Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.02.2005 at 17:04 #516992
Þetta var meint sem hrós af minni hálfu. Castor má alveg eiga það hrós sem hann á skilið og ekki nema sanngjarnt að honum sé hrósað fyrir vel unnið verk (jafnvel þó það hafi tekið langan tíma).
En ég bendi Castor líka á að nýja síðan er í sama hæga hjólfarinu og sú gamla var þar til fyrir stuttu. Kannski verður sú gagnrýni til þess að hraðinn á henni verði lagaður
Annars sakna ég þess að sjá ekki hér uppbyggilega gagnrýni á nýju síðuna. Ég er sannfærður um að notendur vefsins hafa skoðanir á því hvernig þeim finnst það sem komið er á nýju síðunni og hvað mætti betur fara, hvað vantar o.s.frv. Vefnefndin gæti síðan haft þessar skoðanir/gagnrýni til hliðsjónar og vinsað úr þær athugasemdir sem þeir telja að eigi erindi við endurbætur á síðunni.
Þá held ég líka að slíkar skoðanir stuðli að því að koma vefsíðunni áfram því það eru ekki nema 2-3 vikur þar til ráðgert er að síðan fari í loftið og mér sýnist tæpt að það það náist miðað við núverandi hraða.
15.02.2005 at 13:59 #516988Það er líka óhætt að þakka þeim Castor mönnum (eða manni?) fyrir að laga loksins hraðann á vefsíðunni. Vel af sér vikið eftir allan þennan tíma. Það er allt annað að skoða síðuna nú en áður. Gamli vefurinn þræl virkar núna ? en um leið og farið er af gömlu síðunni aftur yfir á nýju ?svuntuna? (þ.e. smellt er á ?Aðalsíða? aftur) þá kemur gamli góði hrollurinn og oftast nær maður næstum að telja upp á 25 áður en ?svuntan? birtist.
Fyrir þá sem sakna hrollsins og eru hrjáðir af fráhvarfs einkennum þá dugir að heimsækja nýju síðuna ? sú síða rétt drollast áfram.
Til hamingju Castor menn (eða maður?) ? glæsilegur árangur á ekki lengri tíma!
11.02.2005 at 17:13 #516514Það er óþarfi að hafa áhyggjur Birkir ? Ef nýja síðan er útbúin eins og upphaflega var ráð fyrir gert með aðgangsstýringar þá er mjög auðvelt fyrir ykkur að útiloka að aðrir en þið sem eruð að prófa síðuna geti skráð sig inn á hana.
Með því að hafa síðuna opna (en þó lokaða fyrir skráningar) þá fáið þið örugglega góðar ábendingar og umsagnir um það sem betur má fara t.d. í útliti. Betur sjá augu en auga!
Þetta er allt saman hið besta mál og ég held að þegar upp er staðið þá eigið þið eftir að vera Einari þakklátir fyrir framtakssemina!
Oddur
11.02.2005 at 14:44 #516496Bravó Einar! Flott framtak hjá þér ? þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn!
Ég er alveg hjartanlega sammála þér að því fleiri sem koma að skoðanaskiptum varðandi nýja vefinn þeim mun betri verður hann þegar hann kemur í notkun. En öllu má auðvitað ofgera.
Ég tel að það það sé af hinu góða að leyfa félagsmönnum að prófa vefinn og láta sínar skoðanir í ljós (og þá á gamla vefnum því þeir þræðir verða væntanlega varðveittir áfram). Ég vil bara hvetja sem flesta til að skoða þennan nýja vef og koma með athugasemdir og betrumbætur.
Oddur
11.02.2005 at 11:30 #516484Það er nú bara staðreynd að stór hluti félagsmanna klúbbsins býr úti á landi og hefur engin tök á að komast á mánudagsfundi hér í Reykjavík. Ég geri ráð fyrir að Elías, sem hóf þráðinn, sé í Eyjafjarðardeildinni og hafi verið fjarverandi á fundinum!
Ef þessi stöðuskýrsla var svona ágæt af hverju er hún ekki birt hér á vefnum, landsbyggðamönnum og öðrum þeim sem ekki voru á fundinum, til fróðleiks og gagns?
11.02.2005 at 11:02 #516480Það er rétt hjá Elíasi að vefurinn er óþolandi lengi að opnast ? reyndar mismunandi lengi. En oftast þegar ég geri tilraun til að kíkja inn á þessa síðu þá er hún svo lengi að opnast að ég er flúinn inn á aðrar hraðvirkari síður. Hitt er annað mál að loksins þegar maður hefur náð sambandi við síðuna þá er hún yfirleitt sæmilega hraðvirk.
Það er algjör fáfræði að halda fram að orsök vandans sé að vefurinn sé keyrður á ?Windows 2003 server beyglu? . Ég minni bara á það að sá innlendi vefur sem sópaði til sín flestum verðlaunum á síðasta ári keyrir á ?Windows beyglu? og eins þá staðreynd að yfir helmingur ?Topp 10? vefjanna í samræmdri vefmælingu notar sams konar beyglur. Hvert vefumhverfi fyrir sig hefur sína kosti og galla ? það er hægt að gera góða vefi í Windows umhverfi og slíkt hið sama má segja um Linux, Mac OSX ofl.
Vandamálið við vefsíðuna f4x4.is er hins vegar það stjórn klúbbsins ákvað að hrækja í gömlu síðuna með því að setja á hana ?nýja? svuntu. Gamla síðan með nýju svuntuna framan á sér var síðan flutt yfir á nýjan hýsingaraðila og svuntan er ekki alveg að virka sem skyldi. Eins hef ég mínar efasemdir um hýsingaraðilann.
Það er sorglegt dæmi að sjá stjórn klúbbsins, sem upphaflega lagði af stað með það frábæra markmið að endurhanna síðuna frá grunni, byrja á því að klúðra svo um munar gömlu síðunni og bjóða svo okkur almennum félagsmönnum uppá að nota síðuna bæklaða í hálft ár (eða lengur?). Þetta er auðvitað fádæma klúður stjórnar og vinnubrögð sem eiga ekki heima í jafn fjölmennum félagsskap og Ferðaklúbburinn 4×4 er.
Skúli formaður tjáði okkur á almennum félagsfundi nú í janúarbyrjun að ný síða yrði opnum ?útvöldum? til prófunar nú strax í febrúarbyrjun. Ekkert hefur frést af hvort þessi prófun er komin í loftið ? hvað þá að tímaáætlunin um að endanleg útgáfa verði komin í loftið strax í byrjun mars.
Hvernig væri nú að Helgi Castor, Skúli formaður eða Emil sjálfur upplýstu okkur um gang mála og hættu að halda okkur almennum félagsmönnum í myrkri og reyk?
Kveðja,
Oddur
05.01.2005 at 18:16 #512114Það er alveg hárrétt Skúli, það hafa verið (löng) vandræði áður með myndaalbúmið. En í öllum þeim tilfellum var um að ræða ófyrirsjáanleg vandræði með diskpláss hjá hýsingaraðilanum.
Það sem er nýtt núna er að við erum með 2 kerfi sem hafa ?skemmst í flutningi?, vefspjall og myndaalbúm, og óvissuástand með þessi kerfi til 3ja eða 6 mánaða til viðbótar ? því eins og Helgi Hrafn segir þá er ?stærstur hlutinn? af vinnunni við nýju síðuna ennþá eftir.
Sé það rétt að nýja síðan komist ekki í gagnið fyrr en allt að 6 mánuðum liðnum þá held ég að stjórnin ætti að endurskoða afstöðu sína varðandi skammtímalausnir.
Oddur
05.01.2005 at 15:43 #512110Sú ákvörðun stjórnar að flytja gömlu síðuna yfir á nýjan hýsingaraðila var gjörsamlega vanhugsuð frá upphafi. Í raun var engin ástæða til að flytja síðuna yfir á nýjan aðila ? það var alveg fullnægjandi að hafa nýju síðuna hjá nýjum hýsingaraðila.
En úr því að síðan var flutt þá er sá aðili sem flutti síðuna skuldbundinn til að láta síðuna virka á nýjum stað. Á því leikur enginn vafi. Í þessu tilfelli eru það Castor menn sjálfir sem fluttu síðuna og það er á ábyrgð Castor manna að láta síðuna virka rétt. Það að firra sig frekari ábyrgð með því skýla sér á bak við höfundarrétt eins og Helgi Hrafn reynir að gera er alveg til skammar!
Það er deginum ljósara að síðan er ekki í lagi eftir að hún var flutt á nýjan stað og úr því verður að bæta hið fyrsta.
Hitt er annað mál, að með þessari ákvörðun sinni að flytja gömlu síðuna var stjórnin að slíta öll bönd sem héldu gömlu síðunni uppi ? og þar við situr í dag. Engin yfirlýsig hefur verið gefin út af hálfu stjórnar um hvernig hún hyggst brúa bilið með utanumhald gömlu síðunnar þangað til sú nýja lítur dagsins ljós. Síðan er nú gjörsamlega stjórnlaus og allir firra sig ábyrgð.
Það er gjörsamlega óviðunandi fyrir notendur síðunnar að hafa hana áfram í þessu limbó-ásigkomulagi og ég tek undir með Einari að stjórnin verður að gefa okkur skýr svör varðandi framhaldið.
Kv.
Oddur
05.01.2005 at 11:54 #512102Ég hef viljandi haldið mér utan við umræður um vefsíðuna undanfarna 2 mánuði, bæði til að gefa stjórn klúbbsins tækifæri á að taka almennilega á málunum og eins til að gefa Castor-mönnum vinnufrið ? því samkvæmt upphaflegri ?útboðslýsingu? átti endurgerð síðunnar að vera lokið fyrir áramót.
Áður en ég held lengra vil ég þó þakka Einari (eik) fyrir frábæra frammistöðu við að aðstoða notendur síðunnar sem ítrekrað eru að lenda í vandræðum, bæði í myndaalbúmi og vefspjalli. Það er næsta ótrúlegt hversu viðbragðsfljótur Einar er og hversu fljótt og vel hann hefur áttað sig á uppbyggingu gagnagrunnanna. Eins verð ég að þakka Einari fyrir skeleggan og málefnalegan málflutning við gagnrýni ?nýju? síðunnar.
Viðvaningsleg vinnubrögð Castor-manna er óþarft að gagnrýna frekar hér, enda hefur Einar sýnt fram á að hér eru skólastrákar á ferð.
Það sem er gagnrýni vert eru vinnubrögð stjórnar í öllu þessu máli. Allir eru sammála um að vefsíðan þurfti á endurnýjun að halda, en vinnubrögð stjórnar er skólabókardæmi um hvernig EKKI á að standa að svona málum.
Eins er það er auðvitað fáheyrt að stjórn klúbbsins skuli leggja í svo stórt verk sem smíði nýrrar vefsíðu er án þess að hafa lagt fram ítarlega kostnaðaráætlun og fengið þá kostnaðaráætlun samþykkta (a.m.k. á félgasfundi) og þar með fengið heimild til ráðstöfunar á fjármunum klúbbsins.
Í ljósi þeirrar miklu óánægju sem orðin er með síðuna og þeirrar miklu óvissu sem virðist ríkja um verktíma nýju síðunnar skora ég á stjórn klúbbsins að leggja öll spilin á borðið: Hver er kostnaðaráætlunin við nýju vefsíðuna? Hver var umsaminn verktími (3, 6 eða 9 mánuðir)?
Ég vil ítreka það hér að þessi áskorun hefur áður komið fram hjá fleiri aðilum hér í vefspjallinu en stjórnin hefur ávallt hunsað þessar áskoranir og þagað þunnu hljóði.
Kv.
Oddur
03.11.2004 at 17:59 #507674Ég hef ásamt syni mínum séð um vefsíðuna sl. 6 ár og höfum við þróað síðuna með tilliti til óska félagsmanna hverju sinni, eins hægt hefur verið. Þannig hefur vefspjallið (og auglýsingar ofl) orðið til og verið aðlagað kröfum félagsmanna. Í þeim vandræðagangi sem vefsíðan lenti í sl. vetur og í sumar hjá Hringiðunni, m.a. vegna uppfærslu á vefþjónum, þá var ljóst að grípa yrði til varanlegri ráðstafana bæði hvað varðaði hýsingaraðila og framtíðar vefsíðugerð síðunnar.
Á fundi með stjórn klúbbsins nú í sumar lét ég þá skoðun mína í ljós að ég teldi vefsíðu klúbbsins best borgið í sveigjanlegu og nútímalegu vefumsjónarkerfi. Þegar margir koma að vefsíðugerð einnar vefsíðu þá er það eina lausnin og krefst góðrar aðgangsstýringar þeirra sem vinn síðuna. Um þetta atriði held ég að allir séu sammála um. Mín skoðun er einnig sú (og ég ætla ekki að fara út í deilur um tæknileg atriði og þó EIK sé mér ekki sámmála) að kerfi sem sniðin eru fyrir ASP.NET henti þessum tilgangi lang best.
Allir geta verið sammála um að nauðsynlegt sé að skipta um hýsingaraðila vefsins ? Hringiðan hefur staðið sig vel að mörgu leyti en vefsíða klúbbsins er það mikið sótt að þörf er á að hýsa síðuna hjá mun stærri og öflugri aðila en Hringiðan er.
En ég hlýt að taka undir orð Einars að mér finnst val stjórnar á hugbúnaðaraðila til að sjá um gerð nýrrar vefsíðu orka verulegs tvímælis, einkum í ljósi þeirra krafna sem upphaflega var lagt af stað með.
Eftir að ?nýja vefsíðan? leit dagsins ljós lét ég í ljós áhyggjur mínar við stjórn klúbbsins ? og ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst vinna Castor Miðlunar í 6-8 vikur afar léleg og ég stórlega efa það að þeir ráði við jafn kerfjandi verk og smíði vefsíðu Ferðaklúbbsins er. Ef það tekur 6 vikur að koma jafn einföldum hlut og fréttakerfi í gang (með Copy og Paste) þá tekur mánuði eða ár að koma upp Vefspjalli, Auglýsingum og Myndaalbúmi með sama framgangsmáta.
Ef ég væri verkkaupi í þessu tilfelli væri ég búinn að rifta samningi og snúa mér annað. Sonur minn hefur reyndar boðið klúbbnum að endurhanna síðuna með nýju vefumsjónarkerfi, en ég er ekki að ?agitera? fyrir því hér ? heldur hitt að eftir 6 ára umsjón og þróun vefsíðu finnst mér stórgrætilegt að sjá hana fara niður á þvílíkt lágkúrulegt plan eins og virðist í uppsiglingu.
Oddur
-
AuthorReplies