Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.10.2006 at 00:37 #565636
sammála síðustu spurningu … hvað er huntertest… en ég er líka með svar… eitthvað sem gerir ballanseringuna 5000 kalli dýrari hjá þér …. og skiptir engu máli eftir að þú ert búinn að hleypa úr einu sinni…
22.10.2006 at 08:18 #564880Þetta er sport… og bílar eru trúabrögð, rétt eins og dekk. það er ekki alltaf rökhugsun sem þarf að fylgja máli, þá væri þetta ekkert gaman.
20.10.2006 at 20:08 #564498Held við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur um að fá ekki aðgang að kerfinu þar sem tetra er einkafyrirtæki en ekki ríkisbatterý og því er gerð krafa um hagnað þess fyrirtækis, því fleiri notendur því meiri möguleikar á hagnaði… og hættu svo þessu neikvæðniskarpi eik
19.10.2006 at 22:09 #563942óþarfi að vera sár þó þér þyki reykingar góðar…… þetta er reyndar klassíker með reykingafólk… verja reykingarnar fram í rauðann dauðann…
19.10.2006 at 21:18 #563938Ég á tík en tek hana reyndar ekki með á fjöll einfaldlega vegna þess að hún veit fátt leiðinlegra en að liggja inní bíl allann daginn meðan ég hjakkast áfram í snjónum í von um að komast á áfangastað, en ég hef akkúrat ekkert á móti því að hundaeigendur taki dýrin með sér á fjöll og hef heldur ekkert á móti því að dýrin fái að sofa í forstofu á skálum, reyndar í þessum örfáu túrum þar sem ég hef tekið mína með og gist í skálum frá ferðafélagi íslands hafa skálaverðir þar aldrei sett neitt á móti því að hún fái að gista inni þannig að þetta virðist nú engin algild regla að dýr séu bönnuð í skálum. Hinsvegar það sem fer hrikalega í taugarnar á mér og hreinlega gerir mig frekar reiðann oft á tíðum eru reykingamenn á fjöllum … já og reyndar reykingamenn hvar sem þeir fara, að geta ekki stigið út úr skálum til að reykja það er nú meiri karlmennskan, að þurfa að hanga inni eða í forstofu eða í dyragætt þar sem maður labbar inn og út fram og til baka … ná í dót út í bíl eða hvað það nú er og þurfa alltaf að labba í gegnum mökkinn hjá þeim , svo ég tali nú ekki um lyktina sem kemur af klæðnaði sem geymdur er í anddyri… það er nú að mínu mati mun verra heldur en dýr í skálum. Ef menn þurfa að bera þennan leiðindasið með sér að reykja, þá geta þeir bara skotið upp Webasto miðstöðinni hjá sér og reykt út í bíl … ekki satt…
18.10.2006 at 22:22 #559618hvað meinarðu með að aðgengi að hlöðufelli sé viðbjóður??? meinarðu að það sé erfitt að labba á það eða ??? skil þig eiginlega ekki alveg þarf að vera hægt að keyra á fjöllin til að setja endurvarpa þar eða ??? það væri náttúrulega frábært að ná endurvarpa á hlöðufell.
13.10.2006 at 22:03 #563372Nýja díselvélin er ekki beint ný því eftir því sem ég best veit er þetta afsprengi frá 3.6 lítra vél sem var upprunalega hönnuð sem 3.7 vél sem er notuð í range rover og jafnvel jagúar líka ef ég man rétt, þeir eru að tala um að stækka hana upp í 4.4, ef þetta er sú vél sem ég held þetta sé að þá er þetta vél sem var upprunalega hönnuð og prófuð í þýskalandi árið 2001 og 2002 og er þá í raun evrópuvél og að sjálfsögðu þar af leiðandi betri en þetta ameríkudót… en gaman að bæta því við að á sama tíma voru ford með 2,7 lítra vél v6 dísel sem var hönnuð og prófuð með 216hp output í dyno… en veit ekki alveg hvort hún fór í framleiðslu, hún átti að vera option í stærri fólksbíla og var jafnvel möguleiki að peugot mundi kaupa rétt á henni og nota hana í peugot 607… jæja nú er maður aldeilis kominn yfir strikið en bara smá pæling … það væri nú ekki leiðinlegt að vera með litla netta létta v6 216 hestafla vél í húddinu… eitthvað annað en litlu hestarnir í patrolnum hjá mér…
09.10.2006 at 21:17 #562752Það er allavega alveg á tæru að ef menn ætla að fara að eyðinleggja langasjó og fjallabak að þá verð ég mættur með "græningjunum" í hörð mótmæli. Mun ekki hika við að leggja jeppanum fyrir einhverjar vinnuvélar… en kannski er lausnin bara að kjósa rétt í næstu kosningum og þurfa ekki að fara í hart…
18.09.2006 at 07:15 #560488Ég er algerlega á móti því að keyra við hliðina á veginum á sprengisandi bara vegna þess að það sé þæginlegra og eins og á mörgum stöðum á sprengisandi þar sem eru pollar á veginum… þá er ég líka algerlega ósammála að það megi sneiða framhjá pollinum af því að það sé þæginlegra. Menn ættu bara aðeins að hugsa, viljum við fá upphækkaðann malbikaðann veg þarna yfir… nei sennilega vilja flestir það ekki, þá skulum við bara hætta að kvarta yfir slæmum vegi þarna og sleppa því að aka hann ef við erum svona óánægðir. Allavega lít ég á það sem utanvegaakstur þegar keyrt er við hliðina á slóða…. eruð þið ekki annars á jeppum ?????
17.09.2006 at 09:25 #560222Fyrir þá sem eru að keyra stóra ameríska dísel bíla og eru að leita að aflaukningu… sama hvaða aflaukning það er að þá langar mér að benda mönnum á að fá sér áskrift að Diesel Power tímaritinu…. þarna er fjallað um allann fjandann sem tengist dísel vélum og aflaukningu á þeim, reyndar teknir smá útúrdúrar og skoðaðar aðrar breytingar á bílum. þarna eru líka auglýsingar frá öllum sem eru með einhvern búnað við þessar vélar… en eins og ég segi… það er bara fjallað um risana þrjá aðallega.
Kv. Axel Sig…
12.09.2006 at 23:00 #559984eru menn ekki hættir að nota CB
10.09.2006 at 15:36 #536492willisinn hans sæma er án efa sá langflottasti villis á landinu og þó víðar væri leitað, einnig sá albest smíðaði og sennilega sá alkraftmesti líka… hann vinnur á öllum sviðum… þannig að ef það á að vera willis á þessum lista að þá ætti hann að vera þarna…
10.09.2006 at 09:01 #536486eitthvað eru niðurstöðurnar nú blandaðar félagsskapnum… það er skítalykt af þessu…. runnerinn hans ofsa, ertu nokkuð að grínast… tacoman hans ingva… eins og hver önnur tacoma… og patrolinn hans gulla… eru ekki til hundrað eins??? það er mikil skítalykt af þessu…
09.09.2006 at 23:10 #559590ég hef aldrei skilið menn sem eru að nota misþykkar olíur eftir því hvort það er sumar eða vetur… ég held því miður að þið vitið ekki nóg um hvernig smurolían virkar… haldiði að það sé betra að vera með þunna olíu á veturna af því að hún smyr betur í byrjun í kuldum og svo sé fínt að vera með þykkari olíu á sumrin afþví að þá er hvort eð er svo mikill hiti að olían þynnist… hvað þá þegar vélin er orðin sjóðheit á veturna… er þá þunna olían ekki orðin of þunn ??? …. ég hef nefninlega heyrt þessi rök hjá mörgum… þetta er alrangt… menn eiga helst aðeins að nota eina gerð af olíu á vélina hjá sér… oft blandast illa saman mismunandi olíur. Ég mæli með því að menn noti eingöngu syntetískar olíur á vélarnar hjá sér, smurgetan í þeim er mun meiri og betri en í jarðolíunum… og halda sér í einni tegund… Ekki er ég bifvélavirki og hef enganveginn tæmandi upplýsingar um olíur en hef aftur á móti fengið mjög góðar lýsingar á því hvernig þessar olíur virka frá mönnum sem hafa sótt námskeið úti hjá olíurisunum og þar á bæ mæla menn með syntetísku olíunni… persónulega nota ég Ultron frá Esso 5W/40
06.09.2006 at 19:07 #559326en vill enginn svara spurningu sem koma ofar… þola stýrisdælurnar vökvaspilin eða er maður algerlega að rústa þeim á þessu, en hvernig er með rafgeyma, fara rafmagnsspilin ekki hrikalega með þá… hröð afhleðsla ofl…
29.08.2006 at 07:03 #558710hugsaðu svo aðeins útí það hvað gerist ef kassinn springur inní bíl hjá þér fyrir aftan bílstjórasætið… gætir hreinlega brennst sæmilega af öllu vatninu sem mundi gusast yfir þig ….. svo maður tali nú ekki um hitann af þessu drasli, þyrftir alltaf að vera með opna glugga og mundi ábyggilega ekki duga til…
26.08.2006 at 14:55 #558688Þekki ekki þessa vél sem þú ert með en það hefur þekkst víða að ef að það er loft inná kerfinu að þá getur verið erfitt að eiga við hringrásina, þetta er vandamál sem er mikið til dæmis í 2.8 patrol. en ertu búinn að opna vatnsdæluna ??? er ekki bara dælan algjörlega farin… spaðarnir fyrir innan ónýtir eða lausir á öxlinum … dælir ekki mikið svoleiðis. annars geturðu alltaf farið útí að fá þér rafmagnsvatnsdælu eins og menn setja á racerana, mun öflugri dæling
25.08.2006 at 21:02 #558526Ég pældi mikið í þessum tölvuborðum á sínum tíma en nenni ekki lengur að hafa tölvuna með í jeppanum… er að pæla í að fá mér Garmin 192C frekar… dugar það ekki ??? stór og góður litaskjár, nýjasta íslandskortið og það besta… ekki alltaf fyrir eins og helv tölvan…
22.08.2006 at 23:27 #558356he he… góður á Einari frænda…. mjög góður
21.08.2006 at 18:50 #558292er ekki líka möguleiki á autolokunum að armarnir sem halda við hringinn og ýta honum inna sé eitthvað bognir og nái ekki að ýta nógu langt… heyrði þessa skýringu einhverntímann hérna á netinu… eða las hana öllu heldur… og varðandi eyðsluna að þá hefur maður séð þessar vélar frá 18 og uppí 30…. rosalega mismunandi eftir akstri og ástandi vélar og kveikjubúnaðar og spíssa…
-
AuthorReplies