Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.05.2004 at 20:21 #501945
Mig langað að benda Benidikt á að Hlynur Snæland er með félagsnúmerið 2208 svo var getur hann talist gamall húndur í klúbbnum, þó hann sé gamall í hettunni í fjallamensku og uppalinn Hófsvaði. En kvað Litlu deildinni varðar þá á hún vísan stuðning ínnan stjórna, þetta er reyndar gamalt hugarfóstur nokkra félaga í klúbbnum sem reyndar varð ekkert úr á sínum tíma. En ég tel ekki nokkurn vafa á því stjórnarmenn geri sér grein fyrir mikilvægi þessara nefnda sem annara nefnda. En ég get ekki verið því sammála því að ekkert hafi verið að gerast í klúbbnum fyrir daga Litlu deildarinnar. En það er hinsvegar rétt að það er ekki auðvelt aðgengið að félaginu.
Jón Snæland.
12.05.2004 at 20:08 #501941TILLAGA UM HÚSNÆÐISMÁL.
Að skipuð verði nefnd, til þess að kanna hagkvæmi og möguleika Ferðaklúbbsins 4×4 til þess að eignast eigið húsnæði. Og þá hugsanlega kaup á gömlu Iðnaðarhúsnæði sem gæti hýst alla starfsemi klúbbsins bæði þá sem fer fram í Mörkinni og mánudags fundina á hótel Loftleiðum. Þegar niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir ( sem yrðu háðar tímatakmörkunum ) væri kallað saman til auka aðalfundar ef ástæður þættu til.
Þetta er tillagan sem samþykkt var á aðalfundinum.
Jón Snæland
02.05.2004 at 08:52 #500816Ég vona að hann sé ekki sódomískur ef hann á svona veiðifélaga. Reyndar var bara ein mynd þarna sem mátti skoða betur.
Jó Snæland.
02.05.2004 at 08:40 #500809látið vita endilega vita af skemmtilegum síðum á þessum þræði.
Rottugengið this.is/rotta
koggull.is
that is/jeppaklubbur
gotur.tvs.is
monuntainfriends.com
jeppi.bifrost.is
4x4offroad.comEndilega bætið í safnið.
Jón Snæland.
27.04.2004 at 19:10 #500245Kjartan Gunsteinsson Formaður Ferðaklúbbsins 4×4 er heimamaður þarna fyrir vestan, hvað segir hann um málið.
En annars hvar er stjórn hagsmunasamtaka jeppamanna ????????????????????????????????????????????????
Í dag var ráðist að jeppamönnum bæði í DV og Mogganum.
Hvað á þetta að ganga langt. Eigum við að hopa í sjóinn áður er við svörum fyrir okkur. Maður fer að hætta að lesa blöð og hlusta á útvarp til þess að halda sönsum. Við verðum kannski að taka við Fréttablaðinu og DV þegar Baugur verður að selja. Þá erum við búinn að leysa áhyggjur stjórnarinnar af vaxandi bankareikningum 4×4.PS Hvað er að gerast, halda allir að við höfum samið Fjölmiðlafrumvarpið með Dabba í Setrinu eða hvað.
Jón Snæland.
24.04.2004 at 08:16 #499963Er Emil Borg fluttur til Færeyja eða hvað ?? eða var hann undir sterkum áhrifum frá Eivör Pálsdóttur, þegar hann komst á netið.
Jón Snæland.
24.04.2004 at 08:01 #499768Það er rétt við Skúli Haukur vorum á Rás 2 í gær, svona aðeins að reyna að klóra í bakkann og verja okkar sjónarmið. Og minna annað útivistafólk á okkur og það þurfi að taka tillit til okkar sjónarmiða í framtíðinni.
Það kemur smá pistill frá mér í Fréttablaðinu núna næstu daga. Þar sem reynt er að halda uppi vörnum fyrir jeppamenn. En það er ekki nóg einn og einn pistill, það þurfa fleiri jeppamenn að skrifa í blöðin. Tel ég mig ekki neinn sérstakan pistla höfund, en varð þó að láta eitthvað frá mér fara. Ég frétti að margir hefðu sent þáttarstjórnanda Spegilsins bréf eða mail, þessir aðilar hefðu kannski frekar átt að koma þessum pistlum í blöðin. Því það vegur jú augljóslegar þyngra.
Þáttarstjórnandinn Hallgrímur Sveinsson hefur fengið mikil viðbrögð við þáttum sínum, frá fjölda aðila. Eru það meðal annars Sumarhúsaeigendur, Göngufólk, Ferðaþjónustuaðilar, Jeppamenn, Bændur, Hestamenn, ofl.ofl.
Ferðaþjónustuaðilar á Snæfellsjökli, Sólheimajökli, og Skálafellsjökli kvarta allir yfir jeppamönnum. Þeir seigja að jeppamenn aki í troðaraslóðinni og með því séu þeir að valda skemmdum á vélsleðunum. Tryggvi Kodka sagði að menn hefði oft leikið sér að því að fara niður brautina í stórsvigi, einungis til þess að skemma hana. Með því háttarlagi málum við okkur út í horn. Hann sagði það líka að ef hann talaði við jeppamenn um það hvernig best væri að aka upp Snæfellsjökul, þá fengi hann oft og iðulega þau svör ? átt þú jökulinn eða hvað? Svipaðar sögu segja Þeir Benni á Mýrdalsjökli og Tryggvi á Skálafellsjökli. Þetta þurfum við einfaldlega að laga með einhverjum ráðum. Tryggvi segir, að hann þurfi 6 metra breiða rönd, það sé alltof sumt. Við verðum bara að koma á sáttum við þessa aðila. Og ég veit að Snjófells menn yrðu einsog menn ef tekið væri tillit til þeirra.
Í ljósi þeirra umræða sem hafa verið að undan förnu þykir mér furðu sæta hversu litlar undirtektir hafa verið hérna á vefnum. Og finnst mér pistlar um hégómleg málefni verða ofan á. Í umræðunni. Þáttarstjórnandinn á Rás 2 hefur fengið fjölda upphringinga. Og er t.d umræða um það að innlima Drangajökul inn í Friðlandið á Hornströndum og gera allt svæðið að ? Mekka göngumannsins?. Slæmt ef þetta yrði að veruleika.
Mótorhjólamenn eru oft nefndir í þessari umræðu, og er greinilegt að við líðum fyrir akstur þeirra um holt og hæðir á Reykjanesinu og víðar. Og þarf að fara að gera eitthvað í því strax. Sama á við um vélsleða, fólk kvarta yfir háfaða í þeim og virðist það vera aðal umkvörtunar efnið. En það er nú bara þannig að göngufólk setur alla á vélknúnum farartækjum undir einn hatt og gerir engan greinarmun á þeim. Væri því ekki vitlaust ef formenn þessara samtaka rottuðu sig samann og gerðu átak í því að reyna laga ímynd okkar.
Það er á hreinu að við komum til með að tapa þessu stríði ef við tökum ekki til hjá okkur sjálfum. Og eru það ýmis smá atriði sem skipta máli. Einsog það að stoppa til þess að hleypa hesta fólki framhjá eða göngufólki. Það þurfa hestamenn einnig að hugsa um þegar jeppalest kemur aftan að þeim. Að þeir hleypi okkur framúr. En þeir eru stundum tregir til þess. Og svo að hraðaakstri jeppalesta. Það gerist stundum að jeppalestir mæta litlum bílum á þröngum vegu, þá þjóta jepparnir framhjá á mikilli ferð. Og skilja eftir fólk í losti, í litlu fólksbílunum. Þetta ættu túrista ökumenn að athuga þegar þeir aka upp Ártúnsbrekkuna á 100-110 á 44? Pöttum í röð. Það lítur ekki vel út.
Hesta menn er sennilega hvað erfiðast að ráð við, enda eru þeir á þarfasta þjóninum, og hafa hefðina með sé frá landnámi. En þeir verða að skilja að þeir eru í dag einungis hluti að útivistar hópnum. Og eru í dag flesti sportistar eða trússarar.
Látum ekki deigan síga, sókn er oft besta vörnin, en jafnframt, tökum tillit til annar ef við viljum að tekið sé tillit til okkar..
Jón Snæland.
23.04.2004 at 18:19 #499749Á Nobeltek 1-250000 er sýndur slóði inn með Hágöngulóni inn að Svarthöfða, og að norðanverðu suður undir vattnaskil Köldukvíslar og Skjálfandafljóts. Á kortinu Mið ísland frá Landmælingum er sami slóði merktur.Einnig er að fynna hluta þessarar leiðar í Hálendis Handbókinni. Á kortum frá landmælingum er sýnd leið norður frá Jökulheimum norður að Stafnskarði.
Um leiðina á korti Máls og Menningar þá kom leiðin inn árið 2003. Reyndar er það svo að Vonarskarðs hluti leiðarinnar hefur verið ekinn frá 1950 er Minnsta ferðafélagið fór þar um undir leiðsögn Guðmundar Jónarssonar. Stór hluti leiðarinnar suður með jöklinum er mjög greinilegur og sérstaklega sunnan við Sylgufell.
Jón Snæland.
23.04.2004 at 17:41 #499743Bárðargata er á kortum t.d Hálendið 1-300.000. Kort frá Mál og Menning gefið út 2003.
Jón Snæland.
22.04.2004 at 12:54 #499713Það er erfitt að fara einhvern milliveg og sína endalausa þolinmæði með göngumönnum og öðrum neföpum og EGOISTUM sem vilja loka öllu hálendinu nema fyrir þá sjálfa. Og tekur nú steininn úr þegar þeir eru komnir með útsendara meðal vor. Þessir egoistar gleyma því kannski að það eru ekki allir jafn heilsu hraustir og þeir akkurat þessa stundina, og það er ekki víst að þeir verði ekki alltaf jafn sprækir. Þeir ættu kannski að hugleiða það, að það er til gamalt fólk, konur, börn, sjúkir ofl sem ættu þá kannski ekki að njóta???? Svo ætla ég bara að minna þessa göngugarpa á það að ennþá er ísland dreifbýlast land evrópu svo ég skil ekki alveg þessa örvæntingu. Enda höfum við jeppamen ekki almennt verið að kvarta yfir göngumönnum, sleðamönnum, eða skíðamönnum.
En það er í lagi að svara fyrir sig þegar á okkur er ráðist og þegar maður er kallaður Skemmdarverkamaður. Og þegar búið er að sækja að okkur í fimmgang á þrem ólíkum útvarpsrásum á einni viku, auk þess var Stöð 2 með í bullinu. Og ekki má gleyma honum Leo, sem er með Sigurð G Tómasson í vasanum. Það er nú reynda svolítið merkileg þessi pílagrímsför hans Leós. Hann sem er mikill dellumaður um Mótorsport og fornbíla. Og sérlega vel að sér á þeim vettvangi. Skil bar ekkert í honum??? Og þó, hann er fornbíla maður. Og þeir þola ekkert sem ekki er orginal. En svona að öllu ganni slepptu þá eigum við verulega undir högg að sækja, og bara verðum að fara að svara fyrir okkur. Og koma okkur upp málsvara ?Fjölmiðlafulltrúa? Það er þrengt að okkur víða t.d með stofnun þessar þjóðgarða Snæfellsjökull, Vatnajökull, og stækkun Þingvalla en þar vitum við ekki en hverju það breytir fyrir okkur í framtíðinni1 Gamlar þjóðleiðir sem höfum geta notað, breytast í lokaðar reiðleiðir. Eða þá að mis vitrir bændur hafa girt leiðarnar af í hugsunarleysi.
2 Göngumenn sækja það stíft að loka á okkur víða. Snæfellsjökli, Vatnajökli, Bárðargötu, Langjökli meðal annars.
3 Skemmtilegar jeppaleiðir eru malbikaðar eða byggðar upp.
4 Friðlöndum fjölgar eru nú um 40 ef ég man rétt. Og aðgangur inn á nokkur bannaður með öllu. Og einnig fyrir göngumenn.
5 Þjóðgarðar stækka og þeim fjölgar. Sem að sögn á að bæta aðgengið. ? þvílíkt kjaftæði?.
6 Virkjunar framkvæmdir sökkva gömlum vöðum, skálum og leiðum.
7 Endalaust nöldur yfir því hversu hættulegir breyttir jeppar eru. Og þar er oft farið frjálslega með staðreyndir. Og aldrei kallaðir til okkar málsvarar. Þetta er gert þrátt fyrir að sannað hafi verið að breyttir jeppar séu ekki hættulegir.
Og annað PS. Ég hef ekkert á móti þjóðgörðum, ef þjóðgarðs reglur væru skynsamlegar. En þær eru það ekki. Og eru reglur um þjóðgarðinn á Snæfellsnesi til vitnis um heimsku verk mannanna. En á aðra hönd þá er rétt einsog Skúli segir ansi hart að eiga það undir duttlungum bænda hvort við getum ferðast um landið. Því er það erfitt að vera með eða á móti upptöku lands. Og aftur að bændum og umgengnisrétti um land þeirra. Þá er það umhugsunar efni hvernig þeir geta lokað leiðum sem þeir, hafa rutt í óleyfi og valdið miklum landspjöllum við gerð þeirra. T.d skyldi vera leyfi fyrir slóðanum upp á Esju, eða slóðanum fyrir innan Þakgil. Þið verðið af fyrir gefa ringulreiðina en þegar þetta er skrifað þá kemur alltaf upp fleira og fleira sem maður hefur áhyggjur af, enda ekki af ástæðulausu einsog Ólsarinn hefur oft bent á.
Reyndar var ég búinn að skrifa þetta áður ég hlustaði á þáttinn, en er búinn að hlusta á hann núna og þeir notuðu eftirfarandi orðalag.
Sökudólgurinn og er þar átt við Gísla Ólaf Pétursson GÓP, Það dettur engum í hug að fara lengur á Snæfellsjökul, Hvergi í heiminum meira frelsi, Spúandi Drekar, Flokka landið í dilka, Stórar vorferðir bílaumboða, Pirringur, allir pirraðir, heyra í hjóli, finna hjólið fara hjá.
Jón Snæland.
21.04.2004 at 23:30 #499701Þverfóta góður þessi, ég man nú ekki í svipinn að hafa séð mikið af gönguhrólfum að vetri á fjöllum. Og svo virðist þessi umræða vera æði einhliða í fjölmiðlum.
21.04.2004 at 23:20 #499694Benni gaman væri að fá að vita hverjir þessir snillingar voru, sem voru í viðtalinu. Því ég hlýt að vera einn af skemmdarverkamönnunum þar sem ég kom punktum af Bárðargötu á prent og Sverrir hlýtur þá að vera skemmarverkarmaður einnig með útgáfu sinni á GPS Rútum. Þannig að gott væri að fá nánari fréttir að þessum gjörning.
Jón Snæland sími 587 1702- 699 7477.
12.04.2004 at 00:09 #498115Komum heim kl eftir 11 klukkustundaferð úr Bárðardal, fórum suður í Nýjadal og síðan þvert yfir Sandinn á Kvíslaveituveg í ágætis færi og snjó, mesti snjórinn var norðan við Tómasarhaga, Hagakvíslinn og Nýjadalsáinn voru á heldum ís. Meira seinna, Ég þarf að fara að lúlla
Jón Snæland.
09.04.2004 at 19:09 #497891þetta er nátúrulega allt hauga lýgi hvað sem þið voruð að segja. En hét erum við fyrir norðan í SNJÓ, snjó, erum við hétna á 12-13 jeppum, Danni, Ebbi spottalausi, Beggi og Soffía, Egill, Gulli Mulhan, Jón Ofsi,Ingvi Reykur,Óskar Erlings á OFUR Dadda,Lúffi,Magni,Kristjá og fleyri og fleyri sem ég man ekki að nefna. Við Fórum í dag upp að Þeystareykjum og Víti og bar fátt til tíðinda, nema hvað Beggi braut stýrisstöng en það kemur svo sem engum á óvart að hann brjóti allt í mél, sá böðull. Danni braut framdrifið, Egill sleit dempara og Bazzi Trúður braut fjaðrablöð. Þannig að héðann er lítið að frétta. Við er um komnir í tengsl við innfædda og gengur okkur þokkalega að að eiga við þá samskypti þrátt fyrir að þeir tali einkennilega hérna fyrir norðan, tengiliðurinn heitir Hallgrímur Óli og er formaður deildarinnar hérna fyrir norðan. Hann er bóndi og fengum við að kíkja í fjósið hjá honum í dag. Og kom það mörgu borgarbarninu á óvart hvernig mjólkinn verður til, Við erum eð fara að grilla kálf sem bóndinn gaf okkur, enda var kálfurinn með Gin og Klaufaveiki. Bóndinn sagði að það væri ekki smitandi fyrir menn,Svo við fengu Páskaunga fyrir Begga. PS það fréttist að Siggi Tæknó hefði farið einbíla inn í Setur í dag, svo Hlynur Linur og aðrir ættu að vera klárir í björgunarleiðangur.
Flugrotturnar laaaaang flottustu.
06.04.2004 at 18:49 #503319Svona í framhjáhlaupi þá er að bætast en einn skálinn í annars gott skálasafn 4×4, en það er Miklafell sem verður í umsjón Hornafjarðardeildarinnar. Og óska ég þeim til hamingju með það.
Jón Snæland.
06.04.2004 at 18:49 #495997Svona í framhjáhlaupi þá er að bætast en einn skálinn í annars gott skálasafn 4×4, en það er Miklafell sem verður í umsjón Hornafjarðardeildarinnar. Og óska ég þeim til hamingju með það.
Jón Snæland.
06.04.2004 at 18:26 #495993Soffía ég átta mig ekki alveg á svörunum þar sem þú er farinn að blanda Setrinu, inn í húsnæðismálinn í Reykjarvík. Þó held ég að þú sért að velta fyrir þér stækkun Setursins. Og ef svo er þá hef ég á tilfinningunni að það sé ekki mikill hljómgrunnur meðal þeirra manna sem stunda Mörkinna, en það eru nú þeir sem mest mæðir á ef taka þarf til hendi. En þeir hljóta þó að geta bætt klósettmálinn ef það er það sem á þér brennur og ( kvenfólkinu ). Enda held ég að skálanefndin lumi á þá góðum sjóð.
En að húsnæðismálunum í Reykjavík, þá þarf að sjálfsögðu að kanna allar hliðar þessara mála. Og þá á ég við leigu, kaup á gömlu, nýju eða að byggja. Að mínu mati finnst mér versti kosturinn að leigja, og reyndar finnst landsmönnum það öllum. Enda reyna allir að koma þaki yfir sig og sína. Í stað þess að henda leigu aurnum út um gluggann eins og sagt er. Við vitum einnig að klúbburinn á digra sjóði, sem farið er að slá í, og þarf að fara að viðra aðeins. Einnig erum við að borga 700-800000 í leigu á ári til Loftleiða og FÍ. Húsnæði sem hægt væri að sætta sig við þyrfti ekki að íþyngja klúbbnum fjárhagslega, einnig væri hægt að leigja út salinn, og þar erum við að sjálfsögðu með fjölda kúnna í félagsmönnunum. Gaman væri ef menn vildu velta þessu svolítið fyrir sér. Og síðan væri vafalaust hægt að fá hugsanlegar kostnaðar tölur hjá mönnum einsog Birni Þorra, Jóni Ebba ofl. Síðan væri hægt að vera með könnun á heimasíðunni og kann hug manna til málsins.
Jón Snæland.
06.04.2004 at 18:26 #503316Soffía ég átta mig ekki alveg á svörunum þar sem þú er farinn að blanda Setrinu, inn í húsnæðismálinn í Reykjarvík. Þó held ég að þú sért að velta fyrir þér stækkun Setursins. Og ef svo er þá hef ég á tilfinningunni að það sé ekki mikill hljómgrunnur meðal þeirra manna sem stunda Mörkinna, en það eru nú þeir sem mest mæðir á ef taka þarf til hendi. En þeir hljóta þó að geta bætt klósettmálinn ef það er það sem á þér brennur og ( kvenfólkinu ). Enda held ég að skálanefndin lumi á þá góðum sjóð.
En að húsnæðismálunum í Reykjavík, þá þarf að sjálfsögðu að kanna allar hliðar þessara mála. Og þá á ég við leigu, kaup á gömlu, nýju eða að byggja. Að mínu mati finnst mér versti kosturinn að leigja, og reyndar finnst landsmönnum það öllum. Enda reyna allir að koma þaki yfir sig og sína. Í stað þess að henda leigu aurnum út um gluggann eins og sagt er. Við vitum einnig að klúbburinn á digra sjóði, sem farið er að slá í, og þarf að fara að viðra aðeins. Einnig erum við að borga 700-800000 í leigu á ári til Loftleiða og FÍ. Húsnæði sem hægt væri að sætta sig við þyrfti ekki að íþyngja klúbbnum fjárhagslega, einnig væri hægt að leigja út salinn, og þar erum við að sjálfsögðu með fjölda kúnna í félagsmönnunum. Gaman væri ef menn vildu velta þessu svolítið fyrir sér. Og síðan væri vafalaust hægt að fá hugsanlegar kostnaðar tölur hjá mönnum einsog Birni Þorra, Jóni Ebba ofl. Síðan væri hægt að vera með könnun á heimasíðunni og kann hug manna til málsins.
Jón Snæland.
05.04.2004 at 23:31 #495981Það er ótrúlega lítil áhugi fyrir þessu málefni, en í ljósi þess að 4×4 á töluverða peninga í dag og þess utan eru við að greiða bæði leigu fyrir Loftleiðarsalinn og Mörkina. Þá ætti nú að vera grundvöllur fyrir því að velta þessu betur fyrri okkur. Ég held að menn þurfi nú ekki að vera hræddir við marmarahallir. Og kanski er hægt að komast yfir ódýrt húsnæði sem þyrfti að pússa aðeins upp.
Svo eigum við jú í klúbbnum allar gerðir fagmanna. Frá SMIÐUM niður í fasteignarsala.
Jón Snæland.
05.04.2004 at 23:31 #503305Það er ótrúlega lítil áhugi fyrir þessu málefni, en í ljósi þess að 4×4 á töluverða peninga í dag og þess utan eru við að greiða bæði leigu fyrir Loftleiðarsalinn og Mörkina. Þá ætti nú að vera grundvöllur fyrir því að velta þessu betur fyrri okkur. Ég held að menn þurfi nú ekki að vera hræddir við marmarahallir. Og kanski er hægt að komast yfir ódýrt húsnæði sem þyrfti að pússa aðeins upp.
Svo eigum við jú í klúbbnum allar gerðir fagmanna. Frá SMIÐUM niður í fasteignarsala.
Jón Snæland.
-
AuthorReplies