Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2008 at 08:59 #613640
Samkvæmt svari ykkar við spurningunni minni þá ætti ég að vera nokkuð öruggur með loftnetið (5/8) staðsett á miðjum toppi. Keyptið settið hjá Aukaraf, stöð + loftnet, og talaði sölumaðurinn ekkert um að stilla þyrfti standbylgjuna en hann var svo sem ekkert að ausa of mikið úr visku-brunni sínum. En eru menn almennt sammála um að 5/8 loftnetin sé betri en 1/4 ? Sé ekki ástæðu að með lengra en þarf. Var með styttri gerðina síðast og dugði hún flott. En ég er kannski ekki að velta mikið fyrir mér með lengdina á loftnetinu heldur frekar standbylgju.
Kv. Sveinn
10.02.2008 at 23:29 #613636Ekki stendur á hjálpinni frá þér hvort sem er hér eða í brekkunum. Takk fyrir ábendinguna.
10.02.2008 at 22:00 #613632Þið verðið að afsaka. Hefði kannski átt að hefja nýjan þráð en læt spurninguna vaða. Þarf að stilla stand-bylgju eða eitthvað þess háttar þegar sett er ný vhf-stöð í bílinn ásamt nýju loftneti? hvað ber helst að varast við ísetningu á nýrri stöð? Hef lesið mér til um staðsetningu á lofneti svo að ég er ekki að spyrja um það. Kv. Sveinn
02.02.2008 at 14:11 #612508Já, rétt.
Afsl. á hæsta auglýsta verði. Sennilegast er ég að rugla leiðinlega með þetta. Þetta er bara svo innprentað hjá manni þessi tala (12 kr.) Ætla aðeins að skoða þetta betur áður en ég blóta meira.
kv. sveinn
31.01.2008 at 20:13 #612500Já, þetta er frekar fúlt að fá ekki fullan afslátt, sérstaklega þegar maður gerir sér ferð á shell stöðvar.
Byrjaði fínt með 12kr. afsl. í byrjun mánaðarins en svo síðustu tvær hafa verið 6kr. afsláttur.
Kann einhver skýringar á þessu?
31.01.2008 at 17:40 #201768Langaði að forvitnast….. hafa menn fengið mismunandi mikinn afslátt á eldsneyti þegar þeir hafa dælt sjálfir og síðan látið renna 4×4 kortinu (gráa) í gegn þegar greitt er. Hef eingöngu tekið eldsneyti á Shell Vesturlandsvegi. Er það upp og niður hvaða afslátt maður fær.
Kv. Einn sem horfir í budduna.
28.01.2008 at 08:28 #611820Hefur einhver hugmynd hvað kostar að setja loftlás undir að framan? Þá er ég að tala um Toyota hilux, lc 90 klafabíl. Er einhver sem gerir þetta í aukabúskap?
Kv Sveinn
21.11.2007 at 15:02 #604160Agnar Ben – Þakka fyrir uppl.
Þar sem bílnum var fyrst breytt síðastliðinn vetur er ég spenntur fyrir honum.
21.11.2007 at 12:05 #604156Takk fyrir uppl sem eru komnar.
Eitthvað virðist menn vera sparir á hrósið á þessari árg. af bílnum.
Hvaða hlutföll eru í þessum 38" breyttum bílum. Getur verið að það sé mismunandi og ef svo er hvað kemur best út?
Allar uppl. vel þegnar, góðar sem slæmar.
Svenni
20.11.2007 at 20:11 #201224Er að spá og spekulera.
Hvernig eru þessar árgerðir, sem eru eknar um 200-250þús, að eldast hjá mönnum 38″ breyttir?
Hvað ber helst að varast, skoða þegar svona gripir bjóðast til kaups?
Veit um hedd vandamálin í kringum 100-150 þúsund sem skipt var um í ’97 árgerðinni. Vantar að fá umsögn um þessa bíla.
Svo er alltaf spurning um verðmiða á svona bílum. Hvað halda menn í þeim efnum. Forsendur: Árg.’97- ekinn 240þús- 38″ breyttur- góð dekk-engin fjarskipti- engin loftdæla- Vel með farinn. Sem sagt vel með farinn 38″ breyttur bíll án dótapakka.
Svenni
08.11.2007 at 12:43 #602454Já, líst vel á þetta tæki en manni finnst að skjástærðin mætti vera meiri. En það er svo ekki mikill munur á þessu og Garmin 276c.
Hvernig loftnet er boðið upp á þessu tæki? inni, úti eða er það kannski val?
Ég er ekki búinn að kynna mér þetta tæki (Magellan Explorist) nógu vel en hentar þetta kannski síður í jeppann með tilliti til fjölda vistaðra leiða (með fjölda leiðapunta) o.s.fr.?
07.11.2007 at 17:35 #201127Daginn.
Hvernig er að kaupa Garmin tæki í usa og taka það með sér í gegnum tollinn hér heima? Hvernig hafa menn snúið sér í því? Borgað af því toll eða haft það bara í ferðatöskunni. Er ekki annars gríðalegur verðmunur á tækjum þarna úti og hér heima?
Og svona ein í lokin, hvaða tæki mæla menn með í jeppann?
Ætla að nota skjáinn á tækinu og helst að hafa innbyggt loftnet.
Sveinn
20.10.2007 at 20:38 #600550Já ég tek undir með forsögumanni. Miklll og flottur bíll, með mikið af græjum og drífur heil óskup en verðið er ofar öllu viti. Það mætti halda að Bjarni Ár….sson væri að auglýsa hlutabréf til sölu í … já menn vita hvað ég er að tala um !!!.
14.05.2007 at 21:30 #590910Keypti mína í Bílanaust. Var hissa á verðmuninum milli Skorra og Bílanaust fyrir sömu stærð af geymum. Keyptir 10. 2006
25.03.2007 at 19:07 #585418Takk fyrir svörin.
21.03.2007 at 18:08 #199971Hvernig er það þegar Vhf stöð er seld, hvar skipti maður um kennitölu? Fjarskiptaeftirlitið og eða er hægt að nálgast papíra um eigendaskipti á netinu?
03.03.2007 at 09:47 #583162Lenti í því sama að skera dekk og fór með það í Gúmívinnustofurna og þeir sögðu mér að það kostaði 7000 kall og svo auðvita er ekki viturlegt að hleypa eftir svona viðgerð.
02.03.2007 at 21:25 #583132Það var það sem ég hélt. Hvernig má athuga smurþrýstinginn á annan máta en með að horfa á orginal mælinn í bílnum? Eru þeir ekki hjá Vélalandi öflugir að skoða og dæma svona hlut?
02.03.2007 at 20:46 #199832Vantar að vita hjá þeim sem til þekkja með smurþrýsting í lc 80 árg. ’92 hvort það er eðlilegt að smurþrýstingurinn er í lágmarki þegar bíllinn er heitur. Hann er við millistikuna þegar hann er kaldur og þegar vélin er undir álagi heit stígur nálin upp í þá stöðu sem maður myndi ætla að vera rétt þegar bíllinn er heitur og ekki undir álagi. Hitastigið er gott á vélinni. Smurþrýstingurinn hefur alltaf verið svona meðan ég hef átt bílinn í um 1 1/2 ár og hef ég ekki haft áhyggjur af þessu en er að selja hann núna og nýji eigandinn vill hafa þetta á hreinu. Einhver sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessu þegar ég keypti bílinn. Hvað segja menn um þetta?
29.01.2007 at 22:29 #577948Þekki ekki þetta með matarsótann. En sprautaðu bara oft og duglega fram og til baka.
-
AuthorReplies