You are here: Home / Jón Ólafsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Í september 1983 fórum við yfir Tungná ca 200 m ofan við Hófsvað þar sem áin er breið í einum ál.
Vorum einbíla á leið frá Landmannalaugum til Veiðivatna á Bronco "78 á Q78-16 mudder.
Í þá daga vissum við ekki hvar Hófsvað lá nákvæmlega og enn verra var að fá upplýsingar um það. Gekk vel yfir ánna, botninn góður nema í bakkanum að norðanverðu vottaði fyrir sandbleytu, því rétt við bakkann var lítil sandeyri.
Kannski Olgeir eða einhverjir aðrir þekki þennan stað
Kv. Jón Ólafsson