Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.05.2006 at 23:47 #197988
skoðiði þessa mynd vel… hvað er þetta á myndinni??? ekki er það vélsleði… lítur út eins og einhverskonar … mótorsleði… sambland af mótorhjóli og vélsleða?? hef aldrei séð svona áður og veit eiginlega ekki hvort ég sé að sjá þetta eitthvað furðulega en mér finnst þetta ekki líta út eins og venjulegur sleði…
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1202766
kv Axel Sig…
27.04.2006 at 18:14 #550516já það er hægt … en hver gerir það ???
26.04.2006 at 23:03 #550498Persónulega er ég algerlega á móti þessum ökurita sem menn eru að tala um, það er bara spurning um tíma hvenær ríkið mundi svo bæta því inní lög að hægt væri að sekta menn fyrir hraðakstur eftirá ef að ökuriti væri skoðaður og menn hefður ekið á yfir 90 kmh, þeir myndu klína því á okkur og við gætum ekkert gert í því …. vegna þess að allir kjósa þann bláa….
25.04.2006 at 07:17 #550480síðan hvenær eru steypubílar mest í kyrrstöðu… gera mun meira af því að keyra með yfirfulla bíla út um allt og frussa steypu aftanúr rassgatinu á sér út um allt, hafið þið ekki tekið eftir steypuslettunum á götunum hér og þar???
24.04.2006 at 21:56 #550474En eins og einn ágætur maður benti á áðan að þá eru flestir ef ekki allir sem stunda þennan vef með kjörgengi og við skulum muna það næst þegar það eru kosningar og frammámenn í stjórnarflokkunum koma saman og segja "víst hafa skattar og aðrar álögur á landsmenn lækkað". Þá skulum við muna það hversu gaman þessum mongólitum fannst að skerða ferðafrelsi landsmanna með því að hafa olíugjaldið og virðisaukann eins og þeim hentar.
Ég heyrði í fréttum að það væru að fara um milljón lítrar af eldsneyti á bíla landsmanna á hverjum degi og við vitum öll hvað það þýðir í hlut ríkisins og við vitum líka hvað gerist þegar heimsmarkaðsverð hækkar, jú þá hækka í leiðinni álögur ríkisins… Mér finnst að það ætti að gera þetta einfalt, ákveðum hver hámarksgjaldtaka ríkisins má vera af hverjum lítra af eldsneyti. segjum bara 60 krónur og enginn helvítis virðisauki, einu hækkanirnar sem mættu bætast á þessar 65 krónur væru þá verðbætur. Þ.e. þessi krónutala mætti fylgja verðlagsþróun í þjóðfélaginu, þetta mundi gera það að verkum að við hefðum alltaf hækkanir í samræmi við heimsmarkaðsverð en ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð + 24,5% …
Ég veit allavega að ég kýs ekki þá menn sem finnst það bara frábært mál að skerða ferðafrelsi landsmanna með því að hafa álögur á eldsneyti svona hátt.
kv. Axel Sig…
24.04.2006 at 21:34 #550678Barmaskarð= skarðið efst í brekkunni á Gjábakkavegi
Kv. Axel Sig…
22.04.2006 at 08:18 #55031812. Hafa nægt eldsneyti, alltaf að gera ráð fyrir smá basli og hafa því aukabirgðir.
13. og ég er þeirrar skoðunar að þeir sem eru á díselbílum eigi alltaf að hafa auka hráolíusíu í bílnum.
14. Ísvari í olíu og bensín svo og smá slurkur af öllum olíum, mótorolíu, gírolíu, frostlegi, bremsuvökva, sjálfskiptivökva, sérstaklega ef farið er í lengri ferðir.
15. Ég hef líka alltaf auka viftureimar, maður veit aldrei hvenær maður lendir í púðri sem veður inná vél hjá manni og rífur reimarnar af hjólunum… þá er gott að hafa auka. reyndar eru nýrri bílar oft betur varðir fyrir þessu en eldri.
Kv. Axel Sig
21.04.2006 at 22:04 #549594Það er ekki nóg að hafa tækin í bílnum… það þarf að kunna á þau. Margoft hef ég lent í því að spyrja menn hvort þeir séu með VHF í bílnum, svarið já, og kanntu á hana? já já. ok ég heyri þá bara í þér á eftir á endurvarpa, við sennilega náum ekki á milli á beinni rás…. Endurvarpi … bein rás… bíddu … Menn hafa ekki hugmynd um hvað þetta allt er og kunna ekkert að nota tækin. Sömu sögu er að segja um GPS, langfæstir kunna að færa á milli staðsetningu úr GPS yfir á landakort… lengdar og breiddargráða… bíddu geri ég ekki bara trackback eða eitthvað ef ég ætla að komast tilbaka?? og hvað ef svo minnið er fullt í tækin og tækið byrjar að stroka út elsta hlutann af leiðinni ??? hvað þá … Það eru bara allt of fáir sem kunna á tækin í bílnum sínum, því miður… höfum réttindi á fjöll en gefum mönnum ekki réttindi fyrr en þeir hafa staðist GPS próf og fjarskiptapróf…
vona að menn taki ekki of illa í þessi skrif.
Kv. Axel Sig…
21.04.2006 at 19:50 #549576nú er enn ein leitin að fara í gang… hvenær lærum við….
tveir menn týndir á vatnajökli….
18.04.2006 at 17:06 #549176Einhver hérna áðan var að spá í hvort öll þessi hækkun á bensíni og olíu væri ekki til að borga sektirnar sem þeir fengu fyrir olíusamráð en hvernig standa þau mál eiginlega? Ég vissi að strax og sektarupphæðirnar komu að þá var forstjóri hjá olíufélaginu í viðtali bullandi um það að þeir ætluðu að vera samstarsfúsir og borga sektina og breyta verði alltaf í samræmi við heimsmarkaðsverð hverju sinni, ætluðu að þjónusta viðskiptavini sína betur og bla bla bla… viku eða tveimur vikum seinna kom frétt um að öll olíufélögin væru búin að kæra eða áfrýja þessum sektum og heimtuðu að þetta yrði stórlega lækkað ef ekki fellt niður… svo samstarfsfúsir voru þeir nú og er ekki staðan á þessu máli núna að þetta er allt í kærum og áfríjunum og einhverju veseni, efast um að þeir séu búnir að borga krónu í sekt ennþá… ég hef ekki verslað einu sinni við þessi félög eftir að þetta samráð komst upp hér á höfuðborgarsvæðinu, maður neyðist til að versla við þá úti á landi…
og ég er til í að taka frí í vinnu til að mótmæla… en það verða að vera fleiri en ég einn…
kv. Axel Sig…
10.04.2006 at 18:38 #548802Ég er algjörlega sammála því að klúbburinn geti sent frá sér mótmæli ef það er samþykkt einhverskonar ályktun á aðalfundi. Ef menn eru svona mikið á móti þesskonar ályktun eiga þeir bara að fjölmenna á fundinn og fella tillöguna, ég fyrir mitt leyti styð það að klúbburinn taki afstöðu á móti þeim virkjanakostum sem ræddir hafa verið hér á undan.
Kv Axel Sig…
09.04.2006 at 23:04 #548866Ég mundi taka með nýjann heila, allt nýtt í kveikju og nýtt háspennukefli, ég man nú ekki hvort það sé einhver mótstaða á þessu háspennukefli en ef hún er að þá mundi ég líka taka hana… spurning um að fá þetta hjá Jamil og fá að skila því sem ekki verður notað, væri alveg til í að kíkja á þetta með þér en er á leið út á morgun… það eru ábyggilega einhverjir til í smá vesen með þér… Ef þú ert með alla þessa hluti að þá er ég þess fullviss að þú keyrir niður af jöklinum.
Kv Axel Sig…
09.04.2006 at 20:38 #548846spurning um að segja frá hvað sé bilað….
09.04.2006 at 13:54 #548772Ég verð að styðja Skúla í þessu, margir eru almennt fylgjandi framkvæmdum og virkjunum og hef ég verið í þeim hópi hingað til en nú er nóg komið, ég er alfarið á móti þessum framkvæmdum og eins virkjunum í Kerlingarfjöllum og mun taka þátt í mótmælum komi þau til. En eins styð ég Skúla um að einhverjir góðir menn komi saman og semji ályktun sem verði borin upp á aðalfundi, ég veit að ég kem til með að mæta bara til að samþykkja svona tillögu. Er ekki hægt að fá Björn Þorra til að setja saman nokkrar línur, ekki verra að fá svona ályktun frá löglærðum mönnum.
Kveðja Axel Sig…
08.04.2006 at 07:03 #548622Ég á nú von á því að löggan myndi pikka okkur upp fljótlega fyrir svoleiðis atburð….
Axel Sig…
06.04.2006 at 20:58 #548494Strákar það er til einföld lausn á þessu vandamáli… kallast VHF…. hættiði þessu CB rugli, maður gerir ekkert nema að svekkja sig á því hvað hún drífi lítið…
Kv Axel Sig…
06.04.2006 at 19:30 #548562Það er reyndar kallað 1:5,71 og 1:5,29 einmitt vegna þess að á meðan dekk fer 1 hring fer drifskaft 5,71 hring, þannig að gott er að tjakka bílinn upp og merkja saman dekk og grind og svo drifskaft og köggul og telja hringi… menn eru algjörlega að misskilja þessar númeringar þegar þeir skrifa 5:71 …
Axel Sig…
04.03.2006 at 07:02 #545470Druslugengið er á leiðinni á svipaðar slóðir og kvennaferðin er á, þið látið þær bara kalla á VHF inu ef þeim vantar aðstoð við viðgerðir… nóg er af verkfærum meðferðis allavega… svo er víst líka einhver sími… 8550623, og GSM 6617743 ekki það að hann dugi mikið innfrá … en við erum nú ennþá í byggð…
Kveðja Axel Sig R-3099
26.02.2006 at 22:08 #544840Ofsi, puman kom til landsins fyrir um tíu árum síðan en þá var hún fimm ára gömul… hún er allavega fimmtán ára… og hin þyrlan er hátt í tuttugu ára…
26.02.2006 at 07:15 #544580Við viljum votta aðstandendum hins látna okkar dýpstu samúðarkveðjur og óskum eftir skjótum bata fyrir hinn slasaða.
Maður beið alltaf eftir góðu fréttunum…. hræðilegt að þetta skyldi enda svona.Axel og Guðrún
-
AuthorReplies