Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2008 at 13:53 #611118
menn eru að skipta þessu Dana30 dóti út fyrir sterkara á cherokee og wranglerdótinu. Ef þú ert að fara í hásingasmíði myndi ég setja eitthvað betra.
Mágur minn átti cherokee með máttlausri 6cyl og þetta var eilíft til vandræða og ekki var hann að stökkva.
Ég setti D44 hjá mér í wrangler þegar ég breytti.
18.12.2007 at 21:13 #607234Sæll.
Þessi er með 2 gírkassa í gömlum patrol.[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=3423:3uldyxww][b:3uldyxww]Linkur Gamall patrol[/b:3uldyxww][/url:3uldyxww]
kv. Maggi
11.12.2007 at 21:54 #606338þakka þér fyrir bassi.
11.12.2007 at 15:51 #201362Góðan daginn.
Ég er að leita að þyngdum á þessum algengustu mótorum td:
350, 351, 454, 460, GM6.5, Cummins 5.9, Toy/Nissan 4.2Ef einhver veit hvað eitthvað af þessu viktar eða er með góðar vefsíður væri gaman að heyra það.
Kv. Maggi
02.12.2007 at 10:14 #605238Ég hef alltaf verið ánægður með verð og vinnu hjá Stáli og Stönsum.
Maggi
03.11.2007 at 23:02 #601826Hvaða máli skiptir þetta?
drífur bíll eitthvað meira ef hann fellur undir skilgreiningu sem jeppi?magnús
02.11.2007 at 14:16 #601750Já það borgar sig varla að standa í þessu þegar munar svona litlu. En getur einhver sagt mér hver spindilhallinn er orginal í gömlum patrol?
Kv. Magnús.
01.11.2007 at 20:58 #201088Góðan daginn.
1. Hefur einhver hér flutt inn loftpúða að utan? Mig vantar 4stk púða ca 1000-1200kg til að nota undir jeppa. Ég veit af úrvalinu í KT, Parti og Landvélum, en ég er að velta fyrir mér hvort það borgi sig að taka þetta frá útlöndum. Ef einhver er með reynslu af þessu eða heimasíðu hjá aðilum sem koma til greina væri gott að heyra af því.
2. Einnig vantar mig að vita hver spindilhallinn er orginal á patrol árg 89-97.Takk fyrir
Magnús
16.10.2007 at 15:06 #600020Takk fyrir góð svör. Er eitthvað sem mælir á móti því að smella bara patrolhásingunni í heilu lagi undir? í stað þess að fara að sérsmíða hásingu. (væri skemmtilegra að eyða peningunum í milligír)
kveðja
Magnús.
16.10.2007 at 09:53 #200979Góðan daginn. Nú er kominn landcruiser 80 á heimilið og þarf að huga að framhásingu.
Hefur einhver hér sett patrol rör undir svona bíl? gaman væri að heyra hvort því fylgdu einhver vandamál. Er eitthvað sem mælir á móti því að notast við landcr liðhús á patrol rörið til að fá betri legubúnað.kv. Magnús.
02.10.2007 at 12:35 #598424Enn einn þraðurinn um ekki neitt.
21.09.2007 at 18:46 #597522Þessi mynd er úr hausttúr í fyrra, þar sem var keyrt upp með langasjó, vestanmegin. Þetta er ekki fært nema vatnið sé autt eða þá almennilega frosið.
[img:38t8xcdj]http://www.gerpi.net/myndir/d/2400-2/DSC06472.JPG[/img:38t8xcdj]allavega myndi ég ekki nenna að hjakkaþetta í ótraustum ís.
En frábær leið samt!
21.09.2007 at 09:07 #597436Hvað kostar ca að láta valsa einn gang af stálfelgum?
mér fynst alltaf skrítið þegar mönnum þykir ekki ókostur við dekkjategund að það þurfi beadlock eða einhverjar æfingar til að þetta sé nothæft.
Maggi.
12.09.2007 at 08:49 #596564Erum með 37" toyo undir einum patrol á heimilinu. Þau eru á 12" felgum og er mjög gott að keyra á þeim. Ekkert hopp og lítið af ballanseringarlóðum. Höfum ekki hleypt úr þeim.
5mm búnir af 15mm munstri á 40.000km. það hlýtur að teljast þokkaleg ending!
kv. maggi
11.09.2007 at 21:54 #596494Færð viktunarvottorð hjá malbikunarstöðinni og hraðavottorð td hjá ökumælum í sama húsi og fjallasport
kv. Magooo
18.08.2007 at 02:40 #594730er ekki málið að halda sig bara við rav ef þú getur ekki lagað drusluna sjálfur.
03.08.2007 at 12:52 #594344Ég smíðaði Ryðfrían tank úr 1.5mm og límdi álplötu undir hann.
Til að skipta á milli tanka var bara bensínslangan tekin uppúr gólfinu við bílstjórasætið og þar voru 2 venjulegir lokar (vatnslokar held ég) Þetta hefur allavega ekki gefið sig ennþá, en sennilega eru þessir lokar nú ekki gefnir upp fyrir að þola eldsneyti…
maggi og wranglerinn sem verður til sölu eftir helgi.
14.06.2007 at 13:08 #592480Ónýt kúpling á viftuspaðanum getur valdið þessu.
kv. Maggi
04.06.2007 at 09:16 #591890Þarft bara að redda þér "góðum" viktunarseðli. Hann er ekki viktaður í skoðun.
kv. Magnús.
12.05.2007 at 18:40 #590844Talandi um afgas, tékkaðu á flækjunum hjá þessum:
[url=http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=3440:12gzf5iu]Dráttarvél[/url:12gzf5iu]
kv. Magnús
-
AuthorReplies