Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.01.2008 at 23:27 #610718
Ég mæti…
.
Kv. Axel Sig…
17.01.2008 at 00:04 #610158Bíddu nú við, nú er ég aðeins ringlaður, þú segir að það eigi að senda á felagtal@f4x4.is en í forsíðufréttinni er talað um að senda á felagatalf4x4@gmail.com … á hvað á ég að senda ?? ég er búinn að senda á gmail adressuna er það vitlaust ???
13.01.2008 at 22:33 #610054finnst þetta fínt hjá þér, nokkrir sem ættu skilið thule í heyrst hefur dálknum…
09.01.2008 at 19:24 #609780það getur verið að relay hætti að gefa í gegnum sig eftir ákveðna notkun eða yfirálag vegna brunna snerta og ef að snertur fara að brenna að þá myndast hiti vegna sambandsleysis. Annars er best að mæla bara út af reylayinu hvort það gefi í gegnum sig, annars er líka eðlilegt að relay sé volgt vegna þess að þegar spólan í relayinu er inni að þá hitnar hún bara við að halda snertunni inni. best að mæla út af því…
26.12.2007 at 14:13 #607724verst að OME upphækkunargormar kosta það sama og klossarnir… hefðir átt að óska þér gorma…
24.12.2007 at 00:51 #607604Bíllinn er kominn á gorma allan hringinn í kringum 1990 og gömlu túrbólausu vélarnar semsagt 3,3 eru mjög traustar en vinna ekki drullu þannig að þú skalt gleyma því að mínu mati, þær vélar fóru ekkert að gera af viti fyrr en komin var túrbína og cooler á þær en gott ef það er ekki bara líka 1990 sem 2,8 vélin kom með túrbínu og það er í raun sami bíllinn fram til 1998 með lítilsháttar breytingum. Fyrsta módelið af nýja boddíinu er ekki spes að mínu mati því að þeir tóku annan rafgeyminn úr bílnum og gott ef ekki að þeir tóku læsinguna úr honum líka, þetta var komið í 1999 módelinu aftur held ég enda ekki nóg að hafa einn geymi í bílnum.
23.12.2007 at 16:31 #607596Ég verð nú að segja eins og er að þá finnst mér eyðslutölurnar hjá sumum hér frekar háar, gamli patrolinn minn var solid í 14,3 lítrum hvort sem keyrt var innanbæjar eða á langkeyrslu og það var 38" bíll. Í sumar mældi ég nýja patrolinn á 44" á um 1000 km leið sem ég fór í sumar bæði þjóðvegaakstur en einnig var ekið fjallabak nyrðra, farið inn með langasjó og uppá breiðbak og fleira og sá bíll var með rétt undir 15 á þessa 1000 km… þá var ég nýbúinn að skipta um loftflæðiskynjara og batnað aflið og eyðslan gríðarlega við það.
kv. Axel Sig…
23.12.2007 at 01:17 #607580Sælir.
Ég er með Patrol 2000 módel á 44" með 3.0 vél og hef áður átt 1990 módel á 38" með 2,8 vél. Ég er sammála mönnum hér að ofan að kramið í Patrolnum er mjög solid og bilar lítið, sterkar hásingar, sterk drif, og svo framvegis. Framhjólalegurnar hafa eitthvað verið að stríða mönnum, reyndar hef ég ekki lent í vandræðum með þær en ég tek þær reyndar og smyr þær upp með ákveðnu millibili. Drifgetan á nýja boddíinu á 38" mætti vera meira en menn komast nú yfirleitt allt sem þeir vilja með lagni, á 44" er lítið sem stoppar þessa bíla. Þá er komið að vélunum, 2.8 lítra vélin er svosem í lagi í gamla boddýinu með intercooler og 3 raða vatnskassa, ég var hrifinn af henni, en ég er ekki sammála að hún sé að gera góða hluti í nýja boddíinu, mér finnst vélin hreinlega ekki ráða við bílinn, ég prófaði marga bíla þegar ég keypti minn og tók þá ákvörðun um að 3.0 væri betri kostur, mun meira afl og mun betra tog í þeirri vél, sjálfskiptinuna get ég ekkert sagt til um því ég á beinskiptann og líkar vel. Og þá kemur að því hvað þarf að gera til að halda vélinni í lagi??? ég persónulega er með afgashitamæli og boostmæli á túrbínunni og fylgist því alltaf mjög vel með því að ég sé ekki að nauðga vélinni á nokkurn hátt, passa að ef vélin er að fara í háar tölur vegna áreynslu að þá reyni ég að halda þeim tíma sem fer í áreynsluna í sem skemmstan tíma og þetta er að virka mjög vel hjá mér hingað til. Afgashitamælirinn kostaði mig um 15000 kall og boostmælirinn kostaði um 10000 kall, smá möndl að setja þetta í en þó ekkert til að tala um. Svo er náttúrulega að nota alvöru olíu á vélina og ekki vera hræddur við að skipta um hana… ég skipti á 5 – 6000 km fresti, menn segja mig ruglaðann að nota olíuna ekki lengur en ég trúi því að vélin endist lengur með nýrri og betri olíu og set það því ekki fyrir mig að skipta oft um olíu og síu.
Að endingu að þá langar mig að segja við þá sem munu koma með skítakomment um að svona hluti þurfi ekki að hugsa um í toyotu og að nissan sé drasl. Hringið frekar í mömmu ykkar og spjallið um þetta við hana, það er ekki verið að ræða toyotu í þessum þræði. 😉Kveðja Axel Sig…
17.12.2007 at 22:53 #607098Já sæll JHG, nenni ekki einu sinni að ræða kostnað og annað varðandi 2+1 eða 2+2 en ræðum það að 2+1 eigi að vera mikið meira en nóg næstu 30 – 35 árin. SÆLL. Fórst þú aldrei yfir á suðurlandið frá Reykjavík um helgar síðasta sumar??? þegar ég var lengst á milli þá var ég um tvo klukkutíma yfir á selfoss, umferðin var svo mikil. Ég ætla nú ekki að fara að fullyrða að ég hefði verið helmingi fljótari með 2+2 vegi en ég efast samt ekki um mikinn tímasparnað. ég veit að það er bara á hluta leiðarinnar sem við höfum 2+1 veg þarna austureftir en það er samt töluvert stór hluti og ekki gat ég séð annað en að það skapaðist mikið öngþveiti einmitt við þrengingarnar. Ég kýs 2+2 alltaf framyfir 2+1, ég er kominn með leið á umferðarmannvirkjum á íslandi sem eru gerð fyrir milljarða og duga í 3ár og þá eru þau sprungin.
kv. Axel Sig…
16.12.2007 at 20:11 #606806jámms, það má vera að þetta sé rétt, ég hef sennilega misskilið eitthvað þarna og það er rétt ég passa bílinn minn mjög vel, kominn með afgashitamæli og þjöppumæli þannig að ég veit hvað hún er að gera, það margborgar sig, en hitamælirinn hjá mér stígur ekkert við að fara upp kambana og gerði það ekki heldur á gamla patrolnum mínum. Og málið er að eðlileg staða á Patrol er rétt fyrir neðan miðju, ekki 1/3.
kv. Axel Sig…
16.12.2007 at 20:06 #606890Það er klárlega rétt hjá Benna að Tetra er ekki hannað sem símkerfi og það er sennilega líka rétt að ef björgunarsveitir væru í útkalli og mikið álag væri á sendum að þá myndum við sennilega verða klipptir út úr netinu en þó sennilega ekki fyrr en að menn væru búnir að fullvissa sig um að viðkomandi sem leitin stæði að væri ekki með Tetra stöð, ef viðkomandi væri með tetra stöð að þá er klárlega kostur að vera með stöð. Án þess að vita nákvæmlega hversu mikið álag sendarnir þola að þá tel ég mjög ólíklegt að það myndi gerast oft að við værum klipptir út úr netinu, Tetra kerfið er í mikilli notkun á höfuðborgarsvæðinu af viðbragðsaðilum þar og virðist ganga mjög vel. Ég hef hringt úr tetra stöðinni minni með einungis eitt strik á sambandsskalanum (eitt af fimm) þannig að mér sýnist það ganga nokkuð vel að halda sambandi. Málið er að það er enginn að reyna að troða Tetra kerfinu inn á okkur jeppamenn en ég tel að þetta sé mjög fín lausn á meðan ekkert annað er að gerast í þessum málum. Ég þekki ekki mikið inná gervihnattasíma en hitti björgunarsveitarmenn inná sprengisandi fyrir 2 árum síðan sem töluðu um að síminn dytti úr sambandi um leið og þeir færu á bakvið skuggann á fjöllum og hólum í nágrenninu þannig að þar á bæ getur víst líka allt klikkað, mér er alveg sama ég fæ mér sennilega samt gervihnattasíma. Málið er að það er engin pottþétt lausn í gangi, langt því frá en maður er bara að fá sér þann búnað sem maður telur sig vera sem öruggastan með. Ég treysti Tetra hundrað sinnum betur en NMT en ætla samt ekki að taka NMT símann úr bílnum fyrr en rekstri á því kerfi verður hætt. Mér finnst bara svo ólíklegt að síminn fari af stað með þetta CDMA kerfi vegna þess að nú þegar eru allir bátaeigendur að hafa samskipti á talstöðvum og gervihnattasíma þannig að forsendur fyrir kerfinu eru farnar, ríkið er að styrkja uppbyggingu á GSM kerfinu á afskekktum svæðum á Íslandi og Tetra kerfið er komið upp á hálendinu. Held að þeir sjái ekki hag í því að setja upp kerfið og því held ég að það verði aldrei sett upp, en ef það kemur að þá fæ ég mér sennilega líka CDMA síma.
Ég er græjufíkill.
Semsagt þegar allt kemur til alls að þá skil ég hvað þú ert að segja Benni og margt af því er rétt en mér finnst þú bara einblína á svörtu punktana í Tetra kerfinu, vilt ekki sjá ljósið. Tetra er að virka.
Kv. Axel Sig…
16.12.2007 at 17:01 #606876Segi eins og sumir, Benni Sæll, ég var í þessum töluðu orðum að tala við félaga minn sem vinnur hjá Tetra og spurði hann út í þetta og það er víst hægt að nota stöðina sem síma á meðan þú ert í sambandi við sendi.
segi svo eins og annar.
Góðar stundirsmá breyting,
svo er annað mál hvort æskilegt sé að nota stöðina sem síma, persónulega nota ég nmt símann og tetra stöðina einungis til að láta vita af mér ekki til að rabba um daginn og veginn, ég á ábyggilega líka eftir að fá mér gervihnattasíma en nenni ekki að bíða eftir CDMA.
16.12.2007 at 16:53 #607034sennilega rétt hjá þér, en manni finnst nú að margir aðrir vegir hefðu mátt vera á undan að fá vegabætur…
16.12.2007 at 16:50 #606802er að pæla í því sem mmc er að segja og er ekki sammála honum að þetta sé gott mál því að við viljum sem minnstar hitabreytingar í vélinni hjá okkur, viljum að hún hitni og haldist í sama hitastigi, annars er enginn tilgangur með vatnslásnum, er þetta ekki bara gallaður lás hjá þér??
16.12.2007 at 16:46 #607030en veistu ástæðu þess að menn eru að eyða háum fjárhæðum í þennan vegkafla?? finnst þetta óþarfar vegabætur, þetta er svo mikil framkvæmd. eru einhverjir hagsmunir þarna í gangi?
16.12.2007 at 16:07 #606868og rólegur á hástöfunum… muna að anda…
16.12.2007 at 16:06 #606866Tetra virkar alltaf sem sími á meðan þú ert í sambandi við sendi.
12.12.2007 at 00:04 #605032Ég er með TETRA og er stoltur af því….
hi hi hi, nenni eiginlega ekki að segja meira um þessa umræðu en verð að segja að ég hef hreinlega hlegið að sumum kommentunum hérna svo vitlaus eru þau. fáfræðin er algjör í sumum og staðreyndarvillurnar líka.
06.12.2007 at 23:25 #605772ok verð í bandi.
kv Axel Sig…
06.12.2007 at 22:24 #604964held að þetta sé rétt hjá einhverjum hérna að ofan að sendistyrkur stöðvanna skiptir engu máli upp að 3W allt upp fyrir það er víst sóun þar sem að kerfið leyfir ekki hærri sendingu en 3W, að sögn félaga míns sem vinnur hjá tetra eru handstöðvarnar frekar slakar á hálendinu en bílstöð nær út um allt, og þó að það breyti einhverju að vera með handstöð í dock að þá held ég að hún komi aldrei til með að vera jafn öflug og bílstöð með tveggja spólu neti á toppnum.
-
AuthorReplies