Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.01.2007 at 22:04 #575656
alveg er ég búinn að bíða eftir einhverju svona eins og frá honum Hlyn… alltaf þegar ég tala við menn sem starfa við svona ferðir að þá er þetta svo mikill gullbransi að menn hafa ekki undan við að telja peningana… nú þessar sögur hljóta að vera sannar þannig að það getur varla verið að þið séuð að grenja yfir því að menn ætli með nokkur erlend börn á jökul… eyðið bara deginum frekar í að telja peninga….
15.01.2007 at 20:04 #575550Þarna hittirðu naglann á höfuðið, ég held nefninlega að það sé í minnihluta hjá þeim sem eiga VHF að þeir kunni almennilega á VHF, viti hvaða rásir séu endurvarparásir, hvað endurvarpi sé, menn eru að reyna að kalla sín á milli á endurvarparás nálægt hvorum öðrum og þar með teppa endurvarpa, hver er munurinn á sítóna stöð (minnir að það heiti það) og stöð án þess, það þarf sko pottþétt að halda smá námskeið um þetta, þó það væri ekki nema klukkutíma yfirferð á næsta fundi.
Axel Sig…
13.01.2007 at 21:58 #575298bíddu hvernig í ósköpunum tókst ykkur að velta bíl þarna innfrá… í hvaða brekku??? það hafa nú verið einhver aulatökin þar á ferð, það eru engar brekkur þarna á leiðinni.
Annars sýndist mér í dag að 38" bílar voru í stökustu vandræðum utan faranna sem ég gerði á 44", það eru komin för inn að skála við Skjaldbreið sem ætti að vera auðvelt að keyra eftir ef ekki snjóar yfir þau í nótt en færið þyngist eftir því sem innar dregur. Þar sem ég var fyrstur og var að gera förin að þá dugði ekkert nema 1,5 pund í dekkjum og læsingar framan og aftan og oft á tíðum var Patrolinn að virka eins og jarðýta frekar en jeppi…
13.01.2007 at 07:11 #575146Klapp klapp glanni, ég hló mig máttlausann… góðir þræðir hjá þér…
kv. Axel Sig…
11.01.2007 at 20:28 #574832Lúther ætli það sé nokkuð hægt að miða við þig þar sem þú ert bílasali og ert væntanlega í sambandi við félögin nánast á hverjum degi og ef þessi bissness virkar eins og annar bissness að þá vilja menn hafa þig góðann og bæta þín tjón með minna veseni en hjá öðrum. Varðandi utanvegakaskó hjá Vís að þá var ég að setja Patrolinn minn í svoleiðis en í kaskótryggingunni þeirra stendur í lið 3.3 að bíllinn sé ekki vatnstryggður og ekkert tjón í á sé tryggt og annað slíkt en með tryggingunni fylgdi blað þar sem tekið var fram að tryggingaskilmálarnir væru eins og þeir kæmu fram nema liður 3.3 væri ekki virkur, vatnstjón væri tryggt og bíllinn væri því tryggður gagnvart tjóni sem þessu hjá strákunum um síðustu helgi… þekki ekki með sjóvá
11.01.2007 at 20:18 #574916Jæja vinur, þér finnst allt í lagi að steypubílar keyri á litaðri… eru þetta ekki þyngstu bílarnir í umferðinni?? eru þetta ekki bílarnir sem eru yfirfylltir af steypu í hverri ferð og er svo að gusast aftanúr þessu í hverri brekku?? svo komum við eftirá og þurfum að keyra í steypudrullu?? Mér þætti fróðlegt að heyra líka hvað svona bílar eru keyrðir mikið á hverju ári, ekki bara einhver orð útí bláinn um að þeir séu keyrðir lítið… hvað kallast lítið hjá bíl sem er keyrður er um allt yfirfullur af steypu. Og þess má geta að þegar steypubílar fengu þessa undanþágu að þá kom fram hérna á vefnum okkar að formaður nefndarinnar sem stóð að því ætti nú góðann hlut í steypustöð…. mér finnst þetta algjört bull og finnst þeir eiga ekki skilið að fá að keyra á gulum…
09.01.2007 at 23:15 #574722Ég er sammála mönnum hér að ofan, þetta er frábær klúbbur og félagsgjaldið borgar sig upp 1,2 og 3 með kaupum á hinum og þessum vörum. Sjálfur hef ég ekki verið að sækja neitt inn í innsta hring klúbbsins, hef meira verið bara að ferðast með félögum mínum, en þegar á hefur reynt og manni hefur vantað upplýsingar að þá hefur ekki staðið á þeim og eingöngu fengið góðar viðtökur hjá stórlöxum klúbbsins, það er ekkert að marka það þó sumir séu voða stórkarlalegir á spjallinu, það er bara vettvangur sem mörgum finnst gaman að láta vaða hin og þessi skot. Varðandi stjórnina að þá sérðu bara samninginn við Shell, 10 króna afsláttur af eldsneyti frá þjónustuverði, það er 3 krónur undir verðinu hjá ORKUNNI sem er alltaf með lægsta verðið og þó ég sjálfur bölvi Shell hægri vinstri að þá er þetta samt ofsalega vel gert hjá stjórninni að semja um svona fyrir félagsmenn. Ef þú keyrir um á fjallajeppa og ert að keyra þína 20 – 25 þús á ári að þá ertu búinn að tvíborga félagsgjaldið bara með því að nota eldsneytisafsláttinn…….
Kveðja Axel Sig…
09.01.2007 at 20:11 #574694já endilega fáðu þér bara landcruiser og borgaðu tveimur milljónum meira fyrir hann samanber þessa tvo hérna
[url=http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=2&BILAR_ID=174243&FRAMLEIDANDI=NISSAN&GERD=PATROL%20GR%20ELEGANCE%2038:17l1y8zi]Patrol[/url:17l1y8zi]
og þennan[url=http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=16&BILAR_ID=131311&FRAMLEIDANDI=TOYOTA&GERD=LANDCR%20100%20VX%20TDI%2038:17l1y8zi]Cruiser[/url:17l1y8zi]
en þess má geta að þessar vélar eru bara ekkert hrynjandi lengur, það er búið að laga þennan galla sem var í þeim, Vissulega geturðu alveg steikt vélina með því að botnstanda hann upp kambana með tölvukubbinn á en hvaða heilvita maður gerir það ??? getur allavega keypt tvær nýjar patrol vélar fyrir verðmuninn á þessum bílum…
07.01.2007 at 21:36 #573570bjuggu þeir ekki bara til gálga til að ná snjóbílnum sínum upp þegar hann fór niður um ís inn við jökulheima???
það eru myndir af þessu inná síðunni þeirra http://www.bfa.is
06.01.2007 at 00:27 #573496Jói varstu með utanvegakaskó á honum??? hef aldrei viljað vera að kaupa þessa tryggingu á mína bíla fyrr en ég talaði við sölufulltrúa frá vís um daginn sem fullvissaði mig um að bíllinn væri tryggður allstaðar utanvega og jafnvel á leið yfir á … ef hann er utanvegakaskóaður hjá þér þá ættirðu að vera í betri málum… vonandi allavega.
04.01.2007 at 21:45 #573422það gerist af og til að menn eru óheppnir í einhverju íshröngli að klifra uppá einhverja ísskör uppúr á og rífa púða en hef heyrt menn aðallega tala um það að framan minna um rifa í svoleiðis aðstæðum að aftan…
04.01.2007 at 21:32 #573418er einhver hérna búinn að setja loftpúða að aftan í nýjann patrol og er kannski með myndaseríu af því ??? langar soldið að sjá hvernig menn gera þetta…
02.01.2007 at 17:28 #573022og ætli þær milljónir fari ekki örugglega í rekstur á björgunarskipunum sem eru í kringum landið, kæmi mér ekki á óvart og því fé er ábyggilega mjög vel varið í það verkefni og má ríkið þakka fyrir það að björgunarsveitirnar taki að sér svo viðamikið verkefni að reka þessi björgunarskip, aftur á móti er landflotinn örugglega allur rekinn á flugeldasölu og fé frá annari sjálfboðavinnu.
Langar líka að benda á það að til dæmis í sveitinni sem ég var meðlimur í í mörg ár, sem er sú björgunarsveit sem er næst stödd hálendinu af öllum sveitum á landinu, að við fengum styrk frá landssambandinu á hverju ári sem nam 70 þús en þó rákum við nýjann öflugann 44" bíl , 2 sleða og bát, allt rekið með flugeldasölu og dósasöfnun, næturvöktum á sumrin og öðru sjálfboðastarfi. og þetta gerðum við allt til að geta verið reiðubúnir ef einhver þurfti hjálp…
þannig að þessar 700 milljónir þínar eru eitthvað bull held ég
hafðu það annars bara gott leikarasonur…
Axel Sig…
02.01.2007 at 00:26 #573142enda ekkert ólöglegt við að vita hvar hraðamyndavélar eru staðsettar…
01.01.2007 at 12:28 #572996Bjarki
tölur um vinnustundir koma beint frá Landsbjörgu, formaður landsbjargar setti þessa tölu fram í viðtali í vikunni að mig minnir, þessar auka stundir sem ég skellti inn var bara svona ágiskun miðað við það sem maður þekkir af þessu starfi að þá er því miður aldrei öll útköll skráð á blað…kv. Axel Sig..
31.12.2006 at 16:10 #572982þetta er rétt hjá þér, skráðar vinnustundir eru rúmlega 600þús en ég þekki það nú samt frá minni sveit að menn eru oft að trassa það að skrá niður að fara og draga upp einn og einn bíl uppá heiði þannig að það kæmi mér ekkert á óvart þó að það mætti bæta allavega 100 þús stundum ofaná þetta bara vegna eigin trassaskaps að tilkynna lítil útköll hjá öllum þessum sveitum kringum landið…
30.12.2006 at 00:23 #572904Það er ekki spurning um að við eigum að versla af björgunarsveitunum og varðandi einkaleyfið á sölunni að þá finnst mér það ekki endilega nauðsynlegt að gera það en það ætti aftur á móti að setja strangar reglur um innflutning og meðhöndlun flugelda og sérstaklega passa uppá að gamlir flugeldar séu ekki bara seldir árið eftir, maður hefur séð þannig flugelda frá einkaaðilunum springa í tætlur á jörðu niðri afþví að púðrið hefur verið gamalt og þurrt, það er mikið gæðaeftirlit hjá landsbjörgu þó að vissulega geti einn og einn flugeldur klikkað, en gamlir flugeldar eru ekki seldir, geturðu treyst á það með einkaaðilana… sennilega ekki, þar snýst þetta allt um seðilinn….
27.12.2006 at 22:57 #572726ég keypti minn boostmæli á ebay, hann var þrisvar sinnum ódýrari þar en hjá bílabúð benna því miður… það var AutoMeter mælir, nennti ekki að fara að kaupa eitthvað drasl á sama verði í bílanaust þannig að ég fór ebay leiðina, kostaði um 8 þús minnir mig og sýnir uppí 20 pund
26.12.2006 at 10:46 #572606Já, lenti í svipuðu með minn runner fyrir um ári síðan og fór í það að skipta um allt í kveikjunni, kerti, þræði, lok og hamar og bíllinn gjörbreyttist við það, það var eins og hann væri ekki að ná að sprengja á einum cylinder og var því voðalega máttlaus og lélegur þangað til að hann komst upp á snúning og þá allt í einu stökk cylinderinn inn… svo er líka spurning hvort spíssarnir séu grautdrullugir og nái ekki að sprauta fína úðanum sem þarf ???
15.12.2006 at 22:24 #571660er einmitt með 3.0 patrol, er á leiðinni með hitamælinn en það kemur mér ekki mikið á óvart hvað hann nær að hita sig með 3" púst og tölvukubb, túrbínan blæs nú ekkert smá þannig … allar forsendur til að hita sig…
-
AuthorReplies