Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.05.2013 at 08:22 #766105
Sælir
Hvernig er það fengi ég ekki að fljóta með ykkur þó svo að ég sé bara skráður í Reykjavíkur deildina?
Kv.
Þórður
25.04.2013 at 10:30 #765343Takk fyrir það, en það er náttúrulega langt frá því að ég sé hættur að nota hið æðra eldsneyti, en þetta verður maður víst að láta yfir sig ganga til að finna 7 manna bíl. Og varðandi tegundar valið þá er þetta nú skárst af mörgum slæmum valkostum 😉
25.04.2013 at 09:05 #765337Sælir
Það lýtur út fyrir að ég komi með konu, barn, föður, systur og mág. Maður verður nú að koma og sýna og prófa nýja bílinn 😉
Forvitnir???? þá er bara að skella sér með á eftirKv.
Þórður
20.03.2013 at 21:13 #764719Mér langar í framhaldi af þessari GPS umræðu og að hafa jafnvel fleiri en eitt tæki í bílnum að benda á að það eru farin að leinast gps tækni í hinum ótrúlegustu hlutum eins og td. allir vita í símum og spjaldtölvum en svo er þetta líka komið í margar nýrri myndavélar eins og þá sem ég er með. Það kæmi mér verulega á óvart ef ekkert af þessum tækjum leindist í bílnum hjá mönnum nú orðið.
An svo er annað atriði sem ég vil minnast á og er að ég tel mjög mikilvægt þó svo að það hafi ekki komið að sök að þesu sinni og það er þegar þú ert að kalla eftir hjálp í gegnum VHF stöðina.
Á laugardaginn síðasta var ég að ferðast á Fallabaki og seinnipartinn þegar ég var staddur í kring um Laugar fór ég að heyra kall á rás 46 þar sem einhver virtist vera í einhverskonar neyð og var að leita eftir aðstoð. Ég og fleiri heyrðum nokkuð vel í þessum aðilla en það var alveg sama hvað við reyndum að svara honum hann heyrði ekki í okkur. Held ég að þetta hafi verið hópurinn sem óskaði eftir aðstoð en afturkallaði það svo þegar þeir komust á Grímsfjall sjálfir.
Vil ég í ljósi þess benda á að ef einhver þarf að aðstoð að halda af einhverri ástæðu en fær engin svör þá ætti sá hinn sami að senda út kall með hellstu upplýsingum svo sem nafn, staðsetningu og hver neyðin er, því það getur einhver verið að hlusta þó þú heyrir hann ekki svara og þá gæti sá aðilli gert viðeigandi ráðstafanir.Ég hefði allavega gert það í þessu tilfelli ef einhverjar upplýsingar hefðu fylgt kallinu.
Kv.
Doddi
17.03.2013 at 17:56 #764589Ég og konan skelltum okkur með í þessa ferð héðan að sunnan og varð úr að við hittum hópinn á fimmtudaginn og flæktumst með þeim fram á laugardagskvöld. Fylgir hér með nokkur ferðalýsing.
Fimmtudagur:
Hittumst á Hellu um klukkan 16:00 var þar tankað og farið í stutta hella skoðun á Hellu á meðan beðið var eftir fleiri ferðafélögunum, þegar þeir skiluðu sér var fengið sér borða áður en haldið var af stað á fjallabak hið syðra.
Gekk ferðin upp í Dalakofa að mestu mjög vel, það var einhver snjókoma á ookkur en færið var ágæt þó svo að það hafi verið eitthvað þyngra inn á milli, enhverjar bilanir urðu en voru flestar smávægilegar, var það helt mótorfestingarna vandamál hjá Eysteini sem þurfti að hafa einhverjar áhyggjur af, vorum menn að skila sér í skála frá ca 22:00 – 23:00 nema Björn sem kom einn á eftir okkur og var kominn um kl 01:00
– Dalakofinn er góður skáli sem er ekkert hægt að setja út á.
– (Hella – Dalakofinn 50km eknir)Föstudagur:
Ræs um 07:30 og þegar komið var út var alveg meiri háttar veður þó það væri vel napurt en gleymdist það fljót þegar maður leit í kringum sig og sá fegurðina á þessu svæði. Var fljótlega tekið til við að koma skikki á mótorinn hjá Eysteini og voru mótorfestingarnar geyma soðnar við grindina og held ég allt annað sem hald var í í námunda við þær, var það Hlynur á Akri sem þreitti að mér skillst frumraun sína í þessháttar suðutækni og tóks vel að mér heyrðist.
Var svo ekið spölkorn frá skálanum og fossinn "Nafnlausi foss" skoðaður, var hann mjög tignarlegur í klakkaböndunum, við hlið hanns var fyrsti snjópyttur dagsins og þurftu sumir fljótlega að rifja upp hvernig á að hleypa almennilega úr, ekki var það svo sem vandamál fyrir mig og nokkra aðra sem höfum verið svo forsjálir að vera bara með þetta stillanlegt innan úr bíl og geta bara gert þetta eftir behag 😉
Eftir þetta var svo haldið suðaustur á bóginn í átt að Álftavatni, sóttist ferðin vel að mestu þó svo að einhverjar brekkur inn á milli hafi verið meiri farartálmar en aðrar. Var ætlunin að fara í gegnum fjallaskarð sem er við Torfatind en þegar þangað var komið og fremstu menn fóru að kanna aðstæður gáfu þeir út þær yfirlýsingar að skarðið væri ófært nemma ef dínamíti leyndist í einhverjum bílnum en fyrst svo var ekki var gasgrillið dregið fram í staðin og grillaðar pylsur í hádegismat. Er ekki hægt að hugsa sé fallegri stað til að borða á en í svona veðri á þessum stað, fegurðin var einstök og friðsældin algjör.
Eftir stutt matarstop var tekinn sveigur fyrir Torfatind og haldið að Álftavatni og þaðan áfram að Mælifellssandi og þar beygt austur á við og sóttist ferðin vel svo seinna var beygt norður í átt að Strút þegar við vorum komin að skálanum barst hjálparbeiðni brá formanninum þar sem hann var affelgaður á flatanum sem liggur að skálanum, við skoðun fannst gat á dekkinu en var þessu fljót reddað með "balabrögðum" og töfralausnum (töppum)
Var svo haldið í áttina að svokallaðri Strútslaug þar sem voru hugmynir hjá sumum að fá sér bað en á þeirri leið er hið fræga Skófluklif sem hefur verið mörgum erfiður farartálmi bæði að sumri sem og vetri, leit ekki út fyrir að það yrði nein breyting þar á í þetta skiptið en fundust þó fljótlega þrjár færar leiðir svo allir komumst við upp.
Þegar við vorum alveg að koma að strútslaug þá kom upp bilun í Cherokeenum hjá mér, gaf sig suða á bolta sem heldur orginal millikassadragliðnum föstum með þeim afleiðingum að drifskaftið sem ekki er vant við að hafa draglið á báðum endum ákvað að slíta samvistum við millikassann.
Eftir skoðun á þessum málum var ákveðið að sjóða kvikindið bara fast aftur, skrúfa skaptið í með nýjum boltum og halda áfram eins og ekkert hefði í skorist, var því grafin hin ágætasta gryfja undir bílinn sem ég og Hlynur geymasuðu maður klúbbsins komum okkur fyrir saman í og var þetta soðið saman eins og það hefði verið gert í hinni besta vélsmiðju (held ég að þar hafi spilað stórt inn í brennivínspelinn sem gekk reglulega ofan í gryfjuna til okkar). Á meðan þessu stóð fóru einhvejir og fengu sér bað í Strútslaug og reyndu að bera sig nokkuð mannalega við það að sagt var þó eitthvað hefði verið minnst á lágt hitastig í lauginni.
Þegar viðgerðum var lokið héldum við beint af stað í átt að Hólaskjóli þar sem færi að styttast í myrkur, því miður gleymdi undirritaður því að kíkja á laugina sem hann hefur svo oft heyrst nefnda en aldrei séð, verður það að bíða betri tíma. Eftir þetta sóttist ferðin vel og vorum við komin áð ég held í skála um kl 19:00. var þá kynnt upp í grillinu og opnaðir nokkrir baukar.
– Snilldar dagur með frábæru veðri og skemmtilegu færi þó svo að það hafi þurft að hafa aðeins fyrir því allan daginn, mikill snjór.
– (Dalakofinn – Hólaskjól 100km eknir)Laugardagur:
Sama frábæra veðrið sem daginn áður þó svo að frekar kallt væri, heiðskýrt og logn.
Var fyrst haldið norður nyrðra fjallabak og inn í Eldgjá þar sem þurfti að komast upp úr henni að norðanverðu til að geta haldið áætlaðri leið, var það hægara sagt en gert og leystist það að sjálfsögðu eins okkar er von og vísa og allir komumst við upp þó einhverjir hafi þurft að þyggja drátt síðustu metrana. Þaðan var svo haldið í átt að Breiðbak með viðkomu á nokkrum vel völdum útsýnisstöðum td. við enda Langasjós. Á flötunum fyrir milli Hrútabjarga og klakkafells voru menn svo hvattir af fararstjórum til að hleypa stóðunum á stökk og sýna hvað faraskjótar þeirra hafi að geyma, nú veit ég að það kemur sennilega enginn í þessari ferð til með að bakka mig upp þegar ég segi að fljótlega silgdi eini bensín bíllinn fram úr þessum 14 færanlegu ljósavélunum sem voru með honum í túrnum 😉 (þess ber að geta að ein þeirra kom að góðum notum í Hólaskjaskjóli kvöldið áður þar sem hún var einmitt notuð sem ljósavél, kunnum ég og aðrir Ragga mikkla þökk fyrir það)
Eftir að hafa misst sig aðeins þarna þá var brunað upp á Breiðbak þar sem var hreint útsagt óviðjafnanlegt útsýni til allra átta og ekki skemmdi "gluggaveðrið" fyrir því, en verulega kallt var þarna sennilega um -15°C og 12-15m/s. Var tekið hádegistop þarna á meðan horft var yfir að Vatnajökli og bærðust hugsanir í hugum summra að það hefði nú líka verið magnað að skella sér í Vatnajökullsferðina í staðinn (sú hugsun átti eftir að breytast þegar fréttir þaðan fóru að birtast í öllum fjölmiðlum landsins) Hingað til höfðum við verið alleinir á ferðini en hér hittum við þrjá bíla frá Rvk sem urðu samferða að Laugum.
Var nú stefnan tekin í átt að Landmannalaugum um Faxasund og Glaðheima, er það gríðarlega falleg og skemmtileg leið þar sem á köflum þarf að þræða ár og gil og brölta upp úr þeim aftur, gaf þetta efni í hinar bestu myndir og var tekinn góður slatti af þeim.
Rétt eftir að við fórum framhjá Glaðheimum þá brotnaði unda framhjóli hjá Hlyn og var skörin svo há sem hann sat á að ekki náði dekkið til botns, voru því teknir fram járnkallar og skóflur og brotið vel frá og hann svo spilaður upp, var haft á orði að ekki væri fært að skilja hann eftir við þessar aðstæður þar sem hann hefði unnið sér inn hina ýmsu greiða hingað til. Stuttu seinna keyrðum við fram á 38" Patrol sem hafði brotnað undan og stóð hann skáhalt á nefinu ofan í læk, voru tveir snjóbílar frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu ný mættir á svæðið til aðstoðar svo við héldum áfram okkar för inn í Laugar. Sóttist för okkar vel og var tekið smá stop í Laugum þó ekkert væri baðið að þessu sinni, fengu Laugar mínus í kladdan þar þar sem ekkert rennandi vatn var í klósetthúsinu eins og við bjuggumst við að væri. Þegar hingað var komið var bílaumferð orðin töluverð og var td. Littla nefndin með ca55 bíla í Mars ferð sinni í Laugum þennan dag. Við brunnuðum svo bara beint að Ljótapolli fyrir stutt myndastopp og svo eftir línuveginum og niður hjá Sigölduvirkjun og í Hrauneyjar, vorum við komin þangað um 19:30.
– Annar frábærdagur með frábæru færi, mikið um harðfenni og nægur snjór yfir öllu.
– (Hólaskjól – Hrauneyjar 150km eknir)Ps. Þess má geta að seinasta hluta leiðarinnar hafði ég heyrt hálfgert neyðarkall á rás46 á VHFinu en það var alveg sama hvað ég reyndi að svar hann heyrði ekki í mér og gaf ekki neinar upplýsingar um hvað væri að.
Pss. Laugardagskvöld hjá okkur:
Þar sem við sáum ekki ástæðu til að gista í Hrauneyjum þa höfðum við alltaf ætlað heim til Rvk þá um kvöldið en þar sem við höfðu heyrt í talstöðinni fyrr um daginn að það væri verið að leita eftir einhverjum sem væri tilbúinn að skutlast með dekk og fólk inn að Frostastaðavatni og ná í affelgaðann Ford pickup úr littlu deildar ferðinni sem við höfðum keyrt framhjá fyrr um daginn gegn rausnarlegri greiðslu þá ákváðum við að redda því. Komumst reyndar ekki að því fyrr en á Selfossi að um var að ræða 39,5" dekk á 14" felgu, var ég nú farinn að efast um að þetta gæti gengið en sagðiað í versta falli mundi ég strappa dekkið niður á toppinn á bínum, prófuðum við samt fyrst að renna dekkinu ofan á kistuna í skottinu og gekk það með því að ýta þéttingsfast á eftir því (hefði ekki mátt vera 5mm breiðara).
Héldum við frá Selfossi um kl 22:00 og brunuðun inn eftir með dekkið, gékk illa að ná dekkinu út úr bílnum aftur þar sem það hefur líklega tútnað örlítið út í hitanumVið komum svo bílnum til byggða og gekk það framar vonum og vorum við komin til Rvk kl 03:45.
Langar okkur hjúunum að þakka fyrir frábæra ferð og vonum að þær verði margar fleiri í framtíðinni.
Lærdómur sem má draga af viðburðum síðustu daga:
– Ef þú og þinn hópur er í vandræðum af einhverjum ástæðum þá borgar sig að spyrja aðra ferðalanga/hópa hvort þeir geti hugsanlega aðstoðað, því það kom í ljós að okkar hópur hafði búnað meðferðis til að redda þessari affelgun og hefði því aldrei þurft að skilja þann bíl eftir.
– Ef þú ert í neyð og sendir út neyðarkall á VHF, gerðu það þá á fleiri en einni rás og gefðu lágmarksupplýsingar með, staðsettningu og hvað vantar því þó svo að þú heyrir ekkert svar þá getur verið að það séu margir sem heyra í þér og geta gert ráðstafanir.
– Cherokee er stæri en maður heldu þar sem hann getur "auðveldlega rúmað fjórar persónur farangurskistu sem nær upp að hliðarrúðum í skotti og 39,5" dekk á felgu þar ofan á. 😉Kv.
Þórður og Frida
13.03.2013 at 11:12 #764325Sælir
Ég og konan höfum hug á að fara héðan úr borginni á Skírdag og fara svo áfram með norðan mönnum til Akureyrar hvenær sem það verður.
Kv
Doddi
08.03.2013 at 13:12 #764171Hér eru myndir af mínu boðskorti og það er ekkert nafn eða aðrar upplýsingar á því sem gefur til kynna til hvers það er.
05.03.2013 at 11:01 #764163Flott framtak þetta maður verður auðvitað að láta sjá sig, er samt að velta þessu boðskorti og happdrætti fyrir mér. Boðskortið er ekki merkt nafni eða félagsnúmeri þannig að það er spurning hvernig er ætlast til að þetta sé gert og hvernig er komið í veg fyrir að einhver prenti ekki út 100 stk og setji í kassan?
(Ekki vantar nokkuð gamlan en góðan 91 38" Cherokee á sýninguna) 😉
28.02.2013 at 21:20 #763593Sælir
Ef það er búið að útvega meira gistiplás þá verða það líklega Þórður + 2
24.02.2013 at 15:40 #763579Sælir
Ég var nú bara að velta fyrir mér hvort það sé meiri áhugi fyrir ferðinni hjá ykkur og hvort ekki væri þá möguleiki á að færa gistingu frá stút og yfir í td. Hólaskjól (gistiplás 71? Einnig er mjög stutt á milli Dalakofans og strúts. Svo að ef það er enþá meiri áhugi en nú er á ferðinni og gisting í Dalakofanum fylltist líka þá væri hægt að gista fyrri nóttina í Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri í staðinn (gistipláss 52).
Þetta eru bara svona vangaveltur þar sem ég veit sennilega um tvo aðila sem eru ekki skráðir en hafa áhuga og mér leiðist alltaf ef að það komast ekki allir með sem vilja.
Svo býst ég aftur á móti við að þið vitið betur en ég hve mikill áhuginn er og hvort það eru einhverjir á "biðlista".
15.02.2013 at 16:54 #763563Við mundum koma sunnan að og sennilega hitta á ykkur í Dalakofanum, eða einhverstaðar á leiðinni þangað, fer eftir hvað leið menn ætla að fara.
14.02.2013 at 19:16 #763559Sælir
Er einhver dagskrá fyrirhuguð á Laugardagskvöldinu í Hrauneyjum, matur eða annað?
Erum að spá í að koma tvö að sunnan og slást í för með ykkur og erum því að velta fyrir okkur hvort við mundum bara fara heim um kvöldið í staðinn.Kveðja
Þórður
17.01.2013 at 16:21 #739431Bugatti Veyron Super Sport 2010 er sá verksmiðjuframleiddi bíll sem hefur mesta hröðun 2,5 sek í 100 km/klst og hann hefur hámarkshraða upp á 431 km/klst.
12.12.2012 at 18:49 #760977Ja þetta mun vera hann ég.
(Það hlýtur nú samt einhver að hafa "Photoshopað" á mig þennann belg sem er á fyrri myndinni 😉Ég verð nú eiginlega að spyrja afhverju þú sért að leita að mér.
-
AuthorReplies