Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.02.2003 at 18:42 #468620
jæja eitthvað ætlar þetta að verða erfitt fyrir sumar bíltegundir, annar PATROL bilaður nú er það Viðar Elliða sem á í einhverju basli með viftuna hjá sér hún vill víst ekki kveikja á sér.
Viðar sem var fremsti bíll sneri við til að líta betur á þetta en á ekki von á að þetta verði neitt stórmál.
Það er því enginn hópur úr þessum stóra hóp kominn í snjó
en sega þeir að gríðarlega mikil hálka sé á veginum
(Kvíslaveituveg kl 18:40)kveðja Lúther
14.02.2003 at 17:54 #192179Einar sól er á leið í Setrið ásamt fríðu föruneyti
eru þeir nú staddir í Hrauneyjum að tanka (kl 18)
ekki voru þeir nú komnir langt þegar fyrsti bíllinn var yfirgefinn,það mun hafa verið PATROL sem Gulli mágur
Vidda Elliða á var hann skilinn eftir í Þjórsárdal með
bilaða fæðudælu í olíuverki.
MEIRA Á EFTIR……kveðja Lúther
06.02.2003 at 18:12 #468034af gefnu tiefni frá síðustu helgi þar sem gagnrýni kom fram að ekki næðist í neinn úr þorrablótsnefdinni,og á sú
gagnrýni líklegast við einhver rök að styðjast þá
gef ég upp númerið hjá mér í bílnum.Bílasími 855-4301
Setursími 855-5565p.s. þetta 12 tíma met verður EKKI slegið.
kv.Lúther
06.02.2003 at 16:34 #468026Við förum Sóleyjarhöðavaðið, já það er virkilega erfitt
að sega það.
en það er fljótlegasta leiðin ekki nema 17 km eftir að
vegi sleppir.vaðið er hættulegt fyrir þá sem ekki þekkja það, mig grunar
nú reyndar að það hafi hlýnað þarna uppfrá frá því um
síðustu helgi og ekki er það þá betra.
En það væri fínn Laugardagsrúntur að koma á móti ykkur.kv. Lúther
06.02.2003 at 14:51 #468022Sæll Sveinn
þegar þið leggið af stað verðum við komnir í Setrið
(vonandi:)Endilega hringið í okkur á Laugardeginum í Setrið og leyfið
okkur að fylgjast með, einnig ættum við þá að geta upplýst
ykkur um veður og færð.síminn í Setrinu er 855-5565.
ferðakveðjur Lúther
05.02.2003 at 16:14 #467944kl 19 á föstudag.
05.02.2003 at 16:13 #467942JÚ JÚ það verður maður á vakt og reyndar verður líka
maður á bakvakt ef svo ólíklega vildi til að maðurinn á
fyrstu vakt þyrfti að bregða sér í björgunargallann.
(sem er nú reyndar afar ólíklegt)
Fylgist með um kl 19 þá ættu fyrstu tölur að koma inn.Kveðjur Lúther
05.02.2003 at 10:55 #467698NÚ HELD ÉG AÐ FYRRUM FORMAÐUR GETI EKKI LENGUR HALDIÐ OKKUR ANDVAKA OG VERÐI AÐ SETJA COMMENT Á ÞENNAN LINK.
BJÖRN ÞORRI HVAR ERTU???
05.02.2003 at 10:51 #467850Heyrði nú siggi
Þú skalt ekki VOGA þér að setja út á það að maturinn var
í bílnum hjá mér, helvítís vanþakklæti alltaf í svona
grobbhausum eins og þér, sem vilja svo ekki sjálfir
fyrir sinn litla pening rétta smá hjálpar hönd út af því
að þeir halda að Nizzan druslan sé of fín í SJÁLBOÐASTARF
fyrir ferðaklúbbinn.Á þessari helgi var aðeins einn bíll skilinn eftir og það
var NISSAN.p.s. Svo voru það Toyotur sem ruddu Klakkinn svo þessir tveir Nissan haugar kæmust á eftir
p.s.s. Vonandi hef ég náð þrýstingnum aðeins upp:)
kv.Lúther
04.02.2003 at 13:55 #192114Sælir félagar!
Ég komst því miður ekki á fundinn í gærkveldi en heyrði
að einhverjir hefðu verið yfir sig hneykslaðir á að
Klakkurinn hefði verið valinn.
Því spyr ég hver gat vitað að Klakkurinn væri svona erfiður?
og svo var lagt af stað seinnipart á Föstudag svo nægur átti tíminn nú að vera.Í sambandi við seinna blótið hef ég nú hringt í
alla þá sem ekki komust á það fyrra og hefur þeim verið
boðið að koma með á það seinna.kveðja Lúther
04.02.2003 at 01:13 #467514Það hefur nú gengið meira á hér á spjallinu en hjá okkur
þorrablótsförum:)jæja frábær helgi á fjöllum að baki og hægt að fara að hlakka til næstu helgi. bíllinn hjá mér er kominn í þurrkun
og sótthreinsun eftir alla mysuna sem flæddi um allan pall.Frábær hugmynd hjá Jóni Snæland og félögum að kalla sig bara
björgunarsveit til að geta svindlað sér frítt á blót
hvað skyldu þeir kalla sig næstu helgi?Mér fannst þú skynsamur Beggi að skilja Trooper eftir í bænum þegar þú heyrðir hvernin færðin var, en Soffía ætti
að fara að læra að taka ekki svona stóra sénsa og fara
einbíla á bílnum í Smárann.Ég vill þakka öllum þessum frábæra hóp sem tók þátt í þessu
þorrablótsævintýri fyrir skemmtilega og ánægjulega helgi.P.S hafðu engar áhyggjur að ég móðgist eithvað Bazzi þó
þú skjótir á mig, ég hef fullan skilning á þessum sjúkdóm.
30.01.2003 at 11:35 #467282við vorum þarna 3 stk 38" bílar um síðustu helgi fórum
þá inn á línuveg frá kadadal og inn að skjaldbreið lentum í miklum vorleysingum með miklum krapapyttum og litlum snjó.
Flúðum því svæðið og tókum strikið upp Geitlandjökul og þaðan yfir á Langjökul þar voru komin sæmileg snjóalög.góða ferð Lúther
29.01.2003 at 17:57 #467250Sælir
það er uppselt á fyrra blótið en einhverjir lausir miðar
á það seinna.við strákarnir úr skemmtinefndinni leggjum af stað á
föstudagmorguninn fyrir hádegi ef að sú tímasetning hentar
þér er þér velkomið að verða okkur samferða.kv.Lúther
27.01.2003 at 11:06 #466918Úpps þessi skot þín eru farin að væta takkaborðið hjá mér Beggi.
Fljótlega var mér ljóst að ekki þýddi að hringja í vinnufélagana þar sem þeir voru með í för.
En það er rétt að skástífan fór í sundur hjá mér eftir
að stórt grjót lenti á milli hjóla (stórt grjót)En eftir að hafa skoðað suðuna hjá Magna var ákveðið að
setja á fullan mótor áfram inn á línuveginn enda suðurnar hjá Magna ekki þekktar fyrir að gefa sig.gerðum fínan túr upp Geitlandsjökul og komum niður hjá
Jaka og skilaði toylettið okkur báðum heilum heim seint í gærkveldi.Eftir stendur helst hjálpsemi þeirra félaga
Jóns Snælands,Gulla og Magna MAGNAÐA.
það er frábært að eiga góða að þegar helv… druslan
vill ekki hanga saman.
TAKK STRÁKAR.Ég hef nú ekki tíma til að ræða þetta með Tropper sem fer
alla leið enda einhver gríðar mikill miskilningur þar á
ferð sem þú yrðir seinn til að skilja.
kv.Lúther
25.01.2003 at 15:19 #466908Já Já Beggi
Farðu að betrumbæta Trooperinn með Toyotu
hlutum:)
20.01.2003 at 18:00 #466758hér er aðeins eitt orð sem þarf.. 16"
17.01.2003 at 16:19 #466610Ef veður lofar verður varðeldur og flugeldasýning
og brekku…nei ég meina sléttusöngur.kv Lúther (ekki tæknó)
17.01.2003 at 16:12 #466608Ef veður lofar verður varðeldur og flugeldasýning
og brekku…nei ég meina sléttusöngur.kv Lúther
16.01.2003 at 09:20 #466582Það lítur út fyrir að Beggi hafi vakað í alla nótt
til að horfa á snjóinn falla,
en er greinilega kominn með svefngalsa þarna í restina.Vonandi getur þú lagt þig í dag Beggi.
kveðja Lúther
13.01.2003 at 13:03 #466360Það er ekki bara bjart yfir honum Palla okkar,heldur er eins
og Palli sagði þetta afmælis árið okkar og það er líka bjart yfir klúbbnum.Strákar og stelpur við leysum þetta verkefni eins og okkur er einum lagið og gerum þetta að einum flottasta viðburði
ársins.Ef einhver getur skipulagt svona ferð þá er það 4X4 klúbburinn.Skráum okkur í þetta og ekkert röfl.
kveðjur Lúther
-
AuthorReplies