Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.04.2007 at 23:27 #588906
Er ekki bara málið að innsetning mynda á síðuna er algerlega ömurleg, ég nenni ekki að setja myndir hérna inn, get bara sett eina inn í einu og þarf svo að skrifa skýringar og allan fjandann … finnst þetta hrikalegt kerfi, þyrfti að vera hægt að hlaða inn 10 myndum í einu og skrifa skýringu undir hverja og eina um leið og hlaðið er inn… þá myndi þetta sennilega lagast…
13.04.2007 at 23:50 #588206Sæmi Kálfur er með 540 í cj5inum sínum… og það er sá almkraftmesti bíll sem ég hef setið í… rosaleg vél…
07.04.2007 at 12:54 #549038Við fengum eitt sinn gefins Magellan tæki í björgunarsveitina sem ég er í og var það flottasta tækið frá magellan á þeim tíma, um 6 ár síðan, var með íslandskorti og alles, skemmst frá því að segja að tækið var notað í einn túr og því svo lagt, við höfðum reynslu af Garmin og notum þau tæki eingöngu núna og sjálfur er ég á mínu þriðja garmin tæki, ekki það að hin tvö hafi bilað, hreint ekki, fyrsta Garmin tækið fékk ég fyrir 11 árum síðan og var það garmin gps 128 og er enn í gangi, hitt var gpsmap 162 og virkar fínt líka en fór í að fá mér litaskjá og fór í 176c og er ánægður. nokkrir þúsundkallar skipta litlu máli þegar þú þarft að treysta á áreiðanleika tækisins, það gátum við ekki með magellan, uppfærslan hrikalega hæg og tækið leiddi okkur í ógöngur, þurftum á endanum að fylgja öðrum bílaflota sem var með tæki í lagi… Garmin
06.04.2007 at 15:58 #587348Það munar ekki um fróðleikinn sem vellur út úr þér… maður hefur bara sjaldan séð annað eins…
05.04.2007 at 23:01 #587320ekkert mál að fara á langjökul, smá krapi á leiðinni á afleggjaranum uppað skála en jökullinn er grjótharður en frekar öldóttur, hægt að keyra þarna um á fólksbíl ef hann kæmist í uppað jökli. 33" færi
28.03.2007 at 20:46 #586326Ótrúlegt væl sem hægt er að lesa á síðunni þessa daga, 100 km hraði … taka bílinn, á hvaða lyfjum ertu drengur??? það er bara akkúrat ekkert að því að aka á 100 þar sem hámarkshraði er 90, lögreglan nennir ekki einu sinni að stöðva mann til að gefa sektina þetta er svo lítilvægt… en að aka á 100 þar sem hámarkshraði er 50 eða 30 það er allt annar handleggur. Ég tel helst að MHN hafi verið í sopanum þegar hann byrjaði þennan þráð og ekki haft hugmynd um hvað hann var að skrifa. Það er mikill munur á hraðakstri og ofsaakstri.. ég mundi alveg fallast á þá skilgreiningu að 100 kmh væri hraðakstur … ég meina maður er að keyra hratt á 100 þó það sé ekkert að því, en ofsaaksturinn er væntanlega að vera á 130- ??? á sæbrautinni að spyrna… svoleiðis akstri er ég algjörlega á móti, menn verða að gera smá greinarmun, þeir sem ekki gera það og vilja halda áfram að væla um 100 kmh geta þá vonandi gert það inná barnaland.is eða femin.is eða álíka síðum.
eigið gott kvöld
Axel Sig…
23.03.2007 at 19:15 #585858var að skoða í stillingu mjög lítil nett og ódýr ljós, fannst þau lúkka betur en hjá bílanaustinu, og ódýrari, voru á tæpann 4000 minnir mig…
19.03.2007 at 18:06 #585116Mæli ekki með neinu nema orginal í þessum efnum í patrol, nota allavega ekkert nema orginal sjálfur sem snýr að bremsum, kúplingu, hjólalegum og öðru sem slitnar… Það er dýrara en endist að mínu viti betur.
16.03.2007 at 18:13 #584704það er heldur ekki lagt mat á hvort hálendið sem slíkt skaðist, það er ekki gert ráð fyrir gjaldtöku af landinu sem fer undir vegstæðið… vantar margt í þetta, hann nefnir sem dæmi ef að vegur yrði lagður í gegnum dimmuborgir að þá teldist það óhagkvæmt vegna sjónmengunar og öðru slíku… En sjálfur sé ég jafn mikið eftir þessu landi undir hraðbraut og ég mundi sjá eftir landinu í dimmuborgum undir hraðbraut.
16.03.2007 at 17:49 #584700Menn benda á að skýrslan sé á ábyrgð þess eina manns sem hana gerði frá RHA, það er náttúrulega ekki rétt, skýrslan er á ábyrgð RHA því þar vinnur þessi ágæti maður og þaðan fær hann borgað, RHA heyrir undir HA og því er ekkert að því að bendla hann við málið einnig. Hvort þessi maður sem hafi gert skýrsluna sé hinn fínasti tappi eins og Erlingur vill meina kemur málinu akkúrat ekkert við, málið snýst um hvort skýrslan sé vel unnin og með góðann bakgrunn til að styðjast við, það sýnist mér að hún sé ekki, persónulega þykir mér hún vera afar illa unnin og í mörgum tilfellum er einungis um ágiskanir að ræða þegar teknar eru saman tölur um hitt og þetta, kílómetrastyttingar eru ekki einu sinni réttar. Þegar svona illa gerð skýrsla kemur frá jafn virtri stofnun og HA eða RHA fyrir þá viðkvæmu að þá hlýtur það að kasta rýrð á viðkomandi stofnun og mér þykir slæmt að vita til þess að stofnun sem þessi skuli leggja nafn sitt við skýrsluna. Ef allar rannsóknir og skýrslur sem RHA eða HA vinna eru jafn illa gerðar að þá er spurning um að leggja batterýið niður og láta kennslu frá skólanum nægja og láta aðrar stofnanir um skýrslugerðir, ég er allavega ekki sáttur við að mínir skattpeningar fari í svona rannsóknarvinnu.
Góðar stundir.
15.03.2007 at 21:21 #584654Þetta er ekkert smá þunnur og einhliða málstaður hjá háskólanum á akureyri og greinilegt að þar á bæ hefur mönnum verið skipað að búa til fallega skýrslu ekki sanna skýrslu… alveg ótrúlegt hvað menn gefa sér mikið í þessari skýrslu…
Niður með Norðurveg.
15.03.2007 at 18:32 #584646við hverju býstu… bíllinn er nú ekkert gefins í grunninn…. maður er orðinn vanur þessum verðum, drifloka 67þús… felguboltar og rær, þarft hreinlega að myrða einhvern til að eiga efni á því…
15.03.2007 at 16:02 #584642skiptu um strekkjarann líka ekki spurning, það eru tveir boltar sem halda strekkjaranum, þetta er svona einskonar dempari… og það er ásoðin ró á strekkjaranum þannig að þegar þú ert búinn að ná þér í nýjann þá festirðu neðri boltann, setur svo topp og átaksskaft á ásoðnu róna og tekur á strekkjaranum þangað til að þú kemur hinum boltanum í… þannig gerði ég þetta allavega, gætir þurft að rífa vatnskassahlífar frá´til að fá vinnupláss í húddinu….
13.03.2007 at 23:46 #584136var að tala í NMT í fínu sambandi bæði úr NMT Storno bílasíma og NMT Maxon handsíma af Grímsfjalli um helgina, datt stundum alveg út sambandið en þar inn á milli voru skilyrðin eins og að tala í GSM, spurning hvort maður hafi ekki verið að tala í gegnum Vatnsfell og þessi ísing á loftnetinu verið að stríða manni af og til, annars bara flott…
13.03.2007 at 18:53 #584454rás 45 er bein rás… held að það væri betra að hafa sameiginlega neyðarrás á endurvörpum.
05.03.2007 at 22:29 #583382túrbó ehf … uppá höfða
03.03.2007 at 19:04 #583228Menn segja þetta vera mjög góð keyrsludekk, en svarið við hvort þetta séu góð dekk er væntanlega, góð fyrir hvað??? malbikskeyrslu, snjókeyrslu, úrhleypingar… ???
03.03.2007 at 19:03 #583226Menn segja þetta vera mjög góð keyrsludekk, en svarið við hvort þetta séu góð dekk er væntanlega, góð fyrir hvað??? malbikskeyrslu, snjókeyrslu, úrhleypingar…
03.03.2007 at 19:03 #583224Menn segja þetta vera mjög góð keyrsludekk, en svarið við hvort þetta séu góð dekk er væntanlega, góð fyrir hvað??? malbikskeyrslu, snjókeyrslu, úrhleypingar…
02.03.2007 at 21:40 #583052það er nú aldeilis glæsilegt jón, ég verð þá bara í sambandi við þig í vikunni fyrir ferð og fæ að sækja þetta til þín og hér með gröfum við þennan þráð þannig að hlynur sjái vonandi sem minnst af honum…
-
AuthorReplies