Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.12.2002 at 09:56 #465228
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá er bíllinn fundinn hann fannst stráheill í portinu bak við Fiskbúð Hafliða á Laugaveginum (við hliðina á löggustöðinni!!!).
20.12.2002 at 10:58 #465612Það er með ólíkindum að það skuli vera komið inn á framkvæmdaáætlun uppbyggður vegur að fjallabaki. Enginn með vott af skynsemi getur fundið rök fyrir þeirri framkvæmd, þaðmætti halda að það væri verið að skap ákveðnum verktökum vinnu.Þetta er Sturlun með stórum staf.
Jólakveðjur,
Maggi Dan.
18.12.2002 at 16:51 #465500Sæll Heiðar!
Þú segir að það sé vitlaust að eyða miklu púðri í að fá ferðamenn til þess að stoppa á Austfjörðum því þeir vilji flestir fara á suðvestur-hornið, er þá ekki ennþá meiri vitleysa að eyða margfallt meira púðri í að skapa ný störf á Austfjörðum þegar vitað er að flestir vilja fara á suðvesturhornið(t.d. vegna þeirrar sérstöðu sem margmenni hefur umfram fámenni með tilliti til þeirra krafna sem flestir gera til lísins) ? Er ekki nær að nota þessa peninga til þess að gera arðbærari hluti þar sem fólkið er og vill vinna og eyða tómstundum sínum ?
Kær kveðja,
Magnús Dan.
18.12.2002 at 16:49 #465498Sæll Heiðar!
Þú segir að það sé vitlaust að eyða miklu púðri í að fá ferðamenn til þess að stoppa á Austfjörðum því þeir vilji flestir fara á suðvestur-hornið, er þá ekki ennþá meiri vitleysa að eyða margfallt meira púðri í að skapa ný störf á Austfjörðum þegar vitað er að flestir vilja fara á suðvesturhornið(t.d. vegna þeirrar sérstöðu sem margmenni hefur umfram fámenni með tilliti til þeirra krafna sem flestir gera til lísins) ? Er ekki nær að nota þessa peninga til þess að gera arðbærari hluti þar sem fólkið er og vill vinna og eyða tómstundum sínum ?
Kær kveðja,
Magnús Dan.
13.12.2002 at 15:22 #465342Í stuttu máli er Þetta það sem hlýst af þessari framkvæmd fyrir utan hvort þetta sé hagkvæmt eður ei.
"Áróðursmeistarar tala stöðugt um að með virkjun við Kárahnjúka sé verið að nýta "endurnýjanlega, hreina orku". Þetta er misvísandi orðalag svo ekki sé meira sagt. Lón Kárahnjúkavirkjunar drekkir endurnýjanlegri gróðurauðlind. Aurinn í gruggugu jökulfljótinu sest til í lóninu, fyllir það og gerir það ónothæft. Ryk og leir fýkur frá brotnum lónbökkunum, byrgir sýn og hylur gróðurlendi. Þannig er Kárahnjúkavirkjun lík námu. Henni fylgir gífurleg eyðilegging á landi og öðrum auðlindum og mengun í formi uppblásturs, ryks og aurs. Nýting landsins á þennan hátt minnir einnig á námugröft að því leyti að hver náma er aðeins notuð í takmarkaðan tíma en verður síðan ónothæf. Þegar lón við Kárahnjúka fyllast auri verða afkomendur okkar að leita orku annars staðar. Landið sem eftir stendur verður þá eins og hver önnur yfirgefin og ömurlega kolanáma og ónothæf til endurnýjanlegrar nýtingar svo sem beitar eða náttúruskoðunar."
Magnús Dan.
07.06.2002 at 23:19 #461760Hvar heldurþú að þessir utanvegahjólamenn æfi sig ?
Mér finnst líklegast að þeir æfi nefnilega úti um hvippinn og hvappinn.
24.04.2002 at 00:07 #460604Ég mátti svo sem vita að þú værir góður inn við beinið Jón Snæland. En það er ekki nóg því af verkunum erum við dæmdir og ef við látum eins og einhverjir smástrákar í bílaleik á viðkvæmum stöðum þá verður fljótt þrengt að okkur.
Jeppa kveðja.
ps. ég hélt að þú værir að tala um vetrajeppamennsku en ekki að fara á bíl fyrstur um hálendið þegar þú varstað tala um frumkvöðla.
21.04.2002 at 23:57 #460538Ég held að lausn sem við sem viljum geta ekið um sem mest af hálendinu á vetrarlagi verðum að sætta okkur við það á sumum stöðum á landinu verði ekki leyft að fara um á vélknúnum ökutækjum.Við ættum heldur að reyna að koma í veg fyrir að lagðir verði uppbyggðir vegir beint af augum um miðhálendið þar sem menn munu aka sem hraðast um og segjast hafa farið um Kjöl,Sprengisand og Fjallabak og ekki séð neitt markvert af því hraðinn var svo mikill. Ef við gefum ekki eftir viðkvæm svæði á landinu þar sem æ minnkandi dýralíf er þá verður ekki sátt um umferð okkar um mið hálendið utan vega að vetrarlagi.
21.04.2002 at 23:44 #460536Ég verð nú að segja að ekki munið þið nú langt drengir ef þið haldið að svokallaður Fjalli hafi verið brautryðjandi í jeppamensku á jöklum eða ferðamennsku almennt því það voru margir sem voru búnir að ryðja brautina á undan honum t.d ferð Arngríms,Valda og fleiri yfir jöklana þrjá á sínum tíma. Ég held að ef við viljum frelsi til þess að geta keyrt yfir hálendið að vetrarlagi þá ættum við að virða þær reglur sem gilda um þann eina stað sem lokaður er fyrir umferð vélknúinna ökutækja á Íslandi sem sagt Hornstrandafriðlandið.Við ættum þess í stað að reyna að fá ráðamenn ofan af því að gera uppbyggða hálendisvegi um allt sem meirihluti ferðamanna samkvæmt mörgum könnunum jafnt íslenskra sem útlenskra ferðamanna er á móti.Ef þú sem heitir í höfuðið á landinu okkar (Snæland=Ísland) og virðist ferðast töluvert um þetta land sem þú kallar grjóthólma berð ekki meiri virðingu fyrir því og virðist ekki kunna að umgangast það því ef þú nennir ekki að taka með þér sígarettustubba í bæinn hvað þá heldur allt hitt ruslið sem þú komst með.
21.04.2002 at 23:35 #460598Ég verð nú að segja að ekki munið þið nú langt drengir ef þið haldið að svokallaður Fjalli hafi verið brautryðjandi í jeppamensku á jöklum eða ferðamennsku almennt því það voru margir sem voru búnir að ryðja brautina á undan honum t.d ferð Arngríms,Valda og fleiri yfir jöklana þrjá á sínum tíma. Ég held að ef við viljum frelsi til þess að geta keyrt yfir hálendið að vetrarlagi þá ættum við að virða þær reglur sem gilda um þann eina stað sem lokaður er fyrir umferð vélknúinna ökutækja á Íslandi sem sagt Hornstrandafriðlandið.Við ættum þess í stað að reyna að fá ráðamenn ofan af því að gera uppbyggða hálendisvegi um allt sem meirihluti ferðamanna samkvæmt mörgum könnunum jafnt íslenskra sem útlenskra ferðamanna er á móti.Ef þú sem heitir í höfuðið á landinu okkar (Snæland=Ísland) og virðist ferðast töluvert um þetta land sem þú kallar grjóthólma berð ekki meiri virðingu fyrir því og virðist ekki kunna að umgangast það því ef þú nennir ekki að taka með þér sígarettustubba í bæinn hvað þá heldur allt hitt ruslið sem þú komst með.
-
AuthorReplies