Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.05.2006 at 08:31 #553264
Ég er á 33" Discovery með 300 Tdi vélinni. Bíllinn er mjög fínn ferðabíll og kemur mér sífellt á óvart hvað hann kemst á þessum dekkjum. Ég er búinn að eiga bílinn í ár og hef aðeins leyft mér að hleypa úr dekkjum í vetur og það hefur bara gengið vonum framar að komast áfram. Hann er svo sem engin léttavara (2.150 kg) en góð og slaglöng fjöðrun og möguleiki á að læsa millikassanum kemur honum vel áfram.
Til að koma 35" dekkjum undir þarf að færa afturhásinguna aftar. 33" dekkin eru alveg á mörkunum að komast undir hjá mér, ég meira að segja fór út í að skera meira úr brettunum og hurðinni hjá mér.
25.04.2006 at 17:05 #551110Planið var að keyra norður á Akureyri á föstudeginum, eyða helginni þar og fara svo bara þjóðveginn heim á mánudaginn. Eftir 10°og rigningu alla helgina hef ég ekki mikið að gera á fjöll á 33".
25.04.2006 at 11:17 #197847Er einhver með upplýsingar um snjóalög og færð á Kjalvegi núna. Er á leiðinni norður um helgina og það spáir svo vel á föstudaginn að það er spurning um að taka sér frí og skella sér Kjalveg. Eini gallinn er að við erum á tveimur 33″ Discovery og því ekki færir í allan sjó (bara flestan).
Er kannski von á krapa eða drullu á leiðinni, bílarnir eru sennlega ekki nógu háfættir í svoleiðis æfingar.
19.12.2005 at 08:47 #536584Ég var líka að versla í Útilíf og fékk sömu svör, að það væri ekki lengur afsláttur fyrir félagsmenn. Sölustjórinn (eða einhver sem virtist ráða) viðurkenndi að þetta hefði verið eitthvað á reiki og gaf mér afsláttinn samt. En það er ljóst að afslátturinn er skráður hérna á síðuna svo þetta er mál sem þarf að fá á hreint.
01.12.2005 at 08:34 #534310Hitti einmitt einhverja björgunarsveitina upp á Vatnajökli á svona tæki. Skildist að þetta hefði verið gjöf frá Svíakonungi eða eitthvað svoleiðis. Það eru bensínvélar í þessum bílum og björgunarsveitarmenn sögðu mér að gripurinn hefði náð að eyða 260 lítrum á klukkutíma!!!!
10.10.2005 at 09:22 #528718Jæja, við komumst til byggða.
Vegna veðurs og tíma varð ekkert úr hálendisferð en við fengum nóg action út í Flateyjardal.
Ferðin út dalinn á föstudagskvöldið gekk ágætlega, mokuðum okkur í gegnum einn krapapoll, lentum í smá vegavinnu í einum sneiðingi sem runnið hafði úr og vorum í smá möndli ofan í árfarvegi. Áttum svo rólegan laugardag í snjóleysi við ströndina. Á sunnudaginn var svo komin snjóföl. Snjórinn jókst svo skarpt þegar komið var aðeins inn í dalinn. Smá bras og úrhleypingar en þetta gekk allt að lokum. Vorum fjóra tíma niður á þjóðveg.Myndir í albúmi:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … yndir/3842
05.10.2005 at 21:25 #528714Sæll Ívar
Þetta er allt mjög laust í reipunum hjá okkur. Veðurspáin í augnablikinu er líka þannig að það væri lítið vit fyrir okkur að leggja á Kjöl á sunnudaginum, bara spáð snjókomu.
Það væri hins vegar mikið öryggi í því, ef til kemur, að hafa fullvaxinn jeppa með í för. Þú getur prófað að hringja í mig (862 0106) á sunnudaginn ef þér sýnist viðra til fjallaferða og þú ert enn á þeim buxunum að þvælast yfir hálendið í samfloti með tveimur 33" Discovery.
05.10.2005 at 08:21 #196398Er að fara norður í Flateyjardal um helgina. Er nokkur snjór þarna útfrá núna?
Eins var hugmyndin að fara suður Kjöl eða Sprengisand á sunnudaginn, veit einhver um færð á þessum slóðum?
Við verðum á tveimur 33″ bílum þannig að snjórinn má ekki verða of mikill.
30.09.2005 at 08:37 #528270http://www.mobile.de er lang stærsta síðan í Þýskalandi fyrir notaða bíla. Önnur góð síða er www. autoscout24.de. Munurinn á þessum síðum er að það kostar að auglýsa á mobile af því hún er svo vinsæl en autoscout24 er ókeypis væntanlega af því þeir eru að reyna að ná markaðshlutdeild.
Ef þú ert að spá í bíla úti myndi ég líka skoða síðurnar hjá umboðunum. Þar ertu viss um að fá góða þjónustu og ekkert svindl. Það liggur við að ég væri til í að kaupa bíl frá umboði án þess að sjá hann. Annars er lang skynsamlegasts að fá einhvern sem vinnur við innflutning til að sjá um þetta fyrir sig.
18.08.2005 at 09:29 #525686Það er rétt, nýr Hummer er kominn, hann heitir H3. Fyrsta niðurstaða á Google var:
http://www.caranddriver.com/article.asp … e_number=1
Örugglega nóg af upplýsingum á Netinu fyrir þá sem eru í svona pælingum.
22.06.2005 at 13:04 #524366Skoðun Einars hér fyrir ofan er frekar skrýtin. Þetta er eins og að stinga hausnum í moldu og moka yfir. Vonast til að vandinn hverfi ef maður gerir ekkert í honum. Það þjónar ekki bættu umferðaöryggi að fjölga beygjum og halda í einbreiðar brýr.
Aukinn hraði á þjóðvegum er hins vegar vandamál og það má leysa með bættum umferðamannvirkjum, aukinni fræðslu og auknu eftirliti.
Skoðun fólks um miklar tafir á umferð í Reykjavík finnst mér líka furðuleg. Hefur þetta fólk einhverntíman farið til útlanda? Í venjulegri borg í útlöndum eru miklu mun meiri tafir en hér í Reykjavík. Umferðin í Reykjavík gengur almennt mjög vel en auðvitað má alltaf bæta umferðamannvirkin.
Hvað varðar landsbyggðina vs. höfðuborgarsvæðið er ég mjög ósáttur við vegastefnu stjórnvalda. Tveir þriðju landsmanna búa á höfðuborgarsvæðinu og ættu peningar til vegamála að skiptast í svipuðu hlutfalli. Þótt vegakerfið sé ekki sprungið þá mál alltaf bæta það.
15.06.2005 at 17:02 #524110Takk fyrir góð svör og þessi vefur sannar sig enn og aftur fyrir að vera góð upplýsingamiðlun.
Þar sem jepplingurinn Freelander verður með í för fresta ég ferð um þennan veg um sinn en á örugglega eftir að kíkja þarna yfir seinna í sumar. Þá eiga leiðbeiningarnar með vaðið eftir að koma að góðum notum.
15.06.2005 at 08:24 #524136Ég lét sandblása og zinkhúða fjórar stálfelgur núna í maí. Það var gert hjá USH Sandblæstri og málningu ehf. lengst út í Hafnarfirði. Borgaði 3000 kall fyrir stykkið af felgunni. Þetta tók lengri tíma en ég hefði viljað en þetta kom allt að lokum.
14.06.2005 at 08:16 #196032Vitið þið hvernig línuvegurinn á milli Gullfoss og Háafoss er fyrir litla jeppa? Var ekki verið að tala um að það væri búið að bera ofan í veginn? Ég mun ferðast með Freelander, ætli það sé nógu hátt undir hann?
09.06.2005 at 12:15 #523972Ég er nýlega genginn í félagið. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég ætlaði að skrá mig var að fara á vefinn og skrá mig þar. Fann hins vegar enga leið til þess og hringdi því í skrifstofuna sem er bara opinn öðru hvoru. Upplýsingar um hvernig á að skrá sig og opnunartíma skrifstofu vantaði á Vefinn þegar ég skráði mig.
Hvað varðar nýja vs. gamla vefinn þá er þetta bara spurning um hverju maður er vanur. Ég man eftir að hafa kíkt á gömlu síðuna ykkar en mér fannst hún mjög léleg og ég fann aldrei neitt þarna. Nýi vefurinn er miklu betur upp settur fyrir leikmann sem kíkir þarna inn en er kannski verri fyrir þá sem þekkja þetta út og inn.
Hvað varðar spjall og auglýsingar sakna ég að þetta sé ekki betur sett upp. Það eru til mjög góð forrit sem halda utan um svona spjallborð og vil ég benda á sem dæmi spjallið á http://www.stjarna.is og http://www.bmwkraftur.is.
Ég vona svo að almenn sátt fari að koma um vefinn og auðvitað að vefhönnuðirnir standi sig í að laga þau vandamál sem upp koma.
-
AuthorReplies