Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.03.2003 at 21:48 #192327
Djöfull er þetta svakalega svekkjandi hvað sumir þurfa að reyna að stela öllu… nú rétt í þessu var konan mín að koma heim úr líkamsrækt og þegar hún kom út að Pattanum fyrir utan líkamsræktarstöðina að þá var búið að taka hlífarnar af kösturunum og byrjað að rífa þá af… sem betur fer tókst þjófunum það ekki… þeir eru vel festir, en djöfull gerir þetta mann reiðann… hvað er hægt að gera… er eitthvað hægt að gera… allavega.. ekki kaupa stolna hluti strákar… það ýtir bara undir það að einhverju verður einhverntímann stolið af bílunum ykkar… djöfull er ég vondur….
10.03.2003 at 21:42 #470266þetta vonandi fær Flippa til að þegja … í langann tíma…
09.03.2003 at 20:07 #470230ég átti nú toyotu í 5 ár áður en ég keypti patrol og það var klafabíll þannig að ég þekki það að brjóta 7,5" drif…
09.03.2003 at 20:06 #470202ég heyrði menn giska á milli 6 – 700 bíla…
09.03.2003 at 20:04 #470238þú ættir kannski ekki að fara mikið ofar í dekkjastærð án þess að setja lægri hlutföll í hann, mjög sennilega er bíllinn hjá þér með orginal hlutföllum en þú getur komist að því hvaða hlutföll eru í bílnum með því að tjakka hann upp öðrum megin að aftan, hafa bílinn í hlutlausum og snúa drifskaftinu, svo telurðu hvað drifskaftið fer marga hringi á meðan að dekkið fer einn hring, þetta er náttúrulega ekki mjög nákvæm leið en þá geturðu séð hvað er í hásingunni, t.d. ef drifskaftið fer sirka fjórann og hálfann hring á meðan dekkið fer einn hring að þá er líklegast 1:4,56 hlutfall í bílnum hjá þér… þetta minnir mig allavega að reglan sé… einhver snillingur kenndi mér þetta einhverntímann…
09.03.2003 at 15:01 #470226þú lendir í tómum vandræðum ef þú ætlar að halda sjáfstæðu fjöðruninni að framan vegna þess að það er bara 7,5" drif að framan og með 44" dekk að þá áttu eftir að brjóta drif svona nánast í hverri ferð sem þú ferð á fjöll nema að þú læðist um allt, en það er reyndar hægt að stækka kúluna fyrir 8" drif og það er jú betra og dugar kannski fyrir flestar toyotur vegna kraftleysis en samt er þetta veikt drif fyrir 44"…
08.03.2003 at 20:49 #470156en bíddu nú við Atli… þú ert ekki á landcruser… ertu ekki á double cab með landcruser vél… léttari bíll og ætti að vera auðveldara fyrir hana … ég var með tveimur um daginn lc90 á 35" dekkjum og á 100km utanbæjar keyrslu fóru þeir með um 7 lítra… djöfull munar miklu á þessum tölum… eruð þið ekki bara komnir með aukatölvukubb í bílana… meiri eyðsla???
08.03.2003 at 20:49 #470154en bíddu nú við Atli… þú ert ekki á landcruser… ertu ekki á double cab með landcruser vél… léttari bíll og ætti að vera auðveldara fyrir hana … ég var með tveimur um daginn lc90 á 35" dekkjum og á 100km utanbæjar keyrslu fóru þeir með um 7 lítra… djöfull munar miklu á þessum tölum… eruð þið ekki bara komnir með aukatölvukubb í bílana… meiri eyðsla???
08.03.2003 at 19:55 #470142ef þú tengir voltmæli beint á rafgeymi að þá er hann sífellt að sýna þér niðurstöðu þannig að ég mundi halda að þú ættir að finna svisstengdan straum einhversstaðar í mælaborðinu hjá þér og tengja inná þar, þá færðu alltaf mælingu á hann þegar þú svissar á bílinn og þegar hann er í gangi.
kv. Axel Sig…
07.03.2003 at 22:33 #469922Herra Patrolman er eitthvað að ruglast á bíllýsingunni hjá sér… 2000 módel Patrol með 2,8 lítra sex strokka vél… hvar fékkstu það kallinn… vissi ekki betur en að 2000 módelið væri með fjögurra cylindra 3000 vél… en þetta reyndar gæti verið rangt hjá mér en ég man ekki betur… fer kannski eftir því hvenær á árinu bíllinn er framleiddur..
07.03.2003 at 21:29 #470110til að vera nær réttri tölu að þá munar 500 kg á þeim og gamli patrolinn er töluvert seigari en sá nýi á 38"
05.03.2003 at 19:23 #192278Það er mikið búið að tala um 1000 bíla ferðina og þau umboð sem taka þátt í henni og mikið búið að skjóta á Toyota umboðið að taka ekki þátt, en hvað með Brimborg…. getur einhver svarað því… ekki að það skipti máli fyrir mig enda fer ég með IH en hvað með alla Ford eigendurna… ég hef hvergi séð Brimborg á blaði…
05.03.2003 at 19:20 #469980það er bara að spyrja Björn Þorra… hann á væntanlega aðra af þessum pæjum… Sindy var það ekki …
03.03.2003 at 23:32 #469832Flippi minn … þú ættir nú aðeins að hugsa áður en þú skrifar, þetta er náttúrulega alveg út í hött hjá þér… hugsunargangurinn hjá þér er kolvitlaus, komst lengra en 44" bíll, varst fyrstur, þurfti aldrei að draga þig, vá toyota er æði… oooohhhh…. nú þarf ég að fá prosac…
koddu aftur þegar þú hefur þroskast…
03.03.2003 at 23:26 #46995028.02.2003 at 19:14 #469676þakka ykkur kærlega félagar, ég er á leiðinni út úr bænum akkúrat as we speak en ég spjalla við ykkur eftir helgi með að fá að kíkja á standana…
takk aftur
kv. Axel Sig…
27.02.2003 at 20:19 #192253Nú er maður farinn að spá og spegulera… hvernig sé best að gera góðann heimatilbúinn tölvustand í bílinn, ég er sjálfur með Patrol og nenni ekki að fara að finna upp hjólið og vill heldur ekki kaupa það… en ég væri mikið til í að fá að skoða hjá þeim sem svona lagað hafa gert í bílana hjá sér og ég veit ekki… kannski þeir sem hafi áhuga á að leyfa mér að kíkja skilji eftir símanúmerið hjá sér hér fyrir neðan… einnig eru allar lýsingar hérna á spjallinu vel þegnar…
kv. Axel Sig…
25.02.2003 at 22:46 #469424ég hef ferðast mikið þarna um á sumrin á hestum og þetta er allt vaðandi í lyngi … dregur ábyggilega nafnið sitt af því… annars hef ekki hugmynd…
25.02.2003 at 22:44 #469460þessu er nú ekki alveg svona háttað hjá mér, ég er nýgenginn í klúbbinn og gerði það í gegnum internetið, ég fékk númer alveg um leið en er ekki ennþá búinn að fá seðil, býst við honum á næstu dögum, en ef svona er farið að þá er ekki skrýtið að félagsgjöldin skili sér ekki…
25.02.2003 at 22:16 #469420ég er nú þarna að austan og get því ekki verið sammála, ef þið til dæmis mynduð segja við mig að þið væruð að fara uppá lyngdalsheiði tæki ég því sem að þið ætluðuð að keyra gjábakkaveginn, þetta er mjög algengt nafn á veginum en ef þið keyrið upp frá dímon og segið lyngdalsheiði að þá er það nú bara fáránlegt, ef eitthvað kemur fyrir hjá ykkur og vantar aðstoð og eruð spurðir um staðsetningu … ætliði þá að segja… ja ég er uppá lyngdalsheiði… nei… virkar ekki
kv. Axel Sig…
-
AuthorReplies