Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.04.2005 at 09:33 #520724
Beggi minn ég held að við þurfum ekki að fara inn á heimasíðunna kl 006 til þess að vera öruggir að vera ekki truflaðir af vefsmiðunum sennilega trufla þeir okkur ekki nema nokkra tíma seint á kvöldinn og þá dag og dag. en skemmtilegt væri að fá fréttir að gangi mála en þær eru eins og venjulega ( ekki á lausu )
08.04.2005 at 22:46 #520716Þið verðið að skilja það að síðan er EKKI tilbúinn og Castor getur tekið sér tíma fram í júní til þess að klára hana. Sjálfur hef ég oft misst þolinmæðina en það hjálpar bara ekkert. Þessi síða verður vafalaust flott þegar henni er lokið og ýmisleg nýtt á henni sem gæti orðið skemmtilegt t.d Atburðardagatalið, en þar verður hægt að fletta milli mánaða og skoða hvað er í gangi í útivistar og motorsportmálum dag fyrir dag. Spjallið þarf að laga og fixa hitt og þetta auk þess getum við sett inn myndir með auglýsingum.
Könnunin er að verða helvíti skemmtileg verst að það vanta teljara á hana, þá væri hún enn fróðlegri fyrir Castor
08.04.2005 at 06:47 #520692Væri það nú ekki þvælið Einar. Vefnefndin ætti nú að geta eitt út fólksbíla auglýsingamyndunum, felgu og dekkjar myndunum. Það myndi fækka rusl myndunum til muna.
07.04.2005 at 17:45 #520600Einn aðal galinn er sá að maður hangir ekki næginlega lengi inni til þess að klára þráðinn og hef ég nú lent margsinnis í því að vera dottin út þegar ég ætla að setja ínn texta.
En látum vefsmiðinn taka einn hlut í einu bara að hann verði ekki of lengi að því
06.04.2005 at 23:31 #520592Ert þetta þú "Siggi Tæknó ?, Annars gat ég breytt notandanafninu mínu, sem betur fer. það væri skelfilegt er við fengum ekki Fast, Patrolmann, BÞV, Ólsarann og fleiri og fleiri góða kunningja aftur.
06.04.2005 at 23:24 #520638Bara svona smá uppfærsla, þetta gengur svo skratti hratt niður listan og vinur vor úr Höfðaveri er ekki búinn að sjá þráðinn. ég verða kannski að uppfæra þetta oft ef hann er ekki nettengdur
06.04.2005 at 22:11 #520654Hvað áttu enga vini, þá er bar að drífa sig í Bónus en þeir eru með tilboð á vinum þessa vikuna, þú færð þrjá vini á verði tveggja á meðan byrgðir endast. Svo vertu snögg út í búð. PS ég myndi nú ekki treysta á vinsemd Lúters nú þegar hann er oðrinn stór-bílasali, þeir selja víst ömmu sína skilst mér
Vinar kveðjur Jón Ofsi snæland
04.04.2005 at 23:48 #520418Ferðaklúbburinn á tvær handstöðvar sem eru til útleigu. Hver var aftur rás vesturlandsdeildar.
04.04.2005 at 23:46 #520414með því að utanfélagsmenn gefi upp nafn og kennitölu og fá þeir þá sent lykilorð
04.04.2005 at 22:51 #520396Ég lenti í þessu áðan en nú virðist þetta virka hjá mér, en ég er alltaf að fá upp AÐGANGUR BANNAÐUR ?’
04.04.2005 at 22:10 #520362Ég er kominn með 1 póst og búinn að hafa nafnabreytingu, núna verðum við að læra nöfn allra aftur ég var nú eiginlega búinn að gleyma mínu. Sigurlaugur ? er þetta þú Klaki og var þetta Bazzi litli gemlingur sem hóf þráðinn.
04.04.2005 at 21:45 #520356Til hamingju 4×4 félagar og allir veffíklar
02.04.2005 at 17:30 #520350Það verður spennandi að lesa póst númer 1000 frá Skúla. Hann er nú sennilega kominn í vandræði með það hvað hann á að skrifa um. En ekki getur hann eitt því í hvað sem er.
Spurning hvort hann verði ekki bara að nýta hann sem snembura framboðsræðu. afsakið þetta með snembura ég veit ekki heldur hvað það þýðir.
02.04.2005 at 14:38 #520322Það vað bar nú vel í veiði að þessi þráður skyldi fara í loftið núna. En nýja vefsíðan fer í loftið eftir helgi og það þarf að prófarkalesa hana, er það er ekki langur lestur og væri ekki verra ef þið gætuð lagt Emil lið við það. En Emil og Helgi vefsmiður verða á fullu við vefverkefni alla helgina.
Hægt er að ná í Emil í síma 898 8506 öll aðstoð við þetta væri vel þeginn.
Jón Snæland
02.04.2005 at 14:10 #520342Jæja, þá er Teddi búin að brjóta ísinn með að skensa Lúdda ég kunni ekki við það áðan svona rétt á meðan bílinn var nýr en þar sem þetta er orðið svo langt um liðið frá því hann fékk sér þennan Glittnis fák þá er komið hefðbundir Patrol veiðileifi á Lúter. Heyrði lítinn fugl segja það að það hefðir kostað 1250.000 að taka upp vél, túrbó og all klabbið í einum Patta haugnum eftir eitt hefðbundið mótor krassið. Lúter minn ég ætla ekki að vera með nein leiðindi og vona að vélin hjá þér endist framm á vor og sú nýja sem þú færð í vor endist fram á haust og þessi sem þú færð í haust endist fram að jólum og þessi sem þú færð í jólagjöf endist fr……………….
þinn kæri vinur Jón Snæland
02.04.2005 at 13:36 #520318Við lesblindir og málfatlaðir aumingjar verðum bara að finna okkur annan vettvang svo snillingarnir fái notið sín.
Ps fyrir ykkur sem þurfið að tjá ykkur um helgina þá getið þið notað spjallið á this.is/rotta en f4x4 verður lokað um helgina vegna flutnings gagna yfir á nýju síðuna.
Þar getið þið haldið áfram með sprell og skítkast.
og fróðleiksmola.
Hál og beinbrot
02.04.2005 at 13:29 #520336Til hamingju kallinn minn, en settu trúðamerkið á hann fljótt svo maður þekki hann frá ferðamannajeppunum.
Jón Snæland
17.03.2005 at 19:35 #519038Nú held ég að Klakinn geti bráðnað honum er orðið svo heitt í hamsi. En Klakinn sagði að bændurnir hefðu átt heima þarna í 600 ár eða frá árinu 1405, þrem árum eftir að Svartidauði barst á land við Hvalfjarðarströnd, því getur mað velt fyrir sér hvernig þeir eignuðust bæinn og Höfðan 1405 var það kannski vegna þess að allir voru dauðir í sveitinni eða hvað. Mér fynnst það skipta máli hvernig menn eignist þetta eða hitt og oft voru jarðir fyrr á tímum illa fengnar og fór þar kirkjan fremst í flokki og þess vegna er oft ekki hægt annað en að bros út í annað þegar frekir landeigendur eru með hótanir. Ég held t.d með bændur á þessum slóðum að þeir telji sig eiga Vatnajökul meira og minna, þeir hafa kannski nýtt hann svona mikið til kornræktar í gegnum tíðina að það hafi skapast hefðir á það en þær reglur eru nú einar þær heimskustu sem um getur. Og hvort bændur séu að hugsa um að loka slóðum út frá þjóðvegi 1 eru þeir allir að vinna hjá vegagerðinni og sýslumanni eða hvað.
Er orðin leiður á þessu helvítis lokunarkjaftæði
Og ef þetta er friðland þá á að sjálfsögðu að setja upp skilti þar sem það kemur fram.Ég spjalla stundum við ríkann mann sem veit vart aura sinnar tal, hann fékk þá flugu í höfuðið að kaupa sér bæ og síðan keypti hann nágrann bæinn líka. Þar sem hann var skindilega orðinn landeigandi þá fannst honum upplagt að loka svæðinu vel af " sem þó hafði altaf verið opið almenningi áður" Nú er hann búinn að keðja að flesta slóðir sem liggja um land hans. Það verst í þessu máli er að landareign hans er gífurlega víðferm tugi km í allar áttir frá landeigandanum slæma.
16.03.2005 at 09:36 #519170Hægt er að nálgast upplýsingar hér á síðunni um VHF mál einnig eru til bæklingar og gömul Setur þar sem fjallað er ýtarlega í Mörkinni sem þú getur nálgast á fimmtudögum. Einnig var fjallað nokkuð ítarlega um VHF má í Setrinu sem dreift var með Fréttablaðinu
Jón Snæland
16.03.2005 at 08:55 #519002Ég er nú ekki sammála þeim aðilum sem vilja það að klúbburinn hætti að standa fyrir skipulögðum ferðum. Er ég hræddu um að þá myndi fækka verulega í klúbbnum.
Það þarf aðeins að skipileggja grunnin betur og hefur það verið gert með nýjum ferðareglum og svo þarf að innheimta þáttökugjöldin tímanlega.
Ekki væri verra að hafa ferðanefnd sem hefði það hlutverk að aðstoða fararstjóra og veita þeim aðhald.Við þurfum að ná til allra jeppamann og þeim þarf að finnast það að þeir eigi heima í klúbbnum, því Ferðaklúbburinn verður ekki sterkur hagsmunaklúbbur á meðan jeppamenn eru dreifðir í öðrum félögum.
Þess vegna ættu jeppamenn í öðrum félögum því að velta alvarlega fyrir sér hvort þeirra félög hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi eða hvort þeirra forustu menn séu á þeirri braut að loka hálendinu fyrir vélknúinni umferð.
Með veru minni í stjórn og nefndum hefur maður áttað síg á því hversu stórt batterí klúbburinn er orðin og virðist það ávalt koma nýjum stjórnarmönnum á óvart hversu mikil vinna hvílir á herðum stjórnarmanna og hefur þessi vinna aukist hratt á undanförnum misserum, er sú aukavinna mest kominn til vegna hræringa hins opinbera og hringlandi hátt þeirra og eru víða blikur á lofti.
Því er það nauðsinlegt að efla klúbbinn sem hagsmunaklúbb og er eina leiðinn til þess að við stöndum saman og að okkur fjölgi. En það kallar á meiri festu stjórnar og skilvirkari nefndir.Stofnum því Ferðanefnd
Eflum Umhverfisnefndina til muna ásamt því að efla tengsl móðurfélagsins við allar deildir. Deildirnar þurfa að koma mun meira að daglegu starfi móðurfélagsins þar sem deildirnar hafa oft möguleika að stoppa af illa og lítt ígrundaðar tillögur heimamanna sem þeir leka inn í ýmis ráðuneyti þar sem illa upplýst möppudýr gleypa hugmyndirnar hráar og fagna því að fá verkefni. Síðan fáum við yfir okkur reglugerðir sem eru engum að skapi
-
AuthorReplies