You are here: Home / Björgvin Pétursson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
hef nú ekki ennþá komist til Jóa sökum anna en setti spíssa hreinsiefni í eldsneytið og hann er orðinn töluvert betri… finn reyndar að túrbínan kemur doldið seint inn ekki fyrr en í 2500 snúningum væri fínt að fá hana fyrr inn til að fá meira spark strax í upptakinu….
Hann er alger draumur í langkeyrslu fór til Keflavíkur um helgina… hann er mjög slappur við að ná upp hraða en þegar hann er kominn á keyrslu líður hann áfram eins og töfrateppi …. Þarf samt að festa HELLING af plastinu á honum því það víbrar allt og skelfur þegar hann er í neutral eða park og glymur í lausu plastinu hehehe….
Hvað ætti eyðsla á 7 manna pajero 2.8 tdi árg 1999 33" breyttur að vera á 100km ?
æðislegur þráður by the way…
kveðja
takk kærlega fyrir góð svör… held ég taki boði Jóa og kíkji á hann í næstu viku þegar ég er kominn í frí og læt hann kíkja á þetta hjá mér Æðislegt að fá svona viðbrögð
Hann er ekkert að reykja eða með einhverja skítalykt eða pústa mikið…
Vonandi að eitthvað komi úr þessu annað en að hann sé bara svona máttlaus hahahaha
Kvöldið/daginn
Ég var að fjárfesta í Pajero 2.8 TDi árg 1999 33″ breyttum. Hann er ekinn 253 þús km. Það er góð smurbók með honum og virðist hafa farið í allt venjubundið viðhald. Mér finnst hann samt grautmáttlaus, veit að þetta er engin spyrnukerra en samt er hann máttlaus.
Ekkert sem virðist vera bilað og engin aukahljóð sem heyrast… Það er nýlegt púst undir bílnum, ég er enginn vélamaður en þeim mun betri með bónið
Geta þetta verið kertin? veit að þau eru komin á tíma,
Eða einhver sem gæti hugsanlega vitað hvað þetta er eða hvert ég get farið til að finna útúr því?
Kveðja með vonir um góð svör