Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.01.2007 at 03:05 #577494
Sælir ég er kominn í hús, þetta var nú meyra fíluferðin fyrir okkur. Við voru 3 að reyna draga hann lc70 44", runner 38" og patrol38" en ekkert gekk hann bara gróf sig fastan að framan, prófuðum að draga hann afturábak en ekkert, var bara eins og moldvarpa. Erum búnir að komast að því að þessar legur sem voru settar með nafendunum á þriðjudag eru eitthvað að svíkja og verður að laga þetta í fyrrmálið áður en reynt verður aftur.
Þá ætti björgunartúr nr. 4 að hefjast á morgun og bíllinn kominn heila 500m eða svo frá upphafi… og 3 gps punktar til.
25.01.2007 at 17:23 #577130Skástífa að aftan á að vera sem næst lárétt til að hafa minnst áhrif á fjöðrun og las ég að þær ættu að minda x, þ.e. halla á móti hvor annari(framan og aftan). Minnir að Freysi hafi skrifa þetta hérna e-htíma. Einnig ætti hún að vera sem lengst, jafn löng og gormarnir, þar sem bíllinn fjaðrar á þeim punkti.
24.01.2007 at 17:10 #576992Það er betra að hafa minni þyngd að aftan þar sem þyngdarmiðjan breytist þegar jeppa er ekið af stað og upp brekkur, ég rissaði voðalega einfalda mynd upp þar sem ég reyni að sýna þetta.
Neðri myndin sýnir bíllinn kyrrstæðan, þyngdarmiðjan er fyrir framan miðju bílsins þar sem bíllinn er þyngri að framan.
Efri myndin sýnir bílinn í brekku þar breytist þyngdarmiðjan(þar sem hún er alltaf lóðrétt) í bílnum og færist nær afturhásingunni og bíllinn verður þyngri að aftan, það hefur einnig áhrif á bílinn hversu hár hann er. Þess vegna er betra að hafa hann léttari að aftan, efri myndin á við líka í þungu færi á sléttu þar sem bíllinn þarf að vinna á móti, eins og þegar handbremsan er sett á og tekið af stað þá leggst bíllinn á rassgatið.
Vona að þetta skiljist en svona hugsa ég þetta allavega.
[img:js1oooif]http://www.123.is/MogG/albums/679489486/Jpg/021.jpg[/img:js1oooif]
23.01.2007 at 21:47 #576746Ég held hann það sé bara einn sem þeir eru að breyta hjá Arctic, verklegur bíll sem á örugglega eftir að koma vel út, spurning með kostað að flytja þetta inn. En á yfirlitinu sem þú settir þarna inn er hann einungis 136hp, ætti hann ekki að vera 204hp. Þessi cruiser er með sama veika framdrif og 80 bíllinn og hafa þeir í arctic sett held ég partol miðju í hann.
23.01.2007 at 19:36 #576732Af hverju þarf að skifta um afturhásingu á lc 90 bílnum??
23.01.2007 at 17:10 #576710Scrollaðu aðeins niður þar er blái cruierinn. [url=http://visir.is/section/smaar01&flokkur=8&yflokkur=5&teg=sub:3anyhbij][b:3anyhbij]Hér[/b:3anyhbij][/url:3anyhbij]
23.01.2007 at 16:36 #57670680 cruiser! ekki spurning, bestu jepparnir.
22.01.2007 at 22:10 #576638Verður að spá í hvaða hásingu þú ert með, hversu sterk hún er, því breiðari felgur því leiðinlegra að keyra hann og meyra álag á legur. Ég er með 16" breiðar.
21.01.2007 at 19:46 #19945919.01.2007 at 17:12 #575928En hvað með gamla mjallarbónið? er það ekki að virka? hef einu sinni notað svoleiðis og var það hrein martröð að ná því af en bíllinn var góður í tæpt ár. Hvað er í því? er hætt að selja það?
Ég fékk eitthvað mjallarhraðbón sem átti að bera yfir mjallarbónið þegar það var komið á bílinn svo það væri auðveldara að ná því af.
15.01.2007 at 06:22 #575436ég er kominn i hus núna um 06:20. fundum strákana ekki langt frá kerlingarfjallaaflegjara, jói pikkfastur, sveinbjörn og gummmi búnir að slíta beislin við að reyna kippa og joi og gummi að klara bensin. voru a gufunum þegar við komum og urðu mikil fagnaðarlæti og faðmlög;) eg spilaði joa lausan og svo var langt í hann heim, það gekk vel þar sem buið var að ryðja förin en annars þungt færi.
14.01.2007 at 20:11 #199376Var að spá hvort einhver hafi heyrt í félögum mínum, þeir ætluðu kerlingarfjöll heim frá setrinu þeir hafa sjálfsagt lagt af stað um 2 leytið frá setrinu. hefur einhver heyrt í þeim sem var á þessu slóðum í dag? kjöl eða langjökli eða hveravöllum? þeir voru ekki með nmt bara vhf? Var bara að velta þessu fyrir mér áður en ég fer á móti þeim. Þeir eru á 3 jeppum.
12.01.2007 at 22:29 #575236Hemill ehf. var mér sagt að væri að lengja svona barka, held það heitir skemmuvegur fyrir neðan byko í breiddinni.
11.01.2007 at 21:58 #575046Gæti ekki verið meyra sammála þér!!
11.01.2007 at 14:40 #574824Heiðar þegar þú lést meta hann, fóru þeir þá eitthvað spes yfir hann eða skoðuðu þeir hann bara?
11.01.2007 at 14:37 #574822Ég er nýbyrjaður að tryggja hjá sjóvá og setti hann í kaskó og utanvegakaskó og ég spurði hann sérstaklega hvað væri tryggt utanvega og hvað ekki og hann sagði að ég væri ekki tryggður í á en annarsstaðar er ég tryggður.
10.01.2007 at 12:40 #574786Nú þegar búið er að breyta @ í (hjá) þá er ekki lengur hægt að ýta beint á netfangið og outlook opnast sjálfkrafa til að senda mail. Mér finnst það ekki nógu gott, af hverju var þessu breytt?
09.01.2007 at 14:06 #5746882.8 6cyl 128hö
3.0 4cyl 157hö held að hann virki betur fyrir utan gallana í vélunum…
06.01.2007 at 15:53 #574042Ef ég skil Óskar rétt þá er hann að tala um það að ferðir eru með 2 vikna millibili og sumir menn þurfa að vinna aðra hverja helgi. Ef ferða helgarnar hitta inní vinniplanið hjá þeim þá komast þeir ekki neinar ferðir.
Í Nov voru ferðir með vikumillibili og þá gat hann valið að fara aðra þeirra. Er ég ekki að skilja þig rétt Óskar?
Þetta þarf þá að skoða betur og hafa ferðir með viku millibili eða 3 vikna.
05.01.2007 at 20:47 #573484Er þá ekki spurning að kyngja stoltinu og koma heilir heim, líka jeppana…
-
AuthorReplies