Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.05.2003 at 15:39 #473740
Mikið svakalega er ég sammála þér með þessa utanvegakeyrslu en staðreyndin er nú sú að það eru ekki bara túristaökumennirnir sem svona lagað gera, þetta hef ég séð gert á meðal "stóru" kallana í ferðaklúbbnum þannig að menn eru sumir hverjir að minnsta kosti farnir að gleyma gamla prinsipinu að skemma ekki gróðurinn á meðan komist verður hjá því…
kveðja Axel Sig…
21.05.2003 at 23:10 #473570sælir aftur… ég fór í bílþjóninn og fékk nýjann kassa í Patrolinn hjá mér, þrefaldur kassi, vinnan við að setja hann í og frostlögur á kerfið var töluvert ódýrara hjá þeim heldur en að kaupa bara kassann hjá Gretti eða Stjörnublikk og hann virkar mjög vel, allavega er bíllinn hættur að hita sig þannig að ég mæli hiklaust með þeim í bílþjóninum.
kveðja Axel Sig…
17.05.2003 at 18:05 #192595sælir félagar, langaði að spyrja, hvaða reynslu hafa menn af bílþjóninum í sambandi við að smíða vatnskassa og gera við svoleiðis??? þeir eru áberandi ódýrastir og það fær mann til að hugsa um hvort þeirra framleiðsla sé eitthvað verri en hjá öðrum sb. Grettir og Stjörnublikk.. endilega kommentið á þetta.
kveðja Axel Sig…
04.05.2003 at 10:49 #473084ég heyrði nú um daginn að þessi leið væri ófær…. en getur hafa breyst síðan þá.
01.05.2003 at 00:29 #473002tíu tomman dugar alveg en tólf tomma er betri, betra flot í snjó.
28.04.2003 at 23:43 #472832ég leitaði til Þeirra í Gretti og festi kaup á Þreföldum vatnskassa hjá þeim fyrir 46500 kall með einhverjum 10 – 12% afslætti, Stjörnublikk vildi láta mig fá kassann á 47000 kall en vildi engann afslátt gefa… nú það þarf ekki að spyrja að því, maður verslar þar sem það er ódýrast á meðan gæðin eru þau sömu og mér heyrist á félögunum hérna á netinu að ég hafi valið rétta aðila…
kveðja Axel Sig…
25.04.2003 at 20:05 #192526jæja strákar nú er vatnskassinn í Patrolnum ónýtur, komið gat á hann, ég talaði við þá uppi í Stjörnublikk og ég get fengið nýjann kassa stærri(þrefaldann) fyrir 47000 kall… en ég var að spá í að athuga hjá fleiri aðilum áður en maður settlar sig á kassann hjá þeim en spurningin er. Hverjir fleiri eru í vatnskassaviðgerðum og smíði???
kveðja Axel Sig…
24.04.2003 at 09:53 #472760þetta er alveg rosalegt að löggan skuli ekki setja fleiri menn í að rannsaka þessi bílaþjófnaðamál, maður er hættur að hafa lýsingu á bílnum hérna inni og er orðinn skíthræddur um að einn morguninn þegar maður kemur út að þá verði bíllinn ekki fyrir utan. Löggan ætti að hætta að éta kleinuhringi og gera fáránlega hluti eins og að sekta menn fyrir of hraðann akstur og fara að eltast við glæpamenn í staðinn….
22.04.2003 at 20:13 #472664er þetta ekki bara eitthvað relay sem hefur slegið saman í smá tíma og svo brunnið ???? bara hugmynd…
kveðja Axel Sig…
16.04.2003 at 21:36 #472564þrýstingur hjá mér er eftirfarandi
a)kaldur er hann á 7
heitur er hann á 3,5b)kaldur er hann á 8
heitur er hann á 4kveðja Axel Sig…
29.03.2003 at 19:01 #471504jæja strákar þá er bara að hafa augun og eyrun í sambandi, ef einhver er að bjóða talstöðvar til sölu þá tékka á því hvort það séu stöðvar frá Lúther… spurning um að fá lýsingu á þessum stöðvum hérna inn á netið…
28.03.2003 at 23:01 #471630nema vélin í fyrstu árgerðunum var ekki mjög góð, það var víst sett túrbína á bílana án þess að setja sterkari höfuðlegur og eitthvað þannig, svo veit ég soldið um að það þurfi að still spíssa og olíuverk þegar bílarnir eru komnir rétt yfir 100 þús, þá byrjar að skralla í vélinni. kóreu mercedes er ekki nálægt því að vera þýskur mercedes…
kv. Axel Sig…
18.03.2003 at 22:56 #470952sammála því … þetta er misnotkun og ég skora á einhvern úr stjórninni að hafa samband við þennan mann og segja honum að svona misnotkun verði ekki liðin, hann hlýtur að geta borgað fyrir auglýsingu á síðunni í staðinn…
kv. Axel Sig…
18.03.2003 at 22:53 #471070takk strákar, ég skoða lokurnar betur og reyndar ætla ég að tala við þá í ægi með bjargirnar í staðinn fyrir lokurnar, ég get grandskoðað framdrifið fljótlega þegar ég set læsinguna í þannig að ég get tékkað á því, einnig gaman að heyra þetta með keðjuna í millikassanum… nú hlýt ég að finna hvað er að….
kv. Axel Sig…
18.03.2003 at 17:46 #471058já mig grunaði helvítis lokurnar að þær væru að svíkja og var búinn að heyra af svipuðum hlutum en þá varpa ég fram annari spurningu.. Ég hef heyrt af því að menn hafi látið smíða svokallaðar bjargir, þ.e. fasta hringi sem eru skrúfaðir á í staðinn fyrir lokurnar þannig að bíllinn sé stöðugt í "lokunum" … hver smíðar svona hringi … vitiði það ???
18.03.2003 at 14:16 #471042já ekki vitlaus hugmynd hjá ykkur félögunum… einhver verður að bjarga þeim… jökullinn er mjög þungfær núna… var þar um helgina…
18.03.2003 at 13:25 #192368sælir félagar, nú er maður í smá klípu, eitthvað er að Datsuninum en ekkert finnst að og mér langar að spyrja ykkur snillingana um álit og kannski líka hvað er helst að brotna í þessum bílum. Málið er að það smellur af og til í framhásingunni (mér finnst hljóðið berast þaðan) og myndast greinileg þvingun að mér finnst þegar hljóðið kemur, ég athugaði fyrst driflokurnar en báðar virtust vera heilar, ég er með manual lokur ekki þessar auto, þannig að þá var að tékka á drifinu og ég reyndar er ekki búinn að rífa köggulinn úr en ég tappaði olíunni af drifinu og ekkert brot kom niður og ég þreifaði kambinn allann hringinn og ekkert að finna af honum svo náði ég líka að þreifa um það bil hálft mismunadrifið og ekkert fann ég að því heldur, ekkert svarf í olíunni eða neitt, núna á ég eftir að skoða millikassann en ég hef takmarkaða trú á því að hann sé málið vegna þess að ég finn höggið ekki upp í drifstöngina í bílnum, krossarnir og dragliðurinn eru í lagi í skaftinu og og og ……. jæja ég held að allar upplýsingar séu komnar um þetta undarlega mál en endilega ekki liggja á skoðunum ykkar, þetta þarf að laga og helst í gær…. þoli ekki að vera á biluðum bíl…
kv. Axel Sig…
17.03.2003 at 21:28 #470916ég er sammála mörgu sem sagt hefur verið hér á undan, mér finnst að félagsmenn einir eigi að geta sett inn myndir, en mér finnst að spjallið eigi að vera opið öllum, óvanir menn og menn sem langar að gera eitthvað við litlu jeppana sína geta komið hingað inn og fengið góð ráð og ég er algjörlega ósammála því að það sé litið á alla sem ekki eru á 38" eða stærri dekkjum sem einhverja aula… það er alls ekki staðreyndin, ég hélt sjálfur að 4×4 væri einhver snobbklúbbur áður en ég flutti í bæinn en eftir að ég flutti í reykjavík gekk ég í klúbbinn og hef ekki mætt neinu nema velvild og ekki vil ég þakka 38" minni það, þetta eru flestir algerir öðlingar hérna í klúbbnum. 3900 kall er ekki mikill peningur fyrir að fá að halda myndum inná vefnum og vera með afslátt í nánast öllum bíla og útivistarbúðum á landinu… ekki vera nískir… verum með…
es. ég borgaði félagsgjaldið mitt upp á innan við mánuði í afslætti hér og þar….
kv. Axel Sig…
13.03.2003 at 23:10 #470728já sennilega er þetta rétt hjá þér að það gæti verið gott að klúbburinn fengi menn til að kenna nýliðum… en væri nú ekki betra að ganga í klúbbinn áður en maður fer að bera fram óskir… ??? sé ekkert félagsnúmer hjá þér Liam…
11.03.2003 at 21:54 #4705402,9 vélin er með 20 -25 lítra á hundraðið á 36" dekkjum… fer eftir því hvernig þú keyrir… ef þú læðist um eins og lítil mús kemstu kannski niður í 18 lítra…
-
AuthorReplies