You are here: Home / Magnús Ragnarsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Góðan daginn.
Ég hef nokkurn áhuga á fjarskiptamálum, en er nýr hér inni. Hef fengið mér eina svona Baofeng og búin að vera að lesa og þessi pistill fannst mér áhugaverður. Var að fá mér Nagoya 771 og 701 orginal loftnet en hef ekki aðgang að svona mæli. Væri spurning að lána og sjá hvað kemur út.
Út frá þessum þræði fór ég að skoða þessi mál aðeins út frá þessum tíðnum og rakst á Slim duck loftnet frá smiley antenn og bjóða þeir uppá loftnet, sem passa á þessar stöðvar og eru til útgáfur tjúnaðar fyrir 150Mhz, 155Mhz og 160Mhz. 155Mhz útgáfan spannar þá 150 – 160 Mhz.
http://www.smileyantenna.com/product-p/15530.htm
Er að spá í að panta eitt, en er að velta fyrir mér hvaða loftnet myndi henta best fyrir okkar tíðnir og þá jafnframt væri gaman að mæla það með þessari stöð.
Stefni á að ná mér í amatör réttindi en því miður kemst ég ekki á fundinn á morgun.
Mbk.
Magnús Ragnarsson