Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.04.2010 at 12:15 #689330
Skemtileg myndasaga Hjörtur.
Þegar maður skoðar myndasöguna virðast vissir bílar vera mikið oft fastir á meðan aðrir eru alltaf sprækir og lausir. Kannski er þetta bara hending hvernig og hvenær myndirnar voru teknar en af þetta er reyndinn, þá væri alveg gaman að fá að vita hvaða bílar festast frkar en aðrir.
Ram virðist t.d. gjarn á að festa sig samkvæmt myndaseríunni.
MaXi
07.04.2010 at 22:49 #689324Merkilegt með eyðsluna á Patrol. Ég átti um árið 2003 módel á 35" og það var alveg sama hvað ég gerði hann eyddi alltaf 18 l á 100km, innanbæjar, utanbæjar…breytti engu.
Ég var í dag að tala við einn sem hafði verið að ferðast á 35" Chevy 2500 4×4 diesel picka, 4 í bílnum og tveir sleðar á pallinum….17l. á 100km. utanbæjar eyðsla á krúsinu. Furðulegt hvað þessae 300+hp vélar eru econískar.
Maxi
07.04.2010 at 09:44 #689314Jahá.
Það eru tveir bílar sem eru auglýstir sem að ég er að pæla í.. klarir á fjöll
Toyota 4runner 850 þ.
[url:2xdtt6fu]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=23&t=20248[/url:2xdtt6fu]Ford Explorer 1600 þ.
[url:2xdtt6fu]http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=29&t=580&sid=64b96cc6ed023c943fe562485d2428c8[/url:2xdtt6fu]Eru þetta ekki báðir óstöðvandi græjur? Ég mundi alveg þiggja álit reyndari manna á þeim þó án þess að móðga voðkomandi seljendur.
Maxi
06.04.2010 at 11:35 #689308Gunnar Ingi,
til að gera Grand Cherokee fjallafærann þarf að setja undir hann rör? Er hann ekki með sjálfstæðri fjöðrun? Er mikið mál að koma þeim upp á 38"?
Maxi
06.04.2010 at 10:42 #689304Gunnar Ingi, hvernig er með eldsneytisbyrgðir þegar ferðast er á bensínbíl? Ég er að skilja munin á bensín og diesel að þegar færið þyngist (eða bara ekið er í snjó) eykst eldsneytiseyðsla til muna þó miklu miklu meira í bensínbílum en í diesel bílum. Ef rétt er skilið þurfa því bensínbílarnir (sérstaklega v8 græjur eins og t.d. Jeep GrC sem mér finnst spennandi kostur) að hafa meðferðis verulega mikið magn eldsneytis í samnburði við t.d. hóflegann diesel bíl, ekki satt?
Einhverstaðar stóð skrifað að 25 lítrar pr. ton á 100 km að meðaltali utanvegar sé góð viðmiðun, fylgdi ekki sögunni hvort um bensín eða diesel væri að ræða.
Hvað er annars æsklilegt að bíll geti haft mikið eldsneyti meðferðis í "venjulegar" ferðir? Hvað þurfa tankar að rúma?
Maxi
06.04.2010 at 00:40 #689296Það er nú meira en að segja það að fara og prófa…..eitt að rúlla á malbiki allt annað að komast á snjóinn.
Mín hugsun í þessu öllu er "skynsemi"..ekki of mikil eldsneytiseyðsla og ekki of mikið afl svo allt snúist í sundur.
Mér heyrist á flestum að aflið er ekki stóra málið…þyngd og fjöðrun skipta meira máli.
Ef við ræðum aðeins fjöðrun og hvað virkar best…. erum við að tala um langa mjúka fjöðrun?
Maxi
05.04.2010 at 23:40 #689288Auðvitað er ekkert klippt og skorið í þessu en mér finnst það alls ekki slæmur byrjunarpunktur að skoða bíla út frá þyngd og afli. Eins og kemur fram í fyrstu færslu þráðarins þá eru auðvitað fullt af öðrum þáttum sem skipta máli en þessir tveir eru ansi veigamiklir.
M
05.04.2010 at 23:07 #689284Hér er Excel skjalið ef einhver vill leika sér með það.
Bara breyta tölunni í Breyting dálknum……..
Maxi
05.04.2010 at 23:05 #689282Takk fyrir þetta Gunnar.
Ég notaði athugasemdir þínar til að uppfæra þyngdaraukningu á bíla í töflunni, 250 kg. fyrir 38", 400kg fyrir 44" og 500kg fyrir 49". Auðvitað getur þyngdin aukist um meira en lætt þetta duga að sinni. Ótrulegt hversu fáir bílar falla innan "sweet spot" marks töflu Gumma Jóns…..nema orðnir 44"
05.04.2010 at 20:11 #689274Auka 100 kg. komið á alla
05.04.2010 at 18:16 #689272Góð ábending. Það er þá kannski ekki fjarri lagi að segja að 38" breyting gæti verið um 10% af þurrvikt bíls. Auðvitað getur þetta verið meira og getur verið minna en til að miða við eitthvað þá er það ágætis tala. Ég uppfæri töfluna með þessu til hliðsjónar…..bæti við 100 kg. á alla bíla til að koma á móts við þetta.
maxi
05.04.2010 at 13:11 #689268Tók saman samanburðalista á afli og floti helstu gerða Diesel jeppa út frá upplýsingum á síðunni sem gefin var upp hér að ofan og u.pplýsingum um tegundir á bilasolur.is, uppl. um tork voru ekki aðgengilegar. Samkvæmt þessari samantekt þá gætu hagkvæmustu kaupin í duglegum breyttum jeppa verið 38" Trooper eða Terrano II, fæst mest fyrir peninginn.
Amerísku pickarnir á 44" virðast vera skemmtilegustu tækin út frá afli og floti á 44".
Samkvæmt síðunni sem tengillinn er á hér að ofan þurfa breyttir jeppar að hafa flotstuðulinn 1,5 -2,0 (lægra er betra) til að geta eitthvað. Jeppi með 1,5 fer allt.
04.04.2010 at 23:47 #689266Frábær tengill Gunnar. Rosalega fínar upplýsingar.
Maxi
04.04.2010 at 23:43 #689264Takk fyrir svarið Logi Már. Þetta setur smá perspektív á þátt sem ég hafði ekki hugsað út í sem er hvað eru hinir að gera og geta þegar kemur að hraða yfirferðar.
Ef að ég mæti á 38" bíl með 2,5 eða 3,0 TDI bíl (..grjónapoka) er ég þá að horfa á útskúfun í ferðalögum? Ég geri mér alls ekki grein á ferðahraða segjum gömlum Patrol (100 hö) og t.d. F250 með 300 hö diesel vel.
M
04.04.2010 at 22:10 #211880Nú er ég nýr í félaginu þó að ég hafi átt og leikið mér að jeppum af og til, þó aldrei neitt umfram 33″. Nú ætla ég að prófa stærra, líklega 38″ og ég er að reyna að skilja hvað skiptir máli í vali á breyttum jeppa. Ég hef verið að lesa þræði hér á spjallinu í fríinu og ef það er eitt sem að ég veit eftir lesturinn þá er það að það er enginn sammála hér um hvað er besta þetta og besta hitt…allt trúarbrögð
Til þess að öðlast betri skilning á „verkfræðinni“ í jeppamennskunni langar mig að skoða aðeins undirliggjandi þætti sem gera jeppa góða eða ekki svo góða, vonanadi án trúarbragðanna. Vel væri þegið ef að þeir sem þekkja málin leiðrétti mig þar sem ég fer með rangt mál eða bæti við betri upplýsingum ef til eru.
Mér sýnist á öllu að eftirfarandi þættir eru einhverjir þeirra sem skipta máli í vali á jeppa:
1.Stærð/þyngd
2.Þægindi
3.Vélarafl
4.Eldsneyti
5.Dekkjastærð (flot)
6.Dekkjategundir (grip, vegahávaði)
7.Drifbúnaður (hásingar/klafar)
8.Fjöðrun (gormar/fjaðrir)
9.Gírkassar (sjálskiptingar/beinskiptingar)
10.Millikassar
11.Lolo
12.Driflæsingar
13. Upphækkun1. Stærð og þyngd
Fyrir það fyrsta er væntanlega um náin tengsl að ræða, því stærri sem jeppinn er því þyngri verður hann. Í akstri á snjó þykist ég nokkuð viss um að minni þyngd er betra þar sem ekki þarf eins stór dekk til að ná floti á snjónum. Þá kemur upp spurningin er betra í einhverjum aðstæðum að bíllinn sé þungur? Það er líka augljóst að því þyngri sem bíllinn er því meira afl þarf til að drífa hann áfram sem kallar á meira eldsneytiseyðslu og kallar þá eftir stærri eldsneytistank.2.Þægindi
Þægindi sýnist mér vera afleiða af stærð og þyngd jeppans…því stærri sem jeppinn er því þægilegri er hann. Litlir jeppar eru yfirleitt hastir, þröngir með óþægileg sæti, stórir jeppar fara betur með mann og hafa betri fjöðrun.3. Vélarafl
OK, hér er ég ekki viss hvað skiptir máli. Minni vélar sem eru hagkvæmari í rekstri og snúa ekki allt í sundur eða stærri vélar sem hafa mikið afl og eyða auðvitað meiru, enn eiga það jafnaframt til að snúa eitt og annað í sundur þegar það er verið að beita aflinu. Hversu mikið skiptir afl á fjöllum og jöklum? Fer 100 hestafla Pajero minna en 300 hestafla F350 trukkur þegar horft er til aflsins?4.Eldsneyti
Bensín eða diesel……diesel sýnist mér hafa vinninginn þar sem þú þarft yfirleitt færri lítra pr. x km og þ.a.l. færri lítra í túrinn og minni þyngd…eða hvað? Vélarnar eru jú þyngri en endast líka lengur. Reyndar eru obbinn af diesel vélum frekkar máttvana sýnist mér 100-160 hö en á móti kemur minni eyðsla.5.Dekkjastærð
Hér er ég viss um að það er til einhver formúla þó að ég hafi ekki fundið hana. 35″ = x kg. 38″= y kg, 44″= z kg. Getur einhver upplýst mig um þetta?6. Dekkjategundir
Hér er auðvitað öfgar í báðar áttir væntanlega…..því grófari og betri sem dekk eru í snjó því meir hávaði er í þeim á malbiki og svo öfugt með fínni dekk. Það er varla að maður þori að spyrja en hvað eru bestu dekkin…………7.Drifbúanður
Hér er kannski sá þáttur sem mestu trúarbrögðin eru um. Hásingar eru málið á snjónum en betra að keyra klafa bílana á vegum…………en þeir fara samt svipað mikið eða hvað?8. Fjöðrun
Ég les að um þrennskonar fjaðurbúnað sé að velja. Fjaðrir, gorma og loftþúða…eða blanda af þessu. Hér væri gott ef einhver gæti útskýrt í hverju munurinn liggur þegar í ferðina er komið…………9.Gírkassar
Sjálfskiftingar eru betri vegna þess að þær geta skriðið á lægri hraða…en þær bila meira. Auk þess eyða ss, jeppar meira eldsneyti…….rétt?10. Millikassar
Eins og ég skil það þá er tvennt í millikössum, kassar sem í 4×4 eru læstir þannig að það er alltaf eitt hjól að framan og eitt að aftan sem tekur á og svo select kassar sem leyfa líka átak á einu hjóli í einu…..hér vantar sérfræðing til að útskýra kosti og galla…11. Lolo
Rosa lágr milligír sem gerir jeppum kleift að skríða á mjög hægu hraða í þungu færi…bara í ofurtrukkum.12. Driflæsingar
Sumir bílar koma með þessu orginal að aftan eins og Pajero, Patrol og LC. Þá er þetta drifið með lofti, rafmagni að jafnvel barka. Gott væri að fá innsýn inn í hvað er best í þessu og hversu nausnlegt er að hafa læsingar og þá líka að framan. Les töluvert um að svona læsingar svíki. Svo er til nospin eitthvað sem er sílæsing?13. Upphækkun
Ég les að flestir jeppar eru upphækkaðir, þó mismikið. Mig langar að skilja og gera mér grein fyrir hvað er æskilegt að hátt sé undir bíl sem fara á inn á fjöll og jökla. Ef einhver getur hjálpað mér með tölur væri það vel þegið?Svona í lokin þá langar mig að segja að ég sem nýliði er ekki að fara að smíða einhvern ofurtrukk, ég ætla að kaupa einhvern ekki of dýrann (undir milljón) til að byrja með og sjá hvernig gengur og hvernig bakterían grasserar. Mér skilst að þetta bili allt hvort eð er.
Maxi
04.04.2010 at 16:20 #689148Takk fyrir afgerandi svar Danfox. Er dálítið spenntur fyrir þessu tæki.
M
04.04.2010 at 13:03 #689144Þakka ykkur fyrir báðir tveir.
Munurinn á 620 og 526 er tölvvert mismunandi framsetning upplýsinga eða hvað? Er 620 með 3D (terrain) en ekki 526?
Ég sé að 620 er snertiskjáatæki á meðan 526 er með hefðbundnum tökkum…kostur eða galli? Ég ætla líka að nota tækið á vélsleða……..ætti það að breyta einhverju í valinu?
M
03.04.2010 at 16:01 #211857Er að leita mér ráðgjafar með hvaða GPS tæki ég á að kaupa. Ég hef verið að lesa þræði um þetta hér á spjallinu en mér finnst ekki koma fram hvað er best í þessu.
Geta öll Garmin tæki tengst við fartölvu og þannig fengið stærri mynd?
Er hægt að plotta og lesa ferla í Nuvi tæki og eru þau nógu góð til að ferðast um vegslóða?
Ég sé oft nefnd 182 tækin…eru þau rjóminn? Hvað geta þau umfram önnur?
Maxi
29.03.2010 at 12:10 #211745Sælt jeppafólk.
Geta einhverjir mér reyndari í jeppaferðum komið með einhverjar tillögur að góðum dagsferðum fyrir 33″ breytta vagna. Ég er þannig séð byrjandi í þessu öllu þó að ég hafi skrönglast eitthvað um. Allavegnanna þætti mér gaman ef einhverjir mundu komið með tillögur að góðum leiðum til að taka í dagsferðir sem að þó bjóða upp á smá óvegi og kannski ár en alveg sértsaklega óútþynnt íslenska náttúru og útsýni.
M
-
AuthorReplies