óánægju sinni, þá hringdi hann í formann 4×4 (ekki í höfundinn). Mig minnir að þetta hafi hvorki verið fyrsta eða síðasta skipti sem formenn hafa fengið svona upphringingar. Það má því segja að Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun sé þér ósammála Skúli, hvað það varðar að spyrða VIÐ.Það að þér Skúli hafi tekist að sitja allan hringinn við borðið og komast frá því með sæmd. Er alls ekki á færi allra og fáir sem pössuðu í það skófar þitt. Þegar þú varst framkvæmdarstjóri Útivist, formaður Ferðaklúbbsins 4×4 og formaður Samút.
Ég er sammála Degi að því leiti að það sé erfitt fyrir Pál að halda það að hann geti stimplað sig út úr FÍ í hvert sinn sem hann tjáir sig á eyjunni og þá sérstaklega þegar hann fjallar um útivist og hálendismál.
kv Ofsi
29.09.2010 at 06:43 #704418Verklagið
Það er orðið nokkuð ljóst að allt verkferlið er í skötu líki. Þjóðgarðsráðið sendir frá sér langan lista um meint fundarhöld með hagsmunaaðilum (höfum séð svona áður). Og reynt er að flagg meintu víðtæku samráði við útivistarfólk og ferðaþjónustuna. Flestir þessara funda voru með þeim hætti að sem fæstir vissu af þeim fyrr en við lásum upptalninguna eftirá. T,d fékk f4x4 aldrei að vita um fundi á norðursvæðinu. Þær upplýsingar sem fengust um vestursvæðið voru í gegnum oddvita Ásahrepp og í gegnum Hlyn Snæland eftir krókaleiðum. Svona var verkferlið meir og minna (í drasli). Síðan var það meir og minna tilviljunum háð hverjir fengu fundarboð á undirbúningsfundi.
Þetta nákvæmlega sama hefur verið að gerast í Slóðamálunum, Reykjarnesfólkvangi og friðlandinu í Þjórsárverum. Það er tími til kominn að ríkisbatteríið fari að taka upp fagleg vinnubrögð og efna Árósarsamninginn og önnur loforð sem hafa verið gefinn um samráð og hætti að slá á útréttar hendur útivistarfólks.
Ég vill en og aftur þakka öllum Eyfirðingum fyrir sína vinnu vegna Vatnajökulsgarðsins. Frábærlega vel framsettar athugasemdir.Það eina rökrétta sem ráðherra getur gert í núverandi stöðu. Er að senda verndaráætlunina aftur heim í föðurhús. Þar sem farið væri vel í gegnum þær athugasemdir sem hafa borist. Og ferðaþjónustu og útivistarfólki (öðru en eingöngu elítu göngufólki) væri hleypt endurskoðun verndaráætluninni/skipulagi ef sátt á að nást um garðinn.
28.09.2010 at 20:52 #704510Við sendum Tryggva auðvita með tvöfalda yfirvigt af límmiðum. Tryggi kemur til mín og sækir miða fyrir ykkur. Ég veit ekki hvernig fánamál standa.
Bjallaðu á starfsmanninn á morgun með það
Kv Jón Snæland
28.09.2010 at 20:26 #214846Pakki til Skagafjarðardeildar
Vantar að koma límmiða pakka til Skagfirðinga sem fyrst. Er einhver á leiðinni norður sem gæti reddað þessu
Upplýsingar í síma 6997477 kv Jón S“#&##%
28.09.2010 at 17:55 #704404Takk kærlega fyrir linkinn á þessa frétt. Frábær grein hjá Ella. kv Jón Snæland
26.09.2010 at 20:36 #703674Unnar Garðarsson vert og greifinn af Hólaskógi bíður öllum fría gistingu í skálanum á meðan húsrúm leifir á föstudags og laugardagskvöldinu í tengslum við jarðarför ferðafrelsisins. Allar upplýsingar um skálann og fyrirtækið á http://www.obyggdaferdir.is/
21.09.2010 at 23:10 #703640Nú þarf að fjölmenna
kv OfsiPS og dreifa þessu á feisinu
16.09.2010 at 20:25 #703100Undir þessum link er hægt að hlust á Sveinbjörn á Bylgjunni
Forkólfar í ferðaþjónustu ræddu friðun lands og áhrif þess á útivistarfélög innanlands.
http://bylgjan.visir.is/?PageID=2805
16.09.2010 at 18:58 #703096Óskar Erlings eða Sveinbjörn hljóta að vera að sjóða saman frétta af atburðinum í dag hjá Svandísi. En því miður komst ég ekki með myndavélina mína en hafði af því njósnir að Óskar mætti með sína vél svo við fáum væntanlega að sjá árangurinn fljótlega
Kv OfsiPs ps þá var Sveinbjörn formaður á Bylgjunni 989 í gær hjá Þorgeiri Ástvalds í þættinum Reykjarvík síðdegis, helvíti gott hjá honum og fulltrúa hestamanna sem einnig var með
16.09.2010 at 18:39 #214583Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra voru afhentar 6000 mótmælaundirskriftir í dag vegna Vatnajökulsþjóðgarðs sem söfnuðust aðalega á tveim dögum
Hérna er mynd af undirskriftunum sem búið var að binda inn í 60 síðna rit http://www.facebook.com/group.php?gid=110770875622867&ref=ts#!/profile.php?id=1019074319
14.09.2010 at 22:58 #70272409.09.2010 at 22:39 #702516Á mánudaginn síðastliðinn þann 6 september, fengu fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 loks eftir nokkra ára baráttu að hitta þá sem fara með málefni stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. ( en mönnum er kannski minnisstæðir pistlar um Árna Bragason fv Ust hvernig hann sniðgekk F4x4 á sínum tíma).
Fulltrúar F4x4 var úthlutað 7 mínútum og 30 sekúndum til þess að útskýra mál sitt. Á þennan fund mættu Óskar Erlingsson og Jón G Snæland sem fulltrúar f4x4. Þar sem fulltrúar hestamanna, Sóðavina og LÍV mættu ekki. Þá fengum við úthlutað þeirra tíma einnig og reddaði það málunum. Var því hægt að fara dálítið djúpt í málefni og ræða vetrar og sumarleiðir ásamt Setrinu ofl. Fulltrúarnir sem við hittum var forstjóri Ust og starfsmaður Ust ásamt fulltrúa þjóðlenda og 9 sveitarstjórnarmenn sem hafa með málefnið að gera. Ákveðin var framhaldsfundur með starfsmönnum Ust. Þar sem farið verður í gegnum fleiri þætti, en f4x4 hefur lagt til gps grunn vegakerfisins ásamt upplýsingum um mannvirki í stækkuðu friðlandi.
kv Jón G Snæland
09.09.2010 at 22:27 #702514Athugasemdir Ferðaklúbbsins 4×4 við drög að friðlýsingarskilmálum 24.ágúst 2010 um friðlandið í Þjórsárverum og verndun rústamýravistar
———————————————————————————————————Hér verður fjallað um nokkur atriði sem komið hafa upp í umræðu innan Ferðaklúbbsins 4×4 vegna erindis Umhverfisstofnunar sem barst klúbbnum ásamt fundarboði hinn 26. ágúst síðast liðinn.
Í 2. gr. tillögunnar segir að markmið friðlýsingarinnar sé meðal annars að tryggja víðtæka og markvissa verndun sérstakrar landslagsheildar. Álykta má að Hofsjökull allur sé tekinn undir friðlandið með vísan til þessa. Rök fyrir því að taka jökulinn allan undir friðlandið eru hins vegar óljós og ómarkviss, enda er í tillögunum fyrst og fremst fjallað um gróðurfar og dýralíf, mannvirkjarústir og menningarminjar. Slíkt finnst ekki á Hofsjökli og þess vegna skortir rök fyrir því af hverju eigi nú að taka Hofsjökul allan undir friðlandið. Í lokaorðum 2. gr. tillögunnar er nefnt að markmiðið sé einnig að vernda samspil jökuls og jökullandslags við gróðurlendið í Þjórsárverum. Sú tilvísun breytir engu um að rökstuðning skortir fyrir því að taka allan Hofsjökul undir friðlandið. Núverandi friðland nær upp í Hofsjökul og þar með er þegar verndað samspil jökuls og jökullandslags við gróðurlendið. Slíkt samspil er ekkert þegar komið er langt inn á jökul, hvað þá þegar komið er norður fyrir hábungu jökulsins, enda sést það svæði jökulsins alls ekki frá Þjórsárverum, ekki rennur vatn þaðan inn í friðlandið og slík friðun hefur því ekkert gildi út frá þeim markmiðum sem að er stefnt. Lagt er til að friðuðu svæði á Hofsjökli verði ekki breytt frá því sem nú er.
Í 3. gr. tillögunnar er fjallað um mörk friðlandsins skv. tillögunni. Með tillögunni er friðlandið stækkað mikið. Hér er sérstaklega horft til stækkunarinnar til suðurs, suðvesturs og vesturs af því að á því svæði er friðlandið stækkað þannig að það nær inn á svæði þar sem hefðbundnar ferðaleiðir liggja að og frá Setrinu, skála Ferðaklúbbsins 4×4. Ferðaklúbburinn 4×4 telur að markmiðum friðunarinnar sé hægt að ná fram án þess að fara með slíkum hætti inn á svæði þar sem þessar ferðaleiðir liggja og án þess að Setrið sé innan friðlandsins. Lagt er til að mörk friðlandsins séu endurskoðuð með þetta í huga.
Í 5. gr. tillögunnar er vísað til þess að nánar sé kveðið á um vöktun í verndaráætlun friðlandsins. Sú verndaráætlun mun ekki liggja fyrir ennþá og Ferðaklúbburinn 4×4 hefur ekki sé hana, né drög að henni. Ferðaklúbbnum 4×4 er afar mikilvægt að koma að vinnslu slíkrar verndaráætlunar af því að þar má búast við að settar verði fyllri reglur um ýmis atriði og klúbburinn á mikilla hagsmuna að gæta vegna Setursins, sem er einn stærsti og best búni fjallaskáli landsins. Setrið er mikið notað og ekki aðeins af félögum Ferðaklúbbsins 4×4 heldur einnig af ferðaþjónustuaðilum, bændum, vísindamönnum og öðrum sem erindi eiga inn á svæðið eða ferðast um það. Klúbburinn hefur verið í góðu samstarfi við sveitarfélagið, bæði vegna skipulags- og byggingarmála, umhverfismála, o.fl. og óskar jafngóðrar samvinnu við Umhverfisstofnun og ráðgjafanefnd um friðlandið, hver sem mörk friðlandsins verða. Farið er fram á að Ferðaklúbburinn 4×4 fái að koma að vinnslu verndaráætlunar friðlandsins.
Í 6. gr. tillagnanna er fjallað um fræðslu. Meðal annars er mælt er fyrir um að Umhverfisstofnun, í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu muni koma upp skiltum við leiðir inn á friðlandið. Nánar á að kveða á um fræðslu í verndaráætlun friðlandsins og það er skilið sem svo að þar verði einnig fjallað um merkingar við leiðir inn á friðlandið. Ítrekað er um hagsmuni Ferðaklúbbsins 4×4 vegna ferðaleiða að og frá Setrinu, sem einnig liggja austan frá, yfir Þjórsá og þess vegna er ítrekuð ósk um aðkomu klúbbsins á vinnslu verndaráætlunarinnar.
Í 10. gr. tillagnanna er meðal annars talað um viðhald á vegum og vitnað er í kort í fylgiskjali. Á korti 5c sem fylgdi tillögunni munu vera merktar inn þær slóðir sem Umhverfisstofnun er kunnugt um, án þess að tekin hafi verið afstaða til þess hvort þær verði allar opnar til almennrar umferðar, eða á hvaða tíma árs. Fara þarf vel yfir þessar slóðir og flokka þær. Við þá vinnu getur Ferðaklúbburinn 4×4 miðlað af mikilli þekkingu félagsmanna sinna og býður fram aðstoð sína.
Í 10. gr. tillögunnar er getið um upprekstur á svæðið og sagt að um hann fari eftir reglum, sem viðkomandi sveitarstjórnir setji að fenginni umsögn ráðgjafanefndar. Í núgildandi auglýsingu um friðlandið, nr. 507/1987, er fjallað um þetta í 8. reglu:
„Reglur þessar hagga ekki hefðbundnum rétti bænda til umferðar vegna nytja og leita á svæðinu. Um upprekstur á svæðið fer eftir reglum, sem viðkomandi hreppsnefnd eða stjórnir afréttarmála og Umhverfisstofnunar setja að fengnum tillögum ráðgjafanefndar.“
Spyrja má af hverju Umhverfisstofnun eigi ekki að setja reglur um upprekstur að fengnum tillögum ráðgjafanefndar og viðkomandi sveitarstjórnar. Með því væri hnykkt á yfirstjórn Umhverfisstofnunar á friðlandinu, sem virðist eiga að vera hin almenna regla laga.Í núgildandi reglum er tekið fram að bændur hafi hefðbundinn rétt til umferðar vegna nytja og leita. Það er hins vegar óskilgreint hvað felst í hefðbundnum rétti, hvers konar umferð er leyfð og hvað flokkast undir nytjar á svæðinu. Um rétt tiltekinna hagsmunaðila til notkunar vélknúinna ökutæka utan vega mun hafa verið vísað til 2. mgr. 17. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999:
„Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, í reglugerð á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.“
og 2. mgr. 5. gr. reglugerðar um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands nr. 528/2005:
„Heimilt er ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, línulagnir, vegalagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, rannsóknir, landmælingar og landbúnað enda sé ekki unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt. Sérstök aðgát skal viðhöfð við aksturinn til að draga úr hættu á náttúruspjöllum. Hafa skal fullnægjandi útbúnað til slíks aksturs. Við framangreindar athafnir skal leita leiða til að flytja efni og annað sem til þarf á þann hátt að ekki sé þörf á akstri utan vega. “
Þar er fjallað um rétt tiltekinna hagsmunaaðila til umferðar sem almenningi er óheimil. Í 10. gr. tillögunnar er ekkert fjallað um umferðarrétt bænda eða annarra hagsmunaðila um svæðið. Ef ætlunin er nú að takmarka núverandi rétt hagsmunaðila er talin full ástæða er til þess að fjalla um það með skýrari hætti, til dæmis í greinargerð með tillögunni eða í verndaráætlun fyrir friðlandið. Ferðaklúbburinn 4×4 leggst ekki gegn hefðbundnum rétti bænda eða annarra hagsmunaaðila til umferðar vegna nytja, leita, framkvæmda, rannsókna eða annars á svæðinu, en bendir á að á undanförnum árum hefur komið fram gagnrýni meðal annars varðandi notkun vélhjóla og fjórhjóla við smalamennskur, rannsóknir o.fl. Við þessa umferð hafa sums staðar verið mörkuð för í land þar sem ekki voru för áður. Rifja má upp að í fyrrasumar voru fluttar fréttir af því að vísindamenn óku utan vega við Kverkfjöll og straumur af erlendu ferðafólki ók á eftir þeim utan vega af því þeir töldu sér það heimilt. Þegar svona slys verða hefur hinum almenna ferðamanni oft verið kennt um og þar á meðal hafa félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4 verið hafðir fyrir sök. Í slíkum tilvikum hefur bakari oft verið hengdur fyrir smið. Tilhneigingin hefur því miður verið sú að telja að koma megi í veg fyrir svona slys með því að banna alla umferð almennings. Sú afstaða og slíkt bann leysir ekki vandann og kemur ekki í veg fyrir að för geti myndast þar sem þau voru ekki áður. Full ástæða er talin til þess að fjalla um þetta á opinskáan og málefnalegan hátt, enda hljóta hugsanlegar landskemmdir vegna umferðar að vera jafnslæmar, hver svo sem varð fyrir því að valda þeim. Minna verður á að Ferðaklúbburinn 4×4 hefur í mörg ár staðið fyrir stikun slóða til þess að reyna að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Það framtak hefur vissulega fengið viðurkenningu, en virðist oft gleymast. Líklega hefur klúbburinn lagt fram meiri vinnu í slíkum verkum en nokkur stofnun á vegum hins opinbera. Þannig er t.d. ekki vitað til að Umhverfisstofnun eða ráðgjafanefnd um Þjórsárver hafi staðið fyrir merkingum slóða innan núverandi friðlands.Í 2. mgr. 11. gr. tillögunnar er mælt fyrir um umferð vélknúinna ökutækja í friðlandinu. Ferðaklúbburinn 4×4 gerir alvarlega athugasemd við þá tillögu að á snævi þakinni jörð verði umferð vélknúinna farartækja óheimil nema eftir viðurkenndum vegum. Jafnframt verður að gera athugasemd við að taka ætti fram að jörð þyrfti bæði að vera snævi þakin og frosin til þess að umferð utan vega valdi ekki skemmdum.
Í núgildandi 4. reglu auglýsingar um friðland í Þjórsárverum nr. 507/1987 er svohljóðandi ákvæði:
„Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða og skal merking háð samþykki ráðgjafanefndar samkvæmt 1. tölulið. Þó skal heimilt að nota snjóbíla og vélsleða á jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri stafar ekki hætta af.“
Þetta ákvæði er barn síns tíma. Það er að stofni til óbreytt frá 1981 þegar reglurnar voru fyrst settar. Þegar þetta ákvæði var sett voru aðstæður og tækjabúnaður til þess að ferðast á snævi þakinni jörð með öðrum hætti en núna er. Þá þekktust varla breyttir jeppar eins og nú eru notaðir. Áður fyrr áttu menn ekki annara tækja völ en snjóbíla eða vélsleða. Snjóbílar eru almennt þyngri en breyttir jeppar og þess vegna hætt við meiri spjöllum ef þeir spora í auða jörð. Snjóbílar nota almennt meira eldsneyti en breyttir og eru þess vegna síður umhverfisvænir. Þá er ekki hægt að aka snjóbíl úr þéttbýlinu, heldur þarf að flytja hann á vörubifreið þangað sem hægt er að hefja för á snjó. Vélsleðar hafa takmarkaða burðargetu og henta þess vegna oft síður en breyttir jeppar. Breyttir jeppar hafa gjörbreytt möguleikum til ferðalaga um jökla og snævi þakta, frosna jörð. Hafa ber í huga að breyttir jeppar hafa verið notaðir af öllum rannsóknaraðilum á undanförnum árum vegna þess hve góður kostur þeir eru við flestar aðstæður. Þegar lofti er hleypt úr stórum dekkjum breyttra jeppa virka þau að nokkru leyti eins og belti. Það sem er þó mikilvægara er að þrýstingurinn af þunga ökutækisins á hverja flatareiningu lands verður minni en ef gangandi maður færi um.Það er rangt að halda í úrelta afstöðu og takmarka akstur á snjó þannig að hann sé aðeins leyfilegur ofan á þeim slóðum sem eknir eru að sumarlagi. Sumarleiðir og vetrarleiðir eru alls ekki þær sömu og að sumu leyti getur verið hættulegt að fara sumarleið að vetrarlagi, vegna þess hvernig snjóalög geta verið. Oft þarf að krækja fyrir brekkur, snjóhengjur eða annað að vetri til og einnig getur verið hægt að taka beina stefnu annars staðar, þar sem snævi þakið landið er rennislétt.
Þá gerir Ferðaklúbburinn 4×4 einnig fyrirvara við að vegir verði hugsanlega byggðir upp innan friðlandsins. Uppbyggðir vegir skapa miklu meiri neikvæð áhrif á umhverfið en þeir slóðar sem núna eru á svæðinu, meðal annars vegna ásýndar í landi og áhrifa á vatnsrennsli ofan jarðar og neðan. Þá geta uppbyggðir vegir aukið hættu á að ferðamenn á vanbúnum ökutækjum fari inn á svæðið og lendi hugsanlega í vandræðum eða jafnvel lífshættu.
Í 1. mgr. 17. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 er fjallað um akstur utan vega:
„Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin“
Þetta ákvæði er grundvallarákvæðið um akstur utan vega. Þótt það hafi staðið óbreytt í lögum síðan 1999 tekur það tillit til þeirra möguleika sem akstur breyttra jeppa skapar. Þetta ákvæði hefur staðist tímans tönn vel. Þessu almenna ákvæði náttúrverndarlaganna til fyllingar eru ákvæði í 4. gr. reglugerðar um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands nr. 528/2005:
„Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands. Heimilt er þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum.“
Í 1. mgr. 7. gr. auglýsingar um friðland í Guðlaugstungum nr. 1150/2005 er fjallað um umferð í friðlandinu:
„Umferð vélknúinna ökutækja í friðlandinu er aðeins leyfð á vegum. Þó er heimilt að aka vélknúnum ökutækjum á snævi þakinni og frosinni jörðu svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum, sbr. 17. gr. laga, um náttúruvernd, nr. 44/1999.“
Í þessu ákvæði er tekið mið af almennum reglum og eldri ákvæðum. Í 11. gr. tillögunnar, sem nú liggur fyrir, er það ekki gert. Engin rök eru fyrir því að sams konar regla eigi ekki að gilda innan friðlands í Þjórsárverum og innan friðlands í Guðlaugstungum. Lagt er til að orðalag 11. gr. tillögurnnar verði að þessu leyti breytt þannig að það verði eins og 1. mgr. 7. gr. auglýsingar um friðland í Guðlaugstungum, nr. 1150/2005.Ástæða er til að gera athugasemd við hvað telja beri viðurkennda vegi eða merkta slóða. Líklega eru engir vegir á svæðinu sem fullnægja almennum kröfum Vegagerðarinnar til þjóðvega. Hins vegar eru margir slóðar um svæðið. Þessir slóðar eru flestir merktir á einhvern hátt, en merking er mjög mismunandi og slóði getur verið merktur:
inn á landakort Landmælinga íslands
inn á landakort annarra kortagerðarfyrirtækja
inn á aðalskipulag sveitarfélaga
með stikum Vegagerðarinnar
með stikum annarra
með vegpresti
í landslagið vegna mikilar notkunar
með umfjöllum í bók eða fjölmiðli
með GPS hnitum frá Landmælingum íslands
með GPS hnitum frá öðrum t.d. Vegagerðinni, Ferðaklúbbnum 4×4, sveitarfélagi eða vertaka
með hnitsetningu í almennum akstursforritum sbr. t.d. Garmin
sem gömul þjóðleið með vörðum
Ráðgjafahópurinn á talsvert verk fyrir höndum við að fjalla um slóða innan friðlandsins og Ferðaklúbburinn 4×4 óskar eindregið eftir því að fá að koma að þeirri vinnu. Innan klúbbsins eru félagsmenn sem hafa starfað við rannsóknir eða með rannsóknarhópum á svæðinu, auk þess sem þessir félagsmenn hafa ferðast um svæðið á öllum tímum árs og þekkja það mjög vel. Innan klúbbsins eru margir af landsins fróðustu mönnum um slóða á svæðinu, tilurð þeirra, legu þeirra, notkun og tilgang, aðstæður á mismunandi tímum árs og ýmislegt annað. Væri Ferðaklúbburinn 4×4 útilokaður frá aðkomu að vinnu um skilgreiningu slóða innan svæðisins væri ekki verið að nota alla bestu fáanlegu þekkingu til verksins. Auk þess á klúbburinn verulegra hagsmuna að gæta vegna leiða að og frá Setrinu.Ferðaklúbburinn 4×4 vill ekki útiloka að hugsanlega geti verið ástæða til að banna alveg umferð vélknúinna ökutækja á tilteknum afmörkuðum svæðum, t.d. vegna jarðhita eða uppspretta sem valda því að þar er mýkra undir. Slíkt bann gæti hugsanlega einnig átt við þegar jörð er almennt frosin og snævi þakin. Almenn heimild til slíkrar takmörkunar er talin vera fyrir hendi í 19. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og slíka takmörkun mætti setja inn í reglur um friðland í Þjórsárverum og vísa til nánari afmörkunar í uppdrætti og kort. Slík afmörkun þyrfti að koma fram á kortum með mjög skýrum hætti og þyrfti einnig að koma fram á rafrænum kortum, t.d. GPS kortum Garmin, sem mjög mikið eru notuð í vetrarferðum.
Ferðaklúbburinn 4×4 ítrekar óskir um að aðkomu að vinnslu friðunaráætlunar og verndaráætlunar og ítrekar jafnframt óskir um góða samvinnu við vinnuhóp um stækkun friðlandsins í þjórsárverum, Umhverfisstofnun, ráðgjafanefnd um Þjórsárver, umhverfisráðuneytið og aðra þá sem að málinu koma.
Reykjavík, 6. september 2010,
f.h. Ferðaklúbbsins 4×4
09.09.2010 at 22:26 #702512Hjá stjórn, ferðafrelsisnefnd, umhverfisnefnd og fleirum er oft margt að gerast á bakvið tjöldin. Ferðaklúbburinn 4×4 sendi frá sér athugasemdir við stækkunarferlið og fer það hér að neðan
09.09.2010 at 22:19 #214444Akstur í Þjórsárverum
Þjórsárver taka II, ég ætla að setja upplýsingar inn á þennan þráð um gang mála í friðlandsmálinu í Þjórsárverum. Ég vona að þið skiljið bréfið er ég set inn athugasemdir mínar inn á milli í texta Gísla, þar sem ég er að svara ásökunum um landspjöll vegna vetrarakstur í Þjórsárverum. Þegar ég skrifaði bréfið þá var það gert í Word og notast voð bold, liti og aðra fídusa til skýringa vona þó að það komist til skila hér án þessara fídusa.
Sæll Gísli Már Gíslason, ég hef nokkrar athugasemdir við svör þín við pistlum Dags Bragasonar. Sem ég læt fylgja með. Ég mæli einnig með því að við hittumst og ræðum frekar málefni friðlandsins þ.e ferðafrelsisnefnd f4x4 og umhverfisnefnd f4x4 og þú sem fulltrúi frjálsra félagasamtaka sem Ferðaklúbburinn 4×4 er aðili að í gegnum Samút (samtök útivistarfélaga) og formaður ráðgjafarnefndar um Þjórsárver. Kv Jón G SnælandFrá: Gísli Már Gíslason formanni Þjórsárversnefndar
Sent: 27 Júlí 2010
Villandi leiðbeiningar í „Heitar laugar á Íslandi“Sælir.
Samkvæmt friðlýsingu Þjórsárvera frá 1981 og með breytingum (engum
efnislegum) frá 1987 er alveg óheimilt að aka um Þjórsárver nema samkvæmt
4. grein:4. Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða og skal merking háð
samþykki ráðgjafanefndar samkvæmt 1. tölulið. Þó skal heimilt að nota
snjóbíla og vélsleða á jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri
stafar ekki hætta af.Ráðgjafarnefndin hefur ekki veit neinar heimildir til akstur í Þjórsárverum
og ekki hefur verið sótt um þær. Ég mun ég leggjast gegn slíku vegna þess
að búið er að spora verin með jeppum og fjórhjólum undir Arnarfelli, í
Illaveri (þar sem laug 4×4 er ), Oddkelsveri og við Nautöldu. Ég geri ráð
fyrir að förin hafi komið vegna vetraraksturs þegar jeppar eiga í hlut,
því það er svo mikið að lindum í Verunum að þeir sökkva niður úr snjónum í
jarðveginn því það er ekki frost undir á mörgum stöðum.Ég lít svo á að ráðgjafanefndin geti veitt heimild til þess að beltabílar
og snjósleðar aki um Verin. Slíkt ætti einungis að veita vegna rannsókna í
verunum (t.d. jöklarannsókna). En, eins og staðan er núna hafa slíkar
heimildir ekki verið veittar.Gísli Már Gíslason
form. Þjósárveranefndar (ráðgjafanefndarinnar) frá 1987 til dagsins í dag.Sem jeppamaður og félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4 hef ég hinsvegar ýmislegt við bréf þitt að athuga og ætla að skjóta hér inn athugasemdum mínum inn í bréf þitt.
Gísli Sælir.
Samkvæmt friðlýsingu Þjórsárvera frá 1981 og með breytingum (engum
efnislegum) frá 1987 er alveg óheimilt að aka um Þjórsárver nema samkvæmt
4. grein:4. Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða og skal merking háð
samþykki ráðgjafanefndar samkvæmt 1. tölulið. Þó skal heimilt að nota
snjóbíla og vélsleða á jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri
stafar ekki hætta af.
……………………………………………………………………………………………..
Merking slóða, hvað er merkt slóð. Þar sem mörgum er tamt að nota þetta orðalag án þess að frekari útskýringar fylgi með.
Er það ?
1 merkt inn á landakort Landmælinga íslands
2 merkt inn á landakort annarra kortagerðarfyrirtækja
3 merkt inn á aðalskipulag sveitarfélaga
4 merkt með stikum vegagerðarinnar
5 merkt með stikum annarra
6 merkt með vegpresti
7 merkt í landslagið vegna mikilar notkunar
8 fengið umfjöllum í bók, fjölmiðli
9 G.p.s hnituð af Landmælingum íslands
10 G.p.s hnituð af öðrum t,d vegagerðinni, f4x4,sveitarfélagi eða vertaka
11 hnitsett í almennum akstursforritum samanber Garmin
12 merkt sem gömul þjóðleið með vörðum
(hvert er viðmið ráðgjafahópsins og hvernig er það viðmið fengið? )Ráðgjafarnefndin hefur ekki veit neinar heimildir til akstur í Þjórsárverum
og ekki hefur verið sótt um þær.
(Ath Jón Snæland) Samkvæmt Stj.tíð. B, nr.507/1987 um friðlandið í Þjórsárverum hefur ráðgjafanefndin ekki heimild til þess að veita nein leifi til akstur í Þjórsárverum og því eðlilegt í ljósi þessa að ekki hefur verið sótt um leifi hjá nefndinni. Í álitsgerð Páls Hreinssonar prófessors frá árinu 2001 segir:
c) Hvaða valdheimildir hefur sérstök nefnd skv. 1. tölul. 3. mgr. friðlýsingar sbr. auglýsingu nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárverum?
Samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar er ytra valdframsal til að taka stjórnvaldsákvörðun almennt ólögmætt nema að það styðjist við skýra lagaheimild. Engri slíkri lagaheimild er fyrir að fara í lögum nr, 44/1999. Af þessum sökum og að öðru leyti með vísan til orðalags fyrirmæla friðlýsingar skv. auglýsingu nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárverum virðist ljóst, að hlutverk ráðgjafanefndar sé að veita ráð og koma með tillögur. Í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar eru ráðgjöf, álit og tillögur á hinn bóginn ekki bindandi nema slíkt sé skyndilega tekið fram í lögum. Þar sem ekkert slíkt lagaákvæði er að finna í lögum er ljóst að tillögur og ráðgjöf ráðgjafanefndar er ekki bindandi að lögum fyrir aðra.
Heimild http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=612786
ekki hefur verið sótt um þær. (ath Jón G Snæland) hér verð ég enn að skjóta inn athugasemdum við sama texta. Gísli segir að ekki hafi verið sótt um akstursleifi, voru þá ferðir Jöklarannsóknarfélagsins farnar í óleyfi öll árin í sporðamælingar, eða hafa þeir fengið leifi frá Umhverfisstofnun ?
Ég mun ég leggjast gegn slíku vegna þess
að búið er að spora verin með jeppum og fjórhjólum undir Arnarfelli, í
Illaveri (þar sem laug 4×4 er ) (ath Jón Snæland): Hér verð ég að gera athugasemd við það að umrædd laug sé laug 4×4. þ.e laug Ferðaklúbbsins 4×4. Til frekari fróðleiks um laugina vildi ég benda á að fiski karið sem nú gegni hlutverki laugar var sett niður af félögum í Jöklarannsóknarfélaginu í sporðamælingarferð þann 26 september 2003.
, Oddkelsveri og við Nautöldu. Ég geri ráð
fyrir að förin hafi komið vegna vetraraksturs þegar jeppar eiga í hlut,
því það er svo mikið að lindum í Verunum að þeir sökkva niður úr snjónum í
jarðveginn því það er ekki frost undir á mörgum stöðum.
(ath Jón G Snæland) á því tímabili sem Gísli hefur verið formaður ráðgjafahópsins eða í 23-24 ár, hafa þúsundir jeppa ekið að vetri inn í Þjórsárver. Ekki hafa verið gerðar neinar athugasemdir við þennan akstur fyrir en Umhverfisstofnun gerði það bréflega við Ferðaklúbbinn 4×4 í febrúar 2010. Akstur jeppa í Þjórsárverum hefur verið með þeim hætti að forðast hefur verið lindarsvæði. Hefðbundinn akstur er með þeim hætti að ekið er austur frá Setrinu og beint yfir Blautukvísl og yfir eða undir Nautöldu. Frekari vetrarakstursleiðir get ég kynnt með gps vetrargagnagrunni Ferðaklúbbsins 4×4Ég lít svo á að ráðgjafanefndin geti veitt heimild til þess að beltabílar
og snjósleðar aki um Verin. Slíkt ætti einungis að veita vegna rannsókna í
verunum (t.d. jöklarannsókna). En, eins og staðan er núna hafa slíkar
heimildir ekki verið veittar.Gísli Már Gíslason
form. Þjósárveranefndar (ráðgjafanefndarinnar) frá 1987 til dagsins í dag.Gísli már Gíslason skrifar síðan annan pistil
Gísli Már Gíslason to Dagur, tfe, gudmundur.hord., gurry, kristinlinda, ferdafrelsi
show details 29 Aug 2010Sæll Dagur.
Var að koma frá Höfðaborg áðan og hef verið á ferðinni í heilan sólarhring.
Auglýsing um friðland í Þjórsárverum frá 1981 (og endurskoðuð 1987)
heimilar ekki akandi umferð um verin. Rétt er þó að taka fyrir ferðir
vísindamanna, t.d. vegna mælinga á lengd skriðjökla) fyrir í nefndinni.
Hitt hef ég frétt og séð ummerki um að ekið er yfir Sóleyjarhöfðavað og
upp Tjarnaver til að komast að jökli. Þetta er gert að vetri og sjást för
sitt hvoru megin Þjórsár (innan friðlands). (Athugasemd Jón G Snælands)
Ummerkin við sitt hvors vegar við Sóleyjarhöfðavað er ekki tilkomið vegna vetraraksturs einsog þú heldur fram Gísli. Heldur vegna sumar og haustaksturs jeppa um vaðið á Þjórsá við Sóleyjarhöfða. Akstur um Sóleyjarhöfða hefur verðið stundaður áratugum saman bæði ríðandi og akandi og er m.a ein af aðal akstursleiðum Ferðaklúbbsins 4×4 í skálann Setrið.
Einnig eru för eftir
sumarumferð undir Arnarfelli (bæði fjórhjóla og jeppa og við Nautöldu og
svo sá ég í sumar för í Nauthaga. Ég er ekki hrifinn af þessu enda ekki
heimilt að aka þarna um.
Kv. GísliÞjórsárver
Stj.tíð. B, nr.507/1987.Auglýsing
um friðland í Þjórsárverum.Samkvæmt heimild í 24. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd hefur [Umhverfisstofnun] fyrir sitt leyti ákveðið að friðlýsa Þjórsárver við Hofsjökul og er svæðið friðland.
Mörk hins friðlýsta svæðis eru þessi:
Lína, sem hugsast dregin frá Eiríksnípu sunnan í Hofsjökli norðaustur í ónefnt jökulsker 1 250 m y. s. norður af Arnarfelli hinu litla. Frá jökulskerinu hugsast dregin lína í öldu 644 m y. s. norðaustur af Þúfuveri. Þaðan suður í öldu 642 m y. s. austur af Þúfuveri, þaðan suðsuðvestur í öldu 634 m y. s. sunnan Þúfuvers, þaðan vestur í öldu 606 m y. s. vestnorðvestur yfir Þjórsá í öldu á Fjórðungssandi 622 m y. s. og þaðan aftur í Eiríksnípu. Línur milli punktanna hugsast beinar og hæðartölur eru samkvæmt uppdrætti Íslands, blöðum 65 og 66, gefnum út af Geodætisk Institut 1954.Þessar reglur gilda um svæðið:
1. Sérstök nefnd er [Umhverfisstofnun] til ráðuneytis um málefni friðlandsins. Hún skal þannig skipuð, að
[Umhverfisstofnun], Landsvirkjun, hreppsnefnd Gnúpverjahrepps, stjórn Afréttamálafélags Flóa- og
Skeiðamanna tilnefna einn mann hver. Þá tilnefnir Ásahreppur einn fyrir sína hönd og Djúpárhrepps.
Starfstímabil fulltrúa hreppanna er hið sama og kjörtímabil þeirra. [Umhverfisstofnun] skipar formann
ráðgjafarnefndar.2. Mannvirkjagerð, jarðrask og aðrar breytingar á landi, svo og breytingar á rennsli vatna og vatnsborðshæð, eru
óheimilar nema til komi leyfi [Umhverfisstofnunar].3. Óheimilt er að skaða gróður og trufla dýralíf, svo og að hrófla við jarðmyndunum, gæsaréttum og öðrum minjum.
4. Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða og skal merking háð samþykki ráðgjafanefndar samkvæmt
1. tölulið. Þó skal heimilt að nota snjóbíla og vélsleða á jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri stafar ekki hætta af.5. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er umferð um varplönd heiðargæsar bönnuð.
6. Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum.
7. Flug neðan 3.000 feta hæðar yfir friðlandinu utan jökuls er óheimilt á tímabilinu 10. maí til 10. ágúst.
8. Reglur þessar hagga ekki hefðbundnum rétti bænda til umferðar vegna nytja og leita á svæðinu. Um upprekstur
á svæðið fer eftir reglum, sem viðkomandi hreppsnefnd eða stjórnir afréttarmála og [Umhverfisstofnunar] setja
að fengnum tillögum ráðgjafanefndar.9. Notkun skotvopna er óheimil á friðlandinu.
[Umhverfisstofnun] getur veitt heimild til þessa að vikið verði frá reglum þessum í einstökum tilfellum og kveðið nánar á um vernd svæðisins. Með friðlýsingu þessari er engin afstaða tekin til þess hverjir séu eigendur þess lands sem hún tekur til eða eigi þar takmörkuð eignarréttindi.
Þrátt fyrir ákvæði 2. tl. að ofan er Landsvirkjun heimilt að veita til Þórisvatns úr upptakakvíslum Þjórsár á Sprengisandi og austurþverám hennar, enda verði kappkostað að halda umhverfisáhrifum mannvirkja í lágmarki.
Ennfremur mun [Umhverfisstofnun] fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y. s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati [Umhverfisstofnunar]. Rannsóknir þessar skulu gerðar á vegum ráðgjafanefndar samkvæmt 1. tl. Skal nefndin ennfremur fjalla um endanleg mörk umræddra mannvirkja, ráðstafanir til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á vistkerfi Þjórsárvera og hugsanlega endurskoðun á vatnsborðshæð miðlunarlónsins. Nefndin skal og gera tillögu til stjórnar Landvirkjunar og [Umhverfisstofnunar] um nauðsynlegar rannsóknir í þessu sambandi og skal Landsvirkjun kosta þær að svo miklu leyti sem hlutaðeigandi rannsóknaráætlun hlýtur samþykki stjórnar Landsvirkjunar og [Umhverfisstofnunar].
Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni, sem tekur gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum. Jafnframt er felld úr gildi auglýsing nr. 753/1981 um friðland í Þjórsárverum.
Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1987.
Birgir Ísl. Gunnarsson.
Álitsgerð Páls Hreinssonar prófessors
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=612786 Föstudaginn 22. júní, 2001 – Innlendar fréttir
Álitsgerð Páls Hreinssonar prófessors
HÉR fara á eftir helstu niðurstöður álitsgerðar sem Páll Hreinsson tók saman fyrir iðnaðarráðuneytið varðandi fyrirhugaða virkjun við Norðingaöldu: a) Hver hefur að lögum vald til þess að veita Landsvirkjun leyfi til að gera uppistöðulón með stíflu við…
HÉR fara á eftir helstu niðurstöður álitsgerðar sem Páll Hreinsson tók saman fyrir iðnaðarráðuneytið varðandi fyrirhugaða virkjun við Norðingaöldu:
a) Hver hefur að lögum vald til þess að veita Landsvirkjun leyfi til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu, sbr. 6. mgr. auglýsingar nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárverum?Eins og vikið var að í köflum 3.3. og 3.4. fer umhverfisráðherra að gildandi lögum með vald til þess að mæla fyrir um friðlýsingar og gera breytingar á þeim. Samkvæmt gildandi lögum verða undanþágur ekki veittar frá friðlýsingum heldur verður að gera efnislegar breytingar á þeim, ef ætlunin er að víkja frá fyrirmælum þeirra. Haga ber málsmeðferð við breytingu á fyrirmælum friðlýsingar á sama hátt og þegar mælt er fyrir um nýja friðlýsingu. Samkvæmt framansögðu er ljóst að Landsvirkjun getur óskað eftir því við umhverfisráðherra að auglýsingu nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárverum verði breytt þannig að mögulegt verði að reisa stíflu við Norðlingaöldu.
b) Þarf Landsvirkjun að fá leyfi Náttúruverndar ríkisins til að gera stíflu við Norðlingaöldu skv. 38 gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd?
Þar sem ákvæði 1. mgr. 38. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd eru fortakslaus, verður ekki annað séð en afla verði leyfis Náttúruverndar ríkisins til gerðar stíflu við Norðlingaöldu verði slík framkvæmd á annað borð talin falla efnislega undir ákvæðið, þ.e. framkvæmd sem hætta er á að spilli friðlýstum náttúruminjum.
c) Hvaða valdheimildir hefur sérstök nefnd skv. 1. tölul. 3. mgr. friðlýsingar sbr. auglýsingu nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárverum?
Samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar er ytra valdframsal til að taka stjórnvaldsákvörðun almennt ólögmætt nema að það styðjist við skýra lagaheimild. Engri slíkri lagaheimild er fyrir að fara í lögum nr, 44/1999. Af þessum sökum og að öðru leyti með vísan til orðalags fyrirmæla friðlýsingar skv. auglýsingu nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárverum virðist ljóst, að hlutverk ráðgjafanefndar sé að veita ráð og koma með tillögur. Í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar eru ráðgjöf, álit og tillögur á hinn bóginn ekki bindandi nema slíkt sé skyndilega tekið fram í lögum. Þar sem ekkert slíkt lagaákvæði er að finna í lögum er ljóst að tillögur og ráðgjöf ráðgjafanefndar er ekki bindandi að lögum fyrir aðra.
Samkvæmt framansögðu virðist ráðgjafanefndin því hafa svipuðu ráðgjafarhlutverki að gegna varðandi Þjórsárver og lögboðið er að náttúruverndarráð hafi, sbr. 9. gr. laga nr. 44/1999.
d) Hvaða reglur gilda um störf ráðgjafanefndar?
Þar sem ráðgjafanefndinni var komið á fót með opinberum stjórnvaldsfyrirmælum samkvæmt auglýsingu nr. 507/1987, er engum vafa undirorpið að umrædd ráðgjafanefnd telst stjórnsýslunefnd, af því leiðir að hún er í störfum sínum einnig bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins eins og t.d. varðandi málsmeðferð, svo og almennar efnisreglur, eins og lögmætisreglan og réttlætisreglan. Ráðgjafanefndin verður því t.d. ávallt að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum.
e) Getur ráðgjafanefndin byrjað að eigin frumkvæði umfjöllun um hvort rétt sé að heimila gerð uppistöðulóns með stíflu við Norðlingaöldu?
Forsenda þess að hægt sé að fjalla um slíkt erindi á málefnalegan hátt lögum samkvæmt er að fyrir liggi endanleg afstaða Landsvirkjunar til þess hvernig þau mannvirki eiga að vera úr garði gerð, sem ætlunin er að reisa o.fl. Fyrr en frágengnar tillögur Landsvirkjunar liggja fyrir er ekki að fullu hægt að rannsaka og meta áhrif þeirra á umhverfið í Þjórsárverum. Af þessum sökum er ljóst að ráðgjafanefndin getur ekki tekið endanlega og málefnalega afstöðu til þessa máls fyrr en formleg umsókn liggur fyrir og gerðar hafa verið allar nauðsynlegar rannsóknir til að leggja mat á umhverfisáhrif mannvirkjanna og hvernig þau horfa við ákvæðum 1., 53. og 58.-64. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd svo og öllum réttarreglum. Ótímabærar yfirlýsingar ráðgjafanefndar um niðurstöðu máls og opinber barátta einstakra nefndarmanna með eða gegn ákveðinni niðurstöðu getur valdið vanhæfi þeirra til meðferðar máls, þegar formlegt erindi varðandi slíka framkvæmd berst loks ráðgjafanefnd.
Tekið skal fram að í álitsgerð þessari hefur einvörðungu verið fjallað um valdamörk stjórnvalda, þ.e. hvaða stjórnvald sé bært að lögum til þess að breyta fyrirmælum aðfriðlýsingum skv. auglýsingu nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárverum og hlutverk og valdheimildir annarra stjórnvalda við undirbúning að þeirri ákvörðun. Í álitsgerðinni hefur á hinn bóginn engin afstaða verið tekin til þess hvort efnistök standi til þess að breyta fyrirmælum umræddrar friðunar.
Kv Jón G Snæland
09.09.2010 at 12:58 #702450Athugið að þetta eru drög. f4x4 hafa verið kynnt drögin
04.09.2010 at 07:07 #701578Er með tvo Motorola NMT síma til sölu. Annar er ónotaður og hinn lítið notaður.
Allur búnaður fylgir með m.a hátalarar og hellingur af allskonar snúrum. Þetta er tveir fullir Bónuspokar af flottu dóti. Verðhugmynd fyrir pakkann er 150.000 þ, eða skipti á gjallarhorni og eða kennslu í reykmerkjasendingum
Tilboð sendast á rotta01@gmail.com
-
AuthorReplies