Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.01.2011 at 16:28 #717380
Ég votta fjölskyldu Gísla mína dýpstu samúðarkveðjur. Það er mikill missar af þessum góða félaga, það var einstaklega gaman að ferðast með Gísla og alltaf svo gott að leita til hanns. Hvíð i friði vinur.
21.11.2010 at 16:14 #569656[quote="ossi":18ma0x4x]Þetta eru góðar heimildir strákar, ég hafði ekki séð þessa á rockcrawler áður. En í flestum ef ekki öllum greinum sem ég hef séð um þetta er aðaláhyggjuefnið "quench heigth" (sem mér skilst að sé hæðin sem stimpilkollurinn gengur upp fyrir brún á blokkinni? ekki viss þó) og hvort verði kveikjubank. Svo eru langflestir þessir mótorar boraðir .030. Hefur ekki einhver hérna á klakanum prófað þetta? Minnir að einn svona hafi verið á Akureyri, getur það verið?[/quote:18ma0x4x]
Sælir, ég rakst á þessa tilvitnun í bílinn minn í þessum þræði.
Nú er búið að Stroka Ofur Freyju í 4,7L. Ég er mjög sáttur við útkomuna, vélin vinnur mjög vel og virkilega spræk. Það sem ég þarf samt að gera núna er að setja nýja Rocker arma og nýjar flækjur. Þessi Stroker er svipuð og Dr. Dino er með á sinni síðu, ég fekk flesta hlutina hjá Hesco og Summit.
Ég er búinn að pósta inn myndum af samsetningu á mótor.[b:18ma0x4x]4.7L Medium-buck stroker Jeep. 262hp@4900rpm, 349 lbft @3000rpm[/b:18ma0x4x]
New 4.2L Crank shafts #HES9-4.2L-3895R. Performance rods 6.125“ #Hes406CR. ARP high performance rod bolts. 4.7L Stroker Engine 060 Forgaed Pistons, 29,3cc. Dimond Piston #HESDP47060. Crane Cams #753901, Lift:456/484. Mopar/Victor 0.043“ head gasket, 0.043" quench height. 24lb/hr fuel injectors with FPR. 2.5" exhaust. Overbore throttle body 58mm.mbk. mundi
25.03.2009 at 01:10 #644316Það er ekki gott að hafa opið milli púða, ef á að ná fram öllum kostum loftpúða þá þarf að vera hægt að stilla loftþrýsing í hvern púða. Þó lagnir séu grannar sígur loftið á milli og álagslausi púðinn fyllist af lofti og bíllin fer að halla, ef ekið er í halla endar það þannig að ekkert loft er í púðanum sem hallinn er á. Það er hægt að tengja púðana á margan hátt og það er ódýrast að nota littla kúluloka, minnst er hægt að komast af með þrjá loka. Með þrjá loka er bara hægt að hleypa sama þrysting í báða púða, hægt er að hafa opið milli púða en ef á að minnka loftið i öðrum þá er það bara hægt á öðrum púðanum. Þeir sem eru með þetta flottast eru með hæðarstjórnandi loka sem halda bílnum í sömu hæð, það samt skiptar skoðanir um ágæti þess að hafa hæðina sjálfstillanlega þar sem stundum er gott að geta pumpað vel í annan púðann. Range Roverinn pumpar í þann púða sem álag kemur á þar sem kerfið leitast við að halda bílnum sem réttustum.
Góðar stundir, Mundi
15.03.2009 at 23:01 #642436Takk fyrir þessar myndir, það er gott þegar góðir myndasmiðir eru með í ferð. Það er nefnilega þannig að maður tekur ekki myndir af sjálfum sér.
Gunnar ! er í lagi að ég noti myndir sem eru af mér og mínum bíl?, engöngu til eigin nota á mína síðu.mbk. Mundi
15.03.2009 at 11:46 #643564Það er hluti af sportinu að breyta sínum bíl, þú ert þá öruggur um hvað þú hefur og hvernig bílnum var breytt. Ég lét breyta mínum Jeep árið 2000 og hann er enn í fínu standi og kemst það sem aðrið komast, þó er hann enn bara á 36". Núna er kreppa og öll verð á aukahlutum í USA er á tilboði, það er grín að skoða verð á hlutum í Jeep.
Toyota er ágætur til ýmissa hluta en það kostar allt armandalegg í þessa annars ágætu bíla, svo er rekstur þeirra skelfilegur ef eitthvað brotnar. Það er ástæðan fyrir því að allar "ofur Toyotur" eru komnar með hásingar, millikassa, vél, ofl. úr einhverju gömlum amerískum slyddujeppa.
Gangi þér með nýja sportið og þann bíl sem þú endar á.mbk. mundi
06.03.2009 at 13:08 #642420Ég á handstöðvar sem ég skal taka með.
mbk. mundi grannni
06.03.2009 at 13:05 #642418Þar sem þið Ellarnir eruð báðir búnir að vera grannar mínir gildir tilboðið tveir fyri einn "granni".
Ungir hafa stundum verið nefdir "þungir" en núna tökum við upp gælunafnið, "grannir" þar sem við vorum eitt sinn grannar.
mbk. mundi
Ungur "þungur" granni
06.03.2009 at 00:11 #642408Elli minn, nú væri gott að vera í Ungum því ungir eiga sína eigin rás/tíðni. Eitthvað hefur verið um það að velunnarar Ungra hafa fengið aðgang að rásinni en það eru bara útvaldir. Þú verður að láta gott af þér að leiða á morgun og þá færðu aðgang að einkarásinni.
mbk. mundi
Ritari Ungra
01.12.2008 at 22:25 #633970Held að maður mæti, er ekki örugglega glögg?
mbk mundi
02.02.2008 at 05:55 #612428Gott væri að fá fleiri myndir.
mbk. mundi
31.01.2008 at 03:14 #201760Sælir félagar,
Ég ætla að halda „Presentation“ í skólanum mínum. Ég yrði feginn ef þið senduð mér myndir af óhöppum í Íslenskum ám, ég þarf líka leyfi frá eiganda myndarinnar fyrir notkunn á myndinni í kynninguna.
Kynningin verður um það hvað ber að varast og hvernig menn bera sig að við Íslenskar ár.
Myndir og slóðir á myndir má senda á mundi@eyri.is
Með fyrir fram þökk,
Mundi
31.07.2007 at 21:19 #594224Ef "kastararnir" eru með sömu ljósdreifingu eins og háuljósin þá eru þau skilgreind sem auka háuljós og skulu kvikna með háu ljósum. Ég hef haft svona ljós á mínum bíl og ekki með neinar hlífar, bifreiðaskoðun hefur ekki gert ath. við þau enda alveg bráð nauðsynleg þar sem orginal ljósin eru bara tírur. [url=http://http://www.eyri.is/images/3jeep46.jpg:1jep7q14]http://http://www.eyri.is/images/3jeep46.jpg[/url:1jep7q14]
15.05.2007 at 03:00 #200313Sælir félagar,
Nú er karlinn kominn á Silverado 2500HD, blessaður trukkurinn er á 8 gata felgu. Hvaða felgu á ég að fá mér, ekki er hægt að aka um á „brettaskífunum“
Ég er hér í Virginiu og set bílinn í skip á miðvikudag, sendið endilega allar upplýsingar sem þið hafið og góðar ráðleggingar. Ég stefni á 35 – 37″ undir hann svona óbreyttan.mbk. mundi
20.03.2007 at 14:42 #585050Thad eru fa vandamal vid Cherokee, dana 30 hasingar bogna ekki vid edlilegar adstaedur. Minn hefur tholad ymislegt, ekkert brotnad.
mbk. mundi
28.12.2004 at 22:23 #511468Sæll,
Bara smá ráðlegging, ég keypti nýja Webasdto termo plus á eBay. Þú ert ekki að ná nýrri undir 600 650 evrum, ég fékk mína á 611 euro.
Þegar ég var búin að leysa hana út stóð hún í 88.000, svo kom áfallið, sá sem seldi mér hana gat þess ekki að bensíndæluna vantaði, þar fauk 18.000 kall.Á þessum tíma fyrir ári bauð Bílasmiðurinn þatta í komið á 135.000 og ábyrgð á öllu í eitt ár.
Það tók mig marga klukkutíma í skúrnum að koma þessu í enda þræl flókið og vandasamt, samt er ég snillingur að eigin áliti.
En þetta er alger snild, sérstaklega á fjöllum og í kuldanum hér fyrir norðan.
mbk.mundi
16.12.2004 at 20:06 #510338Sælir
Munurinn á fíber bátaloftneti og þessum venjulegu bíla stöngum liggur í svokölluðum D-pól, bílaloftnetin þurfa boddí bílsins fyrir D-pól, D-póllin er innbyggður í bátaloftnetin.
Ef notað er bílaloftnet þarf D-póll að vera minnst 30x30cm plata, ef stöngin er sett utarlega á topp eða bretti verður sending stöðvarinnar stefnuvirk, mesta útgeislunin verður þá þvert yfir toppinn eða húddið, þess vegna sækjast menn eftir því að hafa loftnetið á miðjum toppi.Ekki setja nein svona bílaloftnet á járnfestingu undir húddið, (þessir sem ekki vilja bora gat toppinn) kallar á miklar truflanir þegar húddið fer að skakast til og bjaga D-pólinn, annað! helst ekki staðsetja VHF bílaloftnet í lokið á álkassa á toppnum, ef þar er sett járnadrasl (verkfæri) er fjandinn laus, mikið af truflunum þegar verkfærin skrölta undir loftentsfætinum, og lokið missir jarðsamband við bílinn.
Bátaloftnetin eru gríðar sterk og þola milið álag, þola mikkla ísingu, þau má líka staðsetja hvar sem er á bílnum en best er að hafa þau á toppnum, ekki á frambretti.
Svo síðast en ekki síst þá er bátaloftnetið með allt VHF bandið, bílastöngina þarf að stytta svo hún passi sem best við þá tíðni sem maður vill hafa sem besta.
dB er mögnunin í loftnetinu, 0 dB engin mögnun, 3dB er þreföld og svo koll af kolli, 6dB er það mesta sem til er.
mbk. mundi
10.09.2004 at 10:21 #505592Gott mál.
Ég legg til að smíðuð verði ein heima síða fyrir allan klúbbin, deildirnar úti á landi verði hluti af heimasíðu 4X4 og vistað á sama stað. Þá mætti hugsa sér að það fréttnæma úr starfi deilda birtist á aðalsíðunni og þannig mætti klikka á fréttina og þá er maður komin á deildarsíðu.
Það er mgjög pissandi að deildarsíðurnar liggi niðri og séu í lamasessi vikum saman bara vegna þess að deildin er lítil og kannski eingin tölvugúrú í stjórn deildarinnar.
Svo yrðu þá allar myndir félagsmanna á einum stað í stað þess að sumt er á heimasíðu deildar og annað á aðalsíðunni. Deildarsíður yrðu þá fyrst og fremst fyrir innra starf og tilkyningar deilda.
Aðalsíðan er fín og þar er mikið líf, deildarsíðurnar eru frekar slakar og ekki mikið líf þar, þetta gæti breyst ef þetta yrði undir einum hatti.mbk. Mundi.
ps. lengi vel var ég nánast sá eini sem var á spjallborði eyjafjarðardeildar, en ég sá okkar félaga í eyjafjarðardeild virka og skrifa mikið á aðalsíðuna.
03.05.2004 at 18:21 #501133Jaja vinur, hér kemur þú so spyrð eins og kjáni, auðvitað finnst okkur Patrol frábær.
Einu get ég lofað þér, þú ert búinn að starta sögunni endalausu.
Nú koma allir Toyotaeigendur og segja þér hvað Patrol er glataður, það er nefnilega bara til einn alvöru fjallajappi, Toyota.Gangi þér vel við lesturinn, þetta verður pósturinn langi.
mbk. mundi
ps. hef átt einn patrol, reyndist fínn bíll og bilaði lítið.
07.02.2004 at 18:20 #487880Jæja, Þá er það að frétta að allt gengur samkvæmt áætlun, búið að fara í gufuna, Smári og Halldór komnir og Siddi ásamt Tona á leiðinni. Núna eru konurnar í pottinum og við strákarni að "chilla" ásamt koníkinu. Kúluskítsfordrykkur hefst kl. 19.30 og eftir það verður þorrinn blótaður að hætti norðanmanna, vonandi gengur vel hjá móðurklúbbnum í Setrinu og flatlendingarnir komist til byggða. Ef illa gengur og flatlendingum og þá vantar að láta gera slóð þá má hringja í okkar Sigurkarl, síminn hjá honum er 852 5358
kveðjur norðanmönnum.
Mundi
07.02.2004 at 18:20 #492759Jæja, Þá er það að frétta að allt gengur samkvæmt áætlun, búið að fara í gufuna, Smári og Halldór komnir og Siddi ásamt Tona á leiðinni. Núna eru konurnar í pottinum og við strákarni að "chilla" ásamt koníkinu. Kúluskítsfordrykkur hefst kl. 19.30 og eftir það verður þorrinn blótaður að hætti norðanmanna, vonandi gengur vel hjá móðurklúbbnum í Setrinu og flatlendingarnir komist til byggða. Ef illa gengur og flatlendingum og þá vantar að láta gera slóð þá má hringja í okkar Sigurkarl, síminn hjá honum er 852 5358
kveðjur norðanmönnum.
Mundi
-
AuthorReplies