Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.02.2007 at 23:09 #581208
Sæll Benni ,
ég væri til í eitt sett fyrir H4 , 4300 K .
kv.
Þórarinn
s.864 0984
dylja@simnet.isHringi í þig á morgun .
22.09.2005 at 16:51 #196294Sælir félagar ,
smá fregnir af snjólögum …
fór Vonarskarðið á mánudaginn frá Jökulheimum , lítill snjór nema á fjallstoppum en breyttist verulega fyrir norðan Nýjadal en þar tók við 20-30 cm snjór yfir öllu.
Gisti í Laugafelli og fór niður í Eyjarfjörð og náði snjórinn nánast alveg niður í botn .
Fór yfir Kjöl í gær en þar er alveg snjólaust en hvítt í Kerlingarfjöllum , kemur eflaust eitthvað um helgina .
Ábyggilega fín snjólög austur af Gæsavötnum .
Fór einnig Svarfvaðadal upp á tröllaskagann en snéri við við Deildadalsjökul þar sem var talsverður snjór og mjög bratt upp .
kv.
Þórarinn Sverrisson
09.11.2004 at 21:19 #507948jh………………………..
26.06.2003 at 15:01 #474520Sæll ,
ég skrapp síðasta sunnudag upp á Snæfellsjökul , fór upp um kl.15.00 og var talsverð sólbráð , það tók um 3 klst. að komast á toppinn.
Best er að fara upp að kvöldi þegar færið harðnar , ekki viss um að ég hefði komist upp án læsinga og skriðgírs.
kv.Þórarinn
17.09.2002 at 13:09 #463150Sælir aftur félagar ,
það er ótrúlegt hvað sumir hafa gaman að því að gantast með ófarir annara , vonandi þurfa þessir menn ekki á annarra manna aðstoð að halda á fjöllum !
Hefur undirritaður farið nokkrar ferðir til að bjarga bílum og aldrei kynnst svona tali fyrr , ég held að við getum allir verið sammála um að þetta sé dýrt sport og ekki gaman að lenda í þessari aðstöðu.
Varðandi vatnsmagnið í þessum kvíslum þegar óhappið átti sér stað var það svipað og í Krossá og Steinadalsá eins og það gerist á góðum sumardegi.
Hefur undirritaður farið margar ferðir í Þórsmörk jafnt á jeppum , rútum sem og trukkum.Varðandi að fara þessa leið einbíla : fór undirritaður þessa sömu leið um 20.sept 2001 og var þá vatnsmagnið á þessum flæðum uppá mitt dekk á 44".
Varast þurfti sandbleytu en varð ekki til vandræða á 44" dekkjum í 4 psi. á 2,5 tonna bíl.
Hefur undirritaður margoft farið Klakksleið og Gljúfurleit og lent þar í meira vatnsmagni og straum , t.d. Dalsá og Kisu.Þetta var ekki ævintýraför , heldur skoðunrferð um Kverkfjöll og sporð Dyngjujökuls en þarna er að mínu mati eitt fallegasta landslag á Íslandi.
Því miður Freyr , þá eru engar myndir til af þessu , ég held reyndar að menn hafi frekar hugsað um vöðlur , sigbelti og línur á þessari stundu en myndavélar.
Varðandi bíllinn er ekki gott að segja um , ekki er víst að vélin sé ónýt en lakk og stór hluti af rafkerfi er líklegast mikið skemmt sem og öll rafmagnstæki.
Þessi bíll var mjög vel útbúinn með low gír og nýja Algripslæsingu á framan auk 250 l.aukatanka sem er nú vel nothæft áfram. Einnig var nýtt spil á honum og hafa þau nú yfirleitt þolað vatn mjög vel.Að lokum langar mig að vitna í mjög færan ferðamann ,,
Nú er einhver besti ferðatími ársins runninn upp (þ.e. ef akstur á snjó er frátalinn). Góðir haustdagar eru þeir bestu til fjallaferða, en þá er jörð þurr og fín eftir sumarið, ár eru allajafna í lágmarki og skyggni verður aldrei betra (tærara) en á haustin (nema kannski í froststillum á vetrum),,
Ég vil taka það fram að hér á milli er ekkert samhengi en á haustin er besti tíminn til náttúruskoðunar.
Sjáumst á fjöllum
Þórarinn
16.09.2002 at 19:03 #463138Sælir félagar ,
ég vil koma á framfæri staðreyndum um óhappið í Kverkfjöllum.
Er undirritaður einn af ferðamönnunum sem voru í umræddri ferð.
Við vorum á tveimur bílum í okkar árlegu ferð í Kverkfjöll.
Fórum frá Gæsavötnum, Urðarháls og niður á flæðurnar undir Dyngjujökli , þrátt fyrir 16°C og talsverðan vatnsflaum í ám gekk mjög vel . Fórum yfir Jökulsá á Fjöllum við upptök hennar þar sem hún liggur í mörgum kvíslum.
Áttum eftir að fara yfir tvær kvíslar þegar annar bíllinn lenti í vandræðum við bakkann sem reyndist of hár og við það snérist bíllinn í ánni.
Mönnunum tókst auðveldlega að komast út úr bílnum og vaða í land. Þar sem talsverður straumur var í ánni reyndi seinni bíllinn ekki að fara yfir hana að svo stöddu.
Ákveðið var að aðhafast ekkert heldur fá aðstoð við að ná bílnum upp , þar sem ferðafélagar okkar voru staddir í Reykjavík og hefði tekið þá 10 klst. að koma til aðstoðar var ákveðið að leita til Björgunarsveitar til að ná bílnum upp sem fyrst til að koma í veg frekari skemmdir á bílnum .
Þetta gerðist 4 km.fyrir neðan Sigurðarskála og 1800 metra frá Kverkfjallaleið.
Skal það tekið fram að báðir bílarnir voru á sumardekkjum þ.e.a.s.35" og 38" dekkjum en annars mjög vel búnir og reyndir ferðamenn.Hefur undirritaður farið þessa leið 3 síðustu ár á svipuðum árstíma án neinna vandræða, jafnvel einbíla.
Hefur undirritaður ekki séð neinar stikur á þessari leið þrátt fyrir að aðrir sjái þær greinilega og telji ána ófæra með öllu á þessum árstíma , en á haustin er að jafnaði mjög lítið í ánni á þessum slóðum þar sem hún á upptök sín.Varast ber að hafa SLEGGJUDÓMA um atburðarás sem menn þekkja ekki , og vita jafnvel ekkert um staðhætti vegna þess að þeir hafa aldrei komið þangað heldur !
Bíllinn náðist upp u.m.þ.b. sólarhring seinna, viðkomandi mynd á mbl.is er líklegast tekin um svipað leyti en þá hafði áin greinilega breyst mikið.
Finnst undirrituðum allt tal um "Jeppa-Rafting" og jarðýtur ekki eiga neitt skylt við jeppaferðir.
Vatnsmagnið í þessum kvíslum var talsvert minna en t.d.í Krossá þegar mikið er í henni.
Allt tal um leikaraskap ber vott um vanþekkingu á staðháttum.Að lokum er rétt að benda fólki á að aldrei er of varlega farið um hálendi Íslands .
Þórarinn Sverrisson Musso
-
AuthorReplies