Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.07.2007 at 09:48 #593748
hefði sett hann fyrir túrbínu ef ég hefði ekki þurft að rífa hálfa vélina uppúr til að komast að henni… en mælirinn er cirka 5cm eftir túrbínu og það dugar mér alveg, ég geri alltaf ráð fyrir þessum 150 auka gráðum og þá er þetta í góðu lagi
21.07.2007 at 22:20 #593726þetta snýst líka um það hvað bíllinn ræður við, dick cepek dekkin eru sennilega léttustu 44" dekkin og því nokkurnveginn einu dekkin sem koma til greina undir bíla sem eru um 2,6 tonn af því að flestir bílar sem vigta 2,6 tonn hafa ekki mikið fleiri hross en 150 og ráða því illa við ground hawg eða bogger… eða önnur þyngri dekk… mundi allavega ekki vilja þyngri dekk undir minn… en það er hægt að ræða önnur dekk að mínu mati undir stærri kraftmeiri og þyngri bíla…
21.07.2007 at 20:21 #593738Patrolinn hjá mér er að fara hæst í um 560 gráður eftir túrbínu…
Ég setti inn myndir úr bílnum hjá mér hvernig ég gekk frá Boost mælinum og afgashitamælinum og því öllu, endilega að kíkja og sjá hvort þessi frágangur sé eitthvað sem hentar ykkur… myndirnar eru í myndasafninu mínu undir heitinu "græjur í Patrol"
12.07.2007 at 17:42 #593512Þetta er ekki falleg frásögn og vona ég að það séu ekki mörg dæmi um svona verknað. Sjálfur lenti ég einu sinni í því að búið var til nýtt tún úti í móa þar sem ég var í sveit og var nýja túnið inní stóru kríuvarpi og í heilann dag var ég í því að hlaupa út úr traktornum til að færa til hreiður og egg út úr túninu, ekki það að ég eigi von á því að kríurnar hafi fundið eggin aftur en eftir þennan dag var mér bannað að færa eggin, ég ætti bara að keyra yfir þau, þetta tæki of mikinn tíma, nú ég hlýddi auðvitað en maður er nú ekki stærri kall en það að mér leið alveg hreint hræðilega með þetta, fleiri hundruð egg og ungar sem ekki var bjargað… en svona eru sveitastörfin…
07.07.2007 at 22:00 #593188ég hef verið að keyra á mínum allt niður í 1 pund en yfirleitt ekki neðar en 1,5 og það dugar yfirleitt alltaf… sammála með 3 pundin þau gera ekkert alltof mikið fyrir mann í þungu færi … það þarf að fara neðar…
21.06.2007 at 23:40 #592682burðurinn í grindinni er víst skúffan sjálf, það sem er soðið á hana er víst bara hlíf…
18.06.2007 at 13:09 #592594Ísfell er greinilega málið og ég kem með að kíkja á þá, engin hætta á því að ég kaupi mér bensínstöðvarspotta, ég var með mjög öflugann alvöru spotta sem ég keypti fyrir mörgum árum í hampiðjunni en nú er hann bara orðinn sundurfúinn og ónýtur og kominn tími á að endurnýja.
17.06.2007 at 23:47 #200437Hvað segiði, hvar er best að versla góða kaðla, bæði teygju og ekki teygjuspotta, hvar er besta verðið og þar frameftir… ég rústaði spottanum mínum í síðustu ferð og þarf að fara að endurnýja…
17.06.2007 at 22:01 #592576Já já … ég er alveg viss um að þau voru á 4×4 rásum enda er ég ekki með neinar aðrar rásir á minni stöð, ég held barasta að flestir 4×4 meðlimir séu ekkert að nota rásir ferðafélagsins og því sé þetta einhliða ávinningur ferðafélagsins að komast inn í okkar endurvarpa, það mætti vel hugsa sér að halda þessu samstarfi áfram frá mínu sjónarhorni ef að við 4×4 meðlimir fengjum afslátt af skálagjöldum hjá ferðafélaginu í staðinn, en eins og staðan er núna að þá sé ég okkur ekki græða neitt á þessu, það hækkar bara í pirringarskalanum hjá mér að heyra í einhverjum skálavörðum inní emstrum og inní álftavatni kallandi inní þórsmörk stöðugt…
17.06.2007 at 19:32 #200436Hvernig var það aftur, samstarfssamningurinn á milli 4×4 og ferðfélagsins, þau fá að nota rásirnar okkar og hvað fáum við í staðinn??? Var inní þórsmörk um helgina og það stoppaði ekki bullið á milli skálavarða inná fjallabaksleið á okkar rásum en ég þekki ekki til að ég fái einhver fríðindi á móti frá ferðafélaginu… er eitthvað sem ég er að fara á mis við???
15.06.2007 at 16:46 #592508nákvæmlega… kemur stóri bíllinn með 6cyl bensínvél ??? held ekki… skemmtilegt komment samt
15.06.2007 at 16:43 #592328Get upplýst menn um það að ég gat hvergi fengið þessar fóðringar í skástífuna/þverstífuna á patrolnum mínum nema í Stál og stönsum, ekki til hjá Benna, ekki til í bílanaust, ekki til í AB varahlutum og það eina sem ég gat fengið hjá IH var ný öll stífan á 25000 kall… fékk fóðringarnar á 4500 í stál og stönsum
14.06.2007 at 23:18 #592512Það er betra að koma við í byrjun brúarárskarða og rölta þar aðeins inneftir… mjög fallegt um að litast.
10.06.2007 at 23:17 #200410Þannig er mál með vexti að ég á eitt stykki patrol 2000 módel með 3.0 vél, en fóðringar í skástífu á framhásingu eru lélegar og ég fæ þær upplýsingar hjá IH að þeir fái ekki fóðringarnar sér, selji bara nýja stífu… get ég fengið fóðringar í þetta einhversstaðar annarsstaðar???
12.05.2007 at 00:11 #590868þú ert nú eitthvað ruglaður ef þú heldur að sjónmengun í langasjó verði 0,1% við það að veita skaftánni í hann… þetta er ekki neitt betra en að byggja upphækkaða vegi inná hálendi, ef að torfærur eru það eina sem þú sækir í uppá hálendi finndu þér þá einhverjar gryfjur til að leika þér í í staðinn. Við hinir viljum flestir fallegt útsýni í leiðinni…
11.05.2007 at 19:54 #590864Það er hætt við því að einhverjir okkar gerist hryðjuverkamenn ef að þessi áform um að veita skaftá í langasjó verða að veruleika… aumingja verktakinn sem tekur þetta að sér…
04.05.2007 at 23:43 #590358er þetta ekki bara herpihólkur…
02.05.2007 at 15:25 #589992styð hækkun gjaldsins og finnst sniðug hugmynd með rautt gult og grænt eða hvað það nú var. flott að geta sett eina upphæð og fá fría gistingu í skálum félagsins, en þá yrði líka að koma í veg fyrir það sem menn stunda núna að gista og borga ekki…
01.05.2007 at 23:04 #590094Jæja Maggi, eftir að hafa horft á V8 Videoin að þá er það ákveðið… fer til ameríkuhrepps í haust og næ í einn Willys með V8 og þú hannar svo fjöðrun undir hann þá getum við sprautað saman á einhverja jökla…
Kv. Axel Sig…
29.04.2007 at 18:48 #589690er ekki bara lélegur mínus póll í boddíinu hjá þér ??? athugaðu hvort leiðslan frá mínuspólnum útí boddí sé laus eða tærð…
-
AuthorReplies