Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.04.2003 at 20:14 #472764
Þar sem þvílíkt úrval af menningarvitum er samankomið eins og í klúbbnum okkar, þá bíður maður bara eftir að farið verði að taka afstöðu til Sollu Boggu og Bubba kóngs, ferðamál og faratæki til ferðalaga duga mönnum enganveginn.
En fyrst þið viljið endilega tala um glæpi, refsingu og málfrelsi, er þá ekki rétt að fara að fjölga þráðunum, taka upp þræði sem heita: Bloggið, Bullið, Ég þarf sálfræðihjálp, Hlustið á mig, eða Byrjendabúggí.
Hinsvegegar er það besta sem ég hef séð á f4x4.is nýlega myndirnar hans Lalla. Skemmtilegur ferðagarpur sem ætti að fara að láta til sín taka í klúbbnum, sýndu okkur líka loftmyndir, áttu þær ekki til?
16.04.2003 at 11:19 #471402Viðbótarskilmálinn sem kallast "utanvegakaskó" innifelur engar breytingar á kaskótryggingu aðrar en þær að aka má utan vega og venjulega er eigináhættan hærri við þær aðstæður. Grunnskilmálarnir um bótaskylda tjónsatburði eru óbreyttir þ.e. að tjónið þarf að vera: árekstur, áakstur, útafakstur, eldsvoði eða sprenging, elding, hrap, velta, grjóthrun, snjóflóð, skriðufall, aur- eða vatnsflóð. Þetta eru þau atriði sem skipta máli fyrir okkur á fjöllum, og líklega reynir þá helst á hugtökin "hrap", "velta" og "áakstur". Allir hafa sama rétt til að túlka orðalag skilmála ef þeir eru óskiljanlegir (nema ef komin er hefð á túlkun í dómum eða úrskurðum) og þá er bara að byrja að láta "tækni-orðanefnd" túlka undir hvað það flokkast að: keyra á stein og brjóta hjól undan, aka ofaní úrrennsli og mölva hjólabúnað, hoppa yfir sprungu á sprautusiglingu og skekkja grind eða lenda á kafi í vatni eða jafnvel í jökulsvelg. Flokkast eitthvað af þessu undir orðalag skilmálanna? Einnig eru innifaldir í kaskó þjófnaðir, skemmdaverk, foktjón og flutningstjón, en þau atriði skipta ekki máli í þessari utanvega útvíkkun.
04.04.2003 at 11:56 #472038Þetta einkanúmer er ekki til held ég, en ef þú kemur með aðra tillögu þá má fletta þessu upp, hvað annað kemur til greina sem einkanúmerið hans?
21.03.2003 at 14:07 #471196Getur ekki sveitungi minn farið að dæma í þessu máli.
15.03.2003 at 23:59 #192360Skemmtilega tilbreyting frá umræðum síðustu daga að skoða myndir af ferðabrasi, bílum og landslagi sem félagarnir eru að senda inn. Einnig eru skemmtilegar ferðasögur á „Færðin á hálendinu“ sem eru fínar leiðarlýsingar til seinni nota. Myndir ccr af drullutjakksspileríi eru skemmtilegar og líklega er nauðsynlegt að hafa gamaldags massíft dráttartóg með ásamt perloninu, ef maður þarf að bjarga sér með þessari amerísku handvindu aðferð, eða hvað?
18.02.2003 at 12:43 #465676Á korti sem sýnir flokkun vega í stofn-, tengi- og landsvegi t.d. á http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Fil … kerfid.pdf sést greinilega hvernig tæplega 1130 ára löngu landnámi Íslands miðar. Augljóst er að hluti af ?vegunum okkar? um hálendið munu verða menningunni að bráð. Frá a.m.k. átta þéttbýliskjörnum teygja tengivegir sig inná hálendið, sérstaklega Sprengisand. Landsvegir munu þar einhverntímann breytast í tengi- eða stofnvegi. Þótt veður, friðun, ófærð og fleiri rök mæli á móti, eru líka til rök með.
Hinsvegar þarf Ferðaklúbburinn örugglega í framtíðinni að draga línu til varnar jeppaferðamennsku, en hún verður varla dregin þvert í veg fyrir landnámið. Umræðan mun smám saman færa okkur svörin við því hvar varnarlínan þarf að vera. Vonandi samtvinnast þá hagsmunir jeppaferðamennsku, útivistar, landverndar, ferðamála, atvinnulífs og landnáms, ?í samráði við viðkomandi yfirvöld?. Amen.
16.02.2003 at 12:59 #468682Á vefsíðu arctictrucks.is er m.a. þetta:
Mikilvægt er að endurherða felgurær eftir um það bil 200 km frá ásetningu. Herða þarf felgurær með herslumæli. Ofhersla í eitt skipti eyðileggur felguboltana. Smyrjið aldrei felgubolta eða felgurær því þá geta rærnar losnað af.
Hersla: Land Crusier 90, Hilux, 4Runner, Rav4 – álfelgur og stálfelgur – 11kg/m max.Ég hef að vísu aðra skoðun á feitmetinu.
13.02.2003 at 08:29 #468310Það var Kristján Möller frá Siglufirði sem gladdist í blaða-viðtali yfir því að hafa bara verið að taxera Pajero í stæði þegar stýrið datt úr sambandi, en hafði áður verið á mikilli norð/austur yfirreið og taldi sig heppinn með hvar þetta gerðist. Etv. hjálpaði þetta "stýrisleysi" honum að venda með stæl frá gamla Norðurl-vestra og yfir í nýja Norð-austur kjördæmið.
20.01.2003 at 09:27 #466754Þótt þetta sé nýlegt og fái fulla skoðun, finnst mér hún bæði halda illa og ganga tregt til baka. Líklega vantar meira vogarafl og að losa sumarvatnið úr börkunum. Ég var strax varaður við að nota handbremsuna yfir veturinn og geri það helst ekki, en langar að hafa þetta í lagi.
20.01.2003 at 08:44 #192023Double Cab í kyrri stöðu,
cabút alveg er á hemil.
Þiggja mun með geði glöðu,
gæða ráð við þessum…helv. vetrar handbremsu frost vanda.
10.01.2003 at 09:43 #466186Þetta er nýjasta spá.
"Lægir í kvöld. Gengur í suðaustan 8-13 í fyrramálið, en 10-15 og rigning suðvestan- og vestanlands síðdegis á morgun. Hiti á bilinu 1 til 9 stig, svalast norðaustantil"
Líklega þarf ekki stuttbuxur, eða hvað?
04.01.2003 at 21:36 #466014Þetta er heimur þar sem nauðsynlegt er að taka framhliðina út tækjunum á kvöldin og dugar oft ekki til,
-þetta er heimur þar sem nauðsynlegt er að hafa þjófavarnakerfi í bílum,
-þetta er heimur þar sem vafasamt fer að vera að auglýsa búnað bílanna á vefnum eins og við gerum í klúbbnum
-þetta er heimur sem við kallar á auknar forvarnir gegn þjófnaði og skemmdum, með kerfum eða öðrum ráðum.
Á móti kemur síðan að sírenuvæl í kerfum er orðið svo algengt út um allan bæ að fólk er hætt að líta upp. Hreyfi- og höggskynjarar kerfanna þarf að stilla upp til að flugeldar og vindur setji þau ekki í gang.
Vona að tækið finnist, þótt reynsla annarra bendi ekki til þess, því miður.
01.12.2002 at 13:35 #191840Er ekki einhver í sambandi við ferðalangana sem getur haldið heimasitjandi félögum upplýstum um helstu ævintýri nýliða, svona til viðbótar við áægætar formlegar fréttatilkynningar stjórnar. Eða er ekkert að frétta?
24.11.2002 at 01:56 #464568Þegar ég kvartaði við Ökumæla um sama mál var mér bent á að hraðamælir (og km teljari) sýndi upphaflega of mikið í bílum, við lagfæringu eftir breytingu í t.d. 38" væri hraðamælir (og teljari) stilltur réttur (miðað við GPS t.d.) og þá væri teljari bílsins farinn að sýna of lítið miðað við réttan skattmæli. Ég er hinsvegar enn að ofgreiða miðað við GPS og mílusteina og þarf að tuða meira.
06.11.2002 at 10:14 #464048Reyndu að koma einni mynd og þessari lýsingu sem er á veidi.is í DV eða annan fjölmiðil.
Aðstandendur eða nágrannar átta sig á hvaðan hlutir eru komnir þegar þeir sjá fréttina, yfirgangurinn og tillitsleysið fyllir fólk reiði og það lætur vita.
29.10.2002 at 08:50 #463794Ekki setja ljóskastara aftast í listann, ég lenti í því í fyrra að sjá ekki í morgunskímu förin eftir bílana á undan, að vísu var redding að (af)stilla háuljósin beint niður í jörðina.
30.08.2002 at 09:15 #462892Mér sýnist á nýjustu tilboðum að verðgagnrýna umræðan sé að skila sér þannig að útsölu dollarinn sé nú notaður í verðútreikninginn. Yfirleitt er best að hver haldi sig við það sem hann er bestur í, kaupmenn sjái um vöruinnflutning en fjallakarlarnir um ferðalögin. En vissulega þarf að veita aðhald. Er ekki ansi gott tilboð í nýjasta Setri?
23.08.2002 at 14:05 #462810Síðast þegar ég keypti hlut á tilboði í Ellingsen þá gilti ekki klúbbafslátturinn okkar, er það einnig svo með þetta tilboð Jón. Ert þú ekki á svæðinu með upplýsingar beint "úr" æð?
18.05.2002 at 23:12 #461132Á hjál. vefsíðu eru myndir og upplýsingar um hita í sprungum Eyjafjallajökuls í janúar 2002 sem ekki sakar að lesa. http://www.raunvis.hi.is/~mtg/emyndir/9121836c.jpg
03.12.2001 at 11:13 #457774Þetta var 66 tíma alvöruferð frá kl. 3 á föstudag til kl. 09 á mánudagsmorgni. Akstur uppeftir 21 tími, opna hús kaffi og spjall 3 tímar, lúr 3 tímar grill og kvöldvaka 6 tímar, nætursvefn 7 tímar, tiltekt og morgunmatur 2 tímar og heimakstur 24 tímar.
68% tímans nýtt til aksturs, sofin ein nótt af þremur, ekið hinar. Frábær ferð undir öruggri stjórn skálanefndar. Takk fyrir mig. Mættur til starfa (við tölfærði) kl. 10 á mánudagsmorgni beint úr bíl
-
AuthorReplies