Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2008 at 16:18 #612444
Afsakið félagar, en stundum fæ ég heilu geðveikisköstin yfir því að menn séu ekki ennþá búnir að læra nafnið á "vörðunni" … staðurinn heitir Bragabót.
30.01.2008 at 20:33 #611640bíddu, ef björgunarsveitin er á fjöllum… hver á þá að bjarga ykkur, þið komist bara sennilega ekki heim… jæja það er best að ég sé á vaktinni… 😉
30.01.2008 at 17:29 #612170því miður þekki ég ekkert með þessa vél hjá þér ólafur sem getur komið niður eyðslunni hjá þér en kraftinn þarftu nú varla að auka
en að öðru máli varðandi framtíðarvélar í stóru bílana hjá ford að þá er ég með nokkuð solid upplýsingar um að þeir ætli að hanna og framleiða vélar í þá sjálfir, það er allavega stefnan í augnablikinu en þetta getur allt breyst… en það er vonandi að það verði bara evrópudísilvél en ekki þetta ameríska dót.
30.01.2008 at 12:18 #612164Þarna verð ég að vera á móti þér… ég hef hvergi lesið neitt annað en að 6.4 l vélin sé Navistar/International vél framleidd fyrir Ford… ef þú finnur heimildir um annað þá er ég tilbúinn að skoða það en þangað til að þá er þetta International vél. Það skiptir engu máli þó hún sé stimpluð ford, hún er samt hönnuð af Navistar/International. bendi hérna á eina grein af … skrilljón sem segja þetta rétt
http://www.autoblog.com/2007/02/26/aw-s … s-power-s/
kv. Axel Sig…
29.01.2008 at 22:58 #612158Spurning um að nota þennan link hérna http://youtube.com/watch?v=321LwkM7i90
og hafa svo vangaveltur um hvort þú viljir aftengja uppkeyrsluprogrammið í vélinni eða ekki … Þetta eru því miður meingallaðar vélar og Ford er búið að rifta samningnum við International og búnir að fara í mál við þá fyrir að hanna og framleiða meingallaðar vélar fyrir þá…
með von um að þetta komi ekki fyrir hjá þér
kv. Axel Sig…
29.01.2008 at 12:38 #611800já það var leitt að bandvíddin er búin á síðunni, þetta er reyndar ekki frí síða heldur borga ég 10 dollara á mánuði fyri hýsinguna og þá er hægt að downloada 20GB af síðunni mánaðarlega en það dugir bara ekki til, greinilega margir sem vilja sjá video… spurning hvort vefnefnd ætti að setja upp smá gagnahýsingu fyrir hvern meðlim til að vista svona video??? en ef menn lenda í vandræðum er ábyggilega best að nota vlc player hann spilar allt, googliði bara vlc player og þá fáið þig upp síðuna með honum. svo er líka bara best að hægrismella á linkana og nota save as og þá vistast videoið náttúrulega niður á tölvuna hjá ykkur og þá getið þið horft aftur og aftur og aftur og aftur … hi hi hi.
kv. Axel Sig…
28.01.2008 at 23:07 #611790Nei það var hann Gísli sem var fyrstur nánast alla leið innúr og ég var held ég mest númer tvö í röðinni og benni var mest þriðji en stundum var benni fyrir framan mig, fordinn var nú ekki alveg svo öflugur að hann tæki ófærðina með kerruna aftaní þó hann sé vissulega mjög öflugur. Það setti nú smá bros á mig að fá þann heiður að spila fordinn upp við setrið eftir að benni hafði verið að leika sér, þar klúðraði hann málunum aðeins en þetta var nú meira svona leikfesta heldur en eitthvað annað… og það sama má segja um festuna hjá gísla… bara staðinn flatur út í fokskafl… en svakalega skemmtileg ferð í alla staði. þetta hefur vonandi verið ágætis video, ég henti þessu saman í gær og nennti ekki einu sinni að horfa á það til að fara yfir það.
27.01.2008 at 23:42 #611786Uppfærsla… búinn að setja videobút inn á síðuna hjá mér…
ps. djöfull er ég að einoka þennan þráð… síðustu þrjár færslur, geri aðrir betur…
kv. Axel Sig…
27.01.2008 at 20:08 #611926það er alveg líklegt að þú fáir högg ef þú lyftir honum of mikið, þá getur skaftið verið að bankast í jókann eða krossar að bankast saman, það er ekki tvöfaldur liður í þessum sköftum nema að ofan og því þolir neðri hlutinn ekki nema ákveðna beygju…
27.01.2008 at 15:38 #611784búinn að henda inn nokkrum myndum á síðuna hjá mér http://www.jeeps.page.tl og reyni að setja inn videoið í kvöld, ef ég kemst einhverntímann yfir þessa helv hellisheiði og kemst í tölvuna heima.
27.01.2008 at 13:37 #611782hún er held ég um 700 kíló, en við notuðum talíu og spil til að hjálpa henni inn, ég er með video af þessu sem ég er að reyna að troða saman, læt ykkur vita þegar það er til…
23.01.2008 at 20:07 #609534Með þessum orðum þínum ertu náttúrulega að rakka menn niður, kannski án þess að fatta það. En það er eins og margir hafa sagt að það er án efa betra að bjóða fram hjálp heldur en að kvarta eilíft, mundu að þetta er sjálfboðastarf sem er hér í gangi. Þessi blessaða ljósavél kemst ábyggilega á áfangastað áður en langt um líður. BROSTU…
23.01.2008 at 16:20 #609530Ég er alveg til í að hjálpa við að koma vélinni uppeftir ef þess er þörf… bara láta vita ef hjálpar er þörf, endilega hendiði inn tímasetningu sem er hugsuð í þetta og ég skal athuga hvort ég sé ekki laus… nema það sé ekki þörf ??? allavega látið bara vita.
23.01.2008 at 00:04 #610770Já sammála, þetta var alveg frábært, mjög gott að komast aðeins inní þetta og sjá alla möguleikana sem eru í gangi með þessi forrit, núna sé ég ástæðu til að setja tölvuna í bílinn, hafði enga ástæðu áður. Takk fyrir mig.
Axel Sig…
22.01.2008 at 00:12 #610336f4x4 … í blíðu og stríðu…
21.01.2008 at 00:11 #611048Held að Arctic trucks hafi haldið ýmis námskeið í svona málum.
20.01.2008 at 20:44 #610876Þannig að það mætti segja að miðjuferðin hafi ekki alveg heppnast og að jafnvel verði farin önnur??? átti ekki að vera einhver athöfn þarna eða ???
20.01.2008 at 00:52 #610956Var að koma inn úr dyrunum, fór kl 9 í morgun frá mosó að þingvöllum þar upp úr meyjarsætinu, inn fyrir sandkluftavatn og áleiðis að Skjaldbreið, Færið er mjög mjög erfitt og þyngist gríðarlega þegar innar dregur, ég er búinn að vera að heyra í bílum í allan dag sem eru búnir að vera að snúa við út um allt. Það er gjörsamlega allt á kafi og snjórinn þjappast illa undir bílana og allstaðar leynast grjót undir öllu, beygluðum tvær felgur og skemmdum eitt dekk á þessari leið. Það var ekki nokkur leið fyrir 38" bíla að gera sér ný för þarna innfrá en þeir gátu leikandi keyrt í förum eftir 44", annars eru örugglega þónokkur för sem þið getið fylgt í þarna innfrá, það voru þónokkrir að reyna sig þarna í dag.
18.01.2008 at 23:58 #610790Þú ert með réttan loka, númer 1 fer inná dælu eða loftkút, og númer 2 fer inná læsingar. tengir ekkert inná jörðina en tengir mínuspólinn inn á annan af hinum tengipunktunum og svo tengirðu 12v + í gegnum rofa inn á hinn tengipunktinn. Loftrofinn virkar þannig að þegar þú gefur honum straum þegar þú kveikir á rofanum að þá opnar hann á milli 1 0g 2 , en þegar þú slekkur á rofanum þá opnarðu frá 2 og uppúr loftlokanum, það er nota bene ekki fyrir mæli heldur til að hleypa loftinu af læsingunni þegar hún á ekki að vera í notkun…
.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
Axel Sig…
18.01.2008 at 23:36 #610696Nú held ég að allir hér ættu að draga djúpt andann og telja uppá tíu áður en lengra er haldið, mér hreinlega líst ekki nógu vel á framhaldið… Allt tal um yfirtökur og annað er óábyrgur málflutningur og hljómar helst sem hótun ef eitthvað er.
.
Róleg öll sömul
Ferðakveðja Axel Sig…
-
AuthorReplies