Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.05.2004 at 12:28 #501581
sæl veriði þorgeir og helena, ég veit hvað þetta er, stóra relayið frammí húddi fyrir glóðarkertin er farið, þetta er relayið sem ég sagði ykkur frá áður en ég seldi ykkur bílinn að ég hefði lagað, það er greinilega farið aftur.
kveðja Axel Sig…
25.04.2004 at 10:55 #500065… ég er sjálfur að flytja inn bíl núna, hann er væntanlegur um miðjann maí og þessi bíll var inni í miðjum bandaríkjum og það var nú bara helvíti mikil pappírsvinna þar á bakvið, hlutur sem hefði tekið mun lengri tíma fyrir mig að sjá um heldur en fólkið úti og þar af leiðandi hefði ég ekki fengið bílinn heim jafn fljótt sem skiptir jú sköpum núna þar sem að dollarinn er farinn að hækka óþarflega mikið, ég nennti engu veseni bara borgaði bílinn og lét afganginn í hendurnar á ShopUSA.is ég veit ekki hvort að þau séu mjög dýr eða hvað en allaveg tókst þeim að útvega bílaflutning á bílnum niður til norfolk sem tekur 10 dögum skemmri tíma heldur en ég hefði náð að redda og þau sjá um alla pappíra varðandi tolla og útflutning, hlutir sem ég hefði verið í endalausum símtölum út með og endalausum FEDEX sendingum á pappírum… æi ég held að þetta verði að vera einstaklingsbundið, viltu spara þér 100000 kallinn og vera í veseni eða láta sjá um þetta fyrir þig, ég hef gert þetta áður, að flytja inn drasl frá USA og vinnutapið í kringum að það bara að sækja draslið í póstinn hérna heima og fara niður í toll og aftur upp í póst og aftur í tollinn út af mistökum hjá þeim og svo aftur í póstinn, bíða eftir tollskoðun . . . . ég tapaði töluverðum tíma í endalausum skreppitúrum og núna læt ég gera þetta fyrir mig… Nenni ekki þessari vitleysu, það eru hvort eð er bara vitleysingar sem vinna þarna í tollinum og ekkert hægt að eiga við þetta lið svo þurfti síðasta varan sem ég keypti að fara fyrir einhverja tollanefnd af því að þeir vissu ekki í hvaða tollaflokk þetta átti að fara … þetta var Loftlæsing …. go figure… algerir hálfvitar. .. jæja ég hef allavega sagt minn punkt, gangi þér vel.
Axel Sig…
17.03.2004 at 21:00 #491512en hveragil þekki ég ekki, er bara að tala um upp á grímsfjall..
kveðja Axel Sig..
17.03.2004 at 21:00 #498421en hveragil þekki ég ekki, er bara að tala um upp á grímsfjall..
kveðja Axel Sig..
17.03.2004 at 20:57 #491510Sæll Agnar..
Það kólnar nú örugglega nóg fyrir helgina til að fara á fjöll, passaðu þig bara ef að eitthvað vatn er á leiðinni inn að jökulheimum (ef þið ætlið upp þar) en þegar þið eruð komnir yfir tungnána og upp á jökulinn má eiginlega segja að hægt sé að taka beina stefnu á Grímsfjall, það eru engar hættur þar á leiðinni (voru allavega ekki fyrir 2 vikum) bara flatur jökull, svo þarf aðallega að huga að punktum þegar nær dregur, það er til dæmis hitasvæði rétt við skálana en ef þú ert að keyra þarna í björtu ættirðu að sjá geilina mjög greinilega, ef slæmt skyggni er þá ættirðu að fara varlega þegar þú nálgast skálann og passa þig á hitasvæðinu. Við vorum þarna fyrir tveimur vikum og þá sagði þetta sig alveg sjálft, hvar ætti að keyra og hvar ekki.kveðja Axel Sig…
17.03.2004 at 20:57 #498416Sæll Agnar..
Það kólnar nú örugglega nóg fyrir helgina til að fara á fjöll, passaðu þig bara ef að eitthvað vatn er á leiðinni inn að jökulheimum (ef þið ætlið upp þar) en þegar þið eruð komnir yfir tungnána og upp á jökulinn má eiginlega segja að hægt sé að taka beina stefnu á Grímsfjall, það eru engar hættur þar á leiðinni (voru allavega ekki fyrir 2 vikum) bara flatur jökull, svo þarf aðallega að huga að punktum þegar nær dregur, það er til dæmis hitasvæði rétt við skálana en ef þú ert að keyra þarna í björtu ættirðu að sjá geilina mjög greinilega, ef slæmt skyggni er þá ættirðu að fara varlega þegar þú nálgast skálann og passa þig á hitasvæðinu. Við vorum þarna fyrir tveimur vikum og þá sagði þetta sig alveg sjálft, hvar ætti að keyra og hvar ekki.kveðja Axel Sig…
21.02.2004 at 19:42 #193823Jæja veit einhver um einhvern sem fór eitthvað í dag ??? er mikið að spá í hvernig færðin er á hálendinu, er einhver snjór?? er allt í krapa ??? endilega látið vita af færðinni ef þið heyrið fréttir og setjið inn myndir ef þið fóruð eitthvað í dag…
kveðja Axel Sig…
21.02.2004 at 18:03 #496190Kistufelli uppá höfða
21.02.2004 at 18:03 #489608Kistufelli uppá höfða
14.02.2004 at 17:45 #494347Ég er sammála þessum málflutningi og það sem er alvarlegast í þessu er kannski það að ef að læknarnir verða ekki endurráðnir að þá skiptir engu máli með það hvort nægt fé sé til að reka tvær þyrlur vegna þess að þær eru ekki útkallshæfar nema hafa lækni með í útköll… til hvers að reka þyrlurnar læknislausar… það er bara vitleysa, þessar þyrlur eru gríðarlegt öryggisatriði fyrir fólk sem ferðast á fjöllum sem og sjómenn og er algerlega nauðsynlegt að hafa þær útkallshæfar og þá vel útkallshæfar, ekki getum við lengur reitt okkur á kanann þannig að mér finnst að það ætti að efla þessa þyrlusveit enn frekar ef eitthvað er, kaupa stærri þyrlu frekar en að vera endalaust að skera niður hjá gæslunni.
kveðja Axel Sig…
14.02.2004 at 17:45 #488680Ég er sammála þessum málflutningi og það sem er alvarlegast í þessu er kannski það að ef að læknarnir verða ekki endurráðnir að þá skiptir engu máli með það hvort nægt fé sé til að reka tvær þyrlur vegna þess að þær eru ekki útkallshæfar nema hafa lækni með í útköll… til hvers að reka þyrlurnar læknislausar… það er bara vitleysa, þessar þyrlur eru gríðarlegt öryggisatriði fyrir fólk sem ferðast á fjöllum sem og sjómenn og er algerlega nauðsynlegt að hafa þær útkallshæfar og þá vel útkallshæfar, ekki getum við lengur reitt okkur á kanann þannig að mér finnst að það ætti að efla þessa þyrlusveit enn frekar ef eitthvað er, kaupa stærri þyrlu frekar en að vera endalaust að skera niður hjá gæslunni.
kveðja Axel Sig…
13.02.2004 at 22:34 #193757Sælir félagar.
Þannig er mál með vexti að ég er að hugsa um að smíða 2 sleða kerru og þar sem ég nenni nú ekki að finna upp hjólið endalaust að þá var ég að spá í hvort einhver hérna ætti teikningu af því hvernig best væri að smíða svona grip, efni, efnisþykkt, og þar fram eftir götum, allavega ef einhver hefur hripað niður á blað teikningu … þá væri gott að fá að sjá hana.kveðja Axel Sig…
6617743
21.01.2004 at 20:00 #485308Bara svo þið vitið það … ef einhver ykkar skyldi lenda í vandræðum með glóðarkertin í patrolnum, það sem var bilað hjá mér var stærra relayið fyrir kertin, þar var farinn í sundur – vírinn inní relayinu, ég talaði við menn uppí ingvari helga í dag og þeir sögðu að þessi relay færu aldrei í þessum bílum og sennilegast væru þetta kertin, þetta sögðu þeir þrátt fyrir það að ég væri búinn að segja þeim að ég var búinn að mæla kertin og þau væru öll í lagi, en þeir höfðu ekki trú á relayinu… jæja staðreyndin var önnur og bíllinn er allt annar, vírinn hefur greinilega verið byrjaður að brenna fyrir einhverjum vikum síðan og svo farið endanlega núna fyrir nokkrum dögum og sést það kannski helst á því að hann varð alltaf verri og verri í gang… , þetta gerir það að verkum að hann hefur verið að hita mjög vel á þremur kertum, það er þeim þremur seinni en þrjú fyrri hafa verið að fá lítinn straum í gegnum sig bæði á forhitanum og eftirhitanum… en núna eftir að ég lagaði þetta… bíllinn hefur aldrei dottið jafn vel í gang…
kveðja Axel Sig…
21.01.2004 at 17:46 #485306en hvað þýðir það þegar hitaraljósið fer að blikka í mælaborðinu???? þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður… það blikkar kerfisbundið…nú reynir á ykkur strákar…
kveðja Axel Sig…
20.01.2004 at 22:58 #485296jæja ég er búinn að mæla öll kerti og allt í góðu með þau öll og búinn að skrúfa þau úr baratil að sjá hvort þau væru nokkuð skítug en svo var ekki, varla sót á þeim, ég er að spá… svona rafmagnslegs eðlis… getur verið að það séu brunnar snerturnar í relayinu fyrir þetta þannig að relayið gefi ekki nægann straum í gegnum sig… kertin hljóta að þurfa svona 50 amper… getur verið að relayið "virki" en samt ekki alveg nóg? bíllinn fer alltaf í gang en bara þónokkuð tussulega …
dularfullt…kveðja Axel Sig…
20.01.2004 at 21:53 #193525sælir félagar, ég er að spá í með glóðarkerti í patrolnum hjá mér sem er 91 módel, þetta eru þrjú sem hita bara fyrst og svo þrjú sem hita fyrst og svo halda þau áfram að hita að mér skilst, en spurningin er sú hvernig mæli ég hvort þessi þrjú sem hita bæði fyrst og eftir séu í lagi, hin mæli ég bara á pólinn á kertunum og í jörð eða – og fæ fína mælingu en hin fæ ég enga mælingu á ef að ég mæli á annanhvorn pólinn og svo í jörð en ég fæ mælingu á milli pólanna, þýðir þetta að þessi þrjú séu biluð fyrst ég fæ ekki mælingu á milli póls og jarðar ??? dularfullur andskoti…
kveðja Axel Sig…
02.01.2004 at 00:19 #483174Ég er með einn á 38" fyrir þig, patrol, hægt að lesa um hann ef þú smellir á nafnið mitt og finnur auglýsinguna, einnig myndir í albúmi, en hann er örlítið ódýrari, 1.4 ..
kveðja Axel Sig…
27.11.2003 at 23:23 #481652ef þú lítur á spjallið þá sérðu að þetta er mjög algeng umræða og jú ég held að það eina sem kemur út úr þessari umræðu sé að lokurnar séu farnar… sjálfur nýbúinn að vera með þetta vandamál….
kveðja Axel…
ps. mæli með föstum slífum frá renniverkstæði ægis … eftir að ég fékk mér svoleiðis þá hefur enginn smellur heyrst….
24.11.2003 at 19:41 #481258Jæja kall … hérna er greinilega smá misskilningur á ferðinni hjá þér varðandi lokur og læsingar.
lítum á þetta svona, bíllinn er alltaf í afturdrifinu hjá þér engar lokur þar, en í afturhásingunni hjá þér er driflæsing "diff lock" sem gefur þann möguleika á að læsa mismunadrifinu að aftan þ.e. að láta bæði dekk snúast jafn hratt hvort sem keyrt er beint eða í gegnum beygjur.
Framhásingin er svo allt annar pakki þar segistu vera með autolokur sem ég held að ég geti alveg fullyrt að séu bilaðar ef þær virka ekki við aðstæður eins og þú lýstir hér áðan, það er rétt hjá þér að þegar lokurnar eru stilltar á auto eiga þær að smella inn þegar þú setur í 4×4 en það gerist ekki hjá þér þú þarft að setja á lock til að fá framdrifið inn, en það er nákvæmlega það sem lokur gera, setja framdrifið í "samband" en þó er mismunadrifið alltaf laust og liðugt alveg sama hvort þú setur í lock á lokunum eða hefur á auto, það þarf að kaupa læsingu í framhásingu aukalega viljirðu hafa þann möguleika á að geta læst mismunadrifinu í framhásingunni.í stuttu máli sagt
ekki í lokunum og ekki í framdrifinu = spólar á einu dekkií lokunum og í framdrifinu = spólar á einu að aftan og einu að framan
í lokunum og í framdrifinu og með "diff lock" á = spólar á báðum að aftan og einu að framan
í lokunum og í framdrifinu og með diff lock á og aukalæsingu í framhásingu = spólar á öllum fjórum
mundu bara þetta, ekki nota diff lock innanbæjar, hún á aðeins að notast í þeim aðstæðum þar sem þér vantar meira grip í utanvegarakstri að mínu mati, bíllinn beygir verr og lætur verr að stjórn þegar hann er í diff lock… sérstaklega í hálku…
kveðja Axel Sig…
23.11.2003 at 19:25 #481242Sæll félagi … ég er með sömu týpu af Patrol og þú og hef lent í sömu vandræðum… og við erum ekki þeir einu … þetta er landlægt vandamál með patrolana… lokurnar þola ekki álagið… ég var kominn með superwinch lokur og svo fóru þær þá keypti ég aðrar og svo fóru þær … og að lokum fékk ég bjargir eða slífar eða hvað sem menn vilja kalla það … hjá Ægi í renniverkstæði Ægis uppá höfða … og það er búnaður sem hefur ekki klikkað ennþá en ókosturinn er náttúrulega að þetta eru engar lokur … bíllinn er stöðugt í fourwheelinu en þetta klikkar ekki… og þetta er ódýrara en nýjar lokur… svona er allavega mín reynsla af þessum lokum…
kveðja Axel Sig…
-
AuthorReplies