Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.03.2005 at 18:12 #518974
Í Hofsjökulstúrnum var eitt látið yfir alla ganga, eitt verð hvort sem menn svæfu einsog englar í svítum eða hringuðu sig niður á gólfinu einsog ég gerði, sem reyndar var bara helvíti gott og svo svaf kóarinn úti í bíl einsog flestir í Rottugenginu.
Allir borguðu í ferðina og ekki einungis það heldur borguðu menn mjög tímanlega og eiga hrós skilið fyrir það.
Þorrablótið í Setrinu, það var það sem verið var að fjalla um í þessum þræði.
Einsog ég sagði þá er óljóst hverjir voru þar, hverjir greiddu, hverjir hættu við o.s.f
Enda er tap á þeirri ferð.Fararstjórar geta einir verið ábyrgir fyrir greiðslum.
Annað sem menn ættu almennt að hafa í huga þegar þeir fara fram á endurgreiðslur vegna ferða sem þeir fóru ekki í, þá skiptir það höfuð máli hvenær menn afboða.
Það gefur augaleið að þeir sem snúa við á Hellisheiðinni fái ekki endurgreitt þegar maturinn er þegar kominn á staðinn og í þessu tilfelli var maturinn fastur í krapapytti skammt frá Setrinu.
15.03.2005 at 16:27 #518966Kæri Sigurður, þar sem þessu erindi er beint að stjórninni. Þá er það svo að gjaldkeri klúbbsins hefur verið að vinna í þessu, en ferðinn var ekki á vegum stjórnar og hefur gjaldkeri marg kallað eftir upplýsingum um Þorablótið í Setrinu.
Gjaldkeri veit ekki fyrir vist hverjir fóru í Setri, hverjir greiddu, hverjir afboðuðu og þá hvenar þeir afboðuðu, en það skiptir máli hvenar það er gert. Því ekki er hægt að fara fram á endurgreiðslu eftir að fararstjórn er búinn að leggja út í kostnað saman ber mat.Jón Snmæland
12.03.2005 at 18:44 #518614Ási hefur hönnuni á Irok verið breytt eða hversvegna er vandamálið úr sögunni alltaf fróðlegt að heyra þrá því þegar menn leysa vandamál
12.03.2005 at 08:38 #518656Fundargerð
Þessi pistill er eingöngu ætlaður til þess að félagsmenn viti hvað er verið að fjalla um og hef ég verið fylgjandi því að fundargerðir stjórnar séu birta, eða megin mál þeirra.Roverinn spyr hvað hafi gerst, ég get ekki séð að neytt hafi gerst annað en það sem menn voru sammála um að gæti gerst hérna á spjallinu þegar til þjóðgarðsins var stofna.
Þá töldu menn að þetta yrði í lagi svo lengi sem ekki kæmi annar þjóðgarðsvörður.
Þjóðgarðsvörðurinn kom í þessu tilefni á mánudagsfund til okkar og róaði menn niður, en þeir sem þekkja reglugerð þjóðgarðsins vita að þær eru óþarflega strangar. Á þessum fundi man ég að mönnum þótti við BÞV óþarflega leiðinlegir við þjóðgarðsvörðinn þar sem hún var að gefa í skyn við okkur að hún ætlaði ekki að fara stíft eftir reglugerðinni.
Þá benti Björn Þorri henni á þá staðreynd að reglur væru til þess að fara eftir þeim. Það þótti þjóðgarðsverðin hinsvegar ekki nauðsinlegt. Þegar hún fór af fundinum þá sátu jeppamenn eftir með bros á vör og töldu að þarna ættu þeir bandamann, sem vissulega hefur verið rétt á þeim tíma.
Síðan hafa hlutirnir breyst þarna fyrir vestan, gæti verið að umferð hafi aukist og samfara því hafa göngumenn horfið á braut. Hvort það sé gott eða slæmt læt ég liggja á milli hluta. Annað sem hefur verið okkur óhagstætt og því miður ekki til framdráttar. Það er utanvega akstur með Jökulhálsslóðanum, þar hafa jeppamenn sneitt framhjá sköflum á veginum eða þá ekið af slóðanum á snjólausu inn að jökli.
Á þessum Ólafsvíkur fundi þar sem Skúli formaður átti að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og reina að forða okkur frá akstursbanni, þá var staða hans strax veikt þegar þessum utanvegarakstri er veifað.
Snjófellsmenn hafa auðvita átt sinn þátt í þessari neikvæðu umfjöllum um jeppamen en þeir hafa átt í sífellum erjum við þá undanfarinn misseri. Hef ég stungið upp því við Tryggva hvort hann hefði ekki getað sett upp smá upplýsingarskilti eða leiðbeiningar fyrir jeppafólk, til þess að það viti hvar það megi aka. Því það er nú þannig þegar komið er að aðstöðu Snjófells þá eru hjólför um allt bæði eftir vélsleða og jeppa og menn vita ekkert hvert þeir eiga að fara. Trygga finnst það vera ofverk sitt að setja upp leiðbeiningar og vill heldur rífast og skammast í jeppamönnum enda á hann jökulinn skuldlausan.
Nú seinni misserum hefur hallað undan fæti hjá þessu fyrirtæki og hefur því Snjófell viljað koma á fjórhjólaleigu og nýta að mér skilst Jökulhálsinn til þeirrar starfsemi, þætti mér það skjóta skökku við í þessari umræðu ef það væri leift.Samút
Má segja að þessi séu einn pakki, þar að segja slóðamál, þjóðgarðsmál ofl. Er því ekki úr vegi að fjalla lítillega um Samút, samtök útivistafélaga. Eðlilegt væri að beita þeim samtökum í svona málum. En um reglugerð Skaftafellsþjóðgarð var fjallað hjá Samút því samtökin hafa lagalegan rétt til þess að vera umsagnaraðili.
Gerðu samtökin alvarlegar athugasemdir við bróðurpart þeirra reglna sem púslaðar höfðu verið saman í flýti fyrir þjóðgarðinn ( af vankunnáttu mönnum ). Í framhaldinu á því máli voru samtökin nánast algjörlega hunsuð og ráðherra hélt því fram að þessi reglugerð hafi verið samþykkt í sátti við allt alla. Mjög líklega veit hún ekki annað en svo sé og er því í góðri trú. Þess vegna er mikilvægt að formaður Samút komi mótmælum okkar á framfæri. Nú veit ég ekki hvort það hefur verið gert ( tel það þó ólíklegt ) Er það miður að formaður Samút hunsi eigin samtök sem voru þó nánast einhuga í afstöðu sinni til reglugerðarinnar um þjóðgarðinn.Það sem þarf að gerast í nánustu framtíð er það að koma sjónarmiðum okkar á framfæri við umhverfisráðherra þannig að það sé sólklárt að hún þekki afstöðu okkar. Til þessa að svo megi verð má alls ekki nota neina milliliði sérstaklega ekki formann Samút sem er flöskuháls í þessu máli.
Fyrst ráðherra vill ekki funda með Samút ?sem ég hef ekki frétt af að hafi gerst? þá er eina leiðin að senda netpóst eða skrifa um þessi mál í dagblöðin.
Það væri kannski verðugt verkefni fyrir umhverfisnefnd klúbbsins að skrifa nokkra greinar í blöðin og upplýsa almenning um stöðu mála, það gæti þá allt ein gerst að ráðherra ræki í það augun og sæi að allir eru ekki eins áttir og hún heldur. Jón Snæland
11.03.2005 at 23:39 #518648Sæll Klaki, það er skki skrítið þó þú bráðni hratt mér verður svo heitt í hamsi þegar ég hugsa um þessi þjóðgarðsmál, slóðamál og annan ófögnuð. Þar sem hópur lappadinglara ráðskast með okkur án þess að hafa hunds vit á málunum. Ég hef nú nöldrað yfir þessu hlutum í all nokkurn tíma fyrir daufum eyrum. sem sennilega kemur til af því að fólk veit ekki sannleikan um þessi mál eða þá það trúir því ekki að að frelsi okkar skerðist hratt og örugglega.
Til þess að útskýra þetta á einfaldan hátt. Þá var slóðanefnd Ferðaklúbbsins eina frjálsa og óháða félagið sem starfaði með landmælingum í slóðaverkefninu. Ok því héldum við að við værum í nokkuð góðum málum og við fengjum að koma að þessum málum í framtíðinni. EN.En En Umhverfismálaráðuneytið hélt fund í janúar um slóðamál og að sjálfsögðu gleymdu þeir að boða okkur en þeir boðuðu fjöldan allan´af jólasveinum sem hafa ekki hunsvit á málunum og hafa aldrei unnið við það í sjálfboðavinnu að stika leiðir, gps mæla of ferla eða annað slíkt og vil ég fullyrða að margir sem þarna voru hafa ekkert vit á hálendismálum. þarna voru t.d 4 eða 5 fulltrúar tryggingafélaga, hverskonar skrípaleikur er það, eiga þeir ættingja í ráðuneytinu eða hvað.
Næg leiðindi í bíli
Jón Snæland
11.03.2005 at 23:20 #518644Sennilega hafa allir verið að glápa á Idolið en samt fynnst mé sérkennilegt að engin komment hafi komið fram um Snæfellsjökul. Það getur þó verið að menn og konur séu almennt þreitt á þessum Umhverfismálum, þjóðgarðsmálum og virkjunarmálum og er það að sjálfsögðu skiljanlegt.
En engu að síður var Skúli formaður var á fundi vestur í Ólafsvik þar sem fjallað var um árekstra ólíkra hópa á jöklinum, jeppa, vélsleða og göngufólks. Og nú á að setja hömlur á ferðafrelsi jeppamanna á jöklinum, og kannski annara einnig en útfærslan er þó óljós. en niðurstaðan verður "skert ferðafrelsi". Nú er spurningin hvernig við bregðumst við þessu, við þekkjum þegar copy-paste aðferðina í Þjóðgarðsmálum, fáum við þá akstursbann á Sólheimajökul og Skálafellsjökul í framhaldinu. Hluti af þessu vandamáli á Snæfellsjökli er endalaust væl í Tryggja hjá Snjófelli sem vill sitja einn að jöklinum. Sem er nánast óskiljanlegt því hann hefur haft endalaus tækifæri til þess að byggja upp fyrirtækið en ekki nýtt þau tækifæri og hefur verið að tapa kúnnum til annara vegna sinnuleysis við kúnnana.
Við skulum því vona að atvinnumálafulltrúi Vesturlands leggi okkur lið því það er gott fyrir annan túrisma á svæðinu að missa bæði vélsleðamenn og jeppamenn. og bl bl bl bl Jón Snæland
11.03.2005 at 23:01 #518642Skil ekki alveg grínið, reindar er ég ekki gjaldkeri Árbúðarnefnda eða Ferðaklúbbsins. heldur var ég aðeins að segja frá því sem við erum að vinna við. En til þessa að hafa þennan lið skilmerkilegri þá hafa 5 hópar gist í Árbúðum án þessa að gera upp gistigjöldin. Og það hefur verið tap á Árbúðum árum saman. Sum árin hefur ekkert komið inn af gistigjöldum fyrir skálan og hefur okkur stundum dottið í hug að losa okkur við þessa byrði. En á sama tíma hefur farið töluvert af gasi " skrítið "
08.03.2005 at 18:24 #518368Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Einar, híngað til hef ég ekki getað fengið þessa dagsetningu þrátt fyrir að hafa marg spurt, en nú get ég farið að telja niður klukkustundirnar.
PS er miðað við á miðnætti þann 21 mars
08.03.2005 at 18:15 #478924Eini bílinn sem skilin var eftir í Hofsjökulstúrnum vegna fjöðrunar vandamáls var klafa Runner, en klafa draslið yfirgaf bifreiðina á Langjökli á heimleiðinni, tja svoleiðis var það nú bara
08.03.2005 at 17:23 #518364Mætti bæta við hérna neðan til að það væri draumur í dós að fá fund með stjórn, vefnefnd og ábyrgum aðilum frá Castor til þessa að upplýsa auma stjórnarmenn um stöðu mála. Því nú eru ábyggilega spennandi dagar framm undan í vefmálum
Einn eftirvæntingafullur
08.03.2005 at 17:19 #518362Ekki veit ég hvar þú færð þessar dagsetningar á nýju-gömlu síðunni Einar, því ég get með engu móti fundið það. Þó er ég viss um að upphafstíminn verksins ( höfuðverksins ) var í september, en þar eru því miður 30 daga skekkjumörk.
Hvot Emil spinni einhvað veit ég ekki enda veit ég ekki hver er formaður nefndarinnar, ég held þó að það hljóti að vera Fastur eða Óskar.
04.03.2005 at 12:35 #512798Brottför verður kl 8, laugardagsmorgun frá skálum
Fararstjórn
04.03.2005 at 12:34 #517636Brottför verður kl 8 úr skálum á laugardagsmorgun
Fararstjórn
04.03.2005 at 12:32 #516236Ákveðið hefur verið að brottför verði kl 8 úr skálum á laugardagsmorgun, vegna ágætis færðar
Fararstjórn
28.02.2005 at 23:43 #516190Það má kannski bæta því við að Skagfirðingar koma á móti okkur og eru það 20 manns, sem eru ekki skráð í skráningartöflunni en verða með okkur á Akureyri. Ég gleymdi að forvitnast um fjölda bíla hjá þeim. Kv Jón Snæland
25.02.2005 at 20:20 #516176Neeeeeeeeeeeeeei hvernig dettur þér í hug að það sé ódýrara að gista í einkasvítu.
25.02.2005 at 17:31 #517866Vissulega hafði Einar rétt fyrir sér, og viss vandamál eru samfara því að hafa ekki fleiri rásir. Og einnig er það vandamál hversu CB hefur fækkað í jeppum, t.d er cb nánast áð hverfa úr bílum Rottugengisins. Þær eru ekki endurnýjaðar ef þær bila eða jepparnir eru seldir með stöðvunum og menn fá sér ekki nýjar
Staða er þannig að eftirfarandi eru með einkarásir
Flugsveitin EJS
Óþveragengið
Rottugengið
Sóðagengið
Kárarnir
Ef aðrir hópar eru með einkarásir væri gott að vita af þvíAusturlandsdeild er með rás 55, spurning hvort hún klofni upp í sítón ?
Einnig eru tveir hópar með CB
Þegar ljósir verða möguleikarnir, þá verður að skipta upp rásunum á milli hópa og verður þá að notast við formlegheitin, þannig að sendandi noti ávalt númer hópsinns þegar kallað er og öfugt þegar svarað er.
En fjarskipta málin eru í höndum Kjartans og verður hann sennilega með höfuðverk næstu daganna nema hann sækji um einsog 20 nýjar rásir fyrir okkur
24.02.2005 at 22:12 #516166Hofsjökulsferð
Hópstjórafundur verður næstkomandi miðvikudag, sjá frétta tilkynningar.
Þar verður afhent leiðarbók með upplýsingum um leiðarval, dagskrá ofl. Ofl.
Birkir ( Fastur ) er að setja inn skráningartöfluna fyrir ferðina þar sem allar upplýsingar eru um hópskráninguna. Einnig setur hann inn skiptinguna á gististaði.
En hóparnir munu dreifast á Hveravelli-Kerlingafjöll-Setrið-og Páfagarð. Þar sem mismunandi verð er á þessum stöðum, eða frá 800-1700 eða u.þ.b. Skýrir það að hluta verð ferðarinnar. Þegar komið er á Akureyri verður matar veisla á Oddvitanum og síðan dansleikur. Allir bílar verða síðan merktir viðkomandi hópum.
Meira seinna.Fararstjórn
23.02.2005 at 23:17 #517624Fyrstir til þessa að falla á gunguprófinu voru tveir Sóðar og máttu Pæjurnar vart við því eftir Patrol mótor þráðinn. En þeir eru skynsamir menn og sáu þegar í upphafi að leikurinn var tapaður og drógu sig í hlé
23.02.2005 at 20:09 #517644120 l þá hefði ég oft verði dreginn til byggða, ég var með 165 l tankarými og tók stundum með mér 40 lítra í brúsum.
Þessir 165 l fóru nú venjulega í löngum túrum.
-
AuthorReplies