Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.01.2013 at 15:34 #762701
sælir félagar,
ég verð að viðurkenna að ég hætti mér út í þessa umræðu án mikils undirbúnings og má vera að ég hafi þess vegna ekki náð að skilja hvað er svona hættulegt við frumvarpið að nýjum náttúruverndarlögum. Getur einhvert ykkar kannski bent mér á hnitmiðað samandregið yfirlit yfir það sem 4×4 telur hættulegt í tillögunni? Það var bent á ákvæðin um leyfi til að tjalda og ég las og sá ekki betur en að sú grein væri í himnalagi, hvað yfirsást mér?
Í óbyggðum má tjalda óhindrað göngutjöldum og það má tjalda í byggð hvaða gerð af tjaldi sem er í eina nótt en ef á að vera lengur á staðnum á að fá leyfi hjá landeiganda. Þetta finnst mér eðlilegt og réttmætt.
En kannski er einhvert ykkar til í að upplýsa mig?
kv,
Jón Þóroddur Jónsson
27.01.2013 at 12:04 #225460sælir félagar,
ég legg til að hafnar verði viðræður við Landsbjörg og ÍRA, félag íslenskara radíóamatöra um sameiningu reksturs allra VHF/UHF-kerfa á þeirra vegum og leyfa öllum félögum í þessum þremur félögum afnot af öllum endurvörpum í eigu þeirra að sjálfsögðu eftir ákveðnum reglum um umgengni.Hvers vegna? jú vegna þess að amatörar hafa góða þekkingu og reynslu af slíkum búnaði og hafa sýnt áhuga á frekari uppbyggingu..hin félögin eiga nokkuð stór kerfi og hafa allt sem þarf til að geta fljótt gert við ef eitthvað bilar og vissulega góða fjarskiptamenn innan sinna raða. Síðan ekki síst að ef einhvert meiri háttar neyðarástand skapaðist hér á landi þá væru þessir aðilar tilbúnir og kynnu að vinna saman.
Kveðja og 73
Jón Þóroddur Jónsson
alias TF3JA
4×4 félagi nr. 35
fyrrverandi félagi í HSSR
27.01.2013 at 11:52 #763011Sæl öll sem þetta sjáið…
ég settist niður og las frumvarpið í heild og fæ ekki séð að ummæli stjórnar 4×4 um lagafrumvarpið eigi við rök að styðjast..mér sýnist þetta hjá stjórn 4×4 bera keim af verum bara á móti og verðum erfiðir…
Þvert á móti sýnist mér þessi lög vera góð og gefi okkur leyfi til að aka um á ís og snjó sem við kannski ekki höfum haft hingað til, reglurnar um tjöldun eru að mínu mati einfaldar og skrifaðar af mannviti á ensku common sense..
úr frumvarpinu:
22. gr.
Heimild til að tjalda.
Við alfaraleið í byggð er heimilt, sbr. þó 2. málsl. 1. mgr. 19. gr., að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, en leita skal leyfis landeiganda eða annars rétthafa áður en tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ og ætíð ef um fleiri en þrjú tjöld er að ræða eða ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur.
Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
Tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað er einungis heimilt að nota á skipulögðum tjaldsvæðum og svæðum á óræktuðu landi sem tengjast vegum eða slóðum sem heimilt er að aka á og ekki er hætta á skemmdum á náttúrunni.
Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi landsvæði.
Á ræktuðu landi, sbr. 18. tölul. 5. gr., má aðeins slá upp tjöldum með leyfi eiganda þess eða rétthafa.
Þegar tjaldað er skal ætíð virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega og gæta þess að valda ekki skemmdum á vettvangi.
………….Hvað er að þessu???
Mér sýnast þessar órökstuddu fullyrðingar stjórnar 4×4 eiga við lítil sem engin rök að styðjast og bera fremur keim af þeirri leiðilegu pólitík sem svokölluð stjórnarandstaða rekur þessa mánuðina, "verum á móti öllu og fellum þá".
Ég skora á stjórn 4×4 að birta í heild nákvæmlega hverju þeir vilja breyta ásamt rökstuðningi og ekki síst kalli strax til félagsfundar um málið.
Hve mörg ykkar hafa annars lesið frumvarpið?
Kv, Jón Þóroddur Jónsson
Félagi í 4×4 númer 35Við mótmælum öll!
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um náttúruvernd. Nú þegar hefur málið farið í gegnum 1. umræðu og bíður afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. febrúar.
Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir við drög að frumvarpinu frá Ferðaklúbbnum 4×4 og öðrum útivistarfélögum var lítið sem ekkert tillit tekið til þeirra af hálfu umhverfisráðuneytisins. Var því frumvarpið lagt fram nánast í óbreyttri mynd.
Alvarlegustu atriðin í frumvarpinu eru eftirfarandi:* Almannaréttur er takmarkaður við gangandi umferð
* Mikil skerðing er á för fólks um óræktað land, óháð ferðamáta
* Ákvæði um tjöldun eru óþarflega flókin og takmarkandi
* Undanþágur til aksturs á snjó eru svo takmarkaðar að ómögulegt gæti reynst að aka
löglega
* Óþarflega mikið vald er fært frá stofnunum til ráðherra
* Mikil mismunum er á milli ólíkra ferðamáta
* Ákvæði um kortagrunn er einstaklega illa unnið þar sem einungis verða sýndir slóðar
sem heimilt er að aka eftir. Tímaramminn til að klára þennan grunn er svo þröngur að ógjörningur er að vinna verkið velFólk, bæði úr Ferðaklúbbnum 4×4 sem og öðrum útivistarfélögum, tók sig saman og myndaði aðgerðarhóp til að bregðast við ólögum þessum. M.a. er hafin undarskriftasöfnun á vefnum http://www.ferdafrelsi.is þar sem frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga er mótmælt og þingmenn hvattir til þess að hleypa ekki frumvarpinu í gegn óbreyttu.
Ferðaklúbburinn 4×4 hvetur félagsmenn til að kynna sér frumvarpið og athugasemdir eftir bestu getu en upplýsingar um það má einnig finna á vefsíðunni http://www.ferdafrelsi.is
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4.
————————————————————
Tilkynning frá aðgerðarhópnumVið viljum hvetja ykkur til að fara inn á http://www.ferdafrelsi.is, kynna ykkur málið og skrifa undir mótmælin. Þetta er alger valdníðsla af hálfu stjórnvalda og nú verður áhugafólk um útivist að standa saman til að stöðva þetta frumvarp að óbreyttu.
Við viljum ennfremur hvetja ykkur til að fá þá sem ykkur tengjast til að mótmæla þessum gjörningi með því að skrá sig. Samhliða vefsíðunni, sem nýverið var hleypt af stokkunum, munu á næstu dögum birtast greinar og mótmæli ásamt auglýsingum í fjölmiðlum til að sporna við þessari vitleysu sem engan enda virðist ætla að taka.
Með von um góðar undirtektir,
Áhugahópur um ferðafrelsi.
-
AuthorReplies